Morgunblaðið - 17.09.1999, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.09.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 31 UMRÆÐAN Að vernda náttúruna... eða þannig „LÍFFRÆÐING- AR gerðu sér það stundum til gamans að velta því fyrir sér hvað mundi gerast, ef allar hömlur náttúrunnar brystu og öll afkvæmi einnar lífveru fengju að lifa. Þannig reiknaði Thomas Huxley út iyr- ir einni öld, að ein blað- lús gæti á einu ári alið af sér afkvæmi sem að þyngd jöfnuðust á við alla þegna hins kín- verska keisaradæmis á hans dögum (Rachel Carson; Raddir vors- ins þagna, 1965). Heimspekilegar vangaveltur um þvílík ragnarök hafa löngum íylgt innleggi vísinda um umhverfismál en siðfræði slíkra vísinda hefur lítt verið hampað á spjallrásum nefndra vísinda. Umhvefisumræðan hér á landi markast mjög af fordómum og forsjárhyggju sem sveipuð er vís- indalegri dulúð sem á ekkert skylt við eðli og tilgang vísinda, hvað þá þekkingarleit eða þróun. Er það miður. Sérstakt eðalfínt samfélag? Hér á landi hafa mörg viðfangs- efni verið sett upp sem einkamál lít- ils hluta vísindamanna í samfélag- inu, hóps sem kallar sig „vísindasamfélagið". Þar hefur hin nýja stétt forsjárhyggjunnar látið gamminn geysa og fengið útrás fyr- ir neikvæðni og skort á umburðar- lyndi. Hið eðalfína en einangraða „vísindasamfélag" hefur þannig haf- ið baráttu gegn nýtingu náttúra- auðlinda, þ. á m. gegn gagna- granni á heilbrigðissviði, gegn virkjunum og gegn iðnaði. Það er fagurt og gott hlutskipti að ætla sér að leggja náttúrunni lið. En við lifum á auðlindum jarðar. Líf okkar markast einmitt nokkuð af því að við beijumst við náttúruna, andæfum náttúraöflunum. En nátt- úran mun sigra að lokum, það vitum við öll. Hennar lögmál, hennar afl er þvílíkt að önnur öfl era hjóm eitt í samanburði. Grundvöllur umræðu um náttúr- una hlýtur að vera að allir þættir hennar njóti þar sanngirni. Maður- inn, með öllum sínum kostum og göllum, er hluti af náttúranni, því verður ekkert mál afgreitt án þess að hinn mannlegi þáttur komi þar að. „Vísindasamfélagið" breytir þar engu um. Um mat á umhverfisáhrifum Nú nýverið birti Kísiliðjan við Mývatn skýrslu um mat á áhrifum þess á umhverfið að halda áfram námavinnslu kísilgúrs úr botni vatnsins. Skýrslan er nokkur hundruð síður, var tvö ár í smíðum og kostaði í það minnsta þrettán milijónir króna. Skýrslan er hlut- laus úttekt sérfræðinga og kunn- áttumanna á ósk Kísil- iðjunnar um áframhaldandi rekst- ur. Vart var kynning- arfundi vegna útkomu skýrslunnar lokið er „vísindamenn við Náttúrufræðistöðina við Mývatn“ lýstu því yfir að það væri ekkert að gera með þessa skýrslu og að hún breytti engu um skoð- anir „vísindasamfé- lagsins" á rekstri Kísil- iðjunnar. Án þess að lesa skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum gátu valdastofnanir „vísindasamfélags- ins“ hafnað efni hennar. Burtséð frá því hvort Kísiliðjan við Mývatn á að fá námaleyfi byggðu á skýrslunni eða ekki verður það ekki séð að hlutverk vísinda- og þekkingamustera „vísindasamfé- lagsins" sé að taka afstöðu með því- líkum hætti. Er það traustsins vert? Mývatn Enginn kemst af án þess að nýta sér gjafír jarðar á einn eða annan hátt, segir Sigurjón Benediktsson. Tal um annað er blekking. Enn undarlegri era viðbrögð þessa fína samfélags í ljósi þess að „vísindasamfélagið“ er á sama tíma að krefjast „lögformlegs“ umhverf- ismats á framkvæmdum sem þegar hafa verið leyfðar. Þá er skýrslu- haugurinn allt í einu orðinn mjög mikilvægur. Um að gera að hækka skýrsluhauginn, krefjast þess að „vísindasamfélagið“ fái að rannsaka meira og meira, en ákveða svo nið- urstöðumar fyrirfram og hafna rök- ræðum um málið. Hvað viljum við? Hver vill skaða náttúruna og skerða lífsskilyrði afkomenda okk- ar? Hver vill Mývatn dautt? Hver vill eyðileggja mikilvægustu hlekki lífríkisins? Ekki nokkur maður með öllum mjalla. En enginn kemst af án þess að nýta sér gjafir jarðar á einn eða annan hátt. Tal um annað er blekk- ing. Komi í ljós að námavinnsla Kís- iliðjunnar sé dýru verði keypt verð- ur henni lokað. Flóknara er það ekki. Þeir sem sækjast eftir áfram- haldandi námaleyfi munu að sjálf- sögðu beygja sig fyrir staðreyndum. Er til of mikils mælst að „vísinda- samfélagið" gjöri slíkt hið sama? Höfundur er tiínnht'kiur og sijórnarmaður l Kísiliðjunni. Sigurjón