Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 47
ÁSTA VIGDÍS
JÓNSDÓTTIR
+ Ásta Vigdís
Jónsdóttir
fæddist í Hafnar-
firði 12. maí 1920.
Hún Iést að EIli- og
hjúkrunarheimilinu
Sólvangi, Hafnar-
firði 10. september
síðastliðinn. Hún
var dóttir hjónanna
Sesselju Magnús-
dóttur frá Skuld, f.
1893, d. 1975 og
Jóns Gests Vigfús-
sonar er lengi var
gjaldkeri hjá Spari-
sjóði Hafnarfjarðar,
f. 1892, d. 1980. Systkini Ástu
eru: Steinunn, f. 1916j Magnús,
f. 1918; Sigríður Aslaug, f.
1922, d. 1994; Vigfús, f. 1923, d.
1991; Gunnar, f. 1925, d. 1997;
Jón Gestur, f. 1926; Sigrún, f.
1927; Haukur, f. 1929, d. 1930;
Haukur, f. 1931; Hörður, f.
1934; Guðmundur, f. 1935, d.
1988; Einar Þórir, f. 1938.
Hinn 11. október 1947 giftist
Ásta Viggó Sigurði Björgólfs-
syni, vélvirkja, f. 29. október
1916, d. 2. ágúst 1982. Foreldr-
ar hans voru: Björ-
gólfur Björgólfsson,
f. 1887, d. 1973 og
k.h. Katrín Vigfús-
dóttir, f. 1893, d.
1979. Börn Ástu og
Viggós eru: 1) Jón
Gestur, f. 1946,
kerfisfræðingur í
Hafnarfirði, kvænt-
ur Þorbjörgu Br.
Gunnarsdóttur.
Börn þeirra eru a)
Ásta Vigdís, f. 1967,
b) Sigríður Björk, f.
1972, c) Berglind
Vala, f. 1974, d)
Kjartan Freyr, f. 1980. 2)
Katrín Sigríður, flugfreyja, bú-
sett í Bandaríkjunum, gift
James Cantrell. Sonur hennar:
Viggó Þórir Þórisson, f. 1967. 3)
Vigfús Örn, bréfberi í Hafnar-
firði. Barnabarnabörn Ástu og
Viggós eru fjögur.
Heimili Ástu var alla tíð í
Hafnarfírði, lengst af á Hóla-
braut 13. _
Útför Ástu verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju f dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Það eru skrítnar tilviljanirnar í
þessu lífi. Þegar tengdafaðir minn
lést árið 1982 stóð þannig á að við
hjónin vorum ásamt börnum okkar
á ferðalagi um hálendið. Þetta var
fyrir tíma farsímanna og fréttum
við því ekkert um andlátið fyrr en
komið var til byggða tveimur dög-
um seinna. Nú þegar elsku
tengdamóðir mín lagðist banaleg-
una vorum við einnig á ferðalagi;
nú í Danmörku að heimsækja dótt-
ur okkar, alnöfnu ömmu sinnar, og
fjölskyldu hennar. Sem betur fer
náði eiginmaður minn heim í tíma
til að kveðja móður sína.
Á kveðjustund koma margar
hugsanir og minningar upp í hug-
ann. Eitt sinn mjög snemma í til-
hugalífinu sátum við hjónaleysin á
hljóðskrafi niðri í kjallaraherbergi
á Hólabrautinni, þegar allt í einu
dillandi, hljómmikill hlátur ómaði
um allt húsið og truflaði einbeit-
inguna. Æ, þetta er bara hún
mamma, sagði sonurinn sem fór og
kynnti mig fyrir glæsilegri konu
með tindrandi glaðleg augu. Þetta
voru fyrstu kynni mín af Ástu.
Seinna átti ég oft eftir að heyra
þennan dillandi hlátur, hlæja með
Ástu að einhverju græskulausu
gríni, hlusta á hana syngja, fara
með vísur og segja frá æskuárum
sínum. Þiggja góð ráð og leiðbein-
ingar um aðskiljanlegustu hluti.
