Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 t------------------------------ MINNINGAR LÁRUSINGVAR SIGURÐSSON + Lárus Ingvar Sigurðsson, fyrrverandi skip- stjóri, fæddist, í Tjarnarbúð í Hnífs- dal 10. apríl 1911. Hann lést á Vífils- stöðum að morgni fimmtudagsins 9. september síðastlið- ins. Foreldrar lians voru hjónin Sigurð- ur Jónasson, f. 12. júní 1866 í Hlíð í Hörðudal í Dala- sýslu, fiskmatsmað- ur, d. 5. júlí 1965, og Sigríður Ingibjörg Sal- omonsdóttir, f. 25. september 1886 á Kirkjubóli í Korpudal í Onundarfirði, d. 10. janúar 1976. Sigurður var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Ingibjörg Ivarsdóttir. Alsystkini Lárusar eru Jón Arinbjörn, f. 22. janúar 1914, d. 20. mars 1936, Karl Kristján, f. 14. maí 1918, Ás- geir, f. 29. nóvember 1920, d. 30. maí 1941, María Elísabet, f. 18. apríl 1923, og Salomon Þor- lákur, f. 27. mars 1930. Hálf- systkini Lárusar, samfeðra, eru öll látin, þau voru Lárus Mikael, Árni, Steinunn, Sigurður, Guð- jón Gísli, Halldór, Helga Pálína og Jónas. Lárus kvæntist 12. apríl 1941 Daníelu Jónu Jóhannesdóttur, f. 14. febrúar 1914, d. 8. mars 1981, frá Hlíð í Álftafirði. Börn þeirra eru 1) Jón Ar- inbjörn, f. 3. mars 1937, d. 5. ágúst 1991, 2) Sigfríð, sjúkraliði, f. 11. ágúst 1938, fyrri maður hennar var Stefán Björnsson, d. 21. ágúst 1963, síðari maður hennar er Finnbogi Jóhannsson. Börn Sigfríðar eru Lárus Daníel, d. 1. mars 1962, Jóna, d. 1. mars 1962, Hinrik, Gróa, Lárus Daníel, Stef- án Jón og Þorkell Már. 3) Lárus Hafsteinn, bóndi og smiður, f. 15. desember 1940, kvæntur Þórönnu Kristínu Hjálmarsdótt- ur, börn þeirra eru Þórður St. Tr., Einar Jóhannes og Steinunn Daníela. 4) Einar Jóhannes, stýri- maður, f. 9. júlí 1942, d. 22. des- ember 1966, kvæntur Finneyju Anítu Finnbogadóttur, börn þeirra eru Daníela Jóna, Finn- bogi Rútur og Jóhanna. 5) Sigur- geir Ingi, skipstjóri, f. 26. febr- úar 1945, kvæntur Kristbjörgu Guðjónsdóttur, börn þeirra eru Hólmfríður, Lára Jóna, Sigur- björg og Einar Jóhannes. 6) Bára Björk, bankamaður, f. 24. apríl 1948, gift Stefáni Ólafs- syni, börn þeirra eru Ólafur Jó- hannes, Ingvar Þór og Daníela Jóna. Lárus ólst upp í Bugnum í Hnífsdal og hóf sjómannsstarfið 1925. Hann lauk fiskimanna- prófi 1931 og minna vélstjóra- prófi 1932. Fyrsta skipið sem hann stýrði var Guðmundur frá Hnífsdal, það var 1929. Láms og Daníela hófu bú- skap 23. nóvember 1936 í Hnífs- dal, þau bjuggu um tíma á Isa- firði og seinna í Súðavík en fluttu aftur í Hnífsdal haustið 1952 og bjuggu þar þar til haustið 1967 að þau fluttu til Reykjavíkur. Hann var lengst af starfsævi ýmist skipstjóri, stýri- maður eða vélsljóri við Djúp. Einnig gerði hann um tíma út eigin bát, Einar ÍS, og var ákaf- lega farsæll og fengsæll sjó- maður. Síðustu starfsárin var hann 2. vélstjóri á hafrann- sóknaskipinu Dröfn og var síð- an vaktmaður á skipum Haf- rannsóknastofnunar fram yfir áttrætt. Utför Lárusar Ingvars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afi, nú þegar þú hefur horfið á ný mið langar mig að þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Ótal sinnum dróst þú mig út til að snattast eitthvað, að keyra þig um bæinn í búðarferðum eða bara að skutla þér á vakt og alltaf fékk maður kaffi og spjall eða sögu að ferðunum loknum. Sögurnar af >Jifi þínu sýna mér hvað maður hef- ur það gott. Það var sama hvort maður var í vandræðum með bíl- ana eða lífið, alltaf áttir þú til góð ráð eða gast aðstoðað mig. Ef ég var ekki viss hvort ég væri að gera rétt þá bara talaði ég við þig og yf- irleitt endaði það með því að við vorum sammála, sama