Morgunblaðið - 29.07.1999, Síða 32

Morgunblaðið - 29.07.1999, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters Ráðstefna um stöðugleika á Balkanskaga ERLENDIR blaðamenn unnu í gær að lokaundirbúningi fyrir ráðstefnu um stöðugleikasátt- mála ríkjanna á Balkanskaga sem haldinn verður í Sarajevo, höfuðborg Bosníu og Her- segóvínu í dag og á morgun. Ríkisstjórn Þýskalands átti frumkvæðið að sáttmálanum, sem undirritaður var í Köln hinn 10. júm' sl. og miðast að því að efla lýðræði, öryggi og efna- hagslegan stöðugleika ríkjanna á svæðinu. Fulltrúar Evrópu- sambandsríkjanna (ESB), níu ríkja á Balkanskaga auk Banda- ríkjanna, Kanada og Japans, munu silja aðalfundinn sem hefst á morgun en í dag verða beiðnir ríkjanna á Balkanskaga um aðstoð við uppbyggingu og aðild að ESB teknar fyrir. Almyrkvi á sólu 11. águst næstkomandi Bresk stjórnvöld vara fólk við að rýna 1 London, París. Reuters. BRESK heilbrigðisyfirvöld hafa ráðlagt landsmönnum að horfa fremur á almyrkva á sólu, sem mun eiga sér stað 11. ágúst næst- komandi, í sjónvarpi en með ber- um augum. Segja þau að jafnvel þótt fólk horfi ekki nema örskots- stund á sólmyrkvann eigi það samt sem áður á hættu að skaða sjónina, og jafnvel missa hana al- veg. Sólmyrkvinn mun vara í tvær og hálfa klukkustund þótt að vísu muni tunglið einungis hylja sólina að fullu í eitt andartak. Að sögn Bresku blindrasamtakanna hefur fólk skaðað sjón sína jafnvel þótt það hafi ekki horft á sólina í nema um fimm sekúndur og því hefur verið gefin út sérstök viðvörun vegna þess að almyrkvi á sólu er í aðsigi, enda talið líklegt að við- solma burðurinn muni vekja mikla at- hygli, og að fólk muni vilja fylgj- ast með. Er enda talið um ein- staka upplifun að ræða, stjörnur sjást á himni og fuglar hætta að syngja. Jafnframt er varað sérstaklega við því að notkun sjónauka eða stjörnukíkja auki enn hættuna á sjónskaða og fólki er ráðið frá því að taka ljósmyndir af sólmyrkvan- um. í Frakklandi og Belgíu hafa stjórnvöld bannað umferð stórra vörubíla um þjóðvegina um þriggja klukkustunda skeið á meðan almyrkva á sólu varir í því skyni að tryggja öryggi þar. I gær efndu franskir og belgískir vöruflutningabílstjórar hins vegar til mótmæla og sögðu ákvörðun- ina út í hött. Bentu þeir m.a. á Tekist á um framkvæmd Wye-friðarsamkomulagsins Palestínumenn hafna beiðni Baraks um frest Kaíró, Jerúsalem. Reuters. HELSTI samningamaður Palest- ínumanna, Saeb Erekat, sagði í gær að þeir höfnuðu algjörlega beiðni Ehuds Baraks, forsætisráðherra Israels, um að fá að fresta því að koma hluta Wye-samkomulagsins í framkvæmd þar til samkomulag næðist um endanlega stöðu palest- ínsku sjálfstjómarsvæðanna. Erekat sagði að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, myndi ræða málið strax við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Erekat var í Kaíró til að greina egypskum ráðamönnum frá viðræð- um Arafats og Baraks í fyrradag. Samkvæmt Wye-samkomulaginu, sem var undirritað í október, eiga ísraelar að afhenda Palestínumönn- um 13% Vesturbakkans, en að sögn Palestínumanna óskaði Barak eftir því að fá að fresta afhendingu 7,1% landsvæðisins þar til samkomulag næst í lokaviðræðum Israela og Pa- lestínumanna um stöðu sjálfstjórn- arsvæðanna og fleiri óleyst ágrein- ingsefni. Umhugsunarfresturinn sagður tímasóun „Palestínumenn hafna þessu al- gjörlega," sagði Erekat. „Afstaða Palestínumanna er að koma þurfi öllu Wye-samkomulaginu í fram- kvæmd án tafar.