Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vegur í sundur vegna úrhellis Höfn. Morgunblaðið. Tveir fulltrúar R-listans í umræðu um loðaúthlutanir Segja Laugardals- málið steindautt Borgarstjóri segir að leitað verði lausnar sem allir geti sætt sig við VEGURINN við sæluhúsið rétt austan við Hvalnesskriður fór í sundur í fyrrakvöld. Vegagerðin vann að viðgerð um nóttina og var umferð hleypt á í gærmorg- un. Um er að ræða bráðabirgða- viðgerð og verður ekki gert end- anlega við veginn fyrr en vatns- magn minnkar. Rör sem er undir veginum hafði ekki undan vatnsflaumnum sem safnaðist saman fyrir ofan veginn og því fór sem fór. Gríð- arlegt úhelli hefur verið á þessu svæði undanfarna daga. Starfs- menn Vegagerðarinnar sem unnu að því að bæta veginn við Hvalnesskriður sögðu að lítið FRAMSÓKNARKONUR hafa hætt við að halda landsþing sitt í Vík í Mýrdal vegna hugsanlegra jarðhræringa í Mýrdalsjökli. Hótel- rekendur í Mýrdalnum eru þó á einu máli um að fréttir af yfirvof- andi Kötlugosi hafi ekki haft telj- andi áhrif á hótelbókanir. Staðan sé svipuð og yfirleitt á þessum árs- tíma, þ.e. í lok ferðamannatímans í september. í fyrrakvöld var sú ákvörðun tek- in á fundi í framkvæmdastjóm Landsambands framsóknarkvenna að hverfa frá þeirri fyrirætlan að halda níunda landsþing landssam- bandsins í Vík í Mýrdal, sem ráð- gert var 25.-26. september. Var ákveðið að flytja þingið til Hafnar- fjarðar og að sögn Jóhönnu Engil- bertsdóttur, formanns landsam- bandsins, er gert ráð fyrir 50-60 konum á þingið. Var fyrrnefnd væri þó um hrun úr skriðunum. Samt virtist mikið vatn í þeim, lækir mynduðust víða og þar sem skriðan virtist heil gæti snögg- lega sprungið út vatn með til- heyrandi rennsli á skriðunni. Að sögn Reynis Gunnarssonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn mun verða fylgst grannt með veginum fyrir skriðurnar. Víðar þarf að fylgjast með veg- um á suð-austurhorninu núna því mikið mæðir á þeim vegna úr- hellisins. Vegurinn fór t.d. á tímabili í sundur hjá Syðra-Firði í Lóni og skemmdir urðu á vegin- um upp að Jöklaseli, skála Jökla- ferða á Skálafellsjökli. ákvörðun tekin vegna margra ábendinga kvenna víða af landinu, sem vildu koma á landsþingið en höfðu ekki áhuga á að vera í Vík vegna frétta af yfirvofandi gosi í Kötlu. Búið var að bóka á Hótel Vík, en hætt við vegna fyrmefndra ábendinga. Spyija hvort heimamenn séu í hættu Jóhannes Kristjánsson, bóndi og hótelstjóri á Hótel Höfðabrekku í Mýrdal, segir ekki hafa borið á af- Á FUNDI borgarstjórnar í gær kom fram hjá tveimur fulltrúum Reykja- víkurlistans að Laugardalsmálið svo- kallaða væri steindautt, eins og það var orðað. Unnið væri að því að finna aðra lóð fyrir Landssímann. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði, að þess yrði freistað að koma til móts við borgarbúa og að reynt yrði að finna lausn sem allir gætu sætt sig við. Á fundi borgarráðs sl. þriðjudag bókunum hjá sér vegna frétta af yf- irvofandi Kötlugosi. Einn hópur hafi þó afpantað gistingu þegar fréttir bárust af skjálftum í Mýr- dalsjökli fyrir nokkru. Á Hótel Höfðabrekku er hins vegar vel bók- að nú og eru útlendingar í meiri- hluta gesta. Jóhannes segir þá marga vita af umræðum um Kötlu en þær veki helst forvitni t.d. um hvort heimamenn séu í hættu vegna goss ef það hæfist. Svipaða sögu hafði Jóna Kjerúlf á Hótel Lunda að segja, en hún sagði lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn um það hvort stefnu- breyting fælist í því hjá borgarstjóra að hún væri í viðræðum við forsvars- menn Landssímans um hugsanlega sölu á húsnæði Orkuveitu Reykjavík- ur við Suðurlandsbraut til Landssím- ans. Einnig hvort borgarstjóri ætlaði að hætta við fyrirhugaða úthlutun lóða til Bíós hf. og Landssímans. Ingibjörg Sólrún svaraði á þann veg að ekki væri um stefnubreytingu að ræða hvað varðaði að útvega Landssímanum lóð innan borgar- markanna. Jafnframt sagði hún að ef Landssímanum hugnaðist sú lausn að fá hús og lóð Orkuveitunnar