hvað það var. Björgunarmál voru líka mikið rædd og var gaman að bera saman það sem nú er að gerast og það sem gerðist hjá þér fyrir vestan. Enn og aftur takk fyrir allt. Eg kveð nú afa minn og einn af mínum bestu vinum og ég veit að það er tekið vel á móti þér þegar þú leggur að í nýrri höfn og verður ~*margt spjallað. Vertu sæll og blessaður, afi. Þinn Ingvar Þór. Hann afi Lalli lagði fyrir viku upp í sína hinstu för og veit ég að þar sem hann lagði að urðu fagnað- arfundir. Afi minn var Vestfirðing- ur eins og þeir gerast bestir, sjó- maður frá fyrsta degi og fengsæll bæði á sjó og í lífinu. Afi var ekki vanur að drolla við hlutina, hann framkvæmdi það sem honum þótti viturlegast og fór ekki alltaf hefð- bundnar leiðir í því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem var í bátunum sem hann átti eða hverju öðru sem honum datt í hug. Hann var mikil sagnabrunnur og þekkti Vestfirðina og hafíð þar í kring eins og handarbakið á sér og gat lýst fyrir okkur öllum fjöllum og ömefnum eins og við væram á staðnum. Engan hef ég haft sem gat sagt eins vel fyrir um veður og hann afi, ekki var farið á fjöll án þess að tala við „veðurstofuna" bg lærði ég af reynslunni að afi vissi oft betur en ^íiinhverjir spekingar hvað var í ~ væntum í þeim efnum. Hann var mikil vinur okkar krakkanna og vissi oftast hvað við vorum að stússa, spurði frétta af okkur og fylgdist vel með. Við sem eftir er- um erum kannski þakklátust fyrir hvað við fengum að hafa hann afi lengi með okkur, en vitum að hann ^itur nú með ömmu, Nonna og Jóa ásamt öllum hinum vinum sínum og ættingjum og segir sögur og spilar á nikkuna sína. Vertu sæll afi, leiðir okkar liggja saman síðar. Þinn Ólafur Jóhannes. Hægt og hljótt kveður sú kynnslóð sem kennd er við alda- mótin síðustu þennan heim. Afi, Lárus Ingvar Sigurðsson, var fæddur 1911 í Hnífsdal. Á langri ævi öðlaðist hann reynslu af lífinu og þeim öldugangi er því getur fylgt. Hann stundaði sjósókn frá barnsaldri og einnkendi það starf allt hans líf. Bátar, aflabrögð, fiskimið og veðurlag var hans sér- grein sérstaklega á svæðinu við Djúp. Flóð og fjara höfðu svipaða merkingu fyrir hann og dagur og nótt fyrir okkur. Með næmni og eftirtekt tókst afa að stunda sjó- sókn í gegnum einn mesta fram- faratíma þjóðarinnar með afar far- sælum hætti. Það er erfitt að gera sér grein fyrir þeirri aðlögun sem sjómenn, er hófu róðra á árabát- um og enduðu sinn feril á tækni- væddum skipum, hafa búið yfir. Reynslan af samskiptum við nátt- úruna og þau óblíðu tök sem hún getur tekið með litlum fyrirvara einkenndu þó altaf störf þessa heiðursmanns. Það var afar lærdómsríkt að koma á Gunnarsbrautina til afa og ömmu. Hlýjan og kærleikurinn sem einkenndi öll þeirra samskifti gerði það að verkum að maður sat stundum og fylgdist með þeim hjónum með aðdáun. Þau hjón sigldu í gegnum lífið, hvort sem því fylgdi miskunnarlaus ólgusjór er skildi eftir djúp sár eða logn og blíða, af einlæggni og heiðarleika. Það var þeirra veganesti út í lífið og það skilaði þeim í höfn með fullri sæmd. Þegar ég kvaddi afa fyrir nokkrum vikum var fyrsta spurn- ingin hans, hvort ekki væri nóg að gera? Ég svaraði játandi og hann að bragði, það er gott. Ég skrapp reyndar í morgun til þess að ná mér í soðið, sagði hann, allt vænir og stórir fiskar. Ætli ég skreppi ekki aftur seinna, það þýðir ekki að reyna neitt núna á háfjörunni. Reyndar var það rétt hjá honum, ég var hjá honum á háfjöru. Síðustu mánuði hafði afi legið á sjúkrahúsi og beðið þess að kallið kæmi. Þrátt fyrir að honum hefði hrakað var hans náttúrulegi komp- ás