Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Stjörnubíó hefur tekið til sýninga nýjustu mynd John Sayles, Limbó, með Mary Elizabeth Mastrantonio, David Stratharin og Vanessu Martinez í aðalhlutverkum. • Mannleg saga frá hjara veraldar Frumsýning * G bý oft til sögur sem eru í leit að sögusviði,“ segir óháði bandaríski kvikmyndaleik- stjórinn John Sayles um nýjustu mynd sína, Limbó, sem Stjörnubíó * tekur til almennra sýninga um helg- ina en hún var áður sýnd nokkrum sinnum á Kvikmyndahátíð í Reykja- vík. „Eg hafði í langan tíma hugsað um sögu er fjallaði um fólk sem aldrei hafði verið gift eða í sambúð og eftir því sem árin líða verður baggi fortíðarinnar æ stærri í lífi þess. Það getur verið að það eigi börn. Það getur verið að það hafi sett sér ákveðin markmið í lífinu, sem það gerði ekki fyrir tuttugu ár- um. Eg velti því fyrir mér hvernig fólk hæfi líf sitt eiginlega á núll- punkti þegar það væri komið vel á fertugsaldurinn. “ Og Sayles heldur áfram: „Ég hafði komið til Anchorage og Juneau í $ Alaska fyrir um tíu árum síðan. Dag einn komst ég að því að Alaska var Mastrantonio og Martinez leika mæðgur sem átt hafa erfiða daga í mynd Sayles. staður þar sem fólk hafði orðið ann- að en það var eða gat nokkru sinni orðið annars staðar. Það er staður sem fólk kemur á tii þess að komast aftur í snertingu við sitt eigið sjálf. Aðalleikararnir í Limbói sem gerist í Alaska og segir m.a. frá örlagaríkri bátsferð. Það er staður þar sem meira máli skiptir hvað þú gerir og hversu vel þú gerir það en hver þú ert eða hver fjölskylda þín er.“ Sayles fann sögusvið þessarar tólftu myndar sinnar í auðnum Alaska í litlu fiskiþorpi þar sem nú- tíminn hefur kveðið dyra og breytt bæjarbragnum. Limbó segir af söng- konunni Donnu (Mary Elizabeth Mastrantonio) sem á í sífelldu basli með karlmenn. Hún ferðast um og syngur á knæpum og á unglings- stelpu (Vanessa Martinez), sem er dauðleið orðin á flökkulífinu; sam- band þeirra er í molum. Söngkonan kynnist Joe (David Strathairn), sem hefur lifað í einskonar limbói í 25 ár eða frá því hörmulegur atburður breytti lífi hans, og saman halda þau þrjú í örlagaríka bátsferð. „Ég hafði David Strathairn í huga fyrir hlutverk Joes áður en ég byrjaði á handritinu," er haft eftir Sayles en leik- arinn hefur farið með hlutverk í nokkrum myndum leikstjórans. „Ég hef þekkt hann í langan tíma og finnst gott að vinna með honum.“ Þegar hann réði í aðal- kvenhlutverkið í myndinni varð hon- um hugsað til Mary Elizabeth. „Ég hafði alltaf kunnað vel við leik henn- ar og fannst hún vannýtt á hvíta tjaldinu, fannst að hún ætti skilið bitastæðari hlutverk. Ég hef hitt hana einu sinni eða tvisvar og hún nefndi það í framhjáhaldi að hún ætti að baki nám í söngskóla. Ég hugsaði með mér, hvað ef konan í Alaska- myndinni er söngkona? Síðan heyrði ég Mary syngja og fannst hún stór- kostleg." „Ég skil tilfinninguna á bak við söng Donnu,“ segir Mastrantonio, „vegna þess að ég hef fundið hana sjálf. Söngurinn gerir líf Donnu bærilegra." KVIKMYNDIR/Bíóhöllin, Kringlubíó, Bíóborgin og Nýja bíó Akureyri hafa tekið til sýninga síðustu mynd Stanleys Kubricks, „Eyes Wide Shut“, með Tom Cruise og Nicole Kidman í aðalhlutverkum. Síðasta mynd Kubricks Frumsýning STANLEY Kubrick gekk lengi með það í maganum að filma skáldsögu Arthur Schnitzlers, „Traumnovelle“, frá 1927, ræddi það líklega fyrst árið 1971. Nær þremur áratugum síðar var mynd hans loksins frumsýnd undir heit- inu „Eyes Wide Shut“ eftir fram- leiðsluferli sem tók þrjú ár og vakti meira umtal og athygli en títt er um kvikmyndir enda má segja að enginn venjulegur leikstjóri hafi átt í hlut. Með aðalhlutverkin í henni fara *hjónakornin Tom Cruise og Nicole Kidman, en þau leika hjón í mynd- inni, auk leikstjórans Sidney Pollacks, vinar Kubricks, Marie Richardson, Leelee Sobieski og júgóslavneska leikarans Rade Sher- bediga, sem kunnur er m.a. úr „Before the Rain“. Cruise hefur sagt að hann hefði ekki fyrir nokkra muni viljað sleppa því tækfæri að fá að starfa með Stanley Kubrick þegar það Hjónin Nicole Kidman og Tom Cruise fara með aðalhlutverkin í sfðustu mynd Stanleys Kubricks. bauðst og setti það ekki fyrir sig þótt tökur myndarinnar drægjust óhemju á langinn enda leikstjórinn haldinn