Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eldur við trésmíðaverkstæði á Akureyri Litlu mátti muna að illa færi Arsfundur FSA ÁRSFUNDUR Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri verður haldinn í dag, fimmtudaginn 20. maí, í fyrir- lestrarsal Háskólans á Akureyri í Oddfellowhúsinu á Sjafnarstíg 3 og hefst hann kl. 14. Á fundinum verða fluttar skýrsl- ur um starfsemi sjúkrahússins á liðnu ári og fjallað um stöðu þess nú. Viðurkenningar verða veittar þeim starfsmönnum sem starfað hafa í 25 ár. Sérstök umfjöllun verður um samstarf heilbrigðis- stofnana á Norður- og Austurlandi. Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytis, Birgir Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Heil- brigðisstofnunar Sauðárkróks, Dagbjört Pyri Þorvarðardóttir, hjúkrunarforstjóri Heilbrigðis- stofnunar Húsavíkur, Elsa Frið- finnsdóttir, forstöðumaður heil- brigðisdeildar Háskólans á Akur- eyri, Stefán Þórarinsson, héraðs- læknir Austurlandi, og Þorvaldur Ingvarsson, framkvæmdastjóri lækninga á FSA, flytja stutt erindi á fundinum. LITLU munaði að illa færi er eld- ur kom upp utan við trésmíðaverk- stæði byggingafélagsins Hymu ehf. á Gleráreyrum á Akureyri snemma í gærmorgun. Starfsmað- ur fyrirtækisins, sem var að mæta til vinnu klukkan rúmlega 6, varð eldsins var og lét lögreglu vita. Slökkvilið Akureyrar kom fljót- lega á vettvang og gekk slökkvi- starf greiðlega. Að sögn Jóns Knudsen varðstjóra logaði eldur í sagi við hús verkstæðisins og í gluggakarmi á fyrstu hæð. Jón sagði að eldurinn hefði logað fyrir utan í einhverja stund og hlaupið með klæðningu hússins upp á 2. hæð og upp undir þak. Mikill eldsmatur innandyra Reykkafarar fóru strax inn í húsið en þar var enginn eldur, auk þess sem húsið var mannlaust. Töluverður reykur fór um tré- smíðaverkstæðið og um rými á 2. hæð, þar sem era íbúðir, en ekki er talið að um skemmdir hafi verið að ræða innandyra. Jón sagði að litlu hefði mátt muna að illa færi en í rými innan við gluggann sem logaði í er mikið af leysiefnum og lökkum. Þá er mikill eldsmatur inni á trésmíða- verkstæðinu sjálfu. Daníel Snorra- son, lögreglufulltrúi hjá rannsókn- ardeild lögreglunnar á Akureyri, sagði málið í rannsókn en hann tók undir með Jóni, varðstjóra slökkvi- liðsins, að þarna hefði getað farið illa. Onnur íkveikjan á stuttum tíma? Öflugur blásari, sem blæs sagi frá verkstæðinu, er fyrir utan gluggann og þar sem hann er ekki alveg þéttur var haugur af sagi við húsið. Öm Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Hymu, sagðist álíta að kveikt hefði verið í þar sem öllu rafmagni sé slegið út að næturlagi. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem eldur kemur upp á Akureyri en að- Morgunblaðið/Kristj án ÖRN Jóhannsson, framkvæmdastjóri Hyrnu, skoðar verksummerki þar sem eldur kom upp fyrir utan trésmíðaverkstæði fyrh-tækisins. faranótt sunnudagsins 9. maí, varð mik- rannsókn brunans þai-, en að sögn Dan- ið ijón í eldsvoða í Hamri, félagsheimili íels er talið íullvíst að kviknað hafi í af íþróttaféiagsins Þórs. Enn er unnið að mannavöldum. Morgunblaðið/Kristján ÞÓRHALLUR Sigtryggsson, formaður Golfklúbbs Akureyrar, Þórarinn B. Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs og Einar Guðmann, formað- ur Skotfélags Akureyrar, eftir undirritun uppbyggingarsamninganna. Samið um upp- byggingu á félagssvæðum SAMNINGAR um uppbyggingu hjá tveimur íþróttafélögum á Akureyri, Golfklúbbi Akureyrar og Skotfélagi Akureyrar voru undirritaðir í gær. Fyrir Iiggja drög að uppbyggingarsamningi við Siglingaklúbbinn Nökkva, en samningur við klúbbinn verður undirritaður síðar. Þórarinn B. Jónsson, formað- ur íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar, sagði að samning- arnir væru hver um sig að verð- mæti 4 milljónir króna og mun Akureyrarbær greiða viðkom- andi félögum upphæðina á fímm árum, 800 þúsund krónur á ári, og er fyrsta greiðsla 1. júlí næst- komandi. Greiðslur vegna samn- ingsins við Siglingaklúbbinn Nökkva hefjast á árinu 2000. Samningarnir byggjast á rammasamningi um samstarf milli Akureyrarbæjar og íþróttabandalags Ákureyrar frá árinu 1990. Framkvæmdir Golfklúbbs Akureyrar felast í uppbyggingu á bifreiðastæðum og aðkomu að félagssvæði klúbbsins að Jaðri ofan Akureyrar, en áætlaður kostnaður er 5,4 milljónir króna. Golfklúbbsmenn ætla að hefjast handa þegar í stað og ljúka þeim verkefnum sem til samningsins ná á þessu ári en þeir vilja flýta framkvæmdum vegna landsmóts sem þeir halda næsta sumar. Framkvæmdir Skotfélags Akureyrar felast í uppbyggingu riffil- og leirdúfuvallar á félags- svæði þess á Glerárdal. Áætlað- ur kostnaður er um 5,3 milljónir króna. Hugbúnaðarfyrirtækið Hugur eykur starfsemi á Akureyri Samstarfssamningur við háskolann undirritaður Hugbúnaðarfyrirtækið Hug- ur hf. hefur tekið formlega í notkun ný húsakynni að Hvannavöllum 14 á Akur- eyri. Mikill vöxtur hefur ver- ið í starfsemi fyrirtækisins á undanfömum misserum og til marks um það má nefna að starfsmenn á Akureyri eru nú 10 talsins en þar var einungis einn starfsmaður fyrir þremur árum. Við formlega opnun fyrir- tækisins á Akureyri fyrir helgi, var undirritaður sam- starfssamningur milli Há- skólans á Akureyri og Hugar á sviði upplýsingatækni. Markmið Háskólans á Akur- eyri er að í samráði við öflug fyrirtæki í upplýsingatækni verði til besta tölvuumhverfi í háskóla á Islandi og að leit- ast sé við að nemar og starfsmenn háskólans öðlist yfirburðaþekkingu á því sviði. Markmið Hugar er að efla starfsemi sína á sviði upplýsinga- tækni og að stuðla að þekkingarmiðl- un milli atvinnulífs og háskóla, auk þess að leggja háskólastiginu til bún- að og þekkingu á bestu kjörum. Samstarf við eflingu endurmenntunar Samstarfssamningurinn, sem gild- ir til 5 ára, er margþættur. í fyrsta lagi felur hann í sér að Háskólinn á Akureyri setur upp upplýsingakerfið AXAPTA með aðstoð Hugar og nýtir það við kennslu í samstarfi við Hug. Miðað er við að kerfið sé uppsett á allt að tuttugu útstöðvum og nýtt til kennslu í a.m.k. fjórum námskeiðum. lýsingatækni fyrir starfsfólk háskólans. Helstu starfssvið Hugar eru sala á upplýsingakerf- unum Concorde XAL, Axapta og opusallt og þjón- usta við notendur þeirra kerfa. Að auki annast fyrir- tækið þróun og sölu á tíma- skráningarkerfum, hand- tölvum og annast lausnir á sviði strikamerkinga. Einnig vinna starfsmenn Hugar að forritun og ýmiss konar verkefnavinnu fyrir stofnan- ir og fyrirtæki víða