Morgunblaðið - 30.06.1999, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 30.06.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ_________ HESTAR Enn harðnar keppnin um landsliðssætin tvö Jóhann Skúlason og Fengur komn- ir inn í myndina Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson JÓHANN R. Skúlason sýndi Feng frá íbishóli í flokki stóðhesta á síð- asta heimsmeistaramóti í Seljord í Noregi og stóð hann efstur í sínum flokki. Nú virðast tvennar dyr vera að opnast fyrir þá félaga til að komast á heimsmeistaramótið í Þýskalandi. BARATTAN um lausu landsliðssætin tvö stendur sem hæst um þessar mundir. Sigurður Sæmundsson landsliðseinvaldur lét þau boð út ganga að þeir sem hygðust stefna á sætin yrðu að mæta í keppni til að sýna sig og sanna ætluðu þeir sér að eiga von. En það eru ekki bara knap- ar hér á landi sem knýja dyra því nokkrir íslenskir knapar sem búsettir eru erlendis eru taldir eiga góða von. Þar stendur best að vígi Rúna Ein- arsdóttii' á Snerpu frá Dalsmynni sem sigraði í tölti á úrtökumóti í Þýskalandi á dögunum eins og fram hefur komið. Nú hafa borist fréttir af Feng frá íbishóli og Jóhanni R. Skúlasyni en þeir unnu góðan sigur á Norður- landameisturunum í tölti, Hreggviði Eyvindssyni og Kjama frá Kálfhóli nýlega á suður-sænska meistaramót- inu og eru þeir taldir í mjög góðu formi þessa dagana. Jóhann og Feng- ur hafa verið að fá þetta á bilinu 7,5 uppundir 8,0 í tölti á mótmn undan- farið. Sigurði er mikill vandi á hönd- um því Jóhann á möguleika á sæti í tveimur landsliðum. Hann er íslensk- ur ríkisborgari sem tryggir honum aðgang að íslenska liðinu og hann hef- ur búið lengur en tvö ár í Danmörku sem tryggir honum aðgang að danska liðinu. Danska meistaramótið þar sem danska landsliðið verður valið verður haldið helgina 9.-11. júlí og verður Sigurður helst að vera búinn að ákveða sig hvort hann þiggur lið- sinni Jóhanns og Fengs fyrir mótið. Jóhann sagðist í samtali við Morg- frá Svignaskarði, 5,97 2. Kristján Magnússon Herði, á Draupni frá Sauðárkróki, 5,57 3. Sigurður S. Pálsson Herði, á Snerru frá Syðra-Skörðugili, 4,26 4. Perla D. Þórðardóttir Sörla, á Blæ frá Stafholtsveggjum, 4,05 5. Sigþór Sigurðsson Fáki, á Blesu, 4,02 ísl. tvík.: Unnur G. Vilhjálmsdóttir Fáki Skeiðtvík.: Berglind R. Guðmundsdóttir Gusti Stigah. kn.: Sigurður S. Pálsson Herði Tölt - börn 1. Linda R. Pétursdóttir Herði, á Fasa frá Nýjabæ, 6,30 2. Gunnhildur Gunnarsdóttir Mána, á Prins frá Ketilsstöðum, 5,93 3. Unnur G. Ásgeirsdóttir Fáki, á Vin frá Reykjavík, 5,80 4. íris F. Eggertsdóttir Herði, á Létti frá Öxl, 5,56 5. Halldóra S. Guðlaugsdóttir Herði, á Gló- björtu frá Lækjarbakka, 3,16 Fjórgangur - börn 1. Auður S. Ólafsdóttir Mána, á Sóllilju frá Feti, 6,16 2. Elín H. Sigurðardóttir Geysi, á Ósk frá Ey, 6,06 3. Linda R. Pétursdóttir Herði, á Darra frá Þykkvabæ, 6,04 4. Sandra L. Þórðardóttir Sörla, á Feng frá Skammbeinsstöðum, 5,77 5. Halldóra S. Guðlaugsdóttir Herði, á Gló- björtu frá Lækjarbakka, 5,73 ísl. tvík.: Halldóra S. Guðlaugsdóttir Herði Stigah. kn.: Linda R. Pétursdóttir Herði. unblaðið frekar kjósa íslenska liðið, hefði hann einhverja valkosti en aðal- málið fyrir sig væri þó að komast á heimsmeistaramótið og keppa þar. Hann vildi heldur ekki láta líta svo út að hann notaði danska