til af- nota og ef um það næðist samningar myndi deiliskipulagstillaga við Suð- urlandsbraut að sjálfsögðu koma til endurskoðunar. Hús Orkuveitunnar hagstætt fyrir Landssfmann í máli Alfreðs Þorsteinssonar, borgarfulltnia R-listans, kom fram á fundinum í gær að hagkvæmast væri fyrir Orkuveitu Reykjavíkur að byggja upp nýjar höfuðstöðvar á ein- um stað í stað þess að starfa á tveim- ur stöðum. Þegar það yrði myndu lóðir Orkuveitunnar við Grensásveg og Suðurlandsbraut losna. Mjög hagstætt yrði fyrir Landssímann að fá lóð og hús Orkuveitunnar við Suð- urlandsbraut, ekki síst vegna ná- lægðar við Múlastöðina. Alfreð svaraði fyrirspui'n Guð- laugs Þórs Þórðarsonar, borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, um hvort svæðinu yrði breytt í atvinnusvæði á þann hátt að Laugardalsmálið væri í sjálfu sér steindautt. Tekið yrði tillit til þeirra andmæla sem borgarbúar hefðu haft uppi og reynt yrði að finna Landssímanum aðra lausn. Hann sagði jafnframt að Bíó hf. hefði ekki fengið vilyrði fyrir lóð á þessum stað. að ástandið væri líkt því sem verið hefði á þessum árstíma undanfarm ár og hefði ásókn ferðamanna hvorki aukist né minnkað hjá sér vegna Kötlu. Á hótelinu dveldu nú nokkrir íslendingar og útlendingar og sagði hún að sumir útlendu gest- anna spyrðu smávegis um Kötlu en létu hana sig litlu varða að öðru leyti. Sumir íslendingar hefðu þó vara á sér og sagðist hún hafa tekið eftir því að fólk kysi fremur að gista á svæðinu frekar en að leggja á Mýrdalssandinn ef því seinkaði á ferð sinni. Þótt framsóknarkonur hafi afbók- að á Hótel Vík í fyrrakvöld, sagði Guðmundur Elíasson, rekstrarstjóri hótelsins, að fréttir af Kötlu hefðu ekki haft áhrif á bókanir hjá sér að öðru leyti og væri fjöldi ferðamanna svipaður og vanalega er í septem- ber. Árni Þór Sigurðsson, borgarfull- trúi R-listans, sagði málið vera í eðli- legum farvegi og það væri satt og rétt sem Alfreð hefði sagt að málið væri dautt. Meirihlutinn leitaði nú að lausn á þessu máli sem allir gætu sætt sig við. Borgarstjóri sagði að ekki stæði til að kalla málið til baka úr þeim far- vegi sem það væri í núna. Leitað yrði nýrra lausna í lóðarmálum Lands- símans og engar ákvarðanir hefðu verið teknar um aðra ráðstöfun svæðisins í Laugardalnum. --------------- Kjaranefnd úrskurðar um laun embættis- manna dóms- og land- búnaðarráðuneytis Hækkun á bilinu 10 til 15% KJARANEFND úrskurðaði um hækkun launa embættismanna sem heyra undir dómsmálaráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti síðastliðinn þriðjudag. Að sögn Guðrúnar Zoéga, fomanns kjaranefndar, er hækkun- in á bilinu 10-15%. Einhver frávik eru þó í báðar áttir og stafa þau ým- ist af því að stutt er síðan launin voru endurskoðuð eða að starfssvið hefur breyst. Embættismenn sem heyra undir dómsmálaráðuneytið eru lögreglu- stjórar, sýslumenn og forstöðumenn nokkurra stofnana, svo sem umferð- arráðs, almannavarnaráðs og Land- helgisgæslunnar. Undir landbúnað- arráðuneytið heyra hins vegar for- stöðumenn eins og yfirdýralæknir, skógræktarstjóri og skólameistarar landbúnaðamenntastofnana. Guð- rún sagðist telja að fjöldi embættis- manna í þessum stöðum væri á bilinu 50 til 60 manns. ------♦-♦-♦---- Undirbúningur atkvæða- greiðslu sam- þykktur TILLAGA R-listans um undirbún- ing almennrar atkvæðagreiðslu með- al kosningabærra Reykvíkinga um framtíð Reykjavíkurflugvallai- var samþykkt undir miðnætti í gærkvöld á fundi borgarstjórnar með átta samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og lögðu fram bókun fyrir þeirri ákvörðun sinni. Ferðamenn spyrja talsvert um hugsanlegar jarðhræringar í Mýrdalnum Hættu við fund í nágrenni Kötlu Sérblöð í dag y zhjun Á FÖSTUDÖGUM Með Morgun- blaðinu í dag er dreift blaði frá Epal, „Tryggðu þér sæti í framtíð- inni...núna!“. Birgir Leifur í 5. sæti fyrir síðasta dag/C1 Hverjir fylgja Fylki upp í efstu deild karla?/C4 Fylgstu með nýjustu fréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.