Morgunblaðið - 29.07.1999, Síða 74

Morgunblaðið - 29.07.1999, Síða 74
74 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ !' ísÍlenska óperan FÓLK í FRÉTTUM GEORGE Cukor fékk snemma viðumefnið „kvennaleikstjórinn", sök- HIJN VAR frægasta kvikmyndagyðja allra tíma, Cukor var eftirlætis- um þeirra hæfileika hans að iaða fram það besta hjá kvenleikurum sín- leikstjórinn hennar. Greta Garbo í Two faced Wonmn (‘41) siðustu um. Hér er hann að stýra Katharine Hepburn í Little Women (‘34) - myndinni á glæstum en endasleppum ferli. með stórkostlegum árangri. Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 12 Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga Ósóttar pantanir seldar daglega Gamanleikrit I leikstjórn Sigurðar Sigurjðnssonar Næstu sýningar auglýstar sunnudaginn 8. ágúst ágá LEIKFÉLAG ligá ©^REYKJAVÍKIÍRJ® BORGARLEIKHUSIÐ A SIÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 20.00: LitU kyiflluttjfbúÖM eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. Fös. 06/8 laus sæti lau. 07/8 laus sæti fös. 13/8 laus sæti lau. 14/8 fáein sæti laus fös. 20/8 laus sæti lau. 21/8 fáein sæti laus Ath. Miðasala LR verður lokuð 31/7-2/8 Ósóttar pantanir seldar daglega. Erun byrjuð að taka niður pantanir fyrir ágústmánuð. ___ Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. 5 30 30 30 Mðasata qfn Irá 12-18 og Iran að sýtingu 8ýiÉgmaga.(Wllra11lyifli )rl4g^fí» HÁDEGISLÐKHÚS - kl. 1Z00 Rm 5/8 laus sæti, örfá sæti laus. Fös. 6/8 laus sæti, örfá sæti laus. Mið. 11/8 laus sæti. Rm. 12/8. Fös. 13/8. SNYR AFTUR Fös 13/8 kl. 23.00, nokkur sæti laus. Fös 20/8 kl. 23.00. Ath! Aðeins þessar sýningar TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afsiáttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó. Borðapantanir í stma 562 9700. 1Maínm S.O.S. Kabarett í leikstjórn Sigga Sigurjónss. Frumsýning lau. 7/8 kl. 20.30. 2. sýn. fös. 13/8 kl. 20.30. 3. sýn. lau. 14/8 kl. 20.30. 4. sýn. lau. 21/8 miönætursýning á menningamótt Reykjavíkur. Miðasala i s. 552 3000. Opið virka daga kl. 10—18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir allan sólarhringinn. lMaOnm Hirðfífl hennar hátignar - uppselt Næstu sýningar sun. 8. og 15. ágúst Midasala í síma 552 3000. Opið virka daga kl. 10 — 16 og fram að sýningu sýningardaga Miðapantanir allan sólarhringinn. GEORGE CUKOR I SUMAR, á aldarafmæli sínu, verður leikstjórinn George Cu- kor (1899 - 1983), gerður að heiðursfélaga Bandarisku kvik- myndastofnunarinnar, (Americ- an Film Institute), sem er ein mesta sæmd sem fallið getur í hlut þarlendra kvikmyndagerð- armanna. Bætist í hóp útvalinna stórmenna einsog John Huston, Charles Chaplin, D.W. Griffith og Orson Welles. Cukor er vel að því kominn. í hálfa öld var hann einn virtasti og eftirsótt- asti leikstjóri Hollywood, orð- lagður fagmaður sem gat gert nánast allar tegundir mynda. Cukor var orðlagður kvennna- leikstjóri, þótti ná einstökum ár- angri í að laða fram það besta lyá kvenstjörnunum sínum, enda börðust þær um hlutverkin í myndum hans. Cukor var þó fjarri því að vera mikill kvenna- maður. Sá orðrómur var jafnan á kreiki að þessi snillingur væri samkynhneigður, var pukrað með það í áratugi, uns ævisaga hans kom út fyrir skömmu. Hann var því einn af þeim fáu stórmennum í kvikmyndageiran- um sem mátti hírast í skápnum alla sína ævidaga. Enda kvik- myndaiðnaðurinn löngum íhaldssamur þegar kemur að viðkvæmum málum. Cukor kom til Hollywood eftir millilendingu á Broadway. Myndir hans oftast fáguð blanda gamans og alvöru, gjarnan