Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Friðargæslusveitirnar
munu sýna fulla hörku
Darwin, Dili, Jakarta. Reuters.
ÁSTRALSKIR og breskir hers-
höfðingjar sem leggja nú drög að
því að senda friðargæslusveitir til
Austur-Tímor sögðu í gær að þeir
hefðu áhyggjur af hugsanlegum
aðgerðum indónesíska hersins er
til landsins væri komið. Leyniað-
gerðir indónesískra hermanna og
vígasveita á A-Tímor eru ekki
óþekktar og sögðu hershöfðingj-
arnir að slíkar sveitir hefðu gerst
sekar um fjölmörg víg á undan-
förnum vikum, með fullu samþykki
Indónesíustjórnar. Sögðu áströlsk
hermálayfirvöld, sem munu
stjórna aðgerðum friðargæsluliðs
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á A-
Tímor, að ef þörf krefði myndu
þau sýna fulla hörku í störfum sín-
um.
Stjórnvöld í Jakarta fordæmdu í
gær framgöngu Ástralíustjórnar í
málefnum A-Tímor og lýstu því yf-
ir að tvíhliða öryggissáttmálar ríkj-
anna væru nú ekki lengur í gildi.
„Ríkisstjórn Indónesíu harmar
framferði Ástralíu sem hefur skað-
að tvíhliða sáttmála ríkjanna,"
sagði Feisal Tanjung, ráðherra í
ríkisstjórn landsins í gær.
Ástralíustjórn hefur á undan-
förnum árum eytt andvirði tug-
milljóna króna í þjálfun og aðstoð
við uppbyggingu indónesíska hers-
ins í fjölmörgum liðsforingjaskól-
um í Ástralíu. Hefur þjálfunin m.a.
beinst að Kopassus sérsveitum
Indónesa, þeim hinum sömu sem
talið er að hafi stað fýrir leynileg-
um aðgerðir á A-Tímor. Ástralíu-
stjórn lét af stuðningi sínum við
Kopassus-sveitirnar í október á
síðasta ári er ljóst þótti að þær
stóðu á bak við mannréttindabrot.
Indónesar reyna að
dreifa athyglinni
Stjómmálaskýrendur sögðu að
svo virtist sem stjórnvöld í Jakarta
væru að dreifa athyglinni frá
ástandinu í innanríkismálum lands-
ins með því að varpa rýrð á Ástral-
íustjórn. Talsverð mótmæli hafa
verið undanfarna daga fyrir utan
skrifstofu SÞ í Jakarta og hafa
andstæðingar sjálfstæðis A-Tímor
haldið því fram að SÞ hafi hagrætt
úrslitum kosninganna í þá vera að
tæp 80% A-Tímorbúa styddu sjálf-
stæði. Á skiltum mótmælenda stóð:
„Ástralskir hermenn verið vel-
komnir til A-Tímor. Verið er að
grafa grafir ykkar.“
Wiranto, yfirmaður Indónesíu-
hers, sagði í gær að enn væri ekki
ljóst hvenær hersveitir han myndu
halda á brott frá A-Tímor. „Við er-
um að leggja drög að brotthvarfí
sveitanna en það er að miklum hluta
háð því hve skjótt hinar alþjóðlegu
sveitir koma og halda hlutleysi
sínu,“ sagði Wiranto í gær.
Chris Barrie, yfirmaður herafla
Ástralíu, varaði Indónesíustjóm
við því í gær að hersveitir SÞ
myndu ekki hika við að beita hörðu
ef þau mættu mótspyrau
indónesíska hersins er til A-Tímor
væri komið. Jafnframt lagði hann
áherslu á að aðgerðir friðargæslu-
sveitanna gætu verið skammvinnar
og skilvirkar ef Indónesístjórn
sýndi fulla samvinnu. „Ef við fáum
ekki þá samvinnu sem til þarf þá
munum við þurfa að hefja harðar
hernaðaraðgerðir og það verður
talsverð áskorun en við eram til-
búnir að taka henni.“
Friðargæslusveitir Ástrala
munu stjórna aðgerðum.
Friðargæslusveitir SÞ á A-
Tímor (Interfet) munu að öllum
líkindum koma til landsins um eða
rétt eftir helgina og verða undir
stjórn Ástrala. Búist er við að allt
að 8.000 hermenn verði í liði SÞ og
munu þeir koma úr ýmsum áttum.
