Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
210. TBL. 87. ARG.
FOSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuters
Þótt verulega hafi dregið úr vindstyrknum eru flóðin, sem Floyd olli, víða þau mestu á öldinni. Eru fjögur banaslys rakin til þess. Hér er verið að
bjarga konu úr bíl, sem er umflotinn vatni, skammt frá Shallotte í N-Karólínu.
Þúsundir manna missa
heimili sín í óveðrinu
Jacksonville. Reuters.
FELLIBYLURINN Floyd geyst-
ist yfir Norður-Karólínu í Banda-
ríkjunum fyrir dögun í gær, varð
fjórum mönnum að bana, eyðilagði
hús og olli miklum flóðum á stóru
svæði. Hundruð þúsunda manna
voru án rafmagns þegar óveðrið
gekk yfir.
James Hunt, ríkisstjóri Norður-
Karólínu, sagði að þúsundir íbúa
ríkisins hefðu misst heimili sín í
óveðrinu. Hann taldi að tjónið
gæti numið hundruðum milljóna
dala, tugum milljarða króna.
Floyd var kominn til Virginíu
síðdegis í gær og olli usla í Virg-
inia Beach og fleiri byggðarlögum
við ströndina. Vindhraðinn hafði
þá minnkað verulega og var að-
eins 130 km á klukkustund. Er
hann nú flokkaður sem hita-
beltisstormur.
Yfirvöld í norðausturhluta
Bandaríkjanna höfðu þó allan var-
ann á. Skólar voru lokaðir í Wash-
ington, New York og fleiri borgum
og gefnar voru út stormviðvaranir
í byggðarlögum á austurströnd-
inni, allt norður að Plymouth í
Massachusetts.
Allt að þriggja
metra ölduhæð
Floyd kom að landi á Cape Fear
klukkan þrjú í fyrrinótt að staðar-
tíma, klukkan sjö í gærmorgun að
íslenskum tíma. Vindhraðinn var
þá 177 km á klukkustund.
Síðdegis í gær stefndi lægðin
norðnorðaustur á um 38 km hraða
á klukkustund. Búist var við að
stormurinn myndi snúast í norð-
austur og minnka smám saman
þegar hann færi inn í landið.
Flug- og lestarsamgöngur fóru
úr skorðum vegna óveðursins á
austurströndinni og ringulreið
var á mörgum flug- og lestar-
stöðvum.
Úrhellisrigning fylgdi fellibyln-
um og ölduhæðin við ströndina var
allt að þrír metrar. Flóðin voru
mest í austurhluta Norður-Kar-
ólínu og á vegum við ströndina
náði sjórinn upp að mitti. Stífla við
stöðuvatn í Pitt-sýslu brast af
völdum flóðanna og björgunar-
sveitir urðu því að flytja flóttafólk
úr nálægu neyðarskýli.
„Við höfum þegar fengið fregnir
um fjögur dauðsföll og mesta
hættan er sú að þessi miklu flóð,
hin mestu á öldinni, verði til þess
að fleiri hætti sér á strandsvæðin
til að reyna að komast í hús sín
eða á aðra staði,“ sagði Hunt.
400.000 manns án rafmagns
Ríkisstjórinn bætti við að um
400.000 manns væru án rafmagns
og hartnær 90 vegir hefðu eyðilagst
eða skemmst af völdum flóðanna.
Dauðsföllin fjögur urðu vegna
bílslysa sem rakin eru til óveðurs-
ins. Einn maður beið bana af völd-
um fellibylsins þegar hann geystist
yfir Bahamaeyjar á þriðjudag.
Þegar Floyd náði hámarki á
mánudag var hann á meðal öflug-
ustu fellibylja sem geisað hafa á
Atlantshafínu og bandarísk yfirvöld
voru því með mikinn viðbúnað. 3,5
milljónum manna var skipað að
flýja heimili sín og voru það mestu
fólksflutningar frá upphafi í sögu
Bandaríkjanna.
■ Mikið tjón/22
Atökin í Dagestan
Skæruliðar
með liðs-
safnað
Makhachkala, Moskvu. AFP, AP.
ALLT að 1.500 íslamskir skærulið-
ar eru nú saman komnir við landa-
mæri Tsjetsjníu og Dagestan-hér-
aðs í Rússlandi, að því er talsmaður
rússneska innanríkisráðuneytisins
skýrði frá í gær. Talið er að skæru-
liðamir bíði færis að gera innrás í
Dagestan. Enginn vafi þykir leika á
því að fylgismenn þeirra beri
ábyrgð á sprengjutilræði í Volg-
odonsk í Rússlandi í gær, þar sem
að minnsta kosti 17 manns létust.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
gaf í gær fyrirmæli um að öryggis-
gæsla við landamærin yrði aukin.
