Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANNES JÓNASSON
ember sama ár, með um það bil
hundrað stofnfélögum, tókum við
Jóhannes bæði sæti í stjórn þess, ég
-TSém formaður en hann sem ritari.
Jóhannes vann félaginu mikið og
gott starf. Ahugi hans, fróðleikur og
hugljómanir voru ómetanleg hvatn-
ing og stuðningur fyrir samverka-
menn hans. Auk þess var Jóhannes
manna ötulastur við að kynna Is-
lendingum í ræðu og riti bæði óper-
ur Wagners og tengsl Wagners við
Island. Hans verður sárt saknað á
þessum vettvangi.
Fyrir hönd Richards Wagners fé-
lagsins votta ég aðstandendum Jó-
hannesar dýpstu samúð.
Selma Guðmundsdóttir.
Mig langar með nokkrum orðum
að kveðja félaga minn Jóhannes
Jónasson. Jóhannesi kynntist ég
fyrst þegar ég kom sem sumarmað-
ur á D-vakt lögreglunnar í Reykja-
vík 1975 en hann var þá búinn að
vera við sumarafleysingar hjá lög-
reglunni í Reykjavík í mörg sumur.
Aðal starf Jóhannesar á þessum
tíma var við kennslu en seinna
ákvað hann að gera lögreglustarfið
að aðalstarfi og fór í lögregluskól-
ann.
Jóhannes var um margt sérstak-
ur persónuleiki, hans áhugasvið lá
víða en Jóhannes var að mínu mati
Tyrst og fremst hugsuður og góður í
að vinna baksviðs eins og hann
sagði sjálfur.
Alltaf var hægt að leita til Jó-
hannesar eftir ráðleggingum og
nokkrum sinnum leitaði ég aðstoðar
hjá honum með bréfaskriftir á er-
lendum tungumálum og alltaf var
hann tiibúinn að aðstoða mig hvern-
ig sem á stóð.
Jóhannes, sem var mikill félags-
málamaður, sat í ýmsum stjómum
og nefndum á vegum samtaka lög-
A’eglumanna og víðar. Það voru ófá
skiptin sem við ræddum saman um
félagsmál bæði augliti til auglitis og
símleiðis. Við Jóhannes vorum ekki
alltaf sammála um hlutina en alltaf
gátum við rætt saman og skipst á
skoðunum.
Jóhannes átti við langvarandi veik-
indi að stríða áður en kom að kveldi
hjá honum og var búinn að vera
meira og minna síðustu mánuði á
sjúkrastofnunum. Þrátt fyrir það var
Jóhannes í góðu sambandi við mann
til að ræða félagsmál. Síðast fyrir
nokkrum dögum í miðri baráttu fé-
lagsins okkar hringdi Jóhannes í mig
og lá vel á honum, vildi hann að ég
kæmi til sín til að ræða málin sem við
-jþkváöum að láta verða af næstu
daga. Sama dag og haldinn skyldi
áríðandi fundur í félaginu okkar,
vegna yfirstandandi baráttu, barst sú
harmafregn að Jóhannes væri allur.
Ef félagsmál eru stunduð á
áfangastað Jóhannesar er ég þess
fullviss að hann verður orðinn virk-
ur þátttakandi í þeim áður en langt
um líður.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég félaga minn Jóhannes Jón-
asson og þakka honum ánægjuleg
kynni og aðstoð um leið og ég vona
að einhvern tíma gefist okkur tæki-
færi til að eiga þá umræðu sem ekki
varð af að þessu sinni.
Jóhannes sat í nokkur ár í stjóm
“ 'Lögreglufélags Reykjavíkur og var
fulltrúi LR á þingum Landssam-
bands lögreglumanna og BSRB
ásamt ýmsum öðrum trúnaðarstörf-
um sem hann gegndi fyrir LR. Við
leiðarlok vil ég fyrir hönd Lögreglu-
félags Reykjavíkur þakka Jóhann-
esi fyrir trúnaðarstörfln, bæði þau
sem hann var valinn til og þau sem
hann tók að sér óumbeðinn, ásamt
öllum þeim ráðleggingum sem hann
var alltaf tilbúinn að veita.
Óskar Bjartmarz,
formaður LR.
