Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Fjölþætt hlutverk landbúnaðar
I VIÐRÆÐUM sem
hefjast í lok þessa árs
innan Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar,
WTO (arftaka GATT)
munu ESB, Sviss,
Noregur og e.t.v. fleiri
lönd vilja draga inn í
viðræðurnar fjölþætt
hlutverk landbúnaðar
og krefjast þess að fá
að styðja við landbún-
að sinn undir þeim for-
merkjum. Þetta sjón-
armið á sér minni
skilning meðal þjóða
sem eru matvælaút-
flytjendur. Þar hagar
einnig víða þannig til
að stór hluti þegnanna
borgum og úthverfum
Erna
Bjarnadóttir
skynjar m.a. ekki land-
búnað sem hluta af
ásýnd umhverfísins.
Hér á landi er landbún-
aður órjúfanlegur hluti
þeirrar ímyndar sem
seld er í gegnum ferða-
mennsku af ýmsu tagi,
auk mikilvægis í
byggðalegu tilliti á
mörgum svæðum.
Gera má sauðfjár-
rækt að sérstöku um-
fjöllunarefni í þessu
sambandi, sem margt
hefur reyndar verið
skrafað og skrifað um í
gegnum tíðina. Stuðn-
ingur við sauðfjárrækt
býr í stór- hér á landi er minni en í nágranna-
þeirra og löndunum, mælt með aðferðum
Landbúnaður
Landbúnaðurinn, segir
Erna Bjarnadóttir,
þarf á sanngjörnum
rekstrarskilyrðum
að halda.
OECD (sjá töflu). Þetta er athygl-
isvert í því ljósi að sauðfjárrækt
hefur ekki síður þýðingu á jaðar-
svæðum hér á landi en í nágranna-
löndum. Þar er stuðningur við
sauðfjárrækt á jaðarsvæðum sums
staðar enn meiri en þessar tölur
segja til um.
Stuðningur við kindakjötsfram-
leiðslu sem hlutfall af verðmæti
framleiðslunnar til bænda (PSE%)
1986-88 1998p
ESB 70 65
ísland 74 55
Noregur 70 70
Sviss 71 73
Nýja Sjáland 24 0
p: Bráðabirgðatölur
Heimild: OECD
Landbúnaðurinn þarf á sann-
gjömum rekstrarskiiyrðum að
halda. Þjóðfélagið þarf því að
mynda víðtæka sátt um hlutverk
hans í samfélaginu. Auk hlutverks
síns við vörslu og nýtingu náttúru-
auðæfa og sem ein af stoðum
byggðar í dreifbýli, má minna á
það hlutverk hans að sjá neytend-
um fyrir heilnæmum afurðum sem
framleiddar eru með velferð dýra
og verndun umhverfis í huga. Sem
dæmi má nefna að á sumum land-
svæðum innan ESB eru 60%
grunnvatns óhæf til drykkjar
vegna mengunar. Góð áminning er
einnig nýleg ályktun heilbrigðis-
ráðherra ESB-landanna þar sem
þeir krefjast þess að notkun fúka-
lyfja í fóðri búfjár verði hætt. í
verðkönnun sem Upplýsingaþjón-
usta landbúnaðarins í Noregi gerði
í vetur í mörgum af stærstu borg-
um heims kom fram 93% verðmun-
ur á svínakótilettum sem fram-
leiddar höfðu verið án vaxtarauk-
andi efna í fóðri og þeirra sem
komu af svínum sem höfðu fengið
slík efni (fúkalyf) í fóðri í Belgíu.
Forskot okkar á þessu sviði og
fleirum þarf að varðveita.
Höfundur er hagfræðingur og
deildarstjóri í Frandeiðsluráði
iandbúnaðarins.
