Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 46 list hans. Þó fór svo að lokum að ég flutti fyrirlestur um tónskáldið vegna söguverkefnis (að sjálfsögðu að áeggjan Jóhannesar) og áttaði mig þá á því að hér var um „merki- legan karakter" að ræða, eins og Jóhannes orðaði það - alveg eins og hann var sjálfur. Eg færi Jóhannesi mínar hjart- ans þakkir fyrir alla þá alúð og hlýju sem hann sýndi mér til hinsta dags. Blessuð sé minning Jóhannesar Jónassonar. Sigrún Brynja. „Heyrðu Jói lögga. Geturðu lyft rúminu þínu alveg upp svo nefið á þér klessist við loftið,“ spurði sonur minn, þegar hann sá Jóhannes lyfta sér upp í rafknúnu sjúkrarúminu. Þetta var í síðustu heimsókn minni til Jóhannesar á Vífilsstaði. Við hlógum báðir að athugasemd pilts- ins og ég sagði: „Heldur þú að Jó- hannes sé eins og Chaplin í Einræð- isherranum?" Þar með var tónninn gefinn og upphófust bráðskemmti- legar samræður um Chaplin, Bust- er Keaton og fleiri. Kvikmyndir voru eitt af aðaláhugamálum okkar Jóhannesar. Við höfðum séð flestar kvikmyndir sem hér höfðu verið sýndar allt frá miðri öldinni, bæði góðar og slæmar. Þekking Jóhann- esar á kvikmyndum var ótrúleg. Það var sama hvort rætt var um hálistrænar kvikmyndir eða þriðja flokks kúrekamyndir, Jóhannes ræddi um þær af jafnmiklum áhuga. Sagan bak við kvikmyndina, fróð- leikur um gerð hennar, leikaraætt- fræðin, ástamálin og hvað eina sem myndina snerti var látið fljóta með. Jóhannes hafði mjög gaman af að velta fyrir sér hvemig mynd hefði komið út hefðu aðrir leikarar verið í hlutverkunum. Það sem mér fannst svo skemmtilegt við hann var að hann gat notið hasarmynda eins og strákur og myndir Sylversters Stallone og Jackie Chan skemmtu honum jafn vel og myndir eftir Eisenstein og Fellini. Það gegndi öðru máli um tónlist- ina, áhugi hans þar var eingöngu á sígilda sviðinu. Þó sagði hann mér eitt sinn að hann hefði haft gaman af jazzinum fram að Miles Davis, sem honum þótti of kaldur, og að fyrir margt löngu hefði hann verið Úiðhollari RoUing Stones heldur en Bítlunum. Eg kynnist Jóhannesi fyrir um 15 árum, þegar áhugi minn á óperum var að vakna. Þá vann hann í Hljóð- færahúsinu við hliðina á Stjömu- bíói. Það var ómetanlegt að njóta leiðsagnar hans við val á tónlist og flytjendum. Hann hélt oft langa og fróðlega fyrirlestra um kosti og galla hverrar útgáfu, svo manni þótti jafnvel nóg um. Það var gaman að ræða við hann og alltaf kom ég fróðari af hans fundi. Stundum fannst mér það jafnvel óþægUegt, því mér fannst ég vera frekar þiggjandi en gefandi í okkar samræðum. Einhvem tímann vomm við að ræða um málaralist og hugsaði ég að gaman væri að snúa dæminu við, og ég segði honum eitt- hvað sem hann ekki vissi. Eg fór að tala um yngri myndlistarmenn, sem ég var hrifinn af og hélt að nú hefði ég pálmann í höndunum. Því var ekki að heilsa, Jóhannes kannaðist við þá flesta. Þá spurði ég hann hvort hann hefði gaman af list þess- ara manna. Svar hans er mér mjög minnisstætt og hefur orðið mér til umhugsunar hlutverk lista. Jóhann- es svaraði: „Nei, ekki get ég nú sagt það, en það verður að viðurkennast að þeir em hluti af sögunni." Svona gat hann lagt óhlutlægt og sagn- fræðilegt mat á hlutina. Eitt aðaleinkenni Jóhannesar var hjálpsemi hans og greiðvikni. Hvenær