byggðar á skáldsögum eða leik- sviðsverkum og endurspegla á besta veg, bakgrunn hans í leik- húsinu. Hann er fyrst og fremst hinn skynsami útskýrandi frekar en byltingarmaður, trúr og holl- ur Ieikurum sínum án þess að gleyma sjónrænu útliti mynd- anna. Óaðfinnanlegur smekk- maður sem kaus sér jafnan sam- starf færustu tæknimanna iðnað- arins svo verk hans yrðu að öllu leyti sem best úr garði gerð. Sögufrægt samstarf hans með drottningum hvíta tjaldsins hófst á fjórða áratugnum, er hann stjórnaði goðsögnum einsog Gretu Garbo, Joanne Crawford, Katharine Hepburn, Norma She- arer, Jean Harlow. Hann fluttist á milli kvikmyndavera, stóð lengi við hjá MGM, sem státaði af mörgum nafntoguðustu gyðj- um kvikmyndanna. Síðar á ferl- inum vann hann m.a. með Mari- lyn Monroe, Audrey Hepburn og Elizabeth Taylor, Jacqueline Bis- set og Candice Bergen voru í að- alhlutverkunum í Rich and Famous, (‘81), síðustu mynd meistarans. Síðla á þeim fimmta og á sjötta áratugnum, þegar flestir jafnaldrar hans í leikstjórastétt fóru að draga saman seglin, tók Cukor nýjum áskorunum og sýndi aukinn þroska og reynslu á þessum ögurtímum í sögu iðn- aðarins. Sneri sér að nýjum handritshöfundum einsog Gar- son Kanin og Ruth Gordon, og ferskum leikurum á borð við Jack Lemmon og Judy Hollyday og endurreisti aðrar, einsog Ju- dy Garland. Var frumkvöðull nýrrar tegundar; söngleikja- myndarinnar (,,musical“), hélt ótrauður á vit nýrrar tækni lita og Cinema Scope, lét aldrei deig- an síga með valinn mann í hverju rúmi. New Yorkbúiinn Cukor varð kornungur aðdáandi Broadway, og var orðinn leikstjóri í um- svifamiklu leikhúslífi borgarinn- ar strax á þriðja áratugnum. Þegar hljóðið kom til kvik- myndasögunnar, rétt fyrir 1930, var hann umsvifalaust ráðinn sem „samtala-Ieikstjóri" á vest- urströndinni, ein fyrsta mynd hans sem slíkur, var Tíðinda- Iaust á vesturvígstöðvunum, (‘30). Þaðan lá leiðin í stól að- stoðarleiksljóra og 1931 stýrði hann frumrauninni, Tarnished Lady. Fram til þessa hafði Cu- kor starfað hjá Paramount, nú hélt hann til RKO, og fyrsta myndin á nýja vinnustaðnum, What Price Hollywood? (‘31), er enn talin ein besta mynd sem gerð hefur verið um innviði borgarinnar. Næsta árið lauk hann við tvö stórvirki, Dinner at Eight, (‘33) og Little Women, (‘33). Báðar sígildar, sú síðar- nefnda mesta aðsóknarmyndin í sögu kvikmyndaversins og færði leikstjóranum fyrstu Óskarstilnefningarnar (af fimm). Cukor var kvaddur til MGM risaveldisins 1935, sama ár kom enn ein klassikin, David Copp- erfield, fram á sjónarsviðið. Leikstjórinn sveiflaðist með MGM hringekjunni næstu árin í félagsskap forstjórans og fram- lciðandans Irvings Thalberg og konu hans, Normu Shearer, Gar- bo, og fleira sögufrægu fólki. Kvikmyndaverið var um þessar mundir á hátindi frægðarinnar, mönnum einsog Cukor að þakka. Ilonum var þó vikið úr leik- sljórastarfi við sjálfa Á hverf- anda hveli, var það verk Clarks Gable, sem var smeykur um að „kvennaleikstjórinn“ léti Vivian Leigh og Oliviu De Havilland skyggja á sig. Cukor sneri sér að nýju hæfileikafólki; Katharine Hepburn, James Stewart, Cary Grant. Afraksturinn m.a. klassíkin The Philadclphia Story, (‘40). Fyrir og fyrst á eftir hlé, sem varð á ferli Cukors vegna heims- styrjadarinnar síðari, má merkja Iægð á langri sigur- göngpu leikstjóráns. Kollegar ÞEKKTASTA mynd Cukors á síðari árum er My Fair Lady (‘64). Myndin færði honum Óskarsverðlaunin, sem hann hefði betur fengið oftar og fyrir flest önnur verk. hans og jafnaldar voru að slíðra sverðin, gerast