En þótt kátína og glaðværð væri
vissulega ríkur þáttur í skapgerð
hennar þá held ég Ástu verði best
lýst sem konu er var einstaklega
vönd að virðingu sinni hvað við-
kom öllum þeim verkum sem hún
tók sér fyrir hendur og í allri fram-
komu og í öllu viðhorfi til lífsins og
samferðafólks. Þetta var arfur sem
hún tók með sér frá bernskuheim-
ilinu að Suðurgötu 5 í Hafnarfirði
þar sem hún ólst upp í skjóli góðra
og vandaðra foreldra í stórum hópi
tápmikilla og samheldinna systk-
ina. Og ekki hafði síður mótandi
áhrif á hana árviss sumarviðvera
fjölskyldunnar í Sléttuhlíð fyrir of-
an Hafnarfjörð, í nánum tengslum
við gróður og náttúru.
Ásta giftist Viggó S. Björgólfs-
syni, vélvirkja, sem ættaður var
úr Sandgerði, árið 1947 og hófu
þau búskap fyrst á Hverfisgötu
56 og síðan á Hólabraut 13 í
Hafnarfirði. Börnin urðu þrjú:
Jón Gestur, Katrín Sigríður og
Vigfús Örn. Þegar tímar liðu
fluttu tvö elstu börnin að heiman;
Jón Gestur stofnaði heimili í
Hafnarfirði en Katrín flutti ung
til Bandaríkjanna og hefur búið
þar síðan. Sonur hennar Viggó
ólst að mestu leyti upp hjá afa
sínum og ömmu. Yngsta barnið
Vigfús Örn var alltaf í foreldra-
húsum og eftir lát Viggós 1982,
héldu þau mæðginin heimili á
Hólabraut á meðan heilsa Ástu
leyfði.
Starfsvettvangur Ástu var alla
tíð heimilið. Húsmóðurstarfið var í
meðförum Ástu alvöru starf þar
sem gengið var að öllum verkum af
vandvirkni og trúmennsku og þar
sem verkefnum var skipulega rað-
að niður á vikudagana. En hús-
móðurstarfinu fylgdi ekki aðeins
það að annast þrif, þvotta og
matseld og sjá um líkamlega vel-
ferð fjölskyldunnar heldur ekki
síður að annast um og hlúa að upp-
eldi og bera umhyggju fyrir and-
legri vellíðan sinna nánustu. Ásta
var einstaklega óspör og ósínk á
báða þessa þætti og nutu ekki að-
eins börnin hennar og eiginmaður
góðs af, heldur líka barnabörn og
elskaðir foreldrar hennar þegar
aldurinn fór að sækja að þeim.
Svona var heimur Ástu tengda-
móður minnar; þar sem þau verk
sem manni var trúað fyrir voru
unnin af vandvirkni og virðingu,
þar sem skyldurækni og trú-
mennska við manns nánustu var
höfð í fyrirrúmi, þar sem aldrei
nokkru sinni var lotið svo lágt að
nota óvandað orðbragð eða tala
illa um samferðafólk. Sá heimur
sem nú blasir við okkur flestum;
þar sem heimilið er oft eins og
hálfgerð hornreka, sinnt i hjá-
verkum og þar sem fjölskyldur
sjást tæpast nokkurn tíma því allir
eru svo önnum kafnir í vinnu,
námi eða öðru því sem nútíma-
þjóðfélag krefst af þeim, þar sem
börnin eru meira eða minna á
stofnunum alla barnæskuna og
þar sem fólk, hvort sem er í fjöl-
miðlum eða í einkasamtölum, not-
ar stór orð og óvandaðan mál-
flutning, - var heimur sem Ástu
virtist kaldranalegur og framandi
og henni fannst stundum erfitt að
aðlagast.
Síðustu sex til sjö ár fór heilsu
Ástu mjög hrakandi. Hún dvaldi
síðustu árin á Hjúkrunarheimil-
inu Sólvangi og naut þar um-
hyggju og alúðar starfsfólks
þriðju hæðar, sem hér með er
þakkað fyrir.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir að hafa átt
Ástu að tengdamóður sem alltaf
var til staðar og alltaf tilbúin að
gefa af sjálfri sér og tíma sínum
eins lengi og heilsa og ki’aftar
framast leyfðu og vona að eitthvað
af hennar góðu mannkostum muni
lifa áfram í börnunum mínum - af-
komendum hennar.
Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir.
Elsku amma.
Samband okkar var alltaf sér-
stakt, kannski ekki síst fyrir það
að við voru alnöfnur. Það líða fyrir
hugskotssjónum mínum ótal heim-
sóknir á Hólabrautina og ferðir
upp í Sléttuhlíð.
Eg man eftir að fá að gista í
tjaldi út í garði með Viggó frænda,
nestuð með djús í brúsa og ótal
Andrés blöð. Ög ég man eftir því
að laumast inn um miðja nótt og
skríða upp í til ömmu.
Eg man eftir ótal skiptum sem
við báðum bænirnar saman. Alltaf
í réttri röð upp úr bænabókinni.
Ég man líka eftir því að halda
tískusýningar fyrir þig í gömlu
sparikjólunum þínum með refinn
um hálsinn. Man líka eftir því að
nokkrum árum seinna kom ég í
heimsókn til að fá þessa sömu
kjóla „lánaða" á ball.
Ég man eftir að borða vínar-
brauð og snúða með kaffinu. Og þú
baðst mig alltaf um að brjóta syk-
urmolann fyrir þig í tvennt. Það
gekk nú reyndar erfiðlega stund-
um. Og já, ekkert jafnaðist á við
rabarbaragrautinn þinn.
Ég man eftir ótal kvöldstundum
þegar þú varst að passa okkur
systurnar. Þær litlu voru sofnað-
ar, en ég fékk að vaka lengur af
því að ég var elst. Og þú sagðir
mér sögur frá því þegar þú varst
lítil.
Við áttum líka margar góðar
stundir við að lesa dönsku blöðin
saman í rúminu, sem endaði nú oft
með því að við sofnuðum báðar út
frá þeim.
Elsku amma. Nú ert þú sofnuð
svefninum langa.
Ég veit þú trúðir því að það væri
líf hinum megin. Ef svo er þá veit
ég að þú ert engill sem vakir yfir
mér og mínum.
Takk fyrir allt, elsku amma mín.
Þín
Ásta.
Það var síðastliðið miðvikudags-
kvöld að hringt var frá Hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi, þar sem amma
Ásta hafði dvalið síðastliðin sex ár.
Erindið var að láta okkur vita að
ömmu hefði hrakað mjög mikið.
Við systurnar fórum strax uppeftir
og sátum hjá henni ásamt fleiri
ættingjum jjær stundir sem hún
átti eftir ólifaðar í þessum heimi.
Við þökkum forsjóninni fyrir að
hafa fengið að eiga þessar stundir
hjá henni og hafa haldið í höndina
á elsku ömmu, þó að við værum
ekld vissar um hvort hún heyrði til
okkar eða vissi af nærveru okkar á
einhvern hátt.
Þegar við systurnar hugsum um
ömmu sjáum við hana fyrir okkur
eins og hún var þegar við komum
litlar stelpur í heimsókn á Hóla-
brautina, annaðhvort einar eða
með pabba eða mömmu. Amma
Ásta var sannkölluð dama í alla
staði og kenndi okkur margt gagn-
legt hvort sem það var varðandi
heimilisstörf eða hvemig ungar
stúlkur ættu að haga sér. Til dæm-
is kenndi hún okkur það að sönn
dama varalitaði sig aldrei á al-
mannafæri.
Það vom líka ófá skiptin sem
við fengum að skoða í fataskápinn
hjá ömmu eða í skartgripaboxið
hennar, þar sem ýmislegt fallegt
var að finna. Þar voru nælur,
slæður, silkihanskar, perlufestar
og loðkragar, en margt af því
hafði afi keypt fyrir hana á ferða-
lögum erlendis. Éyrir okkur stelp-
urnar var þetta heilmikill fjársjóð-
ur. Stundum fóm heilu dagarnir í
það að máta dressin hennar ömmu
og allt fíniríið sem fylgdi með. Á
meðan við mátuðum inni í svefn-
herbergi, sat amma inn í stofu
með kaffi í bolla og smávindil í
hendi og beið eftir okkur klædd-
um í nýjustu línuna úr fataskápn-
um hennar.