Daginn eftir að við hjónin vorum
komin til Portúgals, hringdi dóttir
okkar og tilkynnti um andlát þitt,
kæri vinur. Og við sem héldum að
þú værir á batavegi eftir mjög löng
og erflð veikindi, en kallið kom fyrr
en nokkum grunaði.
Við kynntumst þegar við fluttum
á Hagamel árið 1980, og fundum við
strax að þú, Jóhannes, værir mjög
góður og tryggur maður.
Þegar við hjónin árið 1984 þáðum
boð til svo framandi og á þeim tíma
róstursamra slóða sem Iran, leituð-
um við til þín, okkur vantaði örugg-
an verustað fyrir yngri dótturina,
Kristínu, og hundinn Kát. Þeim
fannst það nú bara vera alveg sjálf-
sagt og dvöldu þau hjá ykkur á
Langholtsveginum í tæpan mánuð.
Jafnframt tókst þú að þér þá miklu
ábyrgð að verða verndari beggja
dætra okkar ef eitthvað henti okk-
ur.
Mikið var alltaf gaman að spjalla
við þig, hvort sem var á fömum vegi
eða á þínu eða okkar heimili, þvílík-
ur fróðleiksbrunnur varst þú, að
þegar við kvöddumst fannst okkur
við alltaf vera ríkari.
Nú þegar við kveðjum þig hinsta
sinni finnst okkur við hafa orðið rík-
ari að hafa fengið að kynnast þér.
Hafðu þökk fyrir allt og farðu í
Guðs friði.
Elsku Elín Mjöll, við vottum þér
okkar dýpstu samúð og biðjum Guð
að styrkja þig.
Nita og Guðbjartur.
Kveðja frá Glímusambandi
íslands
Andlát Jóhannesar kom ekki að
öllu leyti á óvart því hann hafði átt
við vanheilsu að stríða undanfarin
ár og hnigu þar atvik öll á einn veg.
Fyrir hönd Glímusambands íslands
vil ég þakka störf Jóhannesar á
vettvangi sambandsins en þau vom
mörg.
Hann var fyrsti formaður
Glímudómarafélagsins sem stofnað
var að forgöngu GLI 1986 og lét lög
og reglugerðir glímunnar mjög til
sín taka. Jóhannes sat í vara- og
aðalstjórn GLI um sjö ára skeið og
veitti jafnframt forstöðu
útgáfunefnd glímusögu og
utanríkisnefnd. Erlend samskipti
glímunnar vora Jóhannesi hugleikin
og var hann fararstjóri í
fjölmörgum utanferðum
glímumanna sem famar vora til
æfinga og keppni við félaga okkar í
Keltneska fangbragðasambandinu,
einkum í Englandi og Frakklandi.
Hann var um árabil fulltrúi GLI í
stjórn KF og naut sín hvergi betur
en í þeim sérstæða félagsskap, þar
sem sjónarmið virtust stundum
jafnmörg aðildarlöndum. Jóhannes
var þar snillingur málamiðlana og
tókst með útsjónarsemi að fá menn
til sameiginlegrar niðurstöðu þótt
annað útlit virtist stundum. I
stjórnarkreppu eitt sinn varð hann
starfandi formaður samtakanna en
losaði sig með lagni undan þeirri
mannvirðingu og hélt fyrri stöðu.
Það sópaði að Jóhannesi á
mannamótum glímunnar og víðar.
Mikill á velli og skörulegur í máli og
framgöngu setti hann svip sinn á
þau mál sem hann lét til sín taka og
þau voru margvísleg. Jóhannes var
hafsjór af fróðleik um menn og
málefni og var óspar á að fræða um
hvaðeina sem var til umræðu.
Honum lét betur hin munnlega
geymd og var skaði að hann skyldi
ekki rita meira niður af sinni miklu
þekkingu um fjölbreytt hugðarefni
sín. Jóhannes vakti athygli alþjóðar
fyrir alhliða þekkingu sína í
spumingakeppnum í sjónvarpi og
einnig fyrir frábæra sérþekkingu
sína í klassískri tónlist í
útvarpsþáttum og sjónvarpi.