sem tU hans var leitað brást hann vel við og hætti ekki fyrr en honum þótti fullreynt. Fékk ég margsinnis að njóta þessa. Ég og fjölskylda mín þökkum fyr- ir okkur, þökkum gefandi kynni og einlæga vináttu hans. Sigurður Örlygsson. Miðvikudaginn 8. september hringdi Elín Mjöll, systir Jóhannes- ar, í mig og tjáði mér að hann væri látinn. Lát hans kom mér ekki beint á óvart því heUsufar hans hafði ver- ið bágborið um skeið. Félagatengsl og vinskapur okkar Jóhannesar hef- ur nú staðið óslitið í þrjá áratugi og því langar mig til að minnast hans fáum orðum. Upphafið var að þá fór Jóhannes að birtast á æfingum glímudeUdar KR. Fljótlega kom í ljós að þessi vörpulegi maður hafði ýmsar góðar hugmyndir fram að færa um nýbreytni á vegum glímunnar. Á miðjum áttunda áratugnum beittum við okkur fyrir því sem for- ystumenn deUdarinnar að fá tU landsins WUly Baxter, skoskan fangbragðamann, tU að kenna hér- lendum ólympísk og grísk-róm- versk fangbrögð. Nokkur hópur glímumanna æfði þessi fangbrögð af áhuga en ekki varð framhald á vegna tregðu forstöðumanna glímunnar að viðurkenna hið er- lenda fang. Áratug síðar þegar glímumenn hófu utanferðir og keppni í þjóðleg- um fangbrögðum Skota, Englend- inga og Frakka var Jóhannes aðal- maðurinn í því öUu, enda afar vel tU þess fallinn, málamaður góðvu-, van- ur fararstjóri og félagsmálamaður og hafði ódrepandi áhuga á hvers konar fangbrögðum sem íslending- ar gætu stundað. Það kom af sjálfu sér að Jóhannes veitti forstöðu nefnd GLI um erlend samskipti sem voru geysimildl á þessum tíma. Svo þegar við glímumenn gengum í stjórn IFCW (Keltneska fang- bragðasambandsins) 1987 var Jó- hannes okkar forsvarsmaður enda sá hinn sami WUliam Baxter þá for- maður samtakanna. Jóhannes varð glímudómari 1975 og hafði talsvert til málanna að leggja þegar var verið að endur- skoða lög og leikreglur sambands- ins. Það kom af sjálfu sér að þegar stofnað var Glímudómarafélag ís- iands 1986 gerðist hann fyrsti for- maður þess og leiddi það fyrstu ár- in. Jóhannes sótti marga fundi og þing sem forsvarsmaður glímu- manna bæði hér heima og erlendis og var ófeiminn við að leggja sitt pund á vogarskálina. Hann var full- trúi glímunnar í ólympíunefnd allt tU loka þeirrar nefndar og sat all- mörg íþróttaþing. Það kom í hans hlut að sækja ársþing Alþjóða fang- bragðasambandsins (FILA) í Róm 1989 þegar gengið var frá inngöngu Glímusambandsins og hélt hann þá tölu sem vakti talsverða athygli um sögulega heimUdasöfnun GLÍ á þjóðlegum fangbrögðum um allan heim sem Þorsteinn Einarsson hef- ur tekið saman. Ég á margar góðar minningar frá heimsóknum tU Jóhannesar á Rauðalækinn og þar var vel veitt í mat og drykk hvort sem var á jól- um, áramótum eða um þorrann. Þar átti Jóhannes notalegt heimili ásamt Kollu, eiginkonu sinni, og Sigrúnu, stjúpdóttur. Jóhannes var afar stoltur þegar Sigrún útskrifað- ist úr lögfræði og líktist helst litlum dreng, slík var ánægjan þegar hann var að kaupa og afhenda henni út- skriftargjöfina. Nú er Jóhannes far- inn og nú verður bið á að síminn hringi og hans djúpa rödd segi: „Halló, hvar ertu staddur núna?