Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ _______________HESTAR____________ Gamlir og stilltir hestar bestir fyrir börn og byrjendur Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Áhugi barna á hestum vaknar oft snemma og þau hafa mikla ánægju af samvistum við þá. FRETTIR Þriðja skóg- arganga haustsins í HAUST standa Skógræktarfé- lag íslands, Garðyi-kjufélag ís- lands og Ferðafélag íslands fyrir göngum til kynningar á áhuga- verðum trjátegundum á höfuð- borgarsvæðinu. Árið 1947 kom út bókin Garða- gróður og voru þar birtar mæling- ar á fjölmörgum trjám. Sum þeirra voru mæld aftur árin 1965 og 1989. í göngunum eru teknar fyrir ákveðnar trjátegundir, reynt að hafa uppi á þeim trjám sem hafa verið mæld og kannað hvernig þeim hefur reitt af. Einnig verður fjallað um hagnýt atriði við ræktun viðkomandi trjátegunda. Sl. laugardag voru skoðaðar trjátegundirnar ilm- og silfurreyn- ir. I þessari göngu verður skoðuð trjátegundin álmur.Vonandi verður hægt að finna hæsta álmtré borg- arinnar. Gangan hefst klukkan 10 laugar- daginn 18. september við stóra hlyntréð á homi Vonarstrætis og Suðurgötu og tekur um tvo tíma. Allt áhugafólk um ræktun er hvatt til að mæta. Þeir sem taka þátt í öllum göngunum geta átt von á óvæntum glaðningi í lokin. -------------- Málfundur um atburdina á Austur-Tímor AÐSTANDENDUR vikublaðsins Militant og Ungir sósíalistar halda málfund föstudaginn 17. septem- ber, kl. 17.30, í Pathfinder bóksöl- unni á Klapparstíg 26. Málefni fundarins eru atburð- irnir á Austur-Tímor, hernaðará- ætlanir heimsvaldasinna þar og hver sé afstaða verkafólks til máls- ins. Ræðumaður verður Ólöf Andra. -----♦-♦-♦---- Poppers á Dubliner HLJÓMSVEITIN Poppers leikur á neðri hæð veitingastaðarins The Dubliner föstudags- og laugar- dagskvöld. Á efri hæðinni leikur hljómsveitin Crash & Burn. Veitingastaðurinn er opinn á efri hæðinni frá kl. 12-3 og á neðri hæð kl. 13-4 fóstudag og laugardag. Áhugi á hestum virðist oft vera meðfæddur og ættgengur. En foreldr- ar sem ekkert hafa haft með hesta að gera vita ekki hvaðan á sig stend- ur veðrið þegar þeir eignast barn sem þráir ekkert heitar en að eyða öllum sínum stundum með hestum. ---2-------------------- Asdís Haraldsdóttir spyr sig stundum að því eins og aðrir foreldrar hestabarna: Hvernig er best að leiða bömin inn í hestamennskuna á farsælan hátt? EFLAUST er mjög misjafnt hvernig foreldrar kynna börn sín íyrir hestum. Þeir sem sjálfir eru mikið með hesta taka því margir sem sjálfsögðum hlut að taka börnin með í hesthúsið frá unga aldri og þannig venjast þau hest- unum. Hinir sem ekkert þekkja til hesta eru í meiri vanda og þá má leita til reiðskóla og reiðnámskeiða sem víða eru haldin fyrir börn. En hætturnar eru margar og leynast víða og ætli flestir vilji ekki geta vanið börnin sín við hesta og hafa samt öryggi þeirra alltaf í fyrir- rúmi? í grein í vorhefti bandaríska hestatímaritsins America’s Horse er skemmtileg grein um það hvem- ig leiða á böm inn í hestamennsk- una. Greinina skrifar Luanne W. Brownd. Hún fjallar um aðferðir sem Rebekah Sayles Bachman not- ar við kennslu við West Texas A&M-háskólann, en þar kennir hún börnum á hverju sumri um- gengni við hesta. Heilræðin sem vísað er til í greininni eiga við hvar sem er og ekkert síður hér á Fróni. Að flestu leyti eiga þau alveg eins við fyrir fullorðna byrjendur. Hestarnir á skólasvæðinu era margir saman í girðingu, eins og tíðkast hér á landi, en er ekki algilt erlendis. Byrjað er að kenna börn- unum um atferli hrossa í stóði, um virðingarstigann og svo