Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 ) "—,l ~ ' 1 ■■■■■' Dýraglens ■V LAÖÖI, MER FINNSTAÐ m/^TTUMAÐHALÖA SITTIHVORA ÁTTINA! BARA FORVITNI..EN I HVORA ÁTTINA FERÖ PÚ? VÆRIYKKUR SAMA PÓ AB ÞI£> KLÖPPUBUB DÁLÍTIB LENSUR? ES ER BARA MEB EFNI SEM ER 37 SEKUNDNA VIRBI Ljóska BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sírai 569 1100 • Símbréf 569 1329 „StÖð 3“ Frá Jóhannesi Proppé: ÉG LAS í dag, 07.09. 99, grein und- ir liðnum „Skoðanir annarra11, og er vísað í „Frelsi. is 4. september“ með fyrirsögninni „þögn um siðleysi Jóns Ólafssonar". Það er búið að skrifa mikið og kjafta mikið, bæði í fjölmiðlum og manna á milli, sérstaklega manna á milli og ekki hefur FBA-málið dreg- ið úr þeim kjaftagangi. Hvemig er þetta annars, er ekki nokkur leið að fá sannleikann fram, hver svo sem hann er? Eru allir hræddir? - Við vitum öll að þar sem er reykur er einhvers staðar falinn eldur. Lögfræðingur Jóns ber marga aðila þungum sökum og kallar þá ýmsum miður fallegum nöfnum, sumir þeirra segja lögfræðing Jóns ljúga og hóta málsókn. Eins og í öll- um góðum hryllingsmyndum hlýtur að vera einhver endir, góður eða vondur, er ekki kominn tími til að höggva á hnútinn og klára þetta mál svo allir geti farið að snúa sér að næsta „stórmáli". Lögfræðingur Jóns trúir betur sínum uppljóstrurum heldur en þeim sem hinir tefla fram, en per- sónulega hef ég litla trú á því sem lögfræðingurinn heldur fram og hef ég lítilfjörlega ástæðu til að halda svo. Þegar Stöð 2 valtraði yfir Stöð 3, var ég áskrifandi að Stöð 3 (hef aldrei verið áskrifandi að Stöð 2), þar sem ég áleit að hún væri skyn- samlegt mótvægi við einokunartil- burði Stöðvar 2, þar að auki virtist Stöð 3 lofa góðu hvað efnisval snerti. Ég var víst einn af þeim fáu sem borguðu mánaðarlega til stöðvar 3, þrátt fyrir að auðvelt hefði verið að komast hjá því og horfa samt. Þeg- ar Stöð 2 gleypti Stöð 3 með öllu (hún var víst farin að verða óþægur ljár í þúfu), og útsendingum hennar var hætt, lofuðu eigendur Stöðvar 2, (Jón Ólafsson og lögfr. hans) að endurgreiða þeim áskrifendum Stöðvar 3 sem hefðu greitt sín af- notagjöld til þeirra stöðvar, síðasta mánuðinn, eða eins mánaðar afnota- gjald. Þetta var „rausnarlegt boð“ og satt að segja kom manni þetta á óvart úr þessari átt. Nú leið og beið, engin greiðsla kom, þrátt fyrir margar fyrirspurnir, svörin voru alltaf annaðhvort loforð um greiðslu fljótlega, stundum afsakanir vegna anna en engin greiðsla. Núna skil ég betur afhverju eig- endur Stöðvar 2 hafa þurft á öllu sínu að halda, landakaup, banka- kostnaður, mikilvæg skíðaferðalög til Sviss og Guð má vita hvað annað, enda höfuðpaurinn með skitnar 79 þús. kr. laun á mánuði. Ég sem lífeyrisþegi (73 ára) hef álíka tekjur úr mínum lífeyrissjóði svo ég skil mæta vel hans aðstöðu. Hann með fjölskyldu og stórt heim- ili, ég bara með eina konu sem fær jú eitthvert smáræði úr sínum líf- eyrissjóði. Þess vegna hef ég ákveðið (konan er mér sammála) að þessu smáræði sem Stöð 2 hafði lofað mér megi hann bara eiga til eigin nota og að viðbættu því sem kemur út úr þeirri söfnun sem fer fram meðal eldra fólks á einhverju heimili hér í borg, þá vona ég að honum verði auðveld- ara að gera sér og sínum ánægju- lega hátíð sem senn fer í hönd. Nú svo má alltaf benda á Hjálparstarf kirkjunnar. P.S. Ég er oft að velta því fyrir mér, hvaða hjálparstofnun hafí greitt fyrir þyrluna þama úti í Sviss? JÓHANNES PROPPÉ, Hæðargarði 33. Hinn 2000 vandinn Frá Haraldi Óla Haraldssyni: SAMKVÆMT könnun Morgun- blaðsins eru yfir 60% landsmanna sem vita ekki hvenær aldamótin verða ... Aldamótin verða án vafa áramót- in 2000/2001 enda miðum við tíma- tal okkur við að fyrsta árið hafi verið 1 eftir Krist, það vita allir sem hafa eitthvað skoðað málið að árið 0 hefur aldrei verið til neins staðar í þeirri hugmyndafræði sem liggur á bak við tímatal okkar. Núna þurfum við að skoða fortíðina og kannski telja smá, notum fyrst þá kenningu að aldamótin núna verði áramótin 1999/2000 þá getum við heimfært það á fyrstu aldamót- in eftir Krist og segjum að þau hafi verið ái-amótin 99/100. Teljum nú árin í þessari fyrstu öld og þá sjá- um við að samkvæmt þessu eru að- eins 99 ár í öldinni fyrstu e.kr, ég hélt alltaf að öld þýddi 100 ár. Við hljótum að átta okkur á því að það eiga að vera 100 ár í öllum öldum en ekki bara 19 af hverjum 20 öld- um og það reikningsdæmi gengur upp ef fyrstu aldamótin voru 100/101 og næstu aldamót verða 2000/2001. Þetta er einfalt ef mað- ur pælir í því ... Núna segja sumir sem ég hef talað við að það sé best að halda upp á aldamótin áramótin 1999/2000 1) „bara af því að“ eða „vegna þess að það er flottara ár- tal“, betri rök hef ég ekki rekist á og greinilega hef ekki rekist á nein góð rök. Að aldamótin séu 2000/2001 er jafnmikið grundvallaratriði í tíma- tali okkar og það að við getum treyst á að næsta ár sé hægt að fá út með því að leggja einn við nú- verandi ár (dæmi 1998+1 = 1999). Það getur vel verið að tímatal okkar sé heimskt en ef við ætlum okkur að nota það þá verðum við að fylgja reglum þess. HARALDUR ÓLI HARALDSSON, Stekkjargerði 6 nh, Akureyri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.