Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER Í999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝLEGA gaf framkvæmdanefnd Evrópusambandsins út ítarlega skýrslu um þá fjárhagsaðstoð sem námsmönnum ESB- og EES-ríkj- anna stendur til boða í hverju landi fyrir sig. Skýrslan ber yf- irskriftina: „Key top- ics in education - Financial support for students in higher education in Europe / Trends and depates.“ í stuttu máli kemur Lánasjóður íslenskra námsmanna mjög vel út úr þeim samanburði sem í skýrslunni er að finna. Námsaðstoðin hefur ver- ið útfærð með sérstökum hætti á Islandi og má augljóslega setja jákvæð og neikvæð formerki við ýmislegt. Samanburðurinn sýnir þó, svo ekki yerður um villst, að í mörgu hafa Islendingar á undan- förnum árum verið í fremstu röð í þróun og útfærslu námsaðstoðar- innar. Frá upphafi hefur aðstoð við ís- lenska námsmenn í framhalds- námi haft að markmiði jafnrétti til náms og að tryggja öllum tæki- færi til náms án tillits til efnahags. Það hef- ur einkennt þessa stefnu að ætíð hefur verið litið á náms- mennina sem fjár- hagslega sjálfstæða einstaklinga og námsaðstoðin þannig ákvörðuð óháð efna- hag og fjárhagsstöðu foreldra eða aðstan- denda námsmann- anna. Þetta er á hinn bóginn ekki megin- reglan í Evrópu þar sem flest ríkin láta námsaðstoðina ráðast af fjárhagsstöðu foreldr- anna allt þar til námsmennirnir hafa náð 25 ára aldri. I sumum þeirra er aðstoðinni jafnframt beint til foreldranna fremur en til námsmannanna sjálfra. Island og hin Norðurlöndin skera sig úr hvað þetta varðar. Aðstoð í formi námslána Það einkennir fjárhagsaðstoð- ina í Norður-Evrópu að hún er sambland lána og styrkja, en í Námslán Við samanburð á meðalársupphæð sam- anlagðra lána og styrkja sem einstakar þjóðir bjóða námsmönn- um sínum kemur í ljós, segir Gunnar I. Birgis- --------7---------------- son, að Islendingar eru í þriðja sæti. Suður-Evrópu er hún eingöngu eða aðallega í formi styrkja. A Norðurlöndunum er sambland lána og styrkja misjafnt. Almennt má segja að eftir þvi sem lánin eru á hagstæðari kjörum er hlut- fall þeirra af heildaraðstoðinni hærra. I Danmörku eru beinir styrkir yfir 60% aðstoðarinnar, yfir 50% í Finnlandi og um 30% í Svíþjóð og Noregi. Á Islandi eru beinir styrkir hverfandi hluti að- stoðarinnar, en jafnframt óhætt að fullyrða að kjör lánanna eru þar hagstæðust. I Danmörku eru t.d. einungis sum lánanna með niðurgreiddum vöxtum, en annars eru þau með markaðsvöxtum eins og lánin í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Að teknu tilliti til vaxt- aniðurgreiðslu íslensku námslán- anna og annarrar sérstöðu þeirra sýna síðustu útreikningar Ríkis- endurskoðunar að sá hluti þeirra, sem er í raun ígildi styrks, er að meðaltali um 55%. Ríkuleg aðstoð Við samanburð á meðal ársupp- hæð samanlagðra lána og styrkja sem einstakar þjóðir bjóða náms- mönnum sínum kemur í ljós að Is- lendingar eru í þriðja sæti. Ein- ungis námsmönnum í Noregi og Lúxemborg stendur til boða ríku- legri námsaðstoð en íslenskum námsmönnum. Svíar eru rétt fyrir neðan okkur, en bæði Danir og Finnar eru töluvert neðar en við. Þess má geta í þessu. samhengi að á næsta ári er áætlað að útborgað meðalnámslán LIN til íslenskra námsmanna verði um 580 þúsund krónur. Þetta er umtalsverð fjár- hæð, ekki síst í ljósi þess að ís- lenskir námsmenn hafa jafnframt notið kaupmáttaraukningar í kjölfar góðs atvinnuástands. Mik- il tekjuaukning hefur orðið í þeirra röðum og eru meðalár- stekjur lánþega LÍN áætlaðar um 670 þúsund krónur á þessu ári. Eitt að af því sem kemur fram í skýrslu framkvæmdanefndar ESB er að í flestum löndum Evrópu hafa lög og reglur um námsaðstoð tekið miklum breyt- ingum á undanförnum 10-15 ár- um. Ástæðurnar eru margvísleg- ar en ekki síst ný sjónarmið og örar breytingar í umhverfi náms- manna og í skólamálum almennt. Skólagjöld færast í vöxt, stuttum námsleiðum fjölgar og skil milli náms og vinnu eru stöðugt að verða óljósari, svo