“ Barak bað Arafat að hugleiða beiðnina í tvær vikur en palest- ínskir embættismenn sögðu í gær að umhugsunarfresturinn væri að- eins tímasóun. Barak hefur lofað að standa að fullu við Wye-sam- komulagið ef Ai-afat hafnar beiðni hans. Nokkiir ísraelskir embættismenn hafa sagt að verði 13% Vesturbakk- ans afhent án tafar geti það valdið spennu milli ísraela og Palestínu- manna á svæðinu og tafið viðræð- urnar um endanlega stöðu sjálf- stjómarsvæðanna. Ennfremur er talið að Barak hafi áhyggjur af því að tafarlaus afhending alls land- svæðisins geti veikt samningsstöðu hans í viðræðunum. AP Stórviðburður ársins 1999 Ógleymanlegar veislur verða sennilega haldnar I árslok 1999 en sannarlega hlýtur almyrkvi á sólu 11. ágúst næstkomandi að teljast einn af stórviðburðum þessa árs. Leið almyrkvans Miðvikudagur 11. ágúst 1999 Klukkan livað er almyrkvinn* Hversu lengi hann varir * Miðaö viö islenskan tíma London. 10:20 2 mín. 9 sek. Hvernig almyrkvi á sólu lítur út: ■ Sólin verður almyrkvuð handan tungisins ■ Á meðan fullur almyrkvi varir er hægt að horfa beint í sólina ■ Silfurgrár litabaugur, líkt og fjöður í laginu, birtist með svartan skugga tunglsins i miðju • Köln ■ Stjörnur birtast á himni 10:50 2 mín. 22 sek. Almyrkvi á sólu sést einnig í Tyrklandi, írak, íran, Pakistan og Indlandi. Á Isiandi sést hann hins vegar ekki að fullu, einungis 65% af sólarskífunni verður hulin sjónum. Heimild: Peterson’s Stars and Planets, Worid AJmanac, NASA, Stjömuathugnarst. á Mauna Loa. BBC 11:00 pm 2 mín. 23 sek. 11:10 pm 2 mín. 22 sek. Knight-RidderTribune/REGINATOURISH enginn nágrannaríkjanna hygðist grípa til sambærilegra ráðstaf- ana. Einungis 65% af sólarskífunni hulin á íslandi I samtali við Morgunblaðið sagði Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla íslands, að sólmyrkvinn myndi sjást vel hér á landi þótt ekki yrði um almyrkva á sólu að ræða, einungis 65% af sólarskíf- unni yrðu hulin af tunglinu. Hann sagði engu að síður fyllstu ástæðu til að vara íslendinga, rétt eins og Breta, við því að rýna í sólina, dæmi væru um að sjón fólks yrði fyrir miklum skaða af völdum sól- argeislanna. Ostur er veislukostur DÓMARAR á Alþjóðlegu ostasýn- ingunni f Nantwich á Englandi hófu á þriðjudag störf en sýningin er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin er í heiminum. Næstum tvö þúsund ostar eru til sýnis í risa- stórri og vel loftræstri sýningar- höll í Nantwich en þetta er í hund- raðasta og annað skipti sem þessi sýning er haldin þar. Áhugasamir geta barið augum osta frá nitján löndum en jafnframt er á sýningu þessari keppt um titillinn stór- meistari í ostagerð. ------•-♦“•--- Engar breytingar hjá Blair London. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær uppstokk- un á ríkisstjórn sinni en þegar til kom var aðeins um eina breytingu að ræða; Alun Michael, ráðherra málefna Wales, yfirgefur stjórnina til að taka við sem forsætisráðherra nýju heimastjórnarinnar í Wales. Miklar vangaveltur hafa verið í breskum fjölmiðlum um yfírvofandi uppstokkun. Voru m.a. uppi getgát- ur að Mo Mowlam, N-írlandsmála- ráðherra, og Frank Dobson, heil- brigðisráðherra, yrðu færð til í starfi. Á daginn kemur hins vegar að Blair hyggst ekki gera neinar breytingai- á ráðherraliði sínu, þótt reyndar sé búist við mannabreyting- um meðal aðstoðarráðherra í dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.