Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Langholtskirkja. þessar mundir. Auk tónleikahalds stendur Listvinafélag Hallgríms- kirkju fyrir myndlistarsýningum í forkirkjunni og var sýning Jóns Ax- els, Himinn og jörð, opnuð sl. sunnudag. A heimasíðu kirkjunnar: www.hallgrimskirkja.is er hægt að fá nánari upplýsingar um starfið í kirkjunni svo og í síma 510 1000, en kirkjan er opin alla daga frá kl. 10 til kl. 18. Það er von allra þeirra sem koma að starfinu í Hallgrímskirkju að sem flestir finni þar eitthvað við hæfi til að styrkja trúna og auðga andann. Sigurður Pálsson, Jón Dalbú Hróbjartsson. Frá Grafar- vogssöfnuði NU þegar um þrír mánuðir eru til aldamóta hefst vetrarstarf kirkj- unnar. Það er eitt af því skemmti- legasta við haustið að þá hefst á nýjan leik allt félagsmálastarf eftir sumarleyfi. Við í Grafarvogssöfnuði viljum með þessari fréttatilkynn- ingu kynna helstu þætti þess, undir yfirskriftinni „Með Kristni inn í nýja öld“. Fyrst viljum við nefna starfið við að byggja upp kirkjuna okkar. Það heiur gengið vel og verður hún vígð eftir níu mánuði, hinn 18. júní árið 2000. Vakin er at- hygli á því að enn er möguleiki á að gefa steina í klæðninguna, sem minningargjöf til kirkjunnar. Guðsþjónustur: Barnaguðsþjón- ustur hefjast sunnudaginn 19. sept- ember nk. kl. 11 í Grafarvogskirkju og Engjaskóla. Aimennar guðsþjónustur á sunnudögum kl. 14 í Grafarvogs- kirkju og einu sinni í mánuði í Engjaskóla fyrir ái'amót, síðan í nýjum hátíðarsal Rimaskóla eftir áramót. Yngribarnastarf: Starf KFUM og K verður áfram í vetur fyrir stúlkur á aldrinum 9-12 ára á þriðjudögum kl. 18-19 og hefjast fundirair 28. september nk. Fyrir drengi á aldrinum 9-12 ára er starf- ið á miðvikudögum kl. 17.30-18.30 og hefjast fundirnir hjá þeim 29. september næstkomandi. Nýbreytni: c„Kh-kjukrakkar“ í Rimaskóla annars vegar og í Engjaskóla hins vegar, semsagt tveir hópar. Sérstakur hópur verð- ur í vetur fyrir böm á aldrinum 7-9 ára. Yfirskrift þess starfs er „Kirkjukrakkar" og hefjast fund- irnir í lok september og verða þeir nánar auglýstir síðar. Æskulýðsfélög: Félagið mun á komandi vetri starfa í þremur deildum. Fyi-ir nemendur 8. bekkj- ar verða fundir á fimmtudagskvöld- um frá kl. 20-22 og hefjast þeir í lok september næstkomandi í kirkj- unni. Fyrir ungt fólk á aldrinum 16- 18 ára verða æskulýðsfundir tvisvar í mánuði á fimmtudags- kvöldum kl. 20-22 og fyrir ungt fólk á aldrinum 18-20 ára verða fundir tvisvar í mánuði á fimmtudags- kvöldum kl. 20-22 og hefjast fund- imir í lok september. Nýbreytni: í Engjaskóla verða vikulegir æskulýðsfundir unglinga úr Engja-, Staðar-, Borgar-, Víkur- og Rimahverfi, en auðvitað eru allir unglingar úr Grafarvogi hjartan- lega velkomnir. Fundirnir verða á miðvikudagskvöldum frá kl. 20-22 og munu þeir hefjast í byrjun októ- ber og verða í Engjaskóla eins og áður segir. Mömmumorgnar: Starfið hjá þeim hefst fimmtudaginn 16. sept. kl. 10-12 í Grafarvogskirkju og eru þeir vikulega. Dagskráin er fjöl- breytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi samverustundir. Kyrrðarstundir: Kyrrðarstundir í Grafarvogskirkju verða í hádeg- inu á miðvikudögum ld. 12 með alt- arisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð. Allir vel- komnir. Stundirnar hefjast 6. októ- ber nk. Æðruleysismessur verða á dag- skrá vetrarins. Námskeið Sr. Önnu Sigríðar Pálsdóttur verður eftir áramót og fjallar um að „búa einn“. Safnaðarfélagið: Hjá því er að hefjast tíunda starfsárið, en starf- semi félagsins hefur haft góð áhrif á allt safnaðarstarfið. Félagið er öllum opið, konum og