Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Rommí aftur á
fjalirnar
GAMANLEIKRITIÐ Rommí verð-
ur nú aftur sett á fjalirnar í Iðnó
föstudaginn 17. september að loknu
sumarfríi. Áætlað er að sýna leikrit-
ið 1-2 sinnum í viku.
Rommí var frumsýnt í Iðnó föstu-
daginn 4. september í fyrra. I hlut-
verkum Fonsíu og Wellers eru ein-
hverjir ástsælustu leikarai- þjóðar-
innar, þau Guðrún Ásmundsdóttir
og Erlingur Gíslason. Hlutu þau
bæði afbragðs dóma allra gagn-
rýnenda sem voru sammála um að
bæði fari þau á kostum í þessari ein-
lægu sýningu, segir í fréttatilkynn-
ingu. Leikstjóri er Magnús Geir
Þórðarson. Leikmynd hannaði
Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing
er í höndum Lárusar Bjömssonar
og frumsamin tónlist er eftir
Skárr’en ekkert. Þýðandi er Tómas
Zoéga.
Listaháskólinn
verði í mið-
borginni
Á FUNDI Menningarmálanefndar
Reykjavíkur þann 15. september
1999 var gerð svohljóðandi bókun:
„Menningarmálanefnd lýsir
stuðningi við óskir stjómenda
Listaháskóla íslands um að skólan-
um verði fundinn staður í miðborg
Reykjavíkur í nálægð við helstu
stofnanir menningar- og listalífs í
landinu og æðstu menntasetur.
Menningarmálanefnd hvetur alla
aðila málsins, ríki, borg og forsvars-
menn skólans, til að leggjast á eitt
um að finna þessu máli farsæla
lausn.“
Þórður Hall
sýnir í Osló
ÞÓRÐUR Hall opnar málverka-
sýnmgu í dag, laugardag, í Gall-
erí ísland, Welhavensgate 14 í
Ósló. Á sýningunni eru 25 olíu-
málverk, öll unnin á síðustu
tveimur árum.
Þórður hefúr haldið margar
einkasýningar og tekið þátt í
Ijölda samsýninga víða um heim.
Verk eftir Þórð eru í eigu helstu
listasafna hér á landi og víða er-
lendis.
Gallerí ísland flutti núna í
september í nýtt og stærra hús-
næði í miðborg Óslóar, nálægt
Konungshöllinni. í fréttatilkynn-
ingu segir að í vetur verði haldin
menningarkvöld í húsakynnum
gallerísins.
Sýning Þórðar stendur til 3.
október.
LIST OG
HÖJVMJJV
Listhnsið Kambur
Rangárvallasýslu
BYGGINGARFRÆÐI/
KRISTALFORM/
SJÁLFBÆRIR FERLAR
ÓLAFUR ELÍASSON
EINAR ÞORSTEINN
ÁSGEIRSSON
Opið alla daga frá 14-18. Lokað mið-
vikudaga. Til 3. október. Aðgangur
ókeypis.
ÓVENJULEGT boðskort barst
mér í hendur á dögunum, skrifað
á ensku í Berlín en póstlagt í
Kaupmannahöfn. Var verið að til-
kynna opnun sýningar að Kambi
fjórða september, en barst mánu-
daginn 6. svo lítið varð um skjót
viðbrögð listrýnisins í það sinnið.
Boðið var ítrekað með faxi þriðju-
daginn fjórtánda og var þá haldið
þangað samdægurs vegna fyrir-
heita um markverða sýningu er
færi annars hjá garði.
Um er að ræða kynningu á
samstarfi þeirra Ólafs Elíassonar
sem er hugmyndafræðingur á far-
aldsfæti og hönnuðarins Einars
Þorsteins Asgeirssonar, sem situr
við sína útreikninga á sínum
rassapúða og framkvæmir hug-
myndir listamannsins víðförla.
Óþarft að kynna þessa tvo menn,
Ólafur er um þessar mundir ein
okkar, raunar einnig og kannski
frekar Dana, skærasta stjarna á
listhimninum ytra, en Einar Þor-
stein þekkja allir fyrir kúluhús sín
og meistaralega hönnuð og frum-
leg tjöld.
