Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 83 V estur um haf Ráðstefna Stofnunar Sigurðar Nordals um heimildir fyrir landafundum og landnámi norrænna manna í Vesturheimi og íslensk fræði í hinum enskumælandi heimi, haldin með tilstyrk Landafundanefndar í Norræna húsinu, Reykjavík, 9.-11. ágúst 1999. Stytta Leifs Eiríkssonar á Skólavörðuholti. TIL RÁÐSTEFNUNNAR var boð- að í því skyni að stefna saman fær- ustu sérfræðingum heima og er- lendis til þess að meta stöðu rann- sókna á þessu sviði, bera saman nið- urstöður sínar og hugmyndir og hvetja til aukins og virkara sam- starfs. Ráðstefnan hefur verið hátt í tvö ár í undirbúningi. Með fjár- stuðningi af hálfu Landafunda- nefndar ríkisstjórnarinnar, að fjár- hæð 2 milljónir króna, var átak af þessu umfangi gert kleift. Ráðstefn- an stóð í fulla þrjá daga, auk ferðar á söguslóðir í Dölum. Voru fluttir 23 fyrirlestrar, þar af 14 af erlendum gestum og 9 af íslenskum. Staða og horfur íslenskra fræða í hinum enskumælandi heimi myndaði sér- efni á ráðstefnunni, sem m.a. var fjallað um í pallborðsumræðum. Skráðir ráðstefnugestir voru um 100, auk annarra sem hlýddu á ein- stök erindi. Ráðstefnan var haldin á ensku, með örfáum undantekning- um, þótt flestir virkir þátttakendur væru mæltir á íslenska tungu. Heið- ursundirbúningsnefnd sex fræði- manna, þar af fímm erlendra, var til samráðs um ráðstefnuhaldið. Ulfar Bragason, forstöðumaður Stofnun- ar Sigurðar Nordals, var aðalstjórn- andi ráðstefnunnar, með aðstoð Nínu Leósdóttur deildarstjóra á stofnuninni. Ennfremur fylgdist Einar Benediktsson, sendiherra, framkvæmdastjóri Landafunda- nefndar, með störfum ráðstefnunn- ar. Ráðstefnan hófst með því, að Ólafur Isleifsson, formaður stjómar Stofnunar Sigurðar Nordals, kynnti tilefni hennar og tilgang með ávarpi. Vænti hann þess, að röstin, sem skapast þegar saman koma ólíkar fræðigreinar, muni geta af sér ferska strauma og vísa á nýjar leiðir í rannsóknum. Síðan setti Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra ráðstefnuna með ræðu um nokkrar megináherslur í afstöðu þjóðarinnar til sögu sinnar og um- heims. Síðan var gengið til dagskrár með fyrirlestri Ólafs HaUdórssonar, handritafræðings, um Vínlandssög- umar, svo sem Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga era samnefnd- ar, en hann má telja fremstan fræðimanna á sviði þessara ritheim- ilda. Ólafur gaf yfirlit um rannsókn- ir og álit fræðimanna á þessum sög- um og áréttaði þá niðurstöðu, að sögumar væra ritaðar óháð hvor annarri, en að miklu leyti út frá sömu arfsögnum. Þá dró hann í efa, að landnámin hafi gerst svo snemma sem almennt er talið, eink- um miðað við líklegan aldur Guðríð- ar Þorbjamardóttur, og þá jafnvel að Ólafur Tryggvason hafi verið tekinn í misgripum fyrir nafna sinn Haraldsson. I því samhengi beindust athygli og umræða allmjög að sennilegu kirkjulegu tilefni sagn- anna, metnaði og sókn eftir dýrling- um og hugsanlegri bjögun af þeim orsökum. Næst ræddi Guðmundur Ólafsson fomleifafræðingur um „Rannsóknir á Eiríksstöðum - bæ Eiríks rauða“. Bærinn var reistur í þrengslum milli grannbæja, þar sem ryðja þurfti skógarþykkni, en búseta Ei- ríks þarna endaði í vígaferlum. Nið- urstöður tímagreiningar koma heim við tímatal sögunnar, og þá ekki heldur ástæða til að vefengja, að um bæ hans sé að ræða, án þess að nán- ar væri farið út í áhrif af misaldri sýna. Athuganir til ákvörðunar á hönnun skála