Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mikið tjón á Bahamaeyjum Nassau. Reuters. IBUAR afskekktra eyja á Ba- hamaeyjum fóru í gær út úr neyð- arskýlum og kjölluram húsa og hótela eftir að hafa dvalið þar vegna fellibylsins Floyds sem geis- aði þar á þriðjudag. Að minnsta kosti einn maður beið bana í felli- bylnum og þök fuku af mörgum húsum, auk þess sem síma- og raf- magnsstaurar brotnuðu. Þetta var mesta óveður á Ba- hamaeyjum frá árinu 1992 þegar fellibylurinn Andrew gekk þar yfir og varð fjóram mönnum að bana. Símastaurar og stór tré lágu eins og hráviði um götur höfuð- borgarinnar, Nassau. Rafmagns- laust var í stóram hluta borgarinn- ar og atvinnulífíð lamaðist vegna óveðursins. Yfirvöld á Bahamaeyjum óttuð- ust að enn meira tjón hefði orðið á fámennari eyjum í norðurhluta landsins. Ekkert síma- eða fjar- skiptasamband var við margar þessara eyja. Hubert Ingraham, forsætisráð- herra landsins, sagði á þinginu að einn maður hefði farist á Stóru Ba- hama-eyju. Ekki var vitað um manntjón á öðrum eyjum. Þótt miðja fellibylsins hefði ekki farið yfir eyjuna New Providence - þar sem tveir þriðju íbúa landsins búa - var vindhraðinn þar um 160 km á klst. og ölduhæðin af völdum bylsins var um þrír metrar. Rúður hótela brotnuðu og bátar fuku upp á land. Þak skóla, sem var notaður sem neyðarskýli, rifn- aði af þannig að flytja varð hundr- uð manna út úr byggingunni. Líkkistur fuku út í sjó Tjónið var mest á austlægu eyj- unum - San Salvador, Cat Island, Rum Cay, Eleuthera, og Abaco. Nokkurra manna var saknað á Abaco-eyju. Líkkistur úr kirkju- garði í Eleuthera fuku út í sjó og sáust á reki við ströndina. Bahama-eyjar era rúmlega 700 og flestar þeirra era lægri en 30 metrar þannig að þær era ber- skjaldaðar fyrir flóðöldum vegna fellibylja. Reuters Hús eyðilögðust í flóðum / fátækrahverfinu „The Mud“ í Marsh Harbor á Bahamaeyjum þegar fellibylurinn Floyd gekk þar yfir á þriðjudag. íbúi á Myrtle Beach í Suður-Karólínu fyrir utan heimili sitt í gær. Fellibylurinn gekk yfir Suður-Karólínu í fyrrinótt. „Eins og að vera í Vestmannaeyj um“ Guðjón Árnason er búsettur á Virginia Beach í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum. Hann segir að á þessum slóðum hafi veðrið náð hámarki um og eftir hádegið í gær. „Þetta er eins og að vera í Vestmannaeyjum í vondu veðri,“ sagði Guðjón þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann síðdegis í gær. „Við hér á þessu svæði höfum reyndar sloppið við mesta hvassviðrið þótt einstaka tré hafi fokið um koll. Hér hefur aftur á móti rignt án afláts. Dældir og drög í landslaginu hafa fyllst af vatni og hér í ná- grenninu eru hverfi þar sem hús og bflar eru á kafi. Það er Ijóst að sumir hafa orðið fyrir um- talsverðu eignatjóni." Hann segir að rafmagn hafi farið af húsum á Virginia Beach í gær, að opinberum byggingum hafi verið lokað og öllu skóla- haldi aflýst. „Hér á svæðinu býr tæplega hálf milljón manna og þar af hafa um tvö hundruð þús- und manns þurft að vera án raf- magns vegna veðursins," sagði Guðjón. Egill Vignisson, sem býr í Or- Iando í Flórída, segir að það hafi verið mikiil léttir þegar ljóst var að Floyd hefði breytt um stefnu og komið að landi fyrir norðan Flórída-fylki. „íslendinga á þessu svæði sakaði ekki frekar en aðra íbúa en sum okkar voru búin að hópa sig saman á einum stað ef í hart færi. Við höfum fregnir af því að fólk heima, og heilu söfnuðirnir jafnvel, hafí beðið fyrir okkur og langar okk- ur að koma þakklæti okkar til skila til þeirra sem hugsuðu svo hlýtt til okkar,“ sagði Egill Vignisson. Reuters Ungur maður hleypur frá bensínstöð, sem skemmdist í fellibylnum Floyd í Myrtle Beach í Suður-Karólínu, eftir að hafa athugað dælurnar. Nýr fellibylur Gert ógnar Bermúda Miami. Reuters. NÝR öflugur fellibylur, Gert, færð- ist í gær norður Atlantshafið en veðurfræðingar spáðu því að hann myndi ekki koma að austurströnd Bandaríkjanna. Hins vegar var talið líklegt að hann myndi ganga yfir Bermúda um helgina. Fellibylurinn var í gær á 18. gráðu norðlægrar breiddar og 53. gráðu vestlægrar lengdar, um 900 km austan við Norður-Leewar- deyjar. Gert færðist í vestnorðvestur á um 17 km hraða á klukkustund og talið var í gærmorgun að hann myndi halda þeirri stefnu í að minnsta kosti sólarhring og snúast smám saman í norðvestur. Vindhraðinn var mestur um 230 km á klst. Gert var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur. Slíkir stormar geta feykt þökum af litlum byggingum og valdið miklum ílóð- um. Veðurfræðingar spáðu því að vindhraðinn yrði breytilegur næsta sólarhringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.