Aðallega verður um hersveitir As-
íu- og Kyrrahafsríkja að ræða en
bresk og bandarísk stjórnvöld hafa
einnig heitið þátttöku sinna sveita.
Bretar sögðu í gær að um 250 liðs-
menn úr Ghúrka-hersveitum sínum
myndu verða sendir til A-Tímor og
Henry Shelton, yfirmaður samein-
aðs herafla Bandaríkjanna, sagði í
gær að um 100 bandarískir her-
menn yrðu sendir til landsins. Talið
er að um 4.500 ástralskir hermenn
munu bera hitann og þungann af
aðgerðum SÞ á A-Tímor.
Sjö látast í skotárás í Texas og sjö liggja særðir á sjúkrahúsi
Reuters
Hugað að sárum fórnarlamba utan við kirkjuna í Fort Worth.
Árásarmaður bað fórnar-
lömbin að sýna stillingu
Fort Worth, Texas. AP, AFP.
ÁTTA manns liggja í valnum eftir
að byssumaður hóf skothríð á hóp
ungmenna sem voru við guðsþjón-
ustu í Texas í fyrrakvöld. Atburð-
urinn átti sér stað um klukkan 7 að
staðartíma í Wedgewood-babtista-
kirkjunni í Fort Worth, þar sem
um 150 ungmenni vora samankom-
in. Byssumaðurinn, sem var
klæddur í svartan jakka og galla-
buxur, skaut sjö manns til bana áð-
ur en hann svipti sig lífi. Að auki
liggja 7 manns særðir á sjúkrahúsi,
þar af fjórir alvarlega. Tveir hinna
særðu, 41 árs kona og 38 ára karl-
maður, era sagðir vera á batavegi.
„Við vorum að syngja sálm og þá
allt í einu var dyranum hrundið
upp og skoti hleypt af,“ segir sjón-
arvottur sem komst lífs af. Annað
vitni segir að maðurinn hafi verið
mjög rólegur, reykt vindling og
beðið fólk um að sýna stillingu, áð-
ur en hann hóf skothríðina. Enn
aðrir sjónarvottar segja að maður-
inn, sem notaði hálfsjálfvirka vél-
byssu, hafi bölvað og hrópað níð-
yrði um trúarbrögð og babtista-
kirkjuna á meðan hann vann ódæð-
isverkið.
Maðurinn mun hafa tæmt nokk-
ur skothylki inni í kirkjunni en er
síðan sagður hafa sest á aftasta
bekk hennar og skotið sjálfan sig í
höfuðið. Hann hét Larry Green
Ashbrok, 47 ára íbúi í Fort Worth,
en ekki er vitað hvaða ástæður
lágu að baki ódæðinu. Bifreið í eigu
mannsins, þar sem krossmark
hafði verið málað á rúðu, fannst á
bílastæði við kirkjuna.
Skömmu eftir að ódæðismaður-
inn svipti sig lífí, sprakk sprengja á
svölum inni í kirkjunni en skaðaði
ekki þá sem þar voru enn á lífi.
Lögregla óttaðist að maðurinn
kynni að hafa falið sprengiefni inn-
an klæða og af þeim sökum var
sprengjuleitarvélmenni sent fyrst
á vettvang. Ekki var unnt að fjar-
lægja lík sex fórnarlamba og lík
árásarmannsins úr kirkjunni með-
an leitin stóð yfir og um tíma var
talið að fleiri lík gæti verið að finna
þar.
Tíunda morðárásin
á árinu
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, flutti í gær ávarp þar sem
hann sagðist harma atburðinn og
vottaði aðstandendum hinna látnu
samúð sína. Fylkisstjóri Texas,
George W. Bush, sagði, þar sem
hann var staddur í Detroit í gær,
að árásin væri harmleikur og sagð-
ist biðja fyrir hinum látnu og að-
standendum þeirra.
Móðir bams sem lifði árásina af
og var sjálf stödd í öðra herbergi í
kirkjunni þegar ódæðismaðurinn
hóf skothríðina, sagði að maðurinn
hefði verið holdtekja Satans. „Eg
held að Satan vilji ekki að guð sé
lofsunginn og Satan var örugglega
að verki hér,“ er haft eftir konunni.