við rústimar standa yfir. Helgi Þorláksson, sagnfræð- ingur, ræddi um „Grænlandssög- umar í Ijósi samtímans", þ.e. ritun- artíma þeirra, og þar með sennileg áhrif þess tíma á gerð þeirra. Fór þar hvað mest fyrir stofnun nunnu- klausturs á Reynistað og þörf fyrir texta um dyggðugt líferni stúlkna, sem saga Guðríðar gat fallið vel að. Robert Kellogg frá Virginíuhá- skóla ræddi efnið „Landafundaleið- angrar og trúskipti í Vínlandssög- unum“, svo sem þær séu teknar heildstætt og í meginatriðum sann- sögulegar. Hann lagði áherslu á rómantík eða sagnatöfra í sögunum. Eiríks saga rauða væri dæmi um gildi Islands sem síðasta útjaðars fyrir útlaga og ævintýramenn, en síðan hefðu Grænland og Vínland tekið við því hlutverki um tíma. Einnig væra dæmi um köllun eða vitrun til landnáms, svo sem af Ingi- mundi gamla. Síðan tók við fjöllun um raunveraleikann að baki sagn- anna, fyrst með fyrirlestri Jenny Jochens frá Baltimoreháskóla um hið nýstárlega efni „Víf og víkingar í vesturvegi", og snerist það einkum um hlutverk kvenna í að rótfesta landnám. Fjöldi kvenna var oft of lítill miðað við kynþörf mun fleiri karla og ábúð í nýju landi, og var reynt að bæta úr með töku kelt- neskra kvenna á leiðinni hingað út, en sá kostur var ekki fyrir hendi í Vesturheimi. Með annarri kynslóð í landnámi jafnaðist fjöldi kynjanna af náttúralegum orsökum. Nýlunda þótti að þessari aðkomu að fólks- fjöldaþróun í nýbyggðum. Bo Almquist frá Dýflinni sneri aftur að sagnatöfram með hugleið- ingu um fræg orðaskipti í Græn- lendinga sögu: „Eg heiti Guðríður. Hvert er nafn þitt?“ Taldi hann konu af kyni skrælingja hafa rekist inn af forvitni, meðan friðsamt var. Líklegast hefðu verið höfð enda- skipti á upphafí tjáskiptanna, og hafi Guðríður sagt ofanritað, en að- komukonan endurtekið eftir henni, eins og hún hefði skilið orðin sem kveðju. Með engum öðrum hætti fengist skynsamleg merking í orða- skiptin, en Bo taldi frásögnina um aðvífandi skugga, sem vakti athygli Guðríðar, útiloka draumfarir eða vofu sem skýringu. Þá var komið að sjálfum sigling- unum með rabbi og myndasýningu danska kafteinsins Sören Thirslund: „Siglingar víkinga og fundur Vesturheims í ijósi orða sagnanna." Hann greindi frá ýms- um leiðsögutækjum með gráðuskiptri áttagreiningu, sem líkur og fundir slíkra á Grænlandi og í Færeyjum bendi til, að norræn- ir menn hafi notað í úthafssiglingum. Þorsteinn Vilhjálms- son eðlisfræðipró- fessor tók ekki til fulls undir það í er- indi sínu „Siglingar og Vínland", sem hann kvaðst byggja í mörgum atriðum á bók Páls Bergþórs- sonar „Vínlandsgát- an“ án þess að skrifa til fulls upp á skoð- anir hans. Taldi hann m.a., að tækið „astrolabi" hafi komið til síðar á norðurslóðum, en Páll sýndi dæmi um framstætt tæki í svipuðum dúr, sem notast hefði mátt við. Síðan ræddi Birgitta Wallace Ferguson um „L’Anse aux Meadows og Vínland“ og sýndi skyggnur af tóftum Leifs- búða og reisulegri endurgerð þeirra. Sýnt þykir, að með slíkum mannvirkjum var stefnt fullum fet- um að landnámi og ekki verið efni til fleiri slíkra. Hér væru því Leifs- búðir fundnar. Vínviðinn taldi hún fundinn á Quebec-svæðinu, en heiti Vínlands hafi þó náð til alls hins kannaða svæðis umhverfis Lárens- flóa, og hafi könnunarferðimar ekki náð víðar, þvert á þá kenningu Páls Bergþórssonar, að Furðustrandir hafi verið austurströnd Nova Scotia og Hóp sunnan við Manhattan-eyju í New York. Orðaskipti þeirra leiddu