Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norrænt þing í barnalækningum haldið hér Kæling minnkar skaða vegna súrefnisskorts ÝMSAR nýjungar eru á döfínni á yf- irstandandi þingi norrænna lækna og vísindamanna um fæðingar og nýbura. David Edwards frá bama- lækningadeild Hammersmith-spít- ala í London kynnti nýjar aðferðir við að lágmarka skaða af súrefnis- skorti nýbura sem felast í kælingu heilans um allt að 4 gráður. Þegar er farið að prófa aðferðina á börnum. Norræna þingið í barnalækning- um, sem sett var á Grand Hótel í Reykjavík í gær og lýkur á morgun, er það sextánda í röðinni. Að sögn forseta þingsins, Atla Dagbjartsson- ar, yfirlæknis á bamadeild Hrings- ins, lætur þingið sig varða ófædda barnið, móðurina og nýburann og allt það sem getur farið úrskeiðis fyrir, eftir og í fæðingu. Um 200 ráðstefnugestir eru mættir til þings, eða um helmingi fleiri en þegar það var síðast haldið á Islandi 1987. „Þetta er reyndar með stærstu þingum en þau eru haldin annað hvert ár á Norðurlönd- unum til skiptis. Við erum mjög ánægð með þátttökuna," segir Atli. Dánartiðni á Norður- löndum einna lægst Þingin eru, að sögn Atla, mikilvæg, ekki síst þar sem dánartíðni á Norð- urlöndum er einna lægst í heiminum. „Það er jafnan litið til Norðurlanda þegar dánartíðni nýbura ber á góma. Á svona ráðstefnum gefst fólki kost- ur á að bera saman bækur sínar og hlýða á íyrirlestra hjá þeim sem standa fremstir í faginu. Við bjóðum áhugaverðum fyrirlesurum til að þingið verði sem best.“ Fyrirlesarar frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Hollandi, auk Norðurlanda, taka einkum á þremur umfjöllunarefnum að þessu sinni, að sögn Atla: Súrefnisskorti, sýkingum og fósturgreiningu. „Sýkingar eru eilífðarvandamál í þessum geira eins á öðrum sviðum læknisfræðinnar. Fósturgreining gengur út á að finna vandamálin áð- ur en börnin fæðast og vera þannig viðbúinn þeim. Þá er einnig hægt að bregðast við þegar um er að ræða fóstur sem eiga enga lífsmöguleika," segir Atli. Nýjungar hafa komið fram á öll- um ofangreindum sviðum, að sögn Atla, og ekki síst hvað varðar rann- sóknir á súrefnisskorti en þær snú- ast um ráð til að lágmarka skaða sem hlýst af honum. Fyrirlestur Bretans David Edwards fjallaði um þennan vanda en hann telur að hægt sé að minnka heilaskaða með kæl- ingu. „Um er að ræða kælingu um allt að 4 gráður. Þetta er á tilrauna- stigi en komið svo langt að það er farið að prófa þetta á börnum. Það má því segja að tilraunir séu komn- ar á lokastig," segir Atli. Kínverjar gera sjón- varpsþátt um Island ÞÁTTAGERÐARMENN frá kín- versku sjónvarpsstöðinni CCTV eru staddir hér á landi til að taka upp 50 mínútna kynningarþátt um ísland. CCTV er ein stærsta sjónvarpstöð heims og ná útsendingar hennar um allt Kína, Hong Kong, Tævan og til 87 annarra landa víðsvegar um heim. Vilhjálmur Guðmundsson hjá Út- flutningsráði segir að koma Kín- verjanna sé mikilvæg sönnun þess áhuga sem er á Islandi í Kína. „Frumkvæðið að þessum þætti er komið frá okkur en Kínverjarnir sýndu þessu strax mikinn áhuga. Þetti er hluti af þáttaröð sem beinir sjónum að vel völdum löndum. í þættinum er púlsinn tekinn á þjóð- lífinu en einnig er atvinnustarfsemi sýndur mikill áhugi.“ Vilhjálmur segir að þátturinn sé til marks um hversu vel kynningar- starfsemi Útflutningsráðs á íslandi í Kína hefur gengið. „Við höfum kynnt þeim hátækniframleiðslu í sjávarútvegi og hugbúnaðarfram- leiðslu okkar. Þeir munu kynna þetta rækilega í þættinum og þeir munu einnig beina spjótum sínum að hvernig við Islendingar höfum beislað jarðhitann okkar. En Kín- verjar eiga sín jarðhitasvæði en þeim hefur ekki tekist að nýta hann sem skyldi og því eru miklir mögu- leikar fyrir okkur Islendinga á því sviði.“ Aðspurður um hvaða þýðingu þessi þáttur gæti haft fyrir starf Útflutningsráðs í Kína segir Vil- hjálmur að erfítt sé að átta sig á því. „Þetta er ein stærsta sjónvarpsstöð heims og nær til ótrúlegs fjölda. Þessi kynning er því gulls ígildi og mun áreiðanlega auðvelda markaðs- starf okkar í Kína.