Amma vann ekki úti heldur hélt
heimili með myndarbrag þar sem
alltaf vora til smákökur í boxi og
rabarbarasultur og yfirleitt var
hún með eitthvað á prjónunum eða
heklunálinni öllu frekar. Dúkarnir
sem amma heklaði vom hreint í
listaverk. Hún gafst ekki upp á því
að reyna að kenna okkur systrun-
um að hekla og prjóna með mis-
jöfnum árangri. Við getum að
minnsta kosti báðar stoppað í
sokka, setjum ekki heklaða dúka á
röngunni á borð og við kunnum
líka að brjóta saman þvott eftir
kúnstarinnar reglum. Föst í minni
okkar er ennþá dæmisagan sem
hún sagði okkur af drengnum sem
braut ekki saman fötin sín áður en
hann fór að sofa og fann þau þess
vegna ekki þegar kviknaði i húsinu
og hann þurfti að hlaupa út.
Þótt amma væri oft að segja
okkur til var hún alltaf skemmti-
leg og til í að grínast, tók sjálfa sig
ekki hátíðlega og gat alltaf hlegið
að vitleysunni í okkur. Stundum
sátum við og spiluðum saman í
eldhúsinu og þá varð Svarti Pétur
oftast fyrir valinu. Þá var mikið
hlegið að þeim sem tapaði því sá
hinn sami varð að spila næstu um-
ferð með svartan öskublett á nef-
inu. Þetta fannst okkur ótrúlega
fyndið, sértaklega þegar amma
tapaði.
Við gætum endalaust haldið
áfram að rifja upp góðar minning- ^
ar sem við eigum um Ástu ömmu.
Við emm líka sannfærðar um það
að hún er komin á góðan stað hvar
sem sá staður er. Amma trúði á
guð og var natin við að kenna okk-
ur systrunum að rækta trúna og
mikilvægi þess að biðja bænirnar
okkar á hverju kvöldi. Það vega-
nesti hefur fylgt okkur alla tíð síð-
an. Við kveðjum ömmu okkar með
ást og þakklæti og biðjum guð að
blessa hana og varðveita.
Sigríður Björk og Berglind „
Vala Jónsdætur.
+ Ágúst Loftsson
fæddist í Neðra-
Seli á Landi 14.
ágúst 1901. Hann
lést á elliheimilinu
Grund hinn 9. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Loftur Jakobs-
son, bóndi og kona
hans, Anna Þor-
steinsdóttir. Hann
var þriðji í röð ell-
efu systkina, eftir
lifa aðeins þrír
bræður, Sigurbjart-
ur, Ingvar og Ein-
ar. Hinn 22. maí 1934 kvæntist
Ágúst Ingibjörgu Ólafsdóttur
frá Þorvaldseyri. Þau hjón
eignuðust fimm börn, sem öll
eru á lífi: 1) Ólafur, f. 15.6.
1929. 2) Sigurður, f. 25.1. 1935,
járnsmiður, nú húsvörður í
Fjölbrautaskóla Suðurlands,
Selfossi, kvæntur Erlu Eyjólfs-
í dag kveðjum við Ágúst Lofts-
son, fyrrverandi bónda í Arabæjar-
hjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi.
Ágúst ólst upp í foreldrahúsum og
vann að búi þeirra þar til hann
hleypti heimdraganum kominn
fram undir tvítugsaldur. Þá þótti
honum mál til komið að bjarga sér
sjálfur og huga að sinni eigin fram-
tíð þótt foreldrunum þætti eftirsjá
að piltinum og vildu hafa hann
lengur í sinni þjónustu. Nítján ára
gamall tók hann sig upp, réð sig á
fiskibát frá Vestmannaeyjum, fyrst
sem háseti en fljótlega fór hann að
læra um vélar og útskrifaðist sem
vélfræðingur í des. 1925. Eftir það
var hann vélstjóri á bátum frá
Vestmannaeyjum í um tíu vertíðir
og tvö sumarúthöld frá Neskaup-
stað. Vorið 1927 ræðst hann sem
kaupamaður að Þorvaldseyri til
stórbóndans Ólafs Pálssonar og
dóttur og eiga þau
fjögur börn saman,
en hún átti eina
dóttur fyrir sem
hann gekk í föður
stað. 3) Loftur
Andri, f. 3.5. 1937,
úrsmiður í Reykja-
vík, kvæntur Krist-
jönu Petrínu Jens-
dóttur, þau eiga
þijú börn. 4) Ingi-
björg, f. 17.12.