í ljós misdæmi um loftslag og aðrar aðstæður, en þó ekki svo að úr yrði skorið, svo sem brýnt má telja. Kirsten Wolf frá íslenskudeild Manitobaháskóla flutti fróðlegt er- indi, er hún nefndi „Endurheimt Vínlands í vestur-íslenskum bók- menntum". Kom glöggt fram, að hin foma arfleifð var endurvakin og gædd nýju lífi í bókmenntum síðara landnámsins. Benjamin J. Vail frá Óslóháskóla fjallaði á almennum nótum um viðfangsefnið „Mann- vistfræðileg aðkoma að rannsókn- um á víkingatímanum" með áherslu á sambúð manns og umhverfis. Þá flutti Ámi Bjömsson þjóðhátta- fræðingur yfirlitserindi um „Samfé- lag landnámsmanna og forsendur sagnaritunar". Kveikjan að henni hafi ekki verið sérstök skáldaæð eða einangrun landsmanna, heldur hagræn velmegun og hæfileg sam- þjöppun hennar í höndum héraðs- höfðingja og sérstæðar félagslegar forsendur goðaveldis á grunni lýð- frelsis. Höfðingjar ráku kirkjur og réðu presta og gátu sett þá til Súreftiisvörur Karin Herzog Kynning í dag kl. 14-18 í Garðs Apóteki, Sogavegi, Apótekinu Smiðjuvegi, Kópavogi og Húsavíkur Apóteki. skrifta á efni, sem fallið var til vin- sælda og lýðhylli, sem var meðal grannstoða goðaveldisins. Ami játti þeirri fyrirspum, hvort áköf valda- barátta undir lok þjóðveldisins hafi ekki eflt til stærstu átaka í sagnarit- un, áður en kerfi þess riðaði til falls. Næstu þrjú erindi leituðu svara í fornleifafræði landnámsminja frá Islandi og Grænlandi. Jette Ame- borg frá Þjóðminjasafni Dana nefndi erindi sitt „Upphafstími nor- ræns landnáms á Grænlandi í rituð- um heimildum og fornleifum" og sýndi með því glærar frá uppgreftri á þeim slóðum. Thomas H. McGovem ræddi „Hagrænar undir- stöður landnáms með hliðsjón af beinaleifum á Islandi og Græn- landi“ og studdist þar við uppgröft sorphauga frá miðöldum. Þróunin var greinileg frá fleirhliða húsdýra- haldi ad hætti ræktunarbúskapar móðurlandanna til einhæfari áherslu á harðgerðari tegundir, einkum sauðfé, auk veiða villtra dýra, fugla og fiska til fyllingar, eft- ir því sem til féllu. Christopher D. Morris frá Glasgowháskóla beindi hins vegar ljósi sínu að kristnitöku og örri útbreiðslu kirkna og klaustra í erindi sínu „Frá Birsay tO Brattahlíðar. Nýleg viðhorf til nor- rænnar kristni í Orkneyjum, Hjaltlandi og á Norður-Atlantshafs- svæðinu“. Einnig var leitað heimilda í veð- urfarssögu norðursvæða. Ámý Erla Sveinbjömsdóttir frá Raunvísinda- stofnun Háskólans reifaði „Veður- farsummerki í ískjörnum Græn- landsjökuls" í máli og myndum, en Astrid E.J. Ogilvie frá Colorado- háskóla leitaði fanga bæði í rituðum heimildum um hafísár og harðindi og sams konar ummerkjum í setlög- um, en erindi hennar nefndist „Haf- ís, setlög, sögur og skáld. Veðurfar Norður-Atlantshafs á víkingatíð og miðöldum“. Bar heimildum beggja í höfuðdráttum vel saman um góðæri á landnámstíma og kólnun síðar, allt að „litlu ísöld“ áður en hlýnaði fram á nútíma. Að lokum annars dags ráðstefn- unnar 10. ágúst bauð Bjöm Bjama- son menntamálaráðherra til mót- töku í Listasafni Kópavogs - Gerð- arsafni. Um kvöldið sóttu ýmsir þátttakenda leikritið Saga Guðríðar í Skemmtihúsinu. Fyrri hluti lokadags ráðstefnunn- ar var helgaður stöðu íslenskra fræða í enskumælandi löndum og kennslu og rannsókna almennt í þeim fræðum. Fyrst vora flutt tvö erindi um fyrrgreinda efnið. Mari- anne E. Kalinke frá Illinoisháskóla nefndi sitt erindi „Fundur Norður- Ameríku og könnun Islands", og innihélt það