framleiðendur eða setjast í helgan stein. Nýjir menn einsog Huston og Welles að sigra heiminn. Það var þó enginn uppgjafartónn í Cukor sem brást við með því að sækja á ný mið fersks hæfileikafólks einsog hjónanna Garson Kanin og Ruth Gordon, sem buðu hon- um handritið A Double Life. (‘47). Kvikmyndagerðin færði Cukor þriðju Óskarstilnefning- una, en stjörnunni, Ronald Colman, verðlaunin fyrir magn- aða túlkun á leikara sem missir tökin á raunveruleikanum. Sam- vinna leikstjórans og handrits- höfundanna náði hámarki með tveimur, sígildum gamanmynd- um; Adam’s Rib, (‘49), með Spencer Tracy og Katharine Hepburn uppá þeirra besta, og Fædd í gær - Born Yesterday, (‘50), með hinni skammlifu, óborganlegu Judy Hollyday. Ar- ið 1953 var Cukor ráðinn til að Ieikstýra vandræðagripnum Ju- dy Garland í A Star is Born. Nú reyndi á hæfileika „kvennaleik- sljórans" sem aldrei fyrr. Hin óstýriláta Garland varð að sýna allt það besta í leik og söng og úr varð enn ein klassík kvik- myndasögunnar. Cukor átti eftir að gera enn eina risasöngleikja- mynd, My Fair Lady, (‘64). Hún færði leikstjóranum langþráð Óskarsverðlaunin, en er fjarri því að vera ein af hans bestu myndum og Audrey Hepburn er slök í hlutverkinu sem Julie Andrews fór svo eftirminnilega vel í leikhúsunum beggja vegna Atlanshafsins. Svo kaldhæðnis- lega vildi til að Cukor lést örfá- um dögum fyrir frumsýningu endurgerðar A Star is Born, (83), slapp við nauðgunina með Streisand og Kristofferson. Aðrar en Sögu frá Philadelp- hiu, valdi ég af handahófí, einar 10 myndir hefðu cngu síður sómt sér vel sem einhveijar af þremur bestu myndum þessa ljölhæfa snillings. Eflaust fleiri, sem ég hef ekki séð. Sígild myndbönd THE PHILADELPHIA STORY (‘40) Sögufræg, sígild Óskarsverðlauna- mynd um fráskilinn broddborgara (Katherine Hepburn), sem leitar að nýjum bónda á meðal almúgans. Stjörnurnar skína, einkum James Stewart, sem vonbiðill með „venju- legan“ bakgrunn, og Cary Grant, sem fyrri eiginmaður Hepburn, sem einnig stendur sig frábærlega. Bráðhnyttið, málglatt handritið vann til Óskarsverðlauna ásamt James Stewart. Ein besta mynd leikstjórans og leikaranna, alltaf jafn hrífandi skemmtileg. LITTLE WOMEN, (‘34) en þær Joan Parker, Frances Dee og Joan Bennett, standa sig einnig vel. Cukor er í essinu sínu í öllum kvennablómanum og kvenréttinda- baráttunni og gerh- hinni sígildu sögu Alcott, sem var langt á undan samtímanum, óaðfmnanleg skil. FÆDD í GÆR - BORN YESTERDAY, (‘50) Ein af fjórum, og besta kvikmynda- gerð frægrar skáldsögu Louisu May Alcott um fjórar systur og móður þeiiTa, sem fást við aðsteðj- andi vandamál meðan heimilisfaðir- inn berst fyrir málsstað Norðan- manna í Þrælastríðinu. Katharine er ógleymanleg sem Jo, systirin sem gefur karlasamfélaginu langt nef og hyggur á feril sem rithöf- undur. Jo er hjarta myndarinnar, Judy Hollyday er ógleymanleg sem illa upplýst vinkona brotajárnssal- ans Brodericks Crawford. Jafnvel svo að hann skammast sín fyrir ódannaða framkomu hennar og ræður kennarann William Holden til að hefla af henni agnúana, með undraverðum árangri. Hollyday, sem lést langt fyrir aldur fram, er Heimska Ijóskan, aðrar komast ekki nálægt henni í að holdi klæða þessa vinsælu persónu. Cukor kvik- myndar leiksviðsverk Garsons Kanins nokkurnveginn einsog það kemur fyrir, með bráðskemmtileg- um árangri og Crawford og Holden eru báðir stórkostlegir. Mynd sem ég lofa að kemur öllum í gott skap.i Jafnvel örgustu fýlupokum! Sæbjörn Valdimarsson;
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.