frægri fullkomnunar- áráttu. Cruise og Kidman og Ku- brick varð vel til vina meðan á tök- um stóð (það var Pollack sem kynnti þau) og eftir að leikstjórinn Tom Cruise í hlutverki læknisins William Harfords í „Eyes Wide Shut“. lést aðeins nokkrum dögum eftir að hann skilaði myndinni inn til Warn- er Bros: kvikmyndaversins, til- kynnti leikarinn að hann ætlaði að sjá til þess að ekki yrði hreyft við útgáfu hans. „Eyes Wide Shut“ segir frá hjón- um er halda tryggð hvert við annað en eiginmaðurinn, sem er læknir, á þess kost fyi’ir tilviljun að kynnast kynlífi utan hjónabands þegar hann kemst á snoðir um leynilegan klúbb er stundar ástarleiki á fjarlægu herrasetri. Þess er krafist að með- limir klúbbsins skrýðist grímubún- ingum og læknirinn verður sér úti um einn slíkan og heldur á vit leyni- félagsins. Hér hefur aðeins verið rakinn bláþráðurinn í síð- ustu mynd Ku- bricks sem gerði æ færri myndir eftir því sem árin færð- ust yfir. Það leið sí- fellt lengri tími á milli myndanna hans en hann gerði aðeins fimm bíó- myndir á nær þrjá- tíu ára tímabili frá 1971, þegar hann gerði Vélgengt gló- aldin, og fram til „Eyes Wide Shut“ á þessu ári. Nafn hans er sveipað nokkurri dulúð m.a. vegna þess að hann hleypti fáum að sér þar sem hann bjó á Englandi og forðaðist frægðina eins og heitan eldinn. Sidney Pollack, sem var í góðu sambandi við hann, segir að Kubrick hafi alla tíð fylgst vel með því sem var að gerast í kvikmynda- gerð hverju sinni og lýsti m.a. yfir hrifningu á verkum pólska leik- stjórans Kieslowskís. Þegar hann lést hafði Kubrick nokkur kvik- myndahandrit tO athugunar eins og framtíðarsöguna „Artificial Intelli- gence“ eða Gervigreind, sem sagt er að Steven Spielberg, er lýsti Ku- brick sem stórmeistara kvikmynd- anna að honum látnum, hafi jafnvel í hyggju að kvikmynda. UTSALAN I FULLUM GANGI Enn meiri verðlækkun á útsöluvörum 25% afsláttur af nýjum vörum Nýtt kortatímabil Opið laugardag frákl. 10-14 iþrótt ^IZUID MYNDBÖND Fortíðar- vandi Vænisýki (Paranoia)_________ Hry II i ngs- /spennum.yn(l ’ ★i/2 Framleiðsla: Eli Kabillio. Handrit og leikstjórn: Larry Brand. Kvikmynda- taka: Richard Dallett. Tónlist: Martin Drum. Aðalhlutverk: Brigitte Bako, Larry Drake og Sally Kirkland. 95 mín. Bandarísk. Myndform, ágúst, 1999. Aldurstakmark: 16 ár. ÞESSI tiltölulega metnaðarlausa sjónvarpsmynd fjallar um eitt vin- sælasta efni kvikmynda síðustu ára, raðmorðingja og fórnarlamb hans. Sagan er í aðal- atriðum klisju- kennd flatneskja og það er fátt eitt sem rís upp fyrir hana. Að- eins er ýjað að yfirnáttúruleg- um tengslum ill- mennisins og söguhetju myndarinn- ar, ungrar konu sem kost undan morðingjanum sem barn. Leikur er rétt, og varla, í meðallagi og sömu sögu er að segja um útlitshönnun og tæknivinnu. Það er aðeins eitt at- riði, sem má reyndar alls ekki segja frá, sem stendur upp úr og togar myndina upp um hálfa stjörnu. Það er í lagi að taka þessa í algjöru hall- æri. Guðmundur Ásgeirsson. Bandarískir bófar Belgur (Belly)_________________ GI æ p a my n d / d r a m a ★★★ Handrit og leikstjórn: Hype Williams. Kvikmyndataka: Malid Hassan Sayek. Aðalhlutverk: Nas Jones, Earl „DMX“ Simmons og Taral Hicks. 95 mín. Bandarísk. Sammynd- bönd. Aldurstakmark: 16 ár. MYNDIR um glæpaklíkur eru orðnar kvikmyndategund út af fyr- ir sig. Líf ungs fólks í erfiðum hverfum banda- rískra stórborga er efniviður margra og mis- alvarlegra kvik- mynda og er þessi bæði með þeim betri og þeim alvarlegri. Það er ákveðinn predikunartónn yfir sögunni og greinilegt að efni- viðurinn liggur nærri hjarta höf- undarins. Alvarleg efnistök eru vandmeðfarin en hinn efnilegi Hype Williams kemst mjög vel frá verkinu. Maður finnur fyrir ákveðnum heilindum og góðu sam- ræmi í ólíkum þáttum myndarinnar og hún er bæði töff í útliti og ágæt- lega leikin. Aldamótakvíðinn er mjög greinilegur, enda nær mynd- in hápunkti á næsta gamlárskvöld. Williams hefur greinilega áhyggjur af framtíðinni í stórborgum þjóðar sinnar, en hann getur verið bjart- sýnn hvað varðar starfsferilinn ef svo heldur sem horfir. Guðmundur Ásgeirsson Stórliöfða 17, við Gullinbrú, s. 567 4844. ww\v.flis@flis.is • netfang: flis@itn.is Skipholti 50d, sími 562 0025.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.