HAPPDRÆTTI
dae
-þarsem
vinningamir fást
Vinningaskrá
18. útdráttur 16. september 1999
Bif reiðavinningur
Kr. 2.000.000_Kr. 4,000.000 (tvöfaidur)
12090
Fcrðavinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
22 733
41653
49047
69851
F erðavinningur
Kr. 50.000 ____Kr. 100.000 (tvöfaldur)
19502 28442 48178 50424 68125 78679
20684 44709 49325 65292 68536 79020
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
166 5497 15537 26030 36251 49380 63509 75051
288 6171 16002 27010 37310 49473 65054 75500
875 6748 17019 28300 37792 52626 65208 76822
969 8090 17185 28399 38860 52967 65971 77492
1984 8632 18385 30452 39634 52976 70232 77793
2252 8651 19985 31481 40853 54204 70959 77908
3099 9027 20054 32269 41942 54854 71060 77944
3125 9148 20387 33114 44137 55479 71233 78546
3288 9158 20813 33432 45005 58236 71494 78706
3398 10279 21257 33596 45184 58328 73471
4325 10993 24293 35053 46580 58695 74076
5169 12108 25158 35586 47560 61217 74611 *
5256- 13112 25314 35908 47846 61-246 74980
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur)
146 12067 23293 33621 45179 54208 61413 70559
681 12089 23408 33663 45303 54428 61808 70742
704 12166 23705 33781 47254 54736 62283 71166
856 12257 23738 33831 47314 55643 62907 71502
929 12701 24008 34090 47666 55807 63037 71573
1027 12881 24118 34585 47734 55911 63048 72119
1173 13713 24384 35137 47995 56061 63419 72138
1377 14523 24567 35171 48492 56117 63467 72634
1620 14541 24704 36242 48614 56205 64473 72732
2159 14549 2485 f' 37634 48800 56428 64838 72851
2523 14633 25160 37980 49214 56683 64985 73842
2607 14689 25529 38772 49753 56778 65140 73917
3059 15216 25759 38845 50141 56824 65262 73995
5089 15525 25818 38862 50309 57415 65277 74859
5249 15619 25885 39074 50747 57595 65284 75581
5328 15932 26542 39280 50787 57665 65560 76172
5678 16075 26569 39331 50917 57674 67160 76990
6073 16152 27655 39605 51452 57852 67261 77115
6740 16281 27670 39702 51710 58901 67292 77681
6974 16310 27752 41183 52134 59018 67530 77736
7324 16520 27798 41633 52162 59051 67556 78174
7464 17050 28702 41823 52403 59414 67683 78252
8577 17462 29375 41962 52628 59777 67834 78469
9560 17930 30025 42601 52849 59804 68074 78479
9671 18238 30269 43142 52895 60323 68492 79025
9698 18972 31076 43189 53036 60472 68764 79992
9959 20392 31334 44085 53208 60738 68967
10011 21337 31683 44432 53538 60862 69034
10257 21953 32253 44435 53551 60917 69304
10811 22106 32789 44918 53679 61092 69926
10858 22419 33010 44920 53854 61204 70316
11085 22967 33301 44997 53989 61296 70534
Næstu útdrættír fara fram 23. sept. & 30 sept. 1999.
Heimasíða á Interneti: www.das.is
Eru rimlagurdínurnur óhreinar!
Vib hreinsum:
Rimla, strimla, plíseruS og sólargluggatjöld.
Setjum afrafmagnandi bónhúð.
Sækjum og sendum ef óskab er.
3 Z.sýia
ÍJ tæknihreirisunin
Sólheimor 35 • Sími: 533 3634 • GSM: 897 3634
Takk, Guð, að ég er
ekki eins og sumir
Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson ritar grein í
Mbl. 14. sept. þar sem
hann reifar viðhorf sín
um samkynhneigð og
kirkjuna, en tilefnið er
grein, sem Ólafur Þ.