landsliðið eins og einhverja varaskeifu til að komast á mótið en hann væri íslendingur og auðvitað væri það draumur allra íþróttamanna að keppa fyrir land sitt og þjóð. Sigurður einvaldur hefur látið þau orð falla að styrkja þurfi fimmgangs- vænginn og töltið í íslenska landslið- inu og nú horfir svo við að í boði eru tveir sterkir keppendur í tölti, Jó- hann/Fengur og Rúna/Snerpa. Ólík- legt má teija að þau verði bæði valin en Jóhann hefur betri stöðu að því leyti að hann á möguleika á sætum í tveimur landsliðum. Það gæti verið aulaleg staða ef Sigurður hafnaði honum og Jóhann síðan hugsanlega hirt sigurinn í tölti á heimsmeistara- mótinu íyrir framan nefið á Islend- ingum. En eins og Sigurður segir þarf að styrkja fimmganginn og þar virðast vera efstir á blaði þessa stundina Páll Bragi Hólmarsson með ísak frá Eyjólfsstöðum, Sigurður V. Matthíasson með Demant frá Bólstað og þá virðist Vignir Jónasson með Klakk frá Búlandi heldur búinn að laga stöðu sína eftir sigurinn í fimm- gangi á Silkiprentsmótinu. Staða Sveins Ragnarssonar með Reyk frá Hoftúni er hinsvegar ekki alveg eins góð eins og búast hefði mátt við og hið sama má segja um Sigurð Sigurð- arson á Prins frá Hörgshóli. Það er á brattan að sækja hjá þessum tveimur þótt ekki sé öll von úti enn. Það sem kann að hafa áhrif á val á fimmgangshesti er frammistaða í slaktaumatölti og eins möguleikar á sigri í samanlögðu. Eins og staðan er í dag virðast möguleikar Sigurbjörns Bárðarsonar á að komast í landsliðið liggja í því að hann fái Gordon frá Stóru-Ásgeirsá lánaðan og komi inn sem heimsmeistari. Þá hefur ekkert gerst í máli Loga Laxdal og óljóst á þessari stundu hvort hann fer utan með Freymóð frá Efstadal eða keppi á Sprengi-Hvelli frá Efstadal á sömu forsendum og Sigurbjörn með Gor- don. Logi mætti með Freymóð á tvenn- ar kappreiðar um helgina. A föstudag hljóp hann upp báða sprettina á Varmárbökkum en skilaði 22,66 sek. á Murneyri og sigri í 250 metrunum. Minna má á að verði Loga hrókerað yfir á Sprengi-Hvell losnar eitt sæti í liðinu sem Sigurður velur í. Þýska meistaramótið verður haldið um næstu helgi og munu sjálfsagt margir bíða spenntir eftir að sjá hvemig Rúnu og Snerpu muni ganga í slagnum við Þjóðverjana. Ef hún sigrar ætti hún að hafa öll tromp á hendi en bíðum við og sjáum hvað setur... MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 49 -----------------------— Röðun í heimsmeistara- keppnina í skák tilkynnt SKAK Las Vegas HEIMSMEISTARAKEPPNIN í SKÁK 30. júlí - 29. ágúst HANNES Hlífar Stefánsson teflir við Úkraínumanninn Alex- ander Zubarev í fjrrstu umferð heimsmeistarakeppninnar í skák sem hefst í Las Vegas eftir rúman mánuð. Hann er nokkru stigalægri en Hannes og er með 2.478 stig. Zubarev er ungur titillaus skák- maður sem verður tvítugur í des- ember. Ætla má að möguleikarnir á því að komast áfram liggi Hann- esar megin. Fari svo að Hannes sigri Zubarev þá mætir hann rússneska stór- meistaranum Sergey Shipov, sem er með 2.661 stig, í annarri umferð. Björgvin Jónsson verður aðstoð- armaður Hannesar í heimsmeist- arakeppninni. Einungis tveir aðrir skákmenn frá Norðurlöndum unnu sér rétt til þátttöku í heimsmeistarakeppninni. Peter Heine Nielsen mætir banda- ríska stórmeistaranum Joel Benja- min og Ralf Ákesson teflir við enska stórmeistarann Anthony Miles. Það vekur athygli að Gata Kam- sky er skráður til keppninnar, en hann hefur ekki tekið þátt í skák- mótum frá því hann tapaði einvíginu fyrir Karpov fyrir þremur árum. Reyndar er Karpov sjálfur einnig á þátttakendalistanum þrátt fyrir yf- irlýsingar hans um að taka ekki þátt í keppninni. Jón Viktor sigrar á Boðsmótínu Boðsmót T.R. var haldið 9.