Rénandi heilsufar Jóhannesar
síðustu árin og stöðugar
sjúkrahúsvistir girtu fyrir frekari
félagsmálaþátttöku hans en hann
hélt góðu sambandi við fyrri félaga
og þá var Rögnvaldur Ólafsson,
fyrrverandi formaður GLI, honum
haukur í homi og var Jóhannes
mjög þakklátur fyrir óteljandi
bílferðir og aðstoð sem hann naut af
hendi Rögnvalds.
Aðstandendum Jóhannesar votta
ég samúð og þakka fyrir hönd
Glímusambandsins störf hans á
vettvangi þjóðaríþróttar Islendinga.
Jón M. Ivarsson, formaður
Glfmusambands Islands.
JÓN ÁRNI
GUÐMUNDSSON
+ Jón Árni Guð-
mundsson, vél-
fræðingur, fæddist
í Reykjavík 20.
desember 1951 og
ólst þar upp. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn
9. september síð-
astliðinn. Foreldr-
ar Jóns Árna voru
Anna Andrésdótt-
ir, f. 21.12. 1919,
pg Guðmundur
Arni Jónsson, f.
30.9. 1907, d. 19.3.
1989. Bræður hans
eru Þorbergur, f. 27.9. 1940,
Gunnar, f. 22.10. 1944, og
Magnús, f. 17.3. 1946.
Jón Árni kvæntist Lilju
Lind Sæþórsdóttur 7.7. 1974.
Börn þeirra eru Áki, f. 15.9.
1975, og Fjóla Lind, f. 5.2.
Jón Árni vinur minn, eða Jonni
eins og ég kallaði hann alltaf, er lát-
inn. Þegar Fjóla hringdi í mig á
fimmtudagskvöldið og sagði mér að
hann væri dáinn var mér mjög
brugðið, því þrátt fyrir mikil veikindi
hans hélt ég og vonaði að hann
mundi ná að sigrast á þeim. Ég sat
dofin og hugurinn leitaði aftur til
ársins 1993 er við kynntumst. Það
var þegar hann flutti til Akureyrar.
Við urðum strax miklir vinir og það
var eins og við hefðum alltaf þekkst.
Við sátum oft og spjölluðum, mikið
spekúlerað. Við töluðum um tæki-
færin sem biðu okkar þarna úti eða
létum okkur bara dreyma um það
hvernig við gætum sigrað heiminn.
Og ekki vantaði hugmyndirnar.
Jonni var alltaf til í að prófa eitthvað
nýtt og fyrsta sumarið sem hann var
fyrir norðan, var hann með ávaxta-
vagninn í göngugötunni. Ég var með
honum að selja í smátíma. Það var
mjög skemmtilegt að standa þarna í
allskonar veðram og selja gestum og
gangandi ávexti. Þetta átti vel við
Jonna því hann átti auðvelt með að
kynnast fólki og eignaðist marga
vini. Jonni var einhver sá besti vinur
sem hægt er að hugsa sér, því hann
var alltaf svo jákvæður og bjartsýnn,
og hafði tröllatrú á manni, og trúði
því að maður gæti gert allt sem mað-
ur vildi. Einn veturinn fórum við,
ásamt Pétri Pálma og Sæma Páls, í
dansskóla og það var frábært. Jonni
var skemmtilegur dansherra og við
æfðum okkur í stofunni heima hjá
mér eða fóram á KEA um helgar til
að dansa. Já, ég á margar skemmti-
legar minningar um Jonna, minning-
ar um yndislegan mann sem allt vildi
fyrir vini sína gera. Nú er hann á
góðum stað, búinn að hitta gamla
vini og bíður eftir okkur hinum.
Elsku Jonni, ég kveð þig nú með
þessu fallega ljóði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Kg umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þásæiterað vitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfrnn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Ég vil senda fjölskyldu Jonna, vin-
um og sérstaklega börnum hans
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi góður Guð gefa ykkur styrk í
þessari miklu sorg.
Silja Sverris.
Elsku Jón minn. Nú er komið að
kveðjustund. Ég þakka guði fyrir að
ioks fékkstu hvíld, eftir langa þraut.
Þó erfitt sé að kveðja mun ég trúa
því að þú hafir hann afa þér við hlið
og er það nú ekki amalegur félags-
skapur. Eins vil ég þakka þér fyrir
1980. Þau skildu.
Börn með Helene
Olaussen eru Alex-
ander Þór, f. 6.8.
