Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Övissa um framtíð Hraunsréttar í Aðaldal Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Stjórnstöðvarbíll frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík hefur verið lánaður til Björgunarsveitarinnar Víkveija. Búnaður björg- unarmanna í Vík bættur Laxamýri - Björgunarsveitin Vík- verji í Vík í Mýrdal hefur sent frá sér eftirfarandi vegna hættu á Kötlugosi: „Björgunarsveitin Víkverji hefur unnið að endurskoðun á verkefnum sínum og búnaði vegna yfirvofandi hættu á Kötlugosi. Björgunarsveitina vantaði marg- víslegan búnað til að geta brugðist við þeim verkefnum sem fyrirsjáan- lega koma upp. I ljós kom við undir- mora Blöndunartæki Moracera er ódýrari línan af einshand- fangs og hitastýrðum blöndunartækjum sem fullnægja kröfum tlmans um rekstrar-hagkvæmni, barnaöryggi og einfalda, fallega hönnun. Þetta eru blöndunartæki fyrir kröfuharða neytendur. Mora - Sænsk gæðavara lehf. Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: S64 1088 • Fax: 564 1089 Fást i byggingawuverslunum um land allt SOKKABUXUR íiBiiifc\ítals§ca búning að brýnna úrbóta var þörf hvað varðar fjarskiptamál, við- bragðsgetu á sjó og öryggisbúnað fyrir björgunarfólk vegna yfirvof- andi öskufalls. I framhaldi af því leitaði björgun- arsveitin til Slysavamafélagsins Landsbjargar sem fúslega hefur haft millgöngu um að útvega ýmsan af þeim búnaði sem á vantaði. Nú þegar hefur eftirtöldum bún- aði verið komið til Björgunarsveit- arinnar Víkverja til að efla við- bragðsgetur sveitarinnar: Slöngubát frá björgunarsveitinni Dröfn á Stokkseyri, stjómstöðvar- bíl frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík, færanlegum endur- varpa, handtalstöðvum, rafstöð, hjálmum og ennisljósum frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu. Auk þess hefur björgunarsveitin keypt rykgrímur og hlífðargleraugu fyrir félaga sína. Þá hafa verið yfirfarin og endurannin rýmingargögn og áætlanir. A næstu dögum og vikum mun sveitin halda áfram að efla við- bragðsgetu sína með frekari úrbót- um á búnaði og tækjum.“ Laxamýri - Réttað var í Hraunsrétt í Aðaldal á mánudagsmorguninn eða degi seinna en áætlað hafði verið þar sem veður hamlaði smölun í afréttinni fyrir helg- ina. A undanförnum áram hef- ur fé fækkað mikið í réttinni en eigi að síður er alltaf beðið eftir Hraunsréttardeginum með eftirvæntingu. Nokkrar deilur hafa verið um réttina, en fjáreigendur í Aðaldal hafa samþykkt í atkvæða- greiðslu að byggja nýja rétt og leggja þar með Hrauns- rétt niður. Kemur margt til, en Hraunsrétt var byggð úr hraungrjóti upp úr 1830 og er því að verða 170 ára og er það mál manna að henni hafi ekki verið haldið nægiiega við. Ekki hafi verið fylgt nú- tíma kröfum í sambandi við upprekstraraðstöðu og að- gengi að réttinni. Fjárbænd- ur hafa talið of dýrt að gera þessa stóra gömlu rétt upp og því talið einfaldari leið að byggja nýja á öðram stað þar sem styttra er að reka fé að henni. Ekki hafa allir verið sáttir við þessi málalok og í sumar var haldinn fundur í Ýdölum undir yfirskriftinni „Lifi Hraunsrétt". Þar kom saman áhugafólk um endurreisn Hraunsréttar og samþykkt var ályktun þess efnis að skora á íbúa Aðaldælahrepps að halda við réttinni og bent á mikilvægi þess að viðhalda þessu merkilega mannvirki. A fundinum kom fram að ef byggð yrði ný rétt yrði engin Hraunsrétt til og hún myndi hverfa í sinu á nokkram áram. Þá kom og fram að enginn færi að hlaða upp veggi á rétt sem ekki væri notuð. Einnig var vitnað í minja- stjóra Þjóðminjasafnsins, Hjörleif Stefánsson, sem rit- að hefur hreppsnefnd Aðal- dæla bréf þar sem lögð er áhersla á gildi Hraunsréttar frá sjónarmiði þjóðminja- vörslunnar. Fundarfólk lagði áherslu á gildi þess að við- halda vegghleðslum eins og era í Hraunsrétt og þá verk- menningu sem því fylgir að halda þeim við. Safnast hefur töluvert fjármagn til uppbyggingar Hraunsréttar sem ánafnað er henni en ekki nýrri rétt, en á næstu misserum mun ráðast hver verður endanleg ákvörðun í málinu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Fjallskilastjóri Aðaldæla, Indriði Ketilsson á Ytra-Fjalli. Slysalegur réttardagur í Kolbeinsstaðahreppi Eyja- og Miklaholtshreppi - Kald- árbakkarétt