Igor Sergejev, innanríkisráðherra
Rússlands, sagði að rússneskt her-
lið væri í viðbragðsstöðu og tilbúið
að hrinda árás skæruliða.
Kaupsýslumaðurinn Borís Ber-
ezovskí, sem hefur mikil sambönd í
Norður-Kákasuslöndunum, sagði í
gær, að búast mætti við sprengjutil-
ræðum lengi enn. Tsjetsjensku
skæruliðarnir teldu sig ekki hafa
neinu að tapa enda væru Rússar
berskjaldaðir fyrir hermdarverkum
af þessu tagi. Meira en 300 manns
hafa farist í sprengjutilræðum að
undanfömu.
■ Að minnsta kosti/23
Reuters
Oll framhlið þessa fjölbýlishúss
í borginni Volgodonsk í S-Rúss-
landi tættist burt er bflsprengja
sprakk fyrir framan það í gær.
A.m.k. 17 manns fórust. MikiII
gígur er þar sem bfllinn stóð.
Fellibylurinn Floyd geysist yfír Norður-Karólfnu og Virginfu
Skúratov, fyrrverandi ríkissaksóknari í Rússlandi, um reikningana í Bank of New York
Bankar fengu IMF-lánið
Moskvu, Washington. Daily Telegraph, Reuters.
UM 175 milljarðar ísl. kr., sem Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF,
lánaði rússneskum stjórnvöldum,
fóru í raun aldrei til Rússlands,
heldur voru þeir lagðir beint inn á
reikninga ýmissa rússneskra
banka erlendis. Kom þetta fram í
fyrradag hjá Júrí Skúratov, sem
var ríkissaksóknari í Rússlandi þar
til Borís Jeltsín, forseti landsins,
vék honum frá fyrir skömmu. Mad-
eleine Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær, að
Bandaríkin gætu ekki lengur tekið
þátt í aðstoð við Rússland nema
stjórnvöld þar beittu sér af alvöru
gegn spillingunni í landinu.
Skúratov segir, að rússneski
seðlabankinn hafi selt rússneskum
bönkum IMF-gjaldeyrinn á mjög
hagstæðu gengi í fyrrasumar og
hafi féð verið lagt inn á reikninga
þeirra í Bank of New York.
Skúratov er í raun að segja, að
féð hafi verið notað til að bjarga
rússnesku bönkunum í stað þess að
styrkja gengi rúblunnar og hann
gefur í skyn, að bankamennirnir
hafi vitað fyrir, að gengið yrði fellt
í ágúst í fyrra og einnig, að rússn-
eska ríkið ætlaði ekki að greiða
sumt af skuldum sínum.
Losuðu sig við
skuldabréfin
I júlí í fyrra var tilkynnt, að IMF
ætlaði að lána Rússum rúmlega
10.000 milljarða ísl. kr. og var von-
ast til, að það myndi draga úr lík-
um á hruni í fjármálalífi landsins.
Af hruninu varð samt sem áður
mánuði síðar en Skúratov segir, að
af fyrstu greiðslunni, 197 milljörð-
um kr., hafi 175 milljarðar farið í
að bjarga 18 stórum bönkum. Féð
hafi þeir notað til að losa sig við
skammtíma ríkisskuldabréf enda
hafi ríkissjóður tilkynnt fljótlega,
að þau yrðu ekki greidd.
Bank of New York hefur verið
mikið í fréttum að undanförnu
vegna hugsanlegs peningaþvættis
og hefur ýmislegt verið nefnt í því
sambandi, m.a. að þar hafi verið á
ferðinni hluti af IMF-lánum til
Rússlands.
Raymond Kendall, yfirmaður Al-
þjóðalögreglunnar, Interpol, sagði
í Genf í gær, að peningaþvættis-
málið í New York væri það um-
fangsmesta, sem stofnunin hefði
nokkru sinni kynnst. Það auðveld-
aði heldur ekki rannsóknina, að svo
virtist sem spillingin í Rússlandi
næði til manna í æðstu stöðum og
því væri engrar hjálpar að vænta
þaðan. Ekki væri einu sinni hætt-
andi á að veita Rússum upplýsing-
ar af ótta við, að þær lentu í röng-
um höndum.