körlum, og eru félagsgjöld engin. Fundir fé- lagsins eru fyrsta mánudag í hverj- um mánuði og er dagskrá þeirra fjölbreytt. Fyrsti fundurinn verður mánudaginn 4. október kl. 20.30 í kirkjunni. Gestur fundarins verður Höskuldur Frímannsson, mun hann flytja erindi sem heitir „Láttu drauminn rætast". Einnig verður vetrarstarfið kynnt. Eldri borgarar: Þátttakendum í þessu starfi fer fjölgandi og er það von okkar að enn bætist í þennan góða hóp. Eldri borgarar hittast í kirkjunni á hverjum þriðjudegi kl. 13.30, en starfið hefst með því að farið verður í haustferð að Sólheim- um í Grímsnesi þriðjudaginn 28. september kl. 10 og er mæting við Grafarvogskirkju. Skráning í ferð- ina er í síma 587-9070 á milli kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga. Sorgarhópur: Hópur sem hittist reglulega í nokkrar vikur og fjallar um sorg og sorgarviðbrögð mun starfa í vetur, líkt og síðastliðna vetur. Prestar kirkjunnar sjá um skráningu í hópinn og hefst starfið mánudaginn 31. janúar 2000 kl. 20 og verður tíu næstu mánudaga þar á eftir. Bænahópur: Á hverju sunnu- dagskvöldi kl. 20 hittist bænahópur í kirkjunni og er hann öllum opinn. Al-Anon: Al-Anon er með fundi á föstudagskvöldum kl. 20:00 og AA- hópur hittist á laugardagsmorgnum kl. 11 og sunnudagsmorgnum kl. 11:00 í Lionssalnum í kirkjunni. Fermingarbörn: Væntanleg fermingarböm eru beðin að mæta samkvæmt stundaskrá vikuna 19,- 25. september, og eru tímasetning- ar tilkynntar í viðkomandi skólum. Kirkjukórar: Kirkjukórinn hefur þegar hafið vetrarstarfið undir stjórn Harðar Bragasonar, org- anista og kórstjóra. Mun Sigrún Þórsteinsdóttir organisti einnig starfa með kórnum. Kórinn, sem er orðinn fjölmennur, getur þó enn bætt við góðum karlaröddum. Stór verkefni eru framundan, meðal annars tónleikar og vígsla kirkj- unnar 18. júní 2000. Barnakór og Unglingakór: Hafa hafið vetrarstarfið undir stjórn Oddnýjar J. Þorsteinsdóttur, kór- stjóra og organista. Bamakórinn er fyrir börn frá sjö ára aldri og er hægt að bæta við nýjum meðlimum, æfingar eru á mánudögum kl. 16.30. Unglingakórinn er með æf- ingar á fimmtudögum kl. 18. Starf kóranna hefur verið blómlegt og fjölbreytt. Skemmtileg verkefni eru framundan, m.a. tónleikar og vígsla kirkjunnar. Kirkjusel: Þessa dagana er verið að vinna að því að koma upp „Kirkjuseli" í Engjahverfi. Þar hef- ur tekist góð samvinna við borgar- yfirvöld. Ráðinn hefur verið til safnaðar- ins Guðrún Karlsdóttir guðfræð- ingur, og mun hún ásamt prestun- um hafa yfirumsjón með æskulýðs- starfi kirkjunnar. Símatímar prestanna eru frá kl. 11-12, þriðjudaga til föstudaga, og viðtalstímar eftir samkomulagi. Símanúmer Grafarvogskirkju er 587-9070 og 587-9080. Starfsmenn Grafarvogskirkju. Laugarneskirkja. Morgunbænii- kl. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplif- un fyrir böm. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Sjöunda dags aðventistar á fs- landi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Ben Maxson. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Lokað. Öllum beint til Reykjavíkur. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Lokað. Öllum beint til Reykjavíkur. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Lokað. Öllum beint tO Reykjavíkur. FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 39 Láttu það eftir þér! ÁRSKORT1 BORGARLEIKHÚSIÐ SU í Svtil Sýning í kvöld aðeins örfáar sýningar m'iSatizm WTiínixmvsjt Mlðasala f sfma Borgarleikhúsið 1??? - 2000 568 8000 JQ Nœsta sýning áunnudaginn kl. 14 Ævintyrið er hafið á ný f' 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.