í Kolbeinsstaða- hreppi var á sunnudaginn í bæra- legu veðri. Svo slysalega vildi til að þegar verið var að reka fé til réttar fór fjárhópur á rafmagns- girðingu þannig að það strekktist svo á henni að staur brotnaði og þegar féð stökk frá skall girðingin til baka með þeim afleiðingum að staurinn lenti á fæti eins bóndans og hann fótbrotnaði illa og var fluttur á sjúkrahús til Reykjavík- ur. Síðar þegar verið var að draga fé festi mágkona bóndans annan fótinn í grind með þeim afleiðing- um að hún ökklabrotnaði. Líðan þeirra beggja er eftir atvikum góð. Kaldárbakkarétt er í jaðri Barnaborgarhrauns í afar fallegu umhverfi og er réttin hlaðin úr hraungrýti. Það fé sem rekið er til réttar er af afrétti sveitarinnar í Fagraskógarfjalli. Að sögn Gísla Þórðarsonar réttarstjóra era lömb í smærra lagi enda var vorið kalt og votviðrasamt. Um 3500 fjár er rekið til réttar í Kaldár- bakkarétt. Fjölmenni á fræðslukvöldi um ryðsvepp SIMI557 7650 Hveragerði - Opinn fræðslufundur var nýlega haldinn á Garðyrkju- skóla ríkisins, Reykjum í Olfusi. Umræðuefni kvöldsins var ryð- sveppur sem komið hefur upp í gljá- víði og ösp víða um land að undan- förnu. Fyrirlesarar á fundinum voru þeir Halldór Sverrisson hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Aðalsteinn Sigurðsson, forstjóri Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Auk þeirra tók Þorbergur Hjalti Jónsson skóg- fræðingur þátt í pallborðsumræðum að loknum fyrirlestrunum. I máli Aðalsteins Sigurðssonar kom fram að búast má við miklum klónamun hjá öspum, þar sem svo virðist sem aspir er fluttar vora til landsins skömmu eftir síðari heims- styrjöld standi sig betur í barátt- unni við ryðsvepppinn heldur en þau afbrigði sem síðar komu til landsins. Ennfremur kom fram að hér á landi eram við í góðri aðstöðu til að afla þekkingar um þol aspa við ryðsveppnum vegna umfangsmikilla klónatilrauna er hófust árið 1992. Um 38 klónar era notaðir við til- raunirnar. Til dæmis er klónasafn við Garðyrkjuskóla ríkisins og þar ætti að vera hægt að finna klóna með viðnámsþol gegn ryðsveppi. Halldór Sverrissonar fjallaði um það sem er til ráða til að hefta út- breiðslu ryðsveppsins og virðist vera ljóst að erfitt ef ekki útilokað er að stemma stigu við sveppnum. Lerki er hýsill fyrir ryðsvepp Ljóst er að lerki er hýsill fyrir ryðsvepp þann er herjar á aspir og nægir að lerki sé í tæplega 2 kíló- metra radíus til að sveppur komi fram á öspum í nágrenninu. Mögu- legt er að úða lerkið með sérstöku sveppalyfi snemma á vorin eða um leið og lerkið springur út. Ljóst er að slík úðun leysir ekki vandann þar sem aldrei er hægt að ná til allra tijáa og því er eini möguleikinn að velja asparklóna með mótstöðuafl gegn ryðsvepp. Hvað varðar gljávíðinn getur reynst erfiðara að eiga við ryð- sveppinn í honum þar sem einungis er um eitt afbrigði af gljávíði að Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Garðeigendur eru áhyggjufullir vegna ryðsvepps og fylltu húsið á fræðslukvöldi um þennan vágest er haldið var í Garðyrkjuskóla ríkisins. ræða í landinu. Eins er gljávíðirinn viðkvæmari en öspin vegna þess hversu seint hann fellir laufin á haustin. Nægir að benda á að gljáv- íðir getur drepist af því einu að standa undir ljósastaur. Eina ráðið virðist vera að klippa gljávíðinn harkalega niður og úða títt með sveppalyfi yfir sumarið. Ryðsveppurinn eins og flensa i mannfólkinu Ryðsveppurinn hefur fundist allt frá Homafirði og út á Suðurnes og þótt hann sé enn ekki orðinn áber- andi í Reykjavík hefur hann fundist þar sem og í Mosfellsbæ. Sérfræð- ingamir vora sammála um að hér á landi væram við einfaldlega mjög góðu vön hvað varðaði hina ýmsu plöntusjúkdóma, erlendis koma svipaðir faraldrar upp og þá standa eftir þeir einstaklingar plantna sem hafa mest viðnámsþol. Líkja má þessum faraldri nú við flensu í mannfólkinu sem blossar upp þegar utanaðkomandi skilyrði era hagstæð. Veðráttan í sumar var afar hagstæð sveppagróðri ýmis- konar, kalt og rakt vor og síðan skyndileg hlýindi sem gerði afar hagstæð skilyrði fyrir sveppagróð- ur, ekki einungis í gljávíði og ösp heldur einnig í birki sem sumstaðar er mjög illa útlítandi eftir birki- svepp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.