Morgunblaðið - 28.05.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.05.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 29 ___________________ERLENT____________________ Óvissa í Moskvu um hver sé í raun fjármálaráðherra Stjórn Stepashíns sögð loga í illdeilum Moskvu. Reuters, AFP. SERGEJ Stepashín, forsætisráð- herra Rússlands, reyndi í gær að gera lýðum ljóst að ekki þyrfti að velkjast í vafa um hver færi með völdin í ríkisstjóm hans en fjölmiðl- ar í Rússlandi höfðu áður greint frá því að allt logaði í illdeilum innan stjórnarinnar og að mikil óvissa ríkti um verkaskiptingu ráðherra. „Ég vil enn á ný ítreka að þessari ríkis- stjórn er stjórnað af forsætisráð- herranum og hann er í forsvari íyrir öllum hennar aðgerðum," sagði Stepashín við upphaf ríkisstjórnar- fundar í gær. „Ég vil biðja alla að hafa þetta í huga.“ Dimitri Jakushkín, talsmaður Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, neitaði fregnum um að hver höndin stæði upp á móti annarri í Kreml vegna deilu um það hver færi raun- verulega með stjórn efnahagsmála í stjórn Stepashíns. Fréttaskýrendur fullyrtu engu að síður að hörð valda- barátta væri nú háð í Kreml þar sem þeir Borís Jeltsín Rússlandsforseti, Stepashín, og aðstoðarforsætisráð- herrarnir tveir, Míkhaíl Zadornov og Nikolaí Aksjonenko, léku aðal- hlutverk, auk áhrifamikilla fjármála- jöfra. Zadomov allt annað en ánægður Var því jafnvel haldið fram að Stepashín væri reiðubúinn til að segja af sér, eftir aðeins viku í starfi, vegna þess að augljóst væri að Jeltsín væri ekki reiðubúinn til að Fregnir um harða valdabar- áttu í Kreml gefa honum frjálsar hendur við skip- an ríkisstjórnarinnar. Jeltsín hafði á þriðjudag skipað Zadornov aðstoðarforsætisráðherra, ábyrgan fyrir efnahagsmálum. Jafn- framt var þess þá getið að Zadomov yrði áfram fjármálaráðherra. Að kvöldi þriðjudags var hins vegar greint frá því að Míkhaíl Kasjanov, helsti samningamaður Rússa í við- ræðum við lánardrottna, myndi taka við fjármálaráðuneytinu og á mið- vikudag tilkynnti síðan Aksjonenko að hann myndi stýra helstu aðgerð- um í efnahagsmálum en ekki Za- domov. Ef marka má fréttaflutning rússn- eskra fjölmiðla hótaði Zadomov þá að segja af sér fengi hann ekki að gegna fjármálaráðherraembættinu áfram, auk þess að sinna embætti aðstoðarforsætisráðherra. Töldu rússneskir fjölmiðlar ekki ólíklegt í gær að Zadornov yrði fjármálaráð- herra eftir allt saman þótt hvorki hann né Stepashín vildu úttala sig um málið í gær. Zadornov sagði þó eftir ríkis- stjómarfundinn í Moskvu að allt yrði þetta ákveðið á fúndi í dag, föstudag. „Ég tel líklegt að þá mun- um við ákveða hvaða verk ég tek að mér. En fyrir liggur að ég mun hafa með efnahagsmál að gera,“ sagði Zadomov. Uppnám síðustu daga er sagt skýrast af togstreitu milli Zadomovs og Aksjonenkos en ekki síður erfið- leikum í samskiptum Stepashíns og Jeltsíns en Jeltsín hafði skipað Ak- sjonenko aðstoðarforsætisráðherra við lítinn fögnuð Stepashíns. Ak- sjonenko, sem var áður ráðherra jámbrautarmála, er sagður hallur undir fjármálajöfurinn Borís Ber- ezovský sem nú vill seilast til áhrifa í rússneskum stjómmálum á nýjan leik þegar Jevgení Prímakov er horf- inn úr forsætisráðherrastólnum. Óvænt útspil Jeltsíns valda uppnámi Til að vega upp á móti áhrifum Aksjonenkos fékk Stepashín Jeltsín til að samþykkja að annar aðstoðar- forsætisráðherra yrði skipaður en Jeltsín tók sig þá til og skipaði Za- dornov í embættið, en ekki þann mann sem Stepashín sjálfur hafði viljað. Til að bæta á óreiðuna stóðu bæði Stepashín og Zadornov í þeirri trú að Zadomov yrði einnig áfram fjár- málaráðherra og kom það því öllum á óvart þegar Jeltsín skipaði skyndi- lega Kasjanov í starfið. Sú embætt- isveiting ku ekki aðeins hafa komið Stepashín og Zadomov á óvart held- ur kom hún Kasjanov sjálfum full- komlega í opna skjöldu þar sem hann var staddur í London í viðræð- um við lánardrottna. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 sjáðu framtíðina í focus brimborg AUK k959d37-107 sia.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.