Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Eldur við trésmíðaverkstæði á Akureyri
Litlu mátti muna að illa færi
Arsfundur FSA
ÁRSFUNDUR Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri verður haldinn í
dag, fimmtudaginn 20. maí, í fyrir-
lestrarsal Háskólans á Akureyri í
Oddfellowhúsinu á Sjafnarstíg 3 og
hefst hann kl. 14.
Á fundinum verða fluttar skýrsl-
ur um starfsemi sjúkrahússins á
liðnu ári og fjallað um stöðu þess
nú. Viðurkenningar verða veittar
þeim starfsmönnum sem starfað
hafa í 25 ár. Sérstök umfjöllun
verður um samstarf heilbrigðis-
stofnana á Norður- og Austurlandi.
Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri
heilbrigðisráðuneytis, Birgir Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Heil-
brigðisstofnunar Sauðárkróks,
Dagbjört Pyri Þorvarðardóttir,
hjúkrunarforstjóri Heilbrigðis-
stofnunar Húsavíkur, Elsa Frið-
finnsdóttir, forstöðumaður heil-
brigðisdeildar Háskólans á Akur-
eyri, Stefán Þórarinsson, héraðs-
læknir Austurlandi, og Þorvaldur
Ingvarsson, framkvæmdastjóri
lækninga á FSA, flytja stutt erindi
á fundinum.
LITLU munaði að illa færi er eld-
ur kom upp utan við trésmíðaverk-
stæði byggingafélagsins Hymu
ehf. á Gleráreyrum á Akureyri
snemma í gærmorgun. Starfsmað-
ur fyrirtækisins, sem var að mæta
til vinnu klukkan rúmlega 6, varð
eldsins var og lét lögreglu vita.
Slökkvilið Akureyrar kom fljót-
lega á vettvang og gekk slökkvi-
starf greiðlega. Að sögn Jóns
Knudsen varðstjóra logaði eldur í
sagi við hús verkstæðisins og í
gluggakarmi á fyrstu hæð. Jón
sagði að eldurinn hefði logað fyrir
utan í einhverja stund og hlaupið
með klæðningu hússins upp á 2.
hæð og upp undir þak.
Mikill eldsmatur
innandyra
Reykkafarar fóru strax inn í
húsið en þar var enginn eldur, auk
þess sem húsið var mannlaust.
Töluverður reykur fór um tré-
smíðaverkstæðið og um rými á 2.
hæð, þar sem era íbúðir, en ekki er
talið að um skemmdir hafi verið að
ræða innandyra.
Jón sagði að litlu hefði mátt
muna að illa færi en í rými innan
við gluggann sem logaði í er mikið
af leysiefnum og lökkum. Þá er
mikill eldsmatur inni á trésmíða-
verkstæðinu sjálfu. Daníel Snorra-
son, lögreglufulltrúi hjá rannsókn-
ardeild lögreglunnar á Akureyri,
sagði málið í rannsókn en hann tók
undir með Jóni, varðstjóra slökkvi-
liðsins, að þarna hefði getað farið
illa.
Onnur íkveikjan
á stuttum tíma?
Öflugur blásari, sem blæs sagi
frá verkstæðinu, er fyrir utan
gluggann og þar sem hann er ekki
alveg þéttur var haugur af sagi við
húsið. Öm Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Hymu, sagðist álíta
að kveikt hefði verið í þar sem öllu
rafmagni sé slegið út að næturlagi.
Þetta er í annað sinn á stuttum tíma
sem eldur kemur upp á Akureyri en að-
Morgunblaðið/Kristj án
ÖRN Jóhannsson, framkvæmdastjóri Hyrnu, skoðar verksummerki
þar sem eldur kom upp fyrir utan trésmíðaverkstæði fyrh-tækisins.
faranótt sunnudagsins 9. maí, varð mik- rannsókn brunans þai-, en að sögn Dan-
ið ijón í eldsvoða í Hamri, félagsheimili íels er talið íullvíst að kviknað hafi í af
íþróttaféiagsins Þórs. Enn er unnið að mannavöldum.
Morgunblaðið/Kristján
ÞÓRHALLUR Sigtryggsson, formaður Golfklúbbs Akureyrar, Þórarinn B.
Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs og Einar Guðmann, formað-
ur Skotfélags Akureyrar, eftir undirritun uppbyggingarsamninganna.