Stephensen skrifaði í
Lesbók Morgunblaðs-
ins 4. sept. sl. þar sem
hann gagnrýndi kirkj-
una fýrir vandræða-
gang við að taka af-
stöðu til þess hvort
blessa megi í kirkju
hjónaband samkyn-
hneigðra.
Sr. Ragnar Fjalar
hefur jarðað margan
manninn um ævina af alúð og lát-
leysi, svo að mér hefur oft fundist
hann vera fyrirmynd annarra
presta. Af þeim lítillegu kynnum
sem ég hef haft af sr. Ragnari Fjal-
ari, hefur hann komið mér fyrir
sjónir sem einstaklega hlýr og góð-
hjartaður maður. Því sorglegra er
að verða vitni að þeim dómum, sem
hann fellir um samkynhneigða
meðbræður sína í greininni.
Það er hryggilegra en orð fá lýst,
að stundum jarða prestar landsins
ungt atgervisfólk, sem hefði getað
orðið þjóð sinni til sóma í hvívetna,
en sjá enga aðra leið í sálarangist
sinni og örvilnan en að taka líf sitt,
án þess að geta talað um það við
sína nánustu af ótta við útskúfun, -
í örvæntingu gagnvart æpandi for-
dómum samfélagsins um samkyn-
hneigð. Einmitt slíkir fordómar
koma fram í grein sr. Ragnars
Fjalars. Það eina sem virðist vanta
er að hann þakki Guði fyrir að vera
ekki eins og sumir:
1) „Ég vil ekki nota orðið „synd-
samleg“ um þessa kennd, heldur er
hér um að ræða einhvers konar
brenglun, sjúkdóm, sem viðkom-
andi getur ekki ráðið við.“
Hvað fyndist þér, lesandi góður,
ef ég héldi því fram í fúlustu alvöru,
að um einhvers konar brenglun -
sjúkdóm - væri að ræða hjá sr.
Ragnari Fjalari, sem hann gæti
ekki ráðið við, að vilja vera giftur
konunni sinni? Að minni hyggju
væri það með öllu ómaklegt og
ástæðulaust að láta slíkt frá sér
fai’a á síðum virts dagblaðs eins og
Morgunblaðsins, auk þess sem það
væri ólöglegt að ráðast að honum
sakir kynhneigðar sinnar. Vita-
skuld hefur hann ekkert val um það
hvort hann vill vera með konunni
sinni, elska hana og virða, því það
er honum fullkomlega eðlilegt.
Engu síður heldur hann því fram,
án þess að blikna, að samkyn-
hneigðir séu brenglaðir
eða sjúkir að vilja elska
og virða maka sinn. Og
það á síðum Morgun-
blaðsins árið 1999.
Það að tvær mann-
eskjur elski og virði
hvor aðra og vilji íylgja
hvor annarri í blíðu og
stríðu, þar til dauðinn
aðskilur þær, er ekki
merki um brenglun.
Astin er ein fegursta
kenndin, sem Guð gaf
okkur og við hana er
ekkert ljótt eða sjúkt.
Oft er erfítt að setja sig
í spor annarra, en ást-
ina þekkja flestir af eig-
in raun og því ætti ekki að vefjast
fyrir nokkrum manni að geta unnt
öðrum að njóta hennar, svo framar-
lega sem hann hefur kærleiksboð-
skap Jesú Krists að leiðarljósi.
2) „Margt í sköpunarverkinu,
mannlífínu, eins og það kemur okk-
ur fyi’ir sjónir, er ekki vilji Guðs.
Hvað er að segja um syndafallið,
þ.e.a.s. fráhvarf mannsins frá
Guði?“
Kynhneigð
Sorglegt er að verða
vitni að þeim dómum,
segir Bergþór Pálsson,
sem sr, Ragnar Fjalar
fellir um samkyn-
hneigða meðbræður
sína í greininni.