mikinn fróðleik um áhuga á og ástundun íslenskra fræða í þeirri álfu. Að vísu er aðeins í Winnipeg sérstök prófessorsstaða tileinkuð íslensku, en mjög víða era íslensk fræði stunduð í samhengi ensku og norrænna eða germanskra fræða. Fyrirlesari rakti yfirgrips- mikil greinaskrif og útgáfustarf- semi áratugum saman, svo skiptir hundraðum greina og titla. Diana Whaley frá Newcastleháskóla fjall- aði um hliðstæður þessa í „Völuspá hin breska. Norræn-íslensk fræði í Bretlandi nú og framvegis". Á eftir voru umræffur á pallborði um kennslu, rannsóknir og rannsókna- samvinnu, með þáttöku ofan- greindra og fimm íslenskra fræði- manna, þar á meðal Úlfars Braga- sonar forstöðumanns Stofnunar Sigurðar Nordals, sem stýrði um- ræðum. I upphafi umræðunnar sagði Einar Benediktsson, sendi- herra og framkvæmdastjóri Landa- fundanefndar, nokkur orð um, hvað fyrir nefndinni hafi vakað með at- beina sínum að ráðstefnuhaldinu og minntist m.a. á nauðsyn þess að auka íslenskukennslu við háskóla vestra. Umræðan snerist að miklum hluta um fjármögnun kennslu, rannsókna og útgáfu. Góðu fréttim- ar vora ekki síst þær, að Manitoba- háskóli hefði næstum næg fjárráð til að koma upp annarri stöðu í þessum fræðum. Ymsir þátttakenda tóku líflegan þátt í umræðunum, og átti það einnig við um flestalla dag- skrárliðina. Lokakafli ráðstefnunnar var einkum á nótum bókmenntagildis, viðtöku sagnanna og viðhorfa til þeirra í samhengi kynþátta, samfé- lags og stjómmála. Sveinn Haralds- son bókmenntafræðingur ræddi bókmenntalegt og sögulegt gildi Vínlandssagna og taldi meira um vert en togstreitu um þjóðerni hetj- anna. Sverrir Jakobsson sagnfræð- ingur ræddi um stöðu frambyggja Norður-Ameríku í heimsmynd Is- lendinga og hið mannfræðilega vandamál um viðbúnað til sam- skipta við framþjóðir sem „skræl- ingja“, friðsamlegra viðskipta eða vopnaskipta, en sá vandi reyndist einkum verða landnámi þeirra að falli. Inga Dóra Bjömsdóttir mann- fræðingur frá Kalifomíu fjallaði um samjöfnuð og meting milli Leifs Ei- ríkssonar og Kristófers Kólumbus- ar og um notkun Leifs í þjóðmála- umræðunni vestra, ásamt misjöfnu mati á kynþáttum og þjóðemum og fordómum í þeirra garð. Lokaerindið flutti Andrew Wawn frá Leedsháskóla og kallaði „Vín- land og menn Viktoríutímans". Fjallaði það á áhrifamikinn hátt og af þrótti og kímni um meðhöndlun nafntogaðra rómantíkera Viktoríu- tímans á efninu beggja vegna Atl- antsála, en bók þessa efnis mun væntanleg frá hendi höfundar. Fyr- irlesturinn stóð í fulla klukkustund og þótti í alla staði stórkostleg skemmtun. Að lokum þriðja ráðstefnudags 11. ágúst sleit Úlfar Bragason ráð- stefnunni með stuttu ávarpi og bauð fyrir hönd Stofnunar Sigurðar Nor- dals til síðdegisdrykkju á staðnum. Mun það samdóma álit þátttakenda, að ráðstefnan hafi heppnast mjög vel og náð þeim tilgangi, sem að var stefnt. Bjarni Bragi Jónsson, fyrrv. stjóm- arformaður Stofnunar Sigurðar Nordals, tók saman. Kennsla í byrjenda- og framhalds- flokkum hefst dagana 20. til 25. september nk. 10 vikna námskeið. LiJ Skákskóli [ s L A n d s Alþjóðlegir titilhafar annast alla kennslu. Kennt verður frá kl. 17.00-19.00 virka daga og frá kl. 11.00-12.30, 12.30-14.00 og 14.00-16.00 um helgar. Kennslubækur innifaldar í öllum flokkum. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frá kl 10.00-13.00 í shna 568 9141. Athugið systkinaafsláttinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.