1944, gift Árna Sig-
urjónssyni og eiga
þau þrjár dætur. 5)
Svanhildur, f. 22.1.
1951, var gift Guðmundi Aðal-
steinssyni járnsmið, þau áttu
tvö börn en hún átti eina dóttur
fyrir. Alls eru barnabörnin
þrettán og barnabarnabörnin
tuttugu og tvö.
Ágúst verður jarðsunginn frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
þangað átti hann erindi því saman
dró með honum og einni heimasæt-
unni á bænum og í framhaldinu op-
inbemðu þau trúlofun sína. Hinn
22. maí 1934 kvæntist hann Ingi-
björgu Ólafsdóttur. Þau hófu bú-
skap þá um vorið á hluta jarðarinn-
ar Steinum undir Eyjafjöllum. Bú-
stofninn var ekki stór. Ein kýr, um
20 ær og þrjú hross. Fljótlega varð
þröngt um þau þar og fluttu þau þá
upp á Skeið og bjuggu þar í nokkur
ár á Brúnavöllum og svo Brúna-
vallakoti. Vorið 1938 kaupa þau
Arabæjarhjáleigu í Gaulverjabæj-
arhreppi og kom það mörgum á
óvart hvað efnin vom mikil því
jörðin var að mestu greidd út í
hönd og að tveimur ámm liðnum
var jörðin að fullu greidd. Þar
bjuggu þau í rúm þrjátíu ár. Á þeim
tíma margfalda þau túnið að stærð
og gæðum. Einnig byggir hann upp
húsakost jarðarinnar, bæði íbúðar-
hús og fjós ásamt hlöðu. Agúst var
mjög áhugasamur við búskapinn,
duglegur heyskaparmaður og nat-
inn við að nota hverja stund sem
gafst til heyskapar enda átti hann
ætíð nóg hey og alltaf fyrningar
þótt hann fóðraði búpeninginn vel.
Eins og skilja má af framansögðu
þá var það hans lífsregla að skulda
engum og fara vel með fjármuni og
búa að sínu. Um haustið 1968 verð-
ur hann fyrir áfalli og missir heils-
una og verður óvinnufær. Það var
honum erfið reynsla að geta ekki
tekið þátt í daglegum störfum á búi
sínu en andlegri heilsu hélt hann
fram undir það síðasta og fylgdist
vel með því sem var að gerast.
Hann hafði mikið yndi af bömum
og lét sér alltaf mjög annt um fjöl-
skylduna. Nú þegar kveðjustundin
er upp mnnin ríkir bæði söknuður
og þakklæti í huga mínum. Ég er
þakklátur fyrir allt sem hann var
mér og mínum.
Blessuð sé minning Ágústs
Loftssonar. Ég sendi innilegar
samúðarkveðjur til barna hans og
annarra aðstandenda. Guð blessi
ykkur öll.
Ámi Sigurjónsson.
Upp í hugann koma margar
minningar. Afi minn, léttur í spori,
á leið í hænsnahúsið eða fjósið og
ég fæ að koma með. Afi leiðir mig
og segir mér sögur frá því þegar
hann reri til Eyja frá Landeyjum,
hvernig hann kynntist ömmu eða
þegar hann bjargaði Eggerti. Afi,
orðinn veikur, liggur uppi í rúmi,
brosir samt alltaf blítt þegar ég
kem að heimsækja hann og kann
sögur eða vísur. Afi sem kyssti
ömmu alltaf góða nótt. .
Elsku afi minn, takk fyi-ir allar ^
sögurnar og vísumar.
í hafí speglast himinn blár.
Sinn himinn á hvert daggartár.
I hverju blómi sefur sál.
Hvert sandkom á sitt leyndarmál.
(Davíð Stef.)
Hrönn. 4W
ÁGÚST
LOFTSSON