framvegis svo þau skilji betur hegðun hross- anna þegar á reynir. Öryggi bamsins hefur alltaf forgang Markmiðið er að börnunum þyki þægilegt að umgangast hrossin. Byrjað er á byrjuninni og þau eru látin fara með fylgdar- manni til að ná hestunum og setja á þau múl. Ef hestarnir verða óró- legir og illa gengur er börnum sagt að sleppa hrossunum það sé alltaf hægt að ná þeim aftur. Öryggi barnsins er alltaf látið hafa forgang. Þegar bamið hefur náð hestinum er því kennt að teyma það að hest- húsinu. Því er kennt að halda í tauminn nálægt hestinum og halda í enda taumsins með hinni hendinni. Bannað er að vefja taumnum um hendumar. Notaðir era mjög róleg- ir hestar og barnið lærir að hestur- inn er vinur og það er óhætt að vera nálægt honum. Samt má ekki ganga á undan hestinum þegar hann er teymdur og er þetta gert meðal annars til þess að börnin gangi ekki of nálægt næsta hesti á undan. Börn virðast hafa mikla samúð með hrossum sem ekki era frjáls og hafa tilhneigingu til að binda þau þannig að þau nái niður til að bíta gras. Þeim er hins vegar kennt að það sé öraggara að gera þetta ekki vegna hættunnar sem skapast af því ef hesturinn stígur í taum- inn. Þess vegna á taumurinn að vera bundinn þannig að hesturinn stendur frekar þétt upp við það sem hann er bundinn í. Næst er kennt að muna alltaf eftir að vera sér meðvitandi um ef BIODROGA snyrtivörur *Q_10* húðkremið Bankastræti 3, sími 551 3635. Póstkröfusendum gengið aftur fyrir hest. Mikil áhersla er lögð á þetta og börnin stöðugt minnt á það. Auðvitað er misjafnt hvað tekur langan tíma að læra þetta, en oftast eru það börn- in sem era alin upp í kringum hesta sem gleyma þessu öryggisat- riði. Þau gerast líka frekar sek um að ganga fram fyrir bundinn hest í stað þess að ganga hringinn í kringum hann. Ekki ganga hugsunar- laust fyrir aftan hesta. Mikill tími fer í að snyrta og bursta hestana. Ef barn er hrætt í kringum hesta er þetta besta leið- in til að komast yfir það. Sum börn eru hrædd ef hesturinn hreyfir sig örlítið en með því að kemba og klappa nógu mikið kom- ast þau að raun um að það er allt í lagi þótt hann hreyfi sig aðeins. Fljótlega komast þau svo að því að það er öruggara að nota bursta á fæturnar en kamba og að ekki má standa beint fyrir aftan hest- inn og bursta á honum taglið. Og þótt ótrúlegt megi virðast hefur þurft að kenna sumum krökkum að þeir mega ekki sitja á jörðinni á meðan þeir bursta fæturna á hestinum. Allt er þetta kennt til að venja bamið við hesta og komast yfir hræðslu og að það verði barninu eðlilegt að fara varlega í kringum hross. Ekki er talið gott að foreldr- amir leggi alltaf á fyrir börnin og lyfti þeim á bak og gleymi öllum at- riðunum sem minnst er á hér að framan. Auðvitað finnst mörgum börnum mest gaman að ríða út, en þau verða mun öruggari ef þau byrja á því að umgangast hestinn á jörðu niðri. Þau era líka nokkuð nösk á að taka eftir því ef eitthvað er að reiðtygjunum, svo sem slitið leður, ónýtir lásar o.fl. og það læra þau líka. Þegar komið er á bak þurfa ístöðin að passa vel þannig að barnið finni til öryggis. Hins vegar er mikið gert af því að láta þau ríða án ístaða. Börnunum er nefnilega strax kennt mikilvægi þess að stjórna hestinum með fótunum. Flestum er eðlilegra að stjórna þeim með höndunum en takmarkið er að börnin læri létt og næmt taumhald strax í upphafi. Börnin era látin ríða mest á brokki eða kjörgangi hestanna. Þetta er einföld en meðvituð leið til að hafa hemil á ofurhugunum, sem alltaf leynast innan um, og vilja helst hoppa á bak og ríða hratt. Allir ríða með