Því er til að svara, að syndafallið
var val mannsins um fráhvarf frá
Guði. A hverjum degi stöndum við
frammi fyrir því, hvort við viljum
fylgja kærleiksboðskap Jesú Krists
og leitast við að gera veröldina að
fegurri íverustað fyrir samferðafólk
okkar eða ganga gegn vilja Guðs
m.þ.a. leyfa okkur að sýna öðrum
illvilja og fordóma. Þetta val er
grundvöllurinn að því hvernig okk-
ur og meðbræðrum okkar líður í
kringum okkur.
Hommar og lesbíur hafa hins
vegar ekkert val um kynhneigð
sína. Og þar stendur hnífurinn í
kúnni. Saklaus börn sem uppgötva
að þau eru samkynhneigð biðja of-
urheitt í einstæðingsskap sínum til
Guðs á hverju kvöldi um að fá að
verða „eðlileg", en án árangurs. Þau
heyra utan að sér, að sá sé „blindur
eða handbendi samkynhneigðra"
sem telur þau vera eðlileg. Þetta
heyra þau jafnvel frá ýmsum, sem
þau ættu að geta treyst og vænst
skilnings og ástúðar frá, t.d. for-
eldrum eða kirkjunnar þjónum eins
og t.d. sr. Ragnari Fjalari.
Hvers eiga blessuð bömin að
gjalda? Af hverju vill Guð ekki
breyta þeim fyrst mennimir segja
að það sé rangt að þau séu eins og
þau em? Hefur kannski fjandinn
sjálfur tekið sér bólfestu í þeim? Ég
get fullvissað sr. Ragnar Éjalar um
að margir hommar og lesbíur, sem
ég þekki, er heittrúað og gæskuríkt
fólk, þannig að varla hefur fjandinn
tekið sér bólfestu í þeim. Ónei,
kjarni málsins er að Guð gefur þeim
ekkert val um kynhneigð sína frek-
ar en sr. Ragnari Fjalari, en hins
vegar höfum við val um það hvort
við viljum vera góð eða vond, um-
burðarlynd eða fordómafull.
3) Sr. Ragnar Fjalai’ vitnar í orð
Jesú Krists í Mattheusarguðspjalli:
„Hafið þér eigi lesið, að skaparinn
frá upphafí gjörði þau karl og konu
og sagði: Fyrir því skal maður yfii’-
gefa föður og móður og búa við eig-
inkonu sína, og þau skulu verða
einn maður. Það sem Guð hefir
tengt saman má eigi maður sundur
skilja."
Ég þori að veðja, að sr. Ragnar
Fjalar hefur margsinnis skrifað upp
á hjónaskilnaði í starfí sínu sem
prestur. En hann er búinn að
gleyma því, því að áfram heldur
hann: „A þessum orðum byggist
hjónavígsla kirkjunnar. Svo einfalt
er það. Karl og kona.“
Já, svo einfalt er það nefnilega.
Það er einmitt kirkjan, sem hefur
ekki tekið með í reikninginn, að
hvergi minnist Jesús Kristur á að
það sé rangt, að karl og karl eða
kona og kona geti verið sem einn
maður í ást og virðingu hvort fyrir
öðru. Þvert á móti bendir hann
samferðamönnum sínum á nokkuð
sem við nútímafólk ættum kannski
að taka til okkar líka, að dæma ekki
aðra svo við verðum ekki dæmdir.
Það væri sárt að sjá hinn virðu-
lega og hlýlega klerk verða fyrir því
að vera sóttur til saka og dæmdur á
efri árum fyrir ummæli sín, en eins
og kunnugt er, varðar það nú við lög
að gera aðför að fólki sakir kyn-
hneigðar þess. Ég vona því heils-
hugar að hann sjái að sér og biðjist
afsökunar á orðum sínum, svo kirkj-
an og samkynhneigðir megi halda
áfram að nálgast á leið sinni til sátt-
ar og samlyndis og fegurra mann-
lífs.
Höfundur er söngvari.
mbl.is