nokkur atriði séu nefnd. Islenskir námsmenn hafa löngum unnið mikið með námi, en nú bendir margt til að þeim fjölgi einnig sem fara úr fullri vinnu í nám eða öfugt, þ.e. menn gera í auknum mæli hlé á námi sínu um lengri eða skemmri tíma með fullri þátttöku á vinn- umarkaðnum. Nám og vinna, námslán og atvinnutekjur sam- tvinnast þannig enn meir og með öðrum hætti en áður. í þessu sambandi er t.d. athyglisvert að fjölmennasti árgangur þeirra, sem leggja inn hjá LIN grunnum- sókn um lán, er tveimur til þrem- ur árum eldri, en svokallaður stú- dentsprófsárgangur. Námsaðstoð á Islandi, eins og í öðrum Evrópu- löndum, þarf að vera stöðugt í endurskoðun og menn vakandi fyrir nauðsynlegri aðlögun og at- riðurn sem betur mega fara. Höfundur er formaður stjórnar LÍN. LÍN í fremstu röð Gunnar I. Birgisson r Frábærir fcamkvæmiskjólar og dragtir til sölu eða leigu, í öllum stærðum. Ath! eitt í nr. Fataleiga Garðabæjar Sími 565 6680 Opíð 9-16, lau. 10-12 l ‘tremmz 7% QfslQttur í 7 mánuói Helmingi ódýrari bifreiðatryggingar UMRÆÐAN um nýlega hækk- un bifreiðatrygginga hefur einkum fjallað um það hversu mikil hækk- unin var, sérstaklega í Ijósi þess að tryggingafélögin hafa skilað góð- um hagnaði. Þessi einstaka hækk- un er hins vegar ekki aðalatriðið, heldur hvemig núver- andi iðgjöld hafa verið reiknuð út, hvernig bif- reiðatryggingar standa undir sér og af hverju tryggingarnar í heild kosta svona mik- ið. Greinargerð Fjármálaeftirlitsins Fjármálaeftirlitið sendi nýlega frá sér greinargerð um ið- gjaldahækkun á lög- boðnum ökutækja- tryggingum. Þar kemur fram að meiri- hluti hækkunarinnar stafaði af áhrifum nýlegra breyt- inga á skaðabótalögum á tjóna- kostnað. Einnig var hækkun vegna endurskoðunar á iðgjaldagrund- velli fyrri ára, m.a. áhrif breytinga á skaðabótalögum frá 1996 og fyrri lækkanir á iðgjöldum vegna sam- keppni við erlendan aðila á mark- aðnum. Hagnaður tryggingafélaganna er sagður hafa verið góður undan- farin ár. En samkvæmt greinar- gerð Fjármálaeftirlitsins hafa lög- boðnar ökutækjatryggingar þó almennt verið reknar með tapi. Það vekur upp spurningar hvers vegna Fjármálaeftirlitið hefur látið það viðgangast, því einhver verður að ARBONNE INTERNATIONAL Jurtasnyrtivörur án ilmefna fyrir húð og hár. Utsölustaðið um land allt. borga tapreksturinn. Sanngjarnt er að hver tryggingagrein standi undir sér þannig að kaupandi fast- eignatryggingar borgi ekki fyrir tap í bifreiðatryggingum eða öfugt. Fjármálaeftirlitið bendir þó á að þetta sé ekki krafa samkvæmt lög- um. Á hinn bóginn kveða lög á um að ið- gjöld séu sanngjörn í garð vátryggingataka og í samræmi við þá áhættu sem í vátr- yggingunum felst og eðlilegan rekstrar- kostnað vátrygginga- félaganna. Fj ármálaeftirlitið heldur því fram að vátryggingafélögin starfi á samkeppnis- markaði og þurfi því ákveðið svigrúm við verðlagningu trygg- inga. En vilji menn að virk samkeppni eigi sér stað á þessum markaði vaknar sú spurning hvort tryggingafélög- unum skuli leyft að greiða niður eina tegund trygginga þannig að hún sé rekin með tapi þegar nýr keppinautur reynir að ná fótfestu á því sviði. Önnur spurning er hins vegar hversu virk samkeppnin er þegar tryggingafélögin gera ekki sjálfstæða kostnaðaráætlun fyrir stórhækkanir af þessu tagi, en fram kom í skýrslu Fjármálaeftir- litsins að sjálfstætt mat á forsendu- breytingum lá ekki fyrir hjá öllum vátryggingafélögunum. Hvað ersvona dýrt? Hvernig stendur á því að iðgjöld, sem gerð voru upp með tapi, voru svo há fyrir lagabreytinguna? Jafn- vel þótt breytingar á skaðabótalög- um leiði til hækkunar vátrygginga- gjalda nú, er mörgum spurningum ósvarað um hin háu iðgjöld bif- reiðatrygginga hér á landi. Dæmi getur skýrt málið. Á sl. ári, þ.e. fyr- ir hækkunina, kostaði ábyrgða- og kaskótrygging fyrir Toyota Camry með hæsta bónus í Svíþjóð ,25.200 kr. Að tryggja eins bíl á Islandi kostaði 49.800 kr. Þannig var ið- gjaldið nærri helmingi hærra hér þrátt fyrir