Samstarf þeirra félaga hófst
1996, og er enn á fullu, rétt að
reifa lítillega og orðrétt grunn
þess og hugmyndir vísindamanns-
ins Einars Þorsteins, sem er jafn-
Hugmynd Ólafs Elíassonar útfærð af 100% stærðfræðilegri
nákvæmni af vísindamanninum Einari Þorsteini Ásgeirssyni.
framt rithöfundurinn í fléttunni:
„í gegnum orku nokkurra ein-
staklinga ryðjast ávallt framrásir
nýhugsunar í samtímahugsun
menningarinnar - með eða án vilja
hennar eða „gæslumanna“ henn-
ar. Enda þótt að slíkt eigi sér
jafnt stað innan mismunandi fag-
deilda hennar þá munu menn þó
sammála um það að listgreinarnar
eigi hér hvað stærstan hlut að
máli. Og að þetta sé þegar á allt
er litið jafnvel þeirra eina sanna
verkefni. Neikvætt dæmi um slíkt
eru hugmyndir Edgars Allans
Poe hins mikla bölsýnisskálds um
Big Bang - eða Miklahvell - um
miðja nítjándu öldina. Þá svart-
sýnishugsun hefur menning okkar
þurft að lifa við eftir að vísindin
tóku síðar upp þessa hugmynd og
löguðu óljósar uppgötvanir sínar
að henni - eins og oft vill gerast.
Frá sjónarhóli mínum eru
straumrof nýrra uppbyggjandi
hugmynda þeirra - sem beinast
gegn forstokkuðum viðhorfum
menningarinnar - alger forsenda
góðs mannlífs og jafnvel alls jafn-
vægis í flókinni tilveru mannkyns-
ins alls. Það breytir engu þar um
að þetta síauma ástand menning-
arinnar - byggt á hagsmunaótta
einstaklingsins um sitt og sína -
er auðvitað einnig byggt á grund-
vallarmisskilningi. - Og því tek ég
hverjum þeim fegishendi sem
heppnast það að grafa nýjar
straumrásir í kviku menningar-
innar.“
Þá segir Einar Þorsteinn enn-
fremur; að þótt það liggi ef til vill
ekki í augum uppi í yfirborðs-
mennsku nútímans, hafi samvinna
þeirra Ólafs Elíassonar frá upp-
hafi byggst á þessum grunni.
Ekki spilli, að Ólafur hafi með
verkum sínum einkar vel náð að
tengjast menningarstraumum
fjölmargra þjóðlanda og skapa sér
nafn sem horft er til: Því meiri
nýhugsun, því betra mannlíf og
um víðari völl, það er hið gullna
lögmál hans... - Málið sýnist
nokkuð flókið á yfirborðinu, að
auk eru allir veggir þaktir flókn-
Fimmföld samhverfa fjórfiötunga.
Kvasikristallaathugun.
Kristallaform.
ÞRIVIÐ RUMFRÆÐI
um útreikningsformúlum Einars
Þorsteins, þar sem hann gengur
út frá hugmyndum Ólafs og mark-
ar þeim bás í byggingarfræði
náttúrunnar. En smám saman
fara mál að skýrast og upp rennur
ljós fyrir skoðandanum, hann er
sem sé staddur í heimi þar sem
byggingarfræði og orkulögmál
náttúrunnar eru rannsökuð og
hagnýtt til hins ítrasta. Hér var
Eliel Saarinen mikill brautryðj-
andi, er hann stofnaði hinn víð-
fræga skóla sinn í Ann Arbor,
Michigan, og leitaði til gróðurrík-
is náttúrunnar eftir hugmyndum.
Hafði áður gert garðinn frægan
langt út fyrir landamæri Finn-
lands, þar sem hann sótti efni í
byggingar sínar í möttul finnskr-
ar náttúru, grjót, torf og skóga,
undirstrikaði að byggingarlist er
ekki einungis hönnun og stærð-
fræði heldur einnig staðbundin
náttúrufræði
Rúmtaksvitundin er sem fyrr á
fullu í athöfnum Einars Þorsteins,
sem rannsóknir hans á
kvasikristöllum, fjórflötungum og
fimmfaldri samhverfu eru til vitn-
is um. Einn veggurinn er undir-
lagður kristallíkönum í öllum
mögulegum formunum þar sem
engin tilviljun kemst nærri, þró-
unin náskyld sjálfri lífskvikunni í
fullkomnun sinni.
Ferlið fer þannig fram, að Ólaf-
ur teiknar hugmyndir sínar á blað
en reikni- og rúmtaksmeistarinn
tekur svo við. Hlýtur jafnt að vera
meira en lítið lærdómsríkt fyrir
óinnvígða sem lærða að setja sig
inn í þessi samvinnuverkefni
þeirra. Kannski finnst mörgum
þetta flókin og óframkvæmanleg
útópía, og víst er að hluti af bygg-
ingarfræði náttúrunnar eru tilvilj-
anir og niðurrif, en ávallt til full-
tingis og ávinnings gerjunar og
taki á sig nýjar myndir. Allt, hin
minnsta eining, er á hreyfingu
sem brotabrot allífsins. Ólafur vill
meina að Einar sé hluti af verki
sínu, en það má alveg eins orða
það svo, að Ólafur sé hluti af verki
Einars og útkoman óhugsandi án
samvinnu þeirra, fyrirbærafræði
Ólafs og rökhyggju Einars Þor-
steins.