nokkuð réttur. Laus við allan hégóma. Svona kompás kaupa menn ekki í búð, hann er hluti af arfi og dyggð þessa fólks, reynslu þess og mannkostum. Þetta vona ég að við höfum lært af kynnum okkar við sómahjónin afa og ömmu. Ég bað afa að skila kveðju ef hann rækist á einhverja sem ég þekkti þegar hann yfirgæfi þennan heim. Sagðist hann gera það og vil ég ítreka þá ósk mína, kæri afi. Faðmaðu pabba frá okkur systkin- unum og mömmu. Ég veit að afi stendur við orð sín og óska honum guðs blessunar. Finnbogi Rútur Jóhannesson. Elsku afi, ég kveð þig í dag. Margs er a_ð minnast og margs er að sakna. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Við siglum um sama hafið og stundum sömu miðin en á ólíkum tímum, margt er því breytt. Ég feta í fótspor þín og stunda sjóinn. Og þar af leiðandi gátum við rætt málin í marga klukkutíma og um- ræðuefni okkar var óþrjótandi. Afi það kemur sá dagur aftur að við setjumst niður og ræðum um fisk- inn og hafið sem þér var svo voða- lega kært. Ég kveð þig með söknuði. Eg þakka öll þín ævispor Ogástarbrosiðvarma. Þín minning gefur þrek og þor Og þerrar tár um hvarma. Mín hjartans besta huggun er: Við himins dyr þú fagnar mér I björtum sólarbjarma. (Gísli Ólafsson.) Þinn Jóhannes. Elsku langafi, við kveðjum þig með þessari litlu bæn. Égbyrjareisu mín, Jesú, í nafni þín, Höndin þín helg mig leiði, Úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði Með fógru engla liði. í voða, vanda og þraut Vel ég þig fórunaut, Yfirmérvirstuvaka Og vara á mér taka. Jesú mér fylgi í friði Með fógru engla liði. (Hallgr. Pét) Sofðu rótt, elsku langafi. Rebekka Ýr og Sunneva Eir, Þorsteinn Orri og Þorbjörn Atli. Hann afi er dáinn og minning- arnar hrannast upp, en það eina sem kemst að er í rauninni að nú fær hann að hitta hana ömmu mína eftir 18 ára bið. Hann var lengi bú- inn að bíða eftir kallinu, búinn að horfa á eftir eiginkonu, sonum, barnabörnum og mörgum gömlu vinanna. Afi kenndi okkur barnabörnum sínum svo margt, ekki síst að lífið væri ekki alltaf dans á rósum og að allir væru jafningjar. Mér kenndi hann mjög ungri að drekka kaffi. Hann var mikill maður í mínum augum, á áttræðisaldri var hann hoppandi milli Ái-na Friðriks og Bjarna Sæm niðri við hafnarbakka, spilaði á harmonikku og söng sinni fallegu háu röddu og glettist við barnabörnin og barnabarnabörnin. En heilsuleysið fór að segja til sín og sjóninni hrakaði þannig að hann gat ekki lengur splæst reipi og unnið þessháttar handavinnu, en sögunum af lífinu eins og það var, þeim gleymdi hann ekki. Þegar ég kom heim úr fríi núna í ágúst spurði hann okkur mæðgumar hvaða dagur væri og hvort hann væri þá orðinn hundrað ára, því hann ætlaði að verða eldri en faðir hans hafði orðið. En ég trúi því að amma og afi séu dansandi saman núna, og þau eru hetjurnar mínar. Á aðventunni síðustu, nokkrum dögum áður en Stella frænka dó, spurði afi hvort hún væri nokkuð dáin, en mamma og Diddý neituðu því, hann hafði dreymt að þau væru að dansa sam- an og hún var í svörtum kjól. Núna eru þau öll komin þarna upp og við vitum öll að nú er sann- arlega komin langþráð hátíð. Hann afi er sko kominn til hennar Dönu sinnar. Þín Daníela Jóna Stefánsdóttir. Hjarta mitt fyllist sorg yfir því að hafa misst þig afi minn, og ég veit, að þú kemur aldrei aftur. En ég er full þakklætis yfir því að hafa átt þig fyrir afa. Afi sem stóð með manni í blíðu og stríðu. Afi sem alltaf átti stund til að spjalla við lít- ið fólk, og átti svo auðvelt með að skilja og gleðja öll litlu barnabörn- in og svo síðar meir barnabarna- börnin. Samvera okkar afa