-23. júní. Mótið var hluti af Bikarkeppn- inni í skák 1999. Jón Viktor Gunn- arsson sigraði á mótinu, fékk sex vinninga í sjö umferðum. í 2.-3. sæti urðu Amar E. Gunnarsson og Sigurður Daði Sigfússon með 514 vinning. Röð efstu manna varð ann- ars þessi: 1. Jón Viktor Gunnarsson 6 v. 2. Arnar E. Gunnarsson 514 v. 3. Sigurður Daði Sigfússon 5‘/2 v. 4. -6. Torfi Leósson, Guðjón Valgarðsson og Dagur Arngrímsson 4*/2 v. 7.-11. Þorvarður F. Ólafsson, Sigurður Páll Steindórsson, Ólafur ísberg Hann- esson, Guðmundur Kjartansson og Ólaf- ur Kjartansson 4 v. 12.-16. Jóhann H. Ragnarsson, Arngrím- ur Gunnhallsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Bjami Magnússon og Hjörtur Þór Daða- son 3V4 v. o.s.frv. Að þessu sinni tóku 29 keppendur þátt í mótinu, sem haldið var hjá T.R. Skákstjóri var Ólafur H. Ólafs- son. T.R. - Hellir: 38-34 Undanúrslitum í Hraðskákkeppni taflfélaga á Suðvesturlandi er nú lokið. Það voru Taflfélag Garðabæj- ar, Taflfélag Reykjavíkur, Hellir og Skákfélag Hafnarfjarðar sem tefldu í undanúrslitum. Úrslitin urðu þessi: Tf. Garðabæjar - Sf. Hafnarfj. 251/2- 46V2 Hellir - T.R. 34-38 Garðabær og Hafnarfjörður tefldu á þriðjudagskvöld eins og greint var frá í síðasta skákþætti, en Hellir og T.R. mættust hins veg- ar á fimmtudagskvöld Keppni T.R. og Hellis var hníf- jöfn til að byrja með, en T.R-ingar sigu yfir og höfðu yfir í hálfleik 20- 16. Hellir náði að jafna eftir 8 um- ferðir, en T.R. náði aftur yfirhönd- inni og hafði 6 vinninga forystu fyr- ir síðustu umferð. T.R. þurfti því aðeins 14 vinning í síðustu umferð. T.R. fékk tvo vinninga og sigraði því 38-34. Líkt og í fyrra stóð Margeir Pét- ursson sig best í T.R. liðinu, fékk SVivinning. Helgi Ólafsson stóð sig best Hellismanna, fékk 10 vinninga. Þetta var fimmta sinn á fimm ár- um sem Hellir og T.R. mætast í JÓN Viktor og Sigurður Daði tefla úrslitaskákina á Boðsmótinu. HANNES Hlífar verður fúll- trúi Islands í heimsmeistara- keppninni. þessari keppni og hafa félögin sigr- að tii skiptis. Það verða því Skákfé- lag Hafnarfjarðar og Taflfélag Reykjavíkur sem tefla til úrslita. Viðureignin fer fram á heimavelli S.H. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Kasparov gegn heiminum Fyrstu leikjunum í skák Ka- sparovs gegn heiminum hefur nú verið leikið. Kasparov hefur hvítt og upp kom Sikileyjarvöm. Kasparov kaus að víkja af alfaraleið þegar hann lék 3. Bb5+: l.e4 c5 2.RÍ3 d6 3.Bb5+ Bd7 Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni zone.msn.com/. Einnig er tenging yfir á síðuna af heimasíðu Taflfélagsins Hellis: www.simnet.is/hellir. Enn er hægt að skrá sig í keppnina þótt skákin sé hafin. Portisch og Ivkov sigra á Petrosian-mótinu Minningarmótinu um Tigran Petrosian er nú lokið í Moskvu. Þeir Borislav Ivkov og Lajos Portisch sigruðu á mótinu, eftir að hafa haft forystuna nánast frá upphafi. Loka- úrslitin urðu þessi: 1.-2. Borislav Ivkov og Lajos Portísch 5 v. 3.