“ Svona mun Hakið ofan við Almannagjá líta út þegar fræðslumiðstöðin verður risin þar. Fræðslumiðstöð rís á Þingvöllum í vetur Gláma Kím sigraði í hönnunarsamkeppni Morgunblaðið/Kristinn Sigurbjörn Kjartansson arkitekt, sem tók við verðlaununum fyrir hönd Glámu Kíms, ásamt Bimi Bjarnasyni, menntamálaráðherra og formanni dómnefndarinnar. TILLAGA Arkitektastofunnar Glámu Kíms hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni sem efnt var til um fræðslumiðstöð á Þingvöllum. Dómnefndina skipuðu Björn Bjamason menntamálaráðherra, sem var formaður hennar, Sigurður K. Oddsson, framkvæmdastjóri Þingvallanefndar, Skarphéðinn B. Steinarsson, skrifstofustjóri forsæt- isráðuneytisins, og arkitektarnú' Ólafur Ó. Axelsson og Pétur H. Ár- mannsson. Fræðslumiðstöðinni hefur verið valinn staðurinn Hakið, sem er við útsýnisskífuna ofan við Almanna- gjá. Sigurður K. Oddsson segir að sífellt fleiri ferðamenn komi til Þingvalla og telur hann að árlegur fjöldi þeirra sé orðinn um 550.000 manns. Fræðslumiðstöðin muni hafa það hlutverk að þjóna þessum mikla fjölda ferðamanna og kynna þeim þjóðgarðinn. Tímamörk og kostnaðarrammi Fræðslumiðstöðin skal vera tilbú- in í júní á næsta ári og gert er ráð fyrir að kostnaður við hana nemi um 30 milljónum króna. Ríkissjóður fjármagnaði samkeppnina og mun einnig fjármagna framkvæmdina. Dómnefndin skoðaði ýmsa þætti við mat sitt á tillögunum, svo sem tengsl hússins við umhverfið, hversu vel húsið þjóni hlutverki sínu sem fræðslumiðstöð, auk gæða hönnun- arinnar. Einnig var skilyrði að raun- hæft væri að útfæra tillögurnar inn- an þeirra tímamarka og þess kostn- aðarramma sem gefínn var upp. Auk dómnefndarinnar skoðaði VSO ráðgjöf því tillögumar með tilliti til hvort framkvæmd þeiira myndi standast þær kröfur um kostnað og tíma sem voru settar. Alls barst 31 tillaga í keppnina og tók dómnefnd fram að margar þeirra hefðu verið í háum gæðaflokki. Þær endurspegluðu hugmyndaauðgi og fagleg vinnubrögð höfunda sinna og vitnuðu um sterka stöðu byggingar- listar hér á landi í lok 20. aldar. Við afhendingu verðlauna sagði Björn Bjamason að dómnefndin hefði talið ástæðu til að vekja sérstaka athygli á sjö tillögum. Bæring Bjamar Jóns- son hlaut önnur verðlaun fyi'ir til- lögu sína og þar að auki vom tillaga Sigurðar Kolbeinssonar og tillaga teiknistofunnar Norðra valdar til innkaupa, en þrjár tillögur til viðbót- ar hlutu viðurkenningu sem athygl- isverðar tillögur. Til stendur að kynna tillögumar á sýningu í Ráð- húsi Reykjavíkur. Verðlaunatillaga Glámu Kíms var unnin með aðstoð Sigrúnai’ Helga- dóttur líffræðings. I umsögn dóm- nefndar segir meðal annars: „Bygg- ingin er einkar látlaus og hógvær í umhverfinu en hefur þó sterk hug- læg tengsl við staðinn, - víðáttur landslagsins umhverfis Þingvelli og núverandi þakefni þeirra bygginga sem hann auðkenna, bæinn og kirkjuna. Húsið myndar skjólvegg um útirými sem er opið í helstu sól- arátt og þjónar bæði sem aðkomu- hlað gesta og útisýningarsvæði.“ Utanríkisráðherra Rússlands í opinberri heimsókn Viljayfírlýsing- um samráð undirrituð ÍGOR S. ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, kemur í opinbera heim- sókn til íslands í dag ásamt fylgd- arliði, í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Gagnkvæm samskipti Islands og Rússlandsverða efst á baugi í heim- sókninni. Á vinnufundi ráðherranna munu þeir meðal annars undirrita sérstaka viljayfirlýsingu um samráð ríkjanna í framtíðinni. Ráðherrarnir munu einnig ræða samstarf íslands og Rússlands í viðskiptum, einkum í sjávarútvegi, og framkvæmd á fisk- veiðisamningi ríkjanna. í embætti á erfiðu tímabili ígor ívanov var sendiherra Rússlands á Spáni og varautanrík- isráðherra áður en hann var skip- aður utanríkisráðherra í stjórn Jev- genís Prímakovs fyrir einu ári. Rík- isstjórn Prímakovs var mynduð eft- ir þriggja vikna stjómarkreppu, en hann var utanríkisráðherra áður en hann tók við forsætisráðherraemb- ættinu og var samstarf þeirra Ivanovs sagt mjög náið. Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti vék Prímakov úr embætti um miðjan maí, en Ivanov hélt embætti sínu. Ivanov hefur þurft að takast á við erfiðari verkefni en flestir for- verar hans í embætti, og má þar nefna stirðari samkipti Rússa og Bandaríkjamanna í lg'öl- far sprengjuárásanna á írak og Kosovo-deilunn- ar. Fjalla um alþjóðamál Halldór og Ivanov munu jafn- framt fjalla um ýmis alþjóðamál, þ.ám. um Evrópuráðið, Oryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Atl- antshafsbandalagið og samstarfs- verkefni þess, auk stöðu mála á Balkanskaga. Þá verð- ur svæðisbundið sam- starf íslands og Rúss- lands á vettvangi Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins og N or ður skautsráðsins til umfjöllunar. ívanov mun jafn- framt eiga fund með Davíð Oddssyni for- sætisráðherra og utan- ríkismálanefnd Alþing- is. Efnt verður til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 14 í dag þar sem fram fer formleg undirritun samstarfsyfirlýsingai' utanríkisráðuneyta Islands og Rússlands. Áður en ívanov fer af landi brott mun hann fara í skoðun- arferð um Reykjavík og heimsækja Höfða, þar sem leiðtogafundur Ronalds Reagans og Mikhaíls Gor- batsjovs fór fram árið 1986. ígor ívanov
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.