að skaðabætur væru yf- irleitt hærri í Svíþjóð. Tryggingar Ég er sannfærð um, segir Liselotte Widing, að margar leiðir eru færar til að lækka bif- reiðaiðgjöld. Hvað veldur þessum mikla mun? Eru tjón hlutfallslega færri í Sví- þjóð? Eru íslendingar þá verri ökumenn eða eru kringumstæður í umferðinni erfiðari? Eða er það óhagkvæmur rekstur tryggingafé- laganna? Það hlýtur t.d. að kosta töluvert að reka útibú í öllum sveit- arfélögum yfir vissri stærð. Eða er samkeppnin ekki nægjanleg eða markaðurinn of lítill? Eða eru ís- lenskir neytendur of kraftlitlir til að þrýsta á tryggingafélögin? Ólíklegt er að skýringin á hinum háu iðgjöldum liggi í því að innihald skilmálanna sé víðtækara eða sönnunarreglur mismunandi, enda er þetta svipað í báðum löndunum. Hluta af skýringunni getur verið að finna í að verð bifreiða og viðgerð- arkostnaður sé hærri hér á landi. Hins vegar eru sumir kostnaðarlið- ir hæm í Svíþjóð. Athyglisvert er að iðgjaldið hér að framan var mið- að við Stokkhólmssvæðið, en þar eru bifreiðatryggingar dýrastar í Svíþjóð. Þetta er m.a. vegna fjölda bílaþjófnaða þar sem bílar eru kerfisbundið fluttir til Austur- Evrópu og finnast aldrei aftur. Bflaþjófnaðir hér á landi eru hins vegar hlutfallslega fáir og bílarnir finnast venjulega. Há iðgjöld þrátt fyrir lágar skaðabætur Skaðabætur hér á landi eru ekki sérstaklega háar þrátt fyrir nýlega breytingu á skaðabótalögum. Ofan á bætur vegna fjárhagstjóns sem er einstaklingsbundið, þ.e. tekju- tap o.þ.h., bætast miskabætur. Sem dæmi má nefna blindu á auga en miskabætur fyrir það eru hér á landi 1.130.000 kr., í Svíþjóð 1.570.000 kr., í Þýskalandi 1.710.000 kr„ í Englandi 1.820.000 Liselotte Widing kr„ í Belgíu 4.690.000 kr. og á írl- andi eru greiddar 8.700.000 kr. Þetta dæmi er tekið af handahófi, en það er lýsandi fyrir aðra bóta- flokka. Það getur varla verið skoð- un nokkurs manns að íslensku bæt- urnar fyrir blindu á auga séu of háar og að nýju skaðabótalögin leiði til þess að tjónþolar hagnist. Það er einkennilegt að nokkrum skuli detta í hug að snúa aftur til lægri skaðabóta til þess að geta lækkað iðgjöld á ökutækjatrygg- ingum. Leiðin til lægri iðgjalda Eins og fram kemur hér að ofan er margt sem þarfnast skoðunar til þess að finna leiðir til að lækka ið- gjöld vátryggingafélaganna. Opin- berar stofnanir, fyrst og fremst Fjármálaeftirlitið og Samkeppnis- stofnun, gegna þar stóru eftirlits- hlutverki, en með virkri samkeppni á þessum markaði skapast þrýst- ingur á tryggingafélögin að lækka iðgjöldin. En það er líka mikilvægt að kaupendur tryggingar taki afstöðu til hvað þeir vilja borga fyrir mikla þjónustu. Vilja þeir t.d. skrifstofu á heimaslóðum? Áðalatriðið er þó að skoða og bera saman verð og skil- mála ti’yggingafélaganna, en tryggja ekki sjálfkrafa hjá trygg- ingafélagi foreldranna, eins og al- gengt er. Það er ekki gefið að það sé vænlegasti kosturinn. I því sam- hengi má segja að evrópsku samn- ingarnir væru mun gagnlegri fyrir neytendur ef þau veiti ekki aðeins fyrirtæki rétt til að selja vörur sín- ar án hafta milli landa, heldur neyt- endur til jafns væri gert kleift að kaupa vörur og þjónustu án tillits til landamæra. Það er sjálfsögð krafa neytenda að þeir geti nýtt sér bestu fáanlegu þjónustuna, án til- lits til landamæra. Eins og staðan er í dag er það sjaldgæft að trygg- ingafélög bjóði einstaklingum, sem eru búsettir í öðrum löndum, þjón- ustu sína. Að lokum er ég sannfærð um að margar leiðir eru færar til að lækka bifreiðaiðgjöld. Ég er jafn sannfærð um að tryggingar eru of dýrar m.t.t. skaðabóta og að lækk- un skaðabóta sé ekki rétta leiðin til lægri iðgjalda. Upplýsingar um erlendar skaða- bætur eru byggðar á skýrslu Lloyds „Personal Injury Awards in EU and EFTA Countries" frá 1993. Dæmið gildir fyrir tvítuga konu og upphæðirnar eru jafnaðar til tíu þúsunda. Höfundur er lögfræðingur og vinnur fyrir Norrænu ráðherranefndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.