Samið um upp-
byggingu á
félagssvæðum
SAMNINGAR um uppbyggingu
hjá tveimur íþróttafélögum á
Akureyri, Golfklúbbi Akureyrar
og Skotfélagi Akureyrar voru
undirritaðir í gær. Fyrir Iiggja
drög að uppbyggingarsamningi
við Siglingaklúbbinn Nökkva, en
samningur við klúbbinn verður
undirritaður síðar.
Þórarinn B. Jónsson, formað-
ur íþrótta- og tómstundaráðs
Akureyrar, sagði að samning-
arnir væru hver um sig að verð-
mæti 4 milljónir króna og mun
Akureyrarbær greiða viðkom-
andi félögum upphæðina á fímm
árum, 800 þúsund krónur á ári,
og er fyrsta greiðsla 1. júlí næst-
komandi. Greiðslur vegna samn-
ingsins við Siglingaklúbbinn
Nökkva hefjast á árinu 2000.
Samningarnir byggjast á
rammasamningi um samstarf
milli Akureyrarbæjar og
íþróttabandalags Ákureyrar frá
árinu 1990.
Framkvæmdir Golfklúbbs
Akureyrar felast í uppbyggingu
á bifreiðastæðum og aðkomu að
félagssvæði klúbbsins að Jaðri
ofan Akureyrar, en áætlaður
kostnaður er 5,4 milljónir króna.
Golfklúbbsmenn ætla að hefjast
handa þegar í stað og ljúka þeim
verkefnum sem til samningsins
ná á þessu ári en þeir vilja flýta
framkvæmdum vegna landsmóts
sem þeir halda næsta sumar.
Framkvæmdir Skotfélags
Akureyrar felast í uppbyggingu
riffil- og leirdúfuvallar á félags-
svæði þess á Glerárdal. Áætlað-
ur kostnaður er um 5,3 milljónir
króna.
Hugbúnaðarfyrirtækið Hugur eykur starfsemi á Akureyri
Samstarfssamningur við
háskolann undirritaður
Hugbúnaðarfyrirtækið Hug-
ur hf. hefur tekið formlega í
notkun ný húsakynni að
Hvannavöllum 14 á Akur-
eyri. Mikill vöxtur hefur ver-
ið í starfsemi fyrirtækisins á
undanfömum misserum og
til marks um það má nefna
að starfsmenn á Akureyri
eru nú 10 talsins en þar var
einungis einn starfsmaður
fyrir þremur árum.
Við formlega opnun fyrir-
tækisins á Akureyri fyrir
helgi, var undirritaður sam-
starfssamningur milli Há-
skólans á Akureyri og Hugar
á sviði upplýsingatækni.
Markmið Háskólans á Akur-
eyri er að í samráði við öflug
fyrirtæki í upplýsingatækni
verði til besta tölvuumhverfi
í háskóla á Islandi og að leit-
ast sé við að nemar og starfsmenn
háskólans öðlist yfirburðaþekkingu á
því sviði. Markmið Hugar er að efla
starfsemi sína á sviði upplýsinga-
tækni og að stuðla að þekkingarmiðl-
un milli atvinnulífs og háskóla, auk
þess að leggja háskólastiginu til bún-
að og þekkingu á bestu kjörum.
Samstarf við eflingu
endurmenntunar
Samstarfssamningurinn, sem gild-
ir til 5 ára, er margþættur. í fyrsta
lagi felur hann í sér að Háskólinn á
Akureyri setur upp upplýsingakerfið
AXAPTA með aðstoð Hugar og nýtir
það við kennslu í samstarfi við Hug.
Miðað er við að kerfið sé uppsett á
allt að tuttugu útstöðvum og nýtt til
kennslu í a.m.k. fjórum námskeiðum.
lýsingatækni fyrir starfsfólk
háskólans.
Helstu starfssvið Hugar
eru sala á upplýsingakerf-
unum Concorde XAL,
Axapta og opusallt og þjón-
usta við notendur þeirra
kerfa. Að auki annast fyrir-
tækið þróun og sölu á tíma-
skráningarkerfum, hand-
tölvum og annast lausnir á
sviði strikamerkinga. Einnig
vinna starfsmenn Hugar að
forritun og ýmiss konar
verkefnavinnu fyrir stofnan-
ir og fyrirtæki víða um land
og nokkur fyrirtæki utan
landsteinanna. Starfsmenn
Hugar á Islandi eru nú 110
talsins og starfa flestir
þeirra á höfuðborgarsvæð-
inu en 10 manns sem fyrr
segir á Akureyri. Að auki
starfa 12 manns hjá dótturfélagi
Hugar I Skotlandi, 2 í Danmörku og
2 á Englandi.