hjálm. Alltaf! Bestu barnahestarnir eru gamlir og saddir Hugmyndir foreldra um hvernig hestur hentar barninu fyrst í stað era æði misjafnar. Sumir halda að gott sé að hafa nýtaminn hest til þess að barnið og hann geti lært saman. í flestum tilfellum er þetta ekki góð hugmynd. Eldri hestar eru yfírleitt betri barnahestar. Þó er það ekki aldurinn einn og sér sem ræður því, heldur hvort hest- arnir eru þolinmóðir eða ekki. Oft kemur þolinmæðin hjá hestinum með aldrinum ef hann er lífsreynd- ur og vel taminn. Einnig þarf hann að vera rólegur í umgengni og stilltur og á það bæði við um hesta fyrir börn og allt óvant fólk. Guðrún Fjeldsted sem hefur áratuga reynslu af að kenna börn- um hestamennsku hefur sagt að þegar hún er að kenna yngstu nemendum sínum, 6-8 ára börnum, reynist henni best að nota gamla hesta og hafa þá frekar sadda þeg- ar lagt er af stað. Ekki má gleyma því að börn „vaxa upp úr“ hestum eins og hjól- um. Til að halda áhuganum við þurfa þau smám saman að fá að takast á við öðravísi hross sem ger- ir meiri kröfur til þeirra. Best er að hafa gamla hestinn líka meðan ver- ið er að venjast þeim nýja. Sá gamli gæti síðan orðið öðru barni ómetanlegur þegar það stígur sín fyrstu skref í hestamennskunni. Frumskógarleikfimi í hlöðunni En börnin ríða ekki út allan dag- inn og margir foreldrar sem stunda hrossarækt, tamningar eða þeir sem ríða mikið út þurfa oft að taka börnin með í hesthúsið. Þá þurfa þau að hafa eitthvað fyrir stafni þegar þau eru ekki að hjálpa til við gegningarnar. Hæglega má útbúa rólur inni í hlöðu eða setja upp kaðla hjá heyrúllunum þannig að hægt sé að stunda framskógarleiki. Fyrir yngstu börnin, sem eru búin að fá nóg af því að sofa úti í vagni, er hægt að koma upp ramm- byggðri grind. Undirrituð hefur reynslu af barnagrind í hesthúsi. Hún reyndist ágætlega þangað til barnið tók upp á því að berhátta sig til að beina athyglinni frá hest- unum og að sér. Ef til vill er besta ráðið að finna barnapíu sem hefur mikinn áhuga á hestum og leyfa henni að fara á hestbak þegar tækifæri gefst. Síð- ast en ekki síst verður að muna að geyma hættuleg verkfæri og efni þar sem börn ná ekki til. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Rússneska í MÍR Námskeið, ætluð byrjendum og framhaldsnemum, hefjast í lok september ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar á Vatnsstig 10 sunnu- daga kl. 14—18, sími 551 7928, á öðrum tlmum í síma 551 7263. Félagsstjórn MÍR. HÁMARKS ÁRANGUR s: 557 2450 • www.sigur.is DULSPEKI #Sálarrannsókna- félag Suðurnesja Skyggnilýsingafundur María Sigurðardóttir, miðill, verður með skyggnilýsingafund í húsi félagsins, Víkurbraut 13 í Keflavík, sunnudaginn 19. sept- ember kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 20.00. Allir velkomnir. Stjórnin. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Huglækningar, sjálfsuppbygg- ing, áruteiknun/2 form. Uppl. í síma 562 2429 f.h. Miðlun — spámiðlun Lífsins sýn úr fortíð í nútíð og framtíð? Tlmapantanir og upp- lýsingar í síma 561 6282. (Ath. breytt símanúmer). Geirlaug. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1 * 1809178’/! = Reikn. september Er þér sama um börnin? Hvað verður um börnin? Vilt þú hafa áhrif á framtíð þeirra? Þá stendur þér til boða helgar- námskeið sem hefst föstudaginn 17. september kl. 20.00 í hús- næði Vegarins á Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kennarar eru Eva Nordsen frá Svíþjóð og Aina Laukhammerfrá Noregi. Allir hjartanlega velkomnir. www.vegurinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.