“ Næst þegar hann hringir verð ég væntanlega á sama stað og hann og þá verður óþarfi að spyrja. Ég vU votta Elínu Mjöll, systur hans, og öðrum aðstandendum sam- úð. Um leið og ég kvéð kæran vin vU ég sem fyrrverandi formaður Glímusambandsins og núverandi formaður Glímudómarafélags ís- lands þakka margvísleg störf hans að málefnum glímunnar og sam- starf okkar að þessum málum um áratuga skeið. Rögnvaldur Ólafsson. Kveðja frá Landssambandi lögreglumanna Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. En þó eru sumir sem láta sér lynda það að lifa úti í horni, óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. Pá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst í líku hlutfalli og Methúsalem og Pétur. (Tómas Guðmundsson) Þessar ljóðlínur Tómasar Guð- mundssonar koma oft upp í hugann, þegar samferðamenn eru kvaddir. Æviárin eru mismörg og æði mis- jafnt hve miklu við komum í verk. Jóhannes Jónasson naut ekki langr- ar ævi en hann kom miklu í verk, var hafsjór fróðleiks og áhugamálin nær ótæmandi. Hann var lands- kunnur fyrir þátttöku sína í spum- ingakeppnum og nú síðast sem full- trúi Islendinga í Norrænu keppn- inni „Kontrapunkten". Jóhannes hafði mikinn áhuga á félagsmálum sinnar stéttar, hverju nafni sem þau nefndust. Hann hefur eflaust haft þetta í blóðinu enda var faðir hans, Jónas Skjöldur Jónas- son, einn aðalhvatamanna að stofn- un Landssambands lögreglumanna árið 1968 og formaður þess fram til ársins 1982. Árin þar á undan hafði hann verið í forystu Lögreglufélags Reykjavíkur og félagsleg málefni því verið Jóhannesi nærtæk um- ræðuefni á yngri árum. Samferða- menn Jóhannesar nutu góðs af því að hann var víðlesinn og stálminn- ugur. Nærvera hans var nauðsynleg þegar færa þurfti kröfur og rök- stuðning í texta og oftar en ekki setti hann undir lekann þegar ekki var nógu skýrt að orði kveðið. Þau eru ófá skiptin sem við höfum setið á rökstólum undanfarin ár eða skipst á skoðunum símleiðis um málefni líðandi stundar. Hvorugur ætlaðist til þess af hinum að við værum sammála um markmið og leiðir en báðir ákveðnir í að eiga síð- asta orðið. Það skipti ekki öllu hvor hafði betur, skoðanaskiptin urðu til þess að kostir og gallar voru krufnir til mergjar. Jóhannes sóttist ekki sérstaklega eftir því að vera til- nefndur í stjómir eða nefndir en bauð jafnan fram aðstoð sína ef á þyrfti að halda. Aðstoðar var oftar en ekki leitað og býður mér í grun að Jóhannes hafi í reynd tekið þátt í starfí fleiri nefnda og vinnuhópa með óbeinum hætti en formlegum. Jóhannes hafði oftast vindinn i fangið við úrlausnir þeiira félags- legu viðfangsefna sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var tillögugóður og hafði lag á að afla hugðarefnum sínum fylgis. Hann hafði ríka rétt- lætistilfinningu og var ráðagóður þeim sem hann taldi sæta ósann- gjamri málsmeðferð. I málflutningi sínum um fagleg málefni lagði hann mikið upp úr félagslegu þjónustu- hlutverki lögreglunnar, ekki síst varðandi bamavemdarmál og að- búnað drykkjusjúkra. Hann sagði skoðanir sínar tæpitungulaust og hafði lag á að krydda þær hóflegu háði. Kímnigáfa hans er eftirminn- anleg, þá list að geyma rúsínuna í pylsuendanum, kunni hann betur en margir aðrir. Lögreglumenn sjá á bak góðum starfsfélaga og vini. Spor hans liggja víða og munu halda minningu hans á lofti um ókomin ár. Fyrir okkar hönd þakka ég samstarf, vin- áttu og óeigingjamt starf í