Styrkur fyrir atvinnulffið
Reynir Eiríksson, framkvæmda-
stjóri Hugar á Ákureyri, sagði
markmiðið með auknu umfangi
starfsemi Hugar í bænum væri að
byggja upp öfluga starfsemi sem
ráði við stór og flókin verkefni. „Ég
held það hljóti að vera mikill styrk-
ur fyrir atvinnulífið á Akureyri að
hér er verið að byggja upp öflugt
fyrirtæki á sviði upplýsingatækni.
Það þýðir jafnframt að fyrir þá
Norðlendinga sem mennta sig til
starfa á þessu sviði opnast nú fleiri
möguleikar á starfi í heimabyggð."
Morgunblaðið/Kristján
JÓN Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegsdeild-
ar Háskólans á Akureyri, t.v. skrifaði undir sam-
starfssamninginn fyrir hönd skólans og Gunn-
ar Ingimundarson, framkvæmdasljóri Hugar, fyrir
hönd fyrirtækisins.
í öðru lagi tekur Hugur þátt í
verkefnavinnu nema sem tengjast
námskeiðum á öllum námsbrautum
Rekstrardeildar og kemur deildin
upplýsingum til fyrirtækisins um
sidpulag námskeiða og eðli verkefna.
Þá kemur Hugur að árlegri verk-
efnavinnu nema í tengslum við mat á
þjónustugæðum og mun ennfremur
bjóða allt að þremur nemum á
hverju skólaári að vinna lokaverk-
efni í tengslum við fyrirtækið.
Þá kveður á i samningnum að aðil-
ar starfi saman að eflingu endur-
menntunar á sviði upplýsingatækni,
framleiðslustjórnunar og gæðastýr-
ingar. Starfsfólk Hugar hefur að-
gang að námskeiðum sem kennd eru
við Rekstrardeild HA, sem á móti
mun setja upp námskeið tengd upp-
V erkalýðsfélags
Húsavíkur
Aðalsteinn A.
Baldursson,
endurkjörinn
formaður
AÐALSTEINN Á. Baldurs-
son.var endurkjörinn formað-
ur Verkalýðsfélags Húsavíkur
á aðalfundi félagsins sl. sunnu-
dag en hann hefur verið for-
maður frá árinu 1994. Á fund-
inum kom fram að samkvæmt
ársreikningum stendur félagið
á sterkum grunni og varð
hagnaður af öllum sjóðum
þess.
Samþykkt að auka
greiðslur í sjúkrasjóð
Á aðalfundinum var sam-
þykkt að auka greiðslur úr
sjúkrasjóði félagsins til félags-
manna sem fara í glasafrjóvg-
un og að greiða félagskörlum
fæðingarstyrk, enda taki þeir
sér leyfi frá störfum til að
sinna barni og móður á fyrstu
átta vikum eftir fæðingu
bams.
Um er að ræða nýjan rétt
úr sjúkrasjóði bæði varðandi
greiðslur félagsins til félags-
manna sem fara í glasafrjóvg-
un og eins til þeirra feðra sem
fara í fæðingarorlof sam-
kvæmt gildandi reglum þar
um. Um mikla réttarbót er að
ræða fyrir þessa hópa, að mati
félagsins.
Miklar umræður urðu á að-
alfundinum um atvinnumál og
erfiða stöðu Kaupfélags Þing-
eyinga en á annað hundrað
starfsmenn KÞ eru félags-
menn í Verkalýðsfélagi Húsa-
víkur.
Tónlistarskólinn á Akureyri
Skólaslit verða í Glerárkirkju
föstudaginn 21. maí kl. 18.00.
Innritun fyrir skólaárið 1999-2000 lýkur 31. maí.
Við innritun þarf að skrifa undir greiðslusamning. Enn er hægt að
bæta við nemendum m.a. á lágfiðlu, málmblásturshljóðfæri,
harmoniku og (alþýðutónlistardeild.
Skólastjóri