1993, og Charlotte
Emilie, f. 6.8. 1993.
Jón Árni nam
vélfræði við Vél-
skóla íslands og
fór til framhalds-
náms við tækni-
skóla í Danmörku.
Mestan hluta
starfsævinnar
vann hann á fiski-
skipum í vél en var
kominn í land og
var einn af þátttakendum í
einkahlutafélaginu Rafmagni
og stáli, sem stofnað var ný-
lega.
Utför Jóns . Árna fer fram
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
allar stundirnar sem við höfum átt
saman, þó sértaklega ljúfan tíma s.l.
maí er þú dvaldir hjá okkur í Kaup-
mannahöfn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk íyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma, Áki og Fjóla, megi
guð gefa ykkur styrk í þessari sorg.
Erla, Pálmi, Hugrún
Ragna og Viktor.
Það var í Óðinsvéum í Danmörku
sem kynni okkar Jóns Árna og fjöl-
skyldu hans hófust í byrjun árs 1984.
Þau höfðu búið þar í hálft ár áður en
ég og fjölskylda mín fluttum þangað,
þar áður höfðu þau búið um árabil á
Seyðisfirði. Fjölskyjdurnar bjuggu í
sama fjölbýlishúsi. I næsta nágrenni
bjó talsverður fjöldi Islendinga.
Flestir heimilisfeður, þ.ám. ég og
Jón, stunduðum nám í tækniskólan-
um í Óðinsvéum. Nokkrir bekkjarfé-
laga Jóns úr Vélskólanum stunduðu
þar einnig nám. Þau vora ófá skiptin
sem við Maggý og dóttir okkar, sem
þá var ungbarn, áttum ánægjulegar
stundir með Jóni Árna, Lindu konu
hans og börnunum þeirra, Áka og
Fjólu. Þau vora mjög hjálpsöm að
leiðbeina okkur í lífsbaráttunni, þar
sem við voram að fóta okkur í nýju
landi. Minnisstæður er sá atburður,
þegar við fóram saman í dagsferð
með rútu til Kílar í Þýskalandi.
Fleiri samverastundir eru minnis-
stæðar, svo sem tónleikar með
hljómsveitinni Mezzoforte, strand-
ferðir til Kerteminde á Fjóni o.fl.
uppákomur. Ekki átti tækninámið
við Jón Árna og hætti hann við það
eftir fá misseri. Þegar Danmerkur-
dvöl Jóns og fjölskyldu lauk haustið
1987 fluttu þau til Fáskrúðsfjarðar,
þar sem Jón starfaði að mestu sem
vélstjóri á sjó. Fáeinum áram seinna
slitu Jón og Linda samvistir.
Vinasambandið minnkaði upp frá
því og við heyrðum lítið frá Jóni í
nokkur ár. Það gerðist svo fyrir u.þ.b.
fyrir tveimur árum að Jón hafði sam-
band, en ég hafði ekki heyrt frá hon-
um lengi, hann hafði þá stofnað fyrir-
tækið Rafmagn og stál með félögum
sínum. Upp frá því höfðum við sam-
band nokkuð reglulega.
Ég minnist Jóns sem greiðvikins
manns, dæmi um það var þegar við
fjölskyldan voram að flytja í okkar
seinni íbúð fyrir tveimur árum. Vildi
hann endilega hjálpa til eina kvöld-
stund með að sníða til og setja upp
parketlista, sem hann gerði af vand-
virkni. Að því loknu áttum við langt
samtal um fyrri tíma.
Jón virtist hafa gaman af því að
skreppa í Kolaportið um helgar, þeg-
ar við Maggý litum þar inn var Jón
oft fyrsti maðurinn sem við sáum.
Jón leitaði til mín í nokkur skipti í
vor vegna tækniráðgjafar fyrir fyrir-
tæki sitt. Hann virtist þá ekki heill
heilsu, hafði nýlega gengist undir
erfiða skurðaðgerð. Jón lét það lítið
á sig fá, sinnti skyldum sínum fyrir
fyrirtækið sitt af ósérhlífni, hann var
fullur bjartsýni og sagði að hann yrði
fullfrískur um næstu jól. Jón notaði
einnig sumarið til að ferðast til nokk-
urra landa. Seinnipart sumars hrak-
aði heilsu hans ört og hann tapaði
loks hetjulegri baráttu við sjúkdóm-
inn sem dró hann til dauða.