um land og nokkur fyrirtæki utan landsteinanna. Starfsmenn Hugar á Islandi eru nú 110 talsins og starfa flestir þeirra á höfuðborgarsvæð- inu en 10 manns sem fyrr segir á Akureyri. Að auki starfa 12 manns hjá dótturfélagi Hugar I Skotlandi, 2 í Danmörku og 2 á Englandi. Styrkur fyrir atvinnulffið Reynir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Hugar á Ákureyri, sagði markmiðið með auknu umfangi starfsemi Hugar í bænum væri að byggja upp öfluga starfsemi sem ráði við stór og flókin verkefni. „Ég held það hljóti að vera mikill styrk- ur fyrir atvinnulífið á Akureyri að hér er verið að byggja upp öflugt fyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Það þýðir jafnframt að fyrir þá Norðlendinga sem mennta sig til starfa á þessu sviði opnast nú fleiri möguleikar á starfi í heimabyggð." Morgunblaðið/Kristján JÓN Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegsdeild- ar Háskólans á Akureyri, t.v. skrifaði undir sam- starfssamninginn fyrir hönd skólans og Gunn- ar Ingimundarson, framkvæmdasljóri Hugar, fyrir hönd fyrirtækisins. í öðru lagi tekur Hugur þátt í verkefnavinnu nema sem tengjast námskeiðum á öllum námsbrautum Rekstrardeildar og kemur deildin upplýsingum til fyrirtækisins um sidpulag námskeiða og eðli verkefna. Þá kemur Hugur að árlegri verk- efnavinnu nema í tengslum við mat á þjónustugæðum og mun ennfremur bjóða allt að þremur nemum á hverju skólaári að vinna lokaverk- efni í tengslum við fyrirtækið. Þá kveður á i samningnum að aðil- ar starfi saman að eflingu endur- menntunar á sviði upplýsingatækni, framleiðslustjórnunar og gæðastýr- ingar. Starfsfólk Hugar hefur að- gang að námskeiðum sem kennd eru við Rekstrardeild HA, sem á móti mun setja upp námskeið tengd upp- V erkalýðsfélags Húsavíkur Aðalsteinn A. Baldursson, endurkjörinn formaður AÐALSTEINN Á. Baldurs- son.var endurkjörinn formað- ur Verkalýðsfélags Húsavíkur á aðalfundi félagsins sl. sunnu- dag en hann hefur verið for- maður frá árinu 1994. Á fund- inum kom fram að samkvæmt ársreikningum stendur félagið á sterkum grunni og varð hagnaður af öllum sjóðum þess. Samþykkt að auka greiðslur í sjúkrasjóð Á aðalfundinum var sam- þykkt að auka greiðslur úr sjúkrasjóði félagsins til félags- manna sem fara í glasafrjóvg- un og að greiða félagskörlum fæðingarstyrk, enda taki þeir sér leyfi frá störfum til að sinna barni og móður á fyrstu átta vikum eftir fæðingu bams. Um er að ræða nýjan rétt úr sjúkrasjóði bæði varðandi greiðslur félagsins til félags- manna sem fara í glasafrjóvg- un og eins til þeirra feðra sem fara í fæðingarorlof sam- kvæmt gildandi reglum þar um. Um mikla réttarbót er að ræða fyrir þessa hópa, að mati félagsins. Miklar umræður urðu á að- alfundinum um atvinnumál og erfiða stöðu Kaupfélags Þing- eyinga en á annað hundrað starfsmenn KÞ eru félags- menn í Verkalýðsfélagi Húsa- víkur. Tónlistarskólinn á Akureyri Skólaslit verða í Glerárkirkju föstudaginn 21. maí kl. 18.00. Innritun fyrir skólaárið 1999-2000 lýkur 31. maí. Við innritun þarf að skrifa undir greiðslusamning. Enn er hægt að bæta við nemendum m.a. á lágfiðlu, málmblásturshljóðfæri, harmoniku og (alþýðutónlistardeild. Skólastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.