þágu samtaka okkar. Systur hans, Élínu Mjöll, ættingjum og vinum votta ég dýpstu samúð. Jónas Magnússon, formaður LL. Það er mikill sjónarsviptir að Jó- hannesi Jónassyni. Hann var slíkur fróðleiksbmnnur, að samneyti við hann jafnaðist á við að eiga aðgang að alfræðibókum á margvíslegustu sviðum. Þessum fróðleik og frjóum hugljómunum sínum, sem þar af spunnust, miðlaði hann stöðugt og oftar en ekki á þann hátt að hann setti viðmælandann í stöðu þess er geta skal hvað koma muni, líkt og í fomkvæðunum. Við Jóhannes kynntumst um það leyti sem ég vann að því fyrir hönd Listahátíðar í Reykjavík að koma á sýningu Niflungahrings Richards Wagners á Listahátíð 1994. Sýning þessi varð til að þjappa saman öllum sönnum áhugamönnum um Wagner, sem áður höfðu mest verith- hver í sínu homi. Á málþingi, sem haldið var í tengslum við sýninguna, var Jóhannes í hópi þeirra fræði- manna, sem fengnir vora til að tala og hélt þá afar sköruglega, kraft- mikla ræðu um mikilvægi íslenskra fombókmennta fyrir gerð Niflunga- hringsins. Hann lýsti því m.a. yfir, að Niflungahringur Wagners væri dýrasti tollur sem íslenskri menn- ingu hefði verið goldinn. Marga rak í rogastans yfir fullyrðingum Jó- hannesar, en aðrir fengu þarna staðfestingu grunsemda sinna um þau miklu áhrif sem Eddumar,’ Völsungasaga og Þiðrekssaga höfðu á Richard Wagner. Nú þegar fyrir dymrn liggur útgáfa á niðurstöðum rannsókna dr. Ama Bjömssonar um þetta efni er vert að benda á ómetanlegan þátt Jóhannesar, en það var einkum honum og Jóhanni J. Ólafssyni stórkaupmanni að þakka að þessar rannsóknir Áma urðu að veruleika. Árið 1995 tók ég þátt í því með Ama Tómasi manni mínum, Jó- hannesi og öðru góðu fólki að koma á fót Richards Wagners félagi á ís- landi. Er félagið var stofnað í des SJÁ NÆSTU SÍÐU t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓN VIGFÚSSON frá Holti í Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugar- daginn 18. september kl. 10.30. Sigurður Jónsson, Ásta Arnmundsdóttir, Vigfús Jónsson, Hrönn Baldursdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Ástkær móðir okkar, amma og langamma, JÓNA FRIÐRIKSDÓTTIR, Hólavöllum 18, Grindavík, lést miðvikudaginn 15. september. Minningarathöfn verður í Grindavíkurkirkju mánudaginn 20. september kl. 17.00. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd systkina, Katrín Frigg Alfreðsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VIOLA PÁLSDÓTTIR, Hlíðarvegi 44, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 18. september kl. 14.00. Kristinn Rögnvaldsson, Eivor Jónsson, Guðrún Sonja Kristinsdóttir, Baldur Benonýsson, Margrét Ragna Kristinsdóttir, Sigurður Már Sigmarsson, Katrín Kristinsdóttir og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, EIRÍKS H. GUÐNASONAR fyrrv. tollvarðar, Jökulgrunni 7, Reykjavík, sem lést föstudaginn 10. september, fer fram frá Áskirkju í dag, föstudaginn 17. september, kl. 13.30. Bryndfs Tómasdóttir, Sólveig Eiríksdóttir, Eiríkur Eiríksson, Marie M. Eiríksson, Auðunn Eiríksson, María Sighvatsdóttir og barnabörn. t Systir mín og amma okkar, BERGLJÓT BENJAMÍNSDÓTTIR, er látin. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 24. september kl. 10.30. Jósefína og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.