spannar nærri 39 ár og á löngum tíma er af mörgu að taka. Hugur minn flýgur mörg ár aft- ur í tímann, ég í holunni hans afa, hann á sjónum, amma við hliðina á mér með lokuð augu og spenntar greipar biður Guð að vaka yfir sín- um. Ég sit í sjónvarpsstólnum hans afa á „Gunnó“ bryð kandís og litl- um tvíbökum er dyfið í mjólk, við amma ætlum nefnilega að horfa saman á bíómynd kvöldsins. Hann afi var lánsamur í sínu einkalífi, hann átti fallegustu konuna, hana ömmu Daníelu, en naut hennar alltof stutt. Amma lést eftir erfið veikindi 8.3.1981. Ég á fallega minningu um öll jól- in sem afi, amma, Nonni frændi og fjölskyldan mín áttum saman. Afi vildi hugsa vel um alla og lítið dæmi um það er að ef snjóaði og kalt var í veðri fór hann út að skafa bílinn og hita hann fyrir ömmu Dönu. Ég man afa að spila á harmon- ikku í jóladagsboðinu á Gunnars- brautinni, öll hrúgan sat í kringum stólinn og hver söng sem mest hann mátti. Ég man afa að kenna lítilli stúlku hvernig hún átti að leggja strákana í glímu. Ég man okkur afa að keyra norður í Skaga- fjörð tO Þórönnu og Hafsteins. Álltaf lagt af stað tímanlega, áð á sömu stöðum. Afí var mikill visku- brunnur um örnefni, nú ef hann ekki vissi það bjó hann það tO á staðnum, því hann afi var skemmti- legur. Þegar hann hló að allri vit- leysunni náði gleðin svo sannarlega til augnanna. Margt áttum við afi sameiginlegt og eitt af því var að láta aldrei bíða eftir okkur, ekki undir neinum kringumstæðum. Ég vona, elsku afí minn, að það gefi alltaf á sjóinn hjá Guði, sé mikið sungið og jafnvel tekið í harmon- ikku annað slagið. Ég sé þig reynd- ar fyrir mér, afi minn, sitjandi á stól, hreyfa örlítið fingurna eins og til að leggja áherslu á mýktina, og syngja: Vagga, vagga, viða fagra, undur breiða haf. Ástarblíðum blævi strokið var. vagga, vagga allar sorgir svæfa niður þagga. Vagga, vagga. (N.N.) Minning þín lifir, afi minn, í okk- ur öllum afkomendum þínum, og sú minning er björt. Þín alltaf, Gróa Stefánsdóttir. EÐVARÐ SIGURGEIRSSON + Eðvarð Sigurgeirsson fædd- ist á Akureyri 22. október 1907. Hann lést á heimili sínu 12. ágúst síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Akureyrar- kirkju 24. ágúst. Ég horfi upp til himins. Niður úr skýjunum brjótast sólargeislarnir, skýin sjálf svo litfögur, stórfengleg og bregða upp listrænum myndum. Þvflíkt meistaraverk. Þú ert kominn til himinsins heim, elsku afi minn. Eins og hindin sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifanda Guði. (Úr sálmi 42.) Minningamar um þig, afi, eru svo margar, dýrmætar og mér hjartfólgnar frá því ég er lítið barn, unglingur og nú fullorðin kona. Afi minn, þessi ljúfi maður, miðl- aði svo ríkulega af kærleika, nær- gætni, jákvæðri hugsun og innri friði. Ekkert verður samt og áður. I huga mínum nú ríkir söknuður, þakklæti til þín, afi, og djúp virðing en um leið sú gleði yfir að þú skulir vera kominn tfl himinsins heim, þar sem Ijós friðarins fylgir þér á æðri stigu. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt, sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar í lífinu. (Oþekktur höfundur.) Að vera nú síðustu árin þín, afí, áhorfandi að hversu fallega og vel hún amma hlúði að þér af svo mik- illi natni og hlýju, elsku og ósér- hlífni og hversu samband ykkar, allt til þinnar hinstu stundar var sterkt og heOagt, var mér mikill lærdómur og sannur ... „andar sem unnast fá aldreigi eilífð aðskil- Guð vaki yfir þér, elsku amma mín. Þakka þér alla elsku þína og kærleika, afi minn. Friður Guðs blessi þig. Unnur Huld. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.