Benediktsson Virkjum fleiri til umhverfisverndar VÍÐTÆK samstaða og aðgerðir allra þess- ara aðila er forsenda þess að finna megi hagkvæma og viðvar- andi lausn á þeim við- fangsefnum sem við okkur blasa í umhverf- ismálum. Landvemd í samvinnu við fjölmörg félagsamtök, fyrirtæki og umhverfisráðun- eytið eru um þessar mundir að ýta úr vör verkefni sem vonandi mun hafa víðtæk og jákvæð áhrif á þróun umhverfismála hér á landi. Þetta verkefni Landverndar beinist að almenningi og heimilis- haldi. Eðlilega spyrja margir hvað þeir geti gert til að stuðla að umhverfis- vænni lífsmáta og betra umhverfi. Svarið liggur ekki alltaf í augum uppi. En það er ýmislegt hægt að gera. Með ýmsum einfóldum breyt- ingum á daglegu lífi má gera lífsstíl vistvænni án þess að draga úr lífs- gæðum. Og margt smátt gerir eitt stórt. Með víðtækri þátttöku í slík- um aðgerðum má ná miklum fjár- hagslegum og umhverfislegum áv- inningi fyrir samfélagið. Þetta verkefni Landvemdar er verkfæri til að koma þessu til leiðar. Verkefni Landvemd á rætur að rekja til alþjóðlegs samstarfs sem gengur undir heitinu Global Action Plan (GAP). Vinnuheiti íyrir verk- efnið á íslensku er umhverfisvænt líf. GAP er upprunnið í Bandaríkj- unum en mesta reynslan er komin á það í Hollandi þar sem það hefur starfað frá árinu 1991. Af reynslu Hollendinga má ráða að með því að virkja almenning með þessum hætti megi ná víðtækum umbótum í umhverfismálum. Fyrsti áfangi í því að innleiða GAP hér á landi er að aðlaga hand- bók og leiðbeiningar að íslenskum aðstæðum. Til þess þarf liðsinni al- Jón Helgason mennings og nú þegar hafa margar fjölskyld- ur lýst yfir áhuga og skráð sig til þátttöku í þessu verkefni. A næstu 7 mánuðum er ætlunin að skrifa handbók sem hentar íslenskum heimilum. Markmiðið er að búa tO verkfæri tfl að hjálpa almenningi til að breyta lífsstíl sín- um á umhverfisvænan hátt. Verkefnið snýst hvorki um að færa stórar fórnir né útbúa uppskrift að umhverf- isvænum lífsstíl. Það snýst um frjálst val - um það hvernig má leggja grunn að nýjum venjum sem henta einstaklingum og fjölskyld- um sem jafnframt stuðla að betra umhverfi. Þegar handbókin liggur fyrir er ekkert því til fyrirstöðu að koma á fót víðtæku fræðslustarfi um hvað er hægt að gera í heimilisrekstrin- um tfl hagsbóta fyrir umhverfið og hvernig má gera það á sem einfald- asta hátt. Þá þurfa stjórnvöld, ekki síst sveitarstjórnir, félagasamtök og almenningur að taka höndum saman. Við eigum verk að vinna - gott verk fyrir umhverfið. Umhverfismál Hver er það, spyr Jón Helgason, sem ber raunverulega ábyrgð á að leysa umhverfís- vandamál líðandi stund- ar og framtíðarinnar? Benda má á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir m.a.: Hvetja þarf einstaklinga til aukinnar ábyrgðar gagnvart um- hverfi sínu. Fyrirtæki marki sér umhverfisstefnu þróunar til að draga úr sóun og auka verðmæta- sköpun. Hrint verði af stað um- hverfisátaki þar sem einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög verði hvött til að endurnýta efni og flokka úrgang. Verkefni Land- verndar miðar að því að koma þess- um markmiðum til framkvæmda og því er eðlilegt að ríkisvald og sveit- arfélög leggi þessu þjóðþrifamáli lið. Höfundur er formaður Landverndar. Altröppur Tilboð Verðdæmi: 3ja þrepa 2.490,- ,3t424. 4ja þrepa 3.490,- ,4-r333. 5 þrepa 3.990.- J±FTfö. 6 þrepa 4.990,- Jk*Í95. 7 þrepa 6.490.- J7r999. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is ALFA ROMEO 156 “Nýr konungur f milliklassa” iam i.aaj Þessi margverðlaunaði og frábæri bfll hefur fengið frábærar viðtökur í Evrópu og á íslandl. Eigum nú nokkra bfla tll afgreiðslu strax. 1.6 Iftra 16 ventla vélin skilar heilum 120 hestöflum og kostar aðelns 1.790.000. Alfa 156 2.0 T.S BMW 320i Audi A4 Turbo M-Benz C200 Loftpúðar 4 6 4 4 ABS hemlar Já Já Já Já Vél / hestöfl 2.0 16v/155 hö 2.0 12v /150 hö 1.8 20v /150 hö 2.0 16v/136 hö 4 diskahemlar Já Já Já Já Stærð LxB 4.43 x 1.75 4.47 x 1.73 4.48 x 1.73 4.52 x 1.72 0-100 km/kist 8.3 sek. 9.9 sek. 8.5 sek. 11.0 sek. Geislaspilari Já Nei Nei Nei Verð í Bretlandi 2.384.000 2.596.000 2.572.000 2.624.000 Verð á fslandi 2.180.000 3.150.000 2.620.000 3.165.000 Opíð á laugardögum kl 13-17 Istraktor 20 BlLAR FYRIR ALLA SUIOSBÖÐ! OAROABt slUI 5400900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.