Hér gildir að uppgötva og upp-
lifa rýmið, hagnýta sér orkuna
jafnt í gróðurríkinu í næsta ná-
grenni sem orku firrðarinnar, sól-
ina og veðráttuna á hverjum stað.
Til að lifa af í háskalegri veröld er
ekki til betri bandamaður en nátt-
úran sjálf og náttúruöflin allt um
kring. Það útheimtir víðtækar
rannsóknir á sjálfbærum ferlum
eins og hér á sér stað, og mann-
gerðir hlutir af öllu tagi eru
dauðadæmdir án þess að tekið sé
tillit til þessara þátta og þeir eigi
sér samhljóm í allífinu.
Forvitnir um nýhugsun og
betra mannlíf eiga vissulega er-
indi að Kambi, hér er ekki um að
ræða trúboð af neinu tagi, heldur
blákaldar staðreyndir verundar-
innar. Alveg rétt að sýningin að
Kambi sé stórmerkileg, og list-
húsið hýsir í látleysi sínu gilt til-
legg í umræðu dagsins. Við bætist
aksturinn frá afleggjaranum aust-
an við Þjórsárbrú, með lífrænt út-
sýni vítt yfir fagra sveit og mikil-
fenglegt land.
Bragi Ásgeirsson
Bókastefnan
í Gautaborg
Sýningum lýkur
Nýlistasafnið
SÝNINGUNNI .7/6 í, Jýýlistasafninu
Vatnsstíg 3b, lýkur nú á súnnudag
Sýningin er samsýning sjö lista-
manna frá Austurríki og 6 frá Islandi.
Sýnendumir eru Gilbert Bretter-
bauer, Josef Danner, Manfred
Erjautz, Fritz Grohs, Michael Kienz-
er, Werner Reiterer og Michaela
Math, Ásmundur Ásmundsson, Mar-
grét Blöndal, Birgir Andrésson, Har-
aldur Jónsson, Ósk Vilhjálmsdóttir
og Pétur Öm Friðriksson,
Sýningin er opin daglega frá 14-18
nema mánudaga og stendur til 19.
september.
BÓKASTEFNAN í Gautaborg hófst í
gær, fimmtudaginn 16. september,
með formlegri setningarræðu þýska
rithöfúndarins Martin Walser.
Walser (f. 1927) sem er talinn einn
mikilvægasti höfundur eftirstríðsár-
anna í Þýskalandi, hefur skrifað 14
skáldsögur ásamt röð smásagna, leik-
rita, ritgerða og greina. Á síðastliðnu
ári hlaut hann friðarverðlaunin
„Fridenspreis des Deutchen
Buchhandels“ iyrir að hafa endur-
kynnt Þjóðverjum heimaland sitt og
Þýskaland umheiminum. Síðdegis
hélt Walser einnig fyrirlestur undir
titlinum „Wie men ein buch schreibt".
Óvenju margir þýskumælandi höf-
undar eru á stefnunni í ár og á sýn-
ingarsvæðinu breiða forlög frá Sviss
Gautaborg. Morgunblaðið.
og Bretlandi hvað mest úr sér af er-
lendum forlögum. Sýning íslenskra
útgefenda nýtur sín vel, undir stjóm
Önnu Einarsdóttur. Þar má sjá bæk-
ur frá einum tíu forlögum „eiginlega
allar nýjustu bækur íslenskra höf-
unda, bæði þær sem komu út í vor og
þær sem komu fyrir jólin í fyrra“,
sagði Anna þegar hún var búin að
prýða sitt svæði með bókum og
myndum.
í dag, fostudag, kl. 16-16.45 munu
Gyrðir Elíasson og Þórarinn Eldjám
tala út frá „töfraraunsæi íslenskra
bókmennta" m.a. um draum og raun-
veru í bókum sínum og um „sögueyj-
una“ sem bókmenntalegt umhverfi,
samkvæmt kynningu. Fyrir umræðu-
fundinum standa forlögin Mál og
menning og Vaka-Helgafell en
stjómadi verður Ulf Örnkloo.
Á sunnudaginn þann 19. september
kl. 11.30 mun Auður Magnúsdóttir
sagnfræðingur halda iyrirlestur útfrá
þeirri goðsögn sem er viða vinsæl: að
konur víkingatímans hafi verið sterk-
ari og sjálfstæðari en konur eftir
kristnitöku. „Þetta verður stuttur
fyrirlestur í léttum dúr,“ segir Auður.
Aðspurð segir hún fátt styðja goð-
sögnina, „sjálfstæði kvenna var háð
stéttarstöðu, rétt eins og sjálfstæði
karla... og hvemig lýsti sér t.d. styrk-
ur Melkorku? Það er sagt hún hafi
þagað!“