Við Maggý sendum Áka og Fjólu
og öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning góðs drengs.
Steingrímur Hauksson.
Með örfáum orðum langar okkur
að minnast vinar okkar og bekkjar-
bróður. Það er erfitt fyrir okkur fé-
lagana að heyra og skilja slíka sorg-
arfregn og erum við harmi slegnir.
Fregnin er svo vægðarlaus og ótíma-
bær þegar ungir menn með vel mót-
uð framtíðaráform og lífskraft eiga í
hlut.
Við minnumst Jóns Árna sem ró-
lynds manns, ráðagóðs og með yfir-
vegaðar skoðanir á ýmsum málefn-
um og viðræðugóðum. Hann hafði
mikla reynslu sem vélstjóri til sjós
og var alla tíð tengdur sjónum, jafn-
vel einnig eftir að hann síðustu árin
fór að vinna í landi, í fyrirtæki sem
hann stofnaði ásamt fleirum.
Jón Árni lauk námi í Vélskóla Is-
lands árið 1977 og skildu þá leiðir
okkar félaganna að sinni þar sem
menn fóru hver í sína áttina, yfirleitt
ýmist á sjó eða í nám í vélvirkjun.
Hann fór til Seyðisfjarðar til náms í
vélvirkjun og atvikin höguðu þvi
þannig til að hann var fljótlega farinn
að sýna sveitarstjórnarmálum áhuga
með því að hann var valinn í bæjar-
stjóm Seyðisfjarðar nokkuð óvænt.
Það kom okkur félögunum líka þægi-
lega á óvart því áhugi okkar og sam-
töl okkar félaganna snerust alla tíð
um vélar, skip og tækni en um stjórn-
mál var Iítið rætt meðal okkar.
Við höfum hist reglulega á hverju
ári í öll þessi ár frá því að námi í Vél-
skólanum lauk og alltaf valið til þess
einn dag milli jóla og nýárs. Þeir
hafa þá mætt sem hafa átt heiman-
gengt. Þá höfum við rifjað upp
gömlu árin í skólanum, störfin til
sjós og lands, rætt um vélar og skip,
hagi hvers annars o.frv.
Einhvern veginn verðum við félag-
arnir að reyna að venjast því að hitta
ekki Jón Árna framar, hlusta á hann
glaðan og hressan segja svo vel frá
eins og honum var einum lagið. Við
verðum að reyna að venjast því að
hann á ekki lengur heimangengt en
aðeins nokkrir mánuðir era síðan
annar félagi okkar og bekkjarbróðir,
Jökull Sigurðsson, lést og hvarf okk-
ur sýnum, einnig ótímabært og svo
skyndilega.
Að leiðarlokum viljum við þakka
fyrir samverastundirnar. Við mun-
um minnast þín með söknuði og hlý-
hug, sem trausts vinar og góðs
drengs.
Aðstandendum vottum við hina
dýpstu samúð.
Bekkjarbræður úr Vélskóla
Islands.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Æðruleysisbænin kom strax upp í
hugann við andlát Jóns Árna. Það er
erfitt að sætta sig við það sem maður
fær ekki breytt. Að sætta sig við að
missa góðan vin. Tómið sem hann
skilur eftir verður ekki fyllt.
Allt frá okkar fyrstu kynnum
reyndist hann traustur vinur. Jón
Árni hafði rólegt og hlýlegt viðmót
sem hafði góð áhrif á þá sem um-
gengust hann. Hann hikaði aldrei við
að rétta hjálparhönd og var
skemmtilegur félagi og hafði góða
kímnigáfu.
Við_ erum þakklát fyrir að hafa átt
Jón Árna að vini og teljum okkur
hafa auðgast mjög af hans vináttu.
Við óskum honum góðrar heim-
komu og farsældar á þeim leiðum
sem hann nú gengur.
Guð styrki þá sem syrgja Jón
Árna.
Móður hans, Önnu Andrésdóttur,
vottum við hluttekningu okkar sem
og börnum hans og öllum öðram sem
eiga um sárt að binda vegna fráfalls
hans.
Veri Jón Árni Guðmundsson Guði
geymdur.
Sigríður og Már.