-8. Yuri Balashov, Vlastimil Hort, Vassily Smyslov, Boris Spassky, Mark Taimanov og Vitaly Tseshkovsky 414 v. 9.-10. Svetozar Gligorich og Bent Larsen 4 v. Þessir kappar hafa vafalítið haft gaman af því að hittast á nýjan leik, þótt baráttugleðin sé ekki lengur sú sama og þegar þeir börðust um æðstu metorð í skákheiminum. Það er kannski ekki að undra hjá mönn- um eins og Smyslov sem fæddist ár- ið 1921 og er því orðinn 78 ára gam- all. Það er reyndar aðdáunmwert hversu lengi hann hefur haldið skákstyrkleika sínum. Helgi Áss í Andorra Helgi Áss Grétarsson tekur um þessar mundir þátt í sterku alþjóð- legu skákmóti í Andorra, en meðal þátttakenda eru u.þ.b. 20 stórmeist- arar auk fjölda annarra titOhafa. Mótið hófst 26. júní og það stendur tO 4. júlí. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Helgi Áss hefur búið í Tékklandi undanfama mánuði. Hann tefldi mikið fyrstu mánuði ársins og náði mjög góðum árangri. Hann varð of- arlega á ROton skákmótinu í Sví- þjóð, varð í öðru sæti á lokuðu móti í Bermúda og náði frábærum ár- angri á sterku skákmóti í Capelle la Grande. Þá varð hann Atskákmeist- ari íslands í febrúar. Auk þess tók Helgi Áss bæði þátt í íslensku og sænsku deOdakeppninni og Stór- meistaramóti Grand-Rokks. Eftir stífa taflmennsku fyrstu mánuði ársins hefur hann farið sér hægar að undanförnu þótt hann hafi engan veginn setið auðum höndum. I byrjun maí tefldi hann í ensku deOdakeppninni fyrir taflfélag sem v tókst að vinna aðra deOd og komast þar með upp í fyrstu deild að ári. Helgi Áss fékk tvo vinninga í þeim þremur skákum sem hann tefldi. Þann 22.-23. maí tók Helgi síðan þátt í atskákmóti í Bamberg í Þýskalandi þar sem hann lenti í 3.-5. sæti á eftir stórmeisturunum Bezold og Teske. Helgi Áss fékk átta vinninga af eUefu mögulegum. Þann 29. maí tók hann þátt í 15 mín- útna móti í Prag sem var nokkuð sterkt. Auk Helga Áss tók einn stórmeistari, Meduna, þátt í mótinu auk nokkurra alþjóðlegra meistara. Keppendur voru 14 og tefldu allir við alla. Helgi Áss vann mótið með 12 vinningum af 13 mögulegum. ^ Undanfarnar vikur hefur megin- tími Helga Áss farið í að undirbúa sig fyrir skákmótið í Andorra. Það hefur mátt merkja miklar framfarir hjá Helga Áss á þessu ári og spenn- andi verður að fylgjast með hvemig honum vegnar nú eftir að hafa feng- ið tækifæri tO að setjast aftur yfu' fræðin. Frankfurt-skákmótíð í gær hófst í Frankfurt í Þýska- landi afar sterkt atskákmót sem á eftir að vekja mikla athygli. Keppt er í tveimur flokkum: Siemens risa- flokki og meistaraflokki. Skákris- amir em eftirtaldir: Gary Kasparov (2812) Viswanathan Anand (2781) Vladimir Krámnik (2751) Anatoly Karpov (2710) í meistaraflokki tefla: Alexander Morosevich (2723) Michael Adams (2716) Peter Svidler (2713) Veselin Topalov (2700) Peter Leko (2694) Judit Polgar (2677) Christopher Lutz (2610) Fritz 6 (skákforrit) Skákmót á næstunni TOkynningar um skákmót og aðra viðburði sendist tO umsjónar-* manna skákþáttar Morgunblaðsins. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og at- hugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 2.7. Skákþing Garðabæjar kl. 19:30. 5.7. Hellir. Atk'öid ki. 20. Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson1-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.