Tíunda árásin
á þessu ári
Árásin í Fort Worth er sú tíunda í
röðinni sem gerð er í Bandaríkjun-
um á þessu ári. Alls hafa 46 manns
verið myrtir í alls 9 morðárásum,
þar á meðal börn, og mikill fjöldi
hefur særst. Fyrr í vikunni vora
þrír drepnir í skotárás í Los Angel-
es þegar 42 ára gamall maður hóf
skothríð á sjúkrahúsi í borginni. í
síðasta mánuði voru þrír drepnir af
ungum manni í Alabama og viku
áður höfðu þrettán manns beðið
bana í skotárás verðbréfamiðlara í
Atlanta.
Nokkrir þingmenn í öldunga-
deild Bandaríkjaþings beita sér nú
fyrir því að efnt verði til rannsókn-
ar er standi í heilt ár og rannsaki
það sem aðstoðarmaður eins þing-
manns kallaði „hnignun banda-
rískrar menningar.“ Samt sem áð-
ur era stjórnmálamenn vestra,
einkum repúblikanar, tregir til að
viðurkenna að greiður aðgangur að
skotvopnum í Bandaríkjunum valdi
einhverju um tíðar morðárásir að
undanfömu.
Nýleg skoðanakönnun banda-
ríska vikuritsins Newsweek sýnir
að 81% Bandaríkjamanna telji að
ástæðunnar sé að leita í því að for-
eldrar hafi bragðist skyldum sín-
um. Önnur meginástæða árásanna
er samkvæmt könnun blaðsins of-
beldi í fjölmiðlum. Tveir þriðju að-
spurðra segja að hertar reglur um
byssueign í landinu muni geta
fækkað glæpum og sami fjöldi er
einnig íylgjandi því að lög verði
sett er banni framleiðslu, sölu og
eign á hálfsjálfvirkum vélbyssum.
Reut«rs
Benjamin Netanyahu með eig-
inkonu sinni, Söru.
Netanyahu-
hjónin yfir-
heyrð vegna
fjármála-
misferlis
Bat Yam, Tel Aviv. Reutcrs, The Daily Tel-
egraph.
BENJAMIN Netanyahu, fyrr-
verandi forsætisráðherra Isra-
els, og eiginkona hans, Sara,
voru á miðvikudag yfirheyrð af
ísraelsku lögreglunni vegna
meints fjármálamisferlis.
Lögreglan hóf rannsókn
málsins eftir birtingu fréttar í
dagblaðinu Yediot Ahronot, þar
sem fullyrt var að Netanyahu
hefði í stjórnartíð sinni látið
ríkið borga fyrir þjónustu sem
iðnaðarmaður hafði innt af
hendi fyrir hann persónulega.
Að sögn blaðsins nam reikning-
ur vegna þessa nær 7 milljónum
ísl. kr., en aðeins hafði fengist
heimild fyrir greiðslu tíunda
hluta þeirrar upphæðar.
Hjónin voru yfirheyrð hvort í
sínu lagi og stóð yfirheyrslan
yfir í að minnsta kosti sjö
klukkustundir. Netanyahu hef-
ur algjörlega vísað því á bug að
hann hafí brotið af sér og hefur
farið fram á opinbera rannsókn
á ásökununum.
Iðnaðarmaðurinn, Avner
Amedi, mun hafa sinnt ýmsum
verkum fyrir Netanyahu-hjón-
in, meðal annars flutt húsgögn
milli skrifstofu forsætisráðherr-
ans og heimilis hans, bónað gólf
og gert við raftæki. I umfjöllun
Yediot Ahronot segir að Ámedi
hafi ekki sent reikninginn til
ísraelska ríkisins fyrr en eftir
að Netanyahu beið ósigur í
kosningunum siðasta vor. Hann
var á þriðjudag handtekinn og
dæmdur í tveggja sólarhringa
gæsluvarðhald vegna málsins.
Mögulegt að
ákæra fyrir mútur
Haft var eftir sérfræðingum í
ísraelskum lögum að ef rann-
sókn leiddi í Ijós að misferli
hefði átt sér stað kunni ákæra
að vera lögð fram á hendur
Amedi fyrir að múta opinberum
embættismanni, og á hendur
Netanyahu fyrir að þiggja mút-
ur.
ísraelska lögreglan mæltist
til þess árið 1997 að Netanyahu
yrði ákærður fyrir misferli í
starfi. Þá hafði hann reynt að
hafa áhrif á rannsókn spilling-
armáls er snerti samflokks-
mann hans, með því að skipa
dómara sem ljóst var að myndi
vísa málinu frá. Ríkissaksókn-
ari ísraels úrskurðaði þó að
ekki væru nægar vísbendingar
fyrir hendi til að leggja fram
ákæru á hendur Netanyahu.