Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg segir bótamál tækt til meðferðar Sönnunarbyrði snúið við er bótakröfu var hafnað? I svari íslenska ríkisins sagði að sýknudómur hefði ekki hreinsað málsaðila af grunsemdum vegna afmarkaðra kæruatriða I áliti Mannréttindadómstóls Evrópu kemur fram að mál íslensku konunnar veki flóknar lagaspurningar. MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu hefur komist að þeirri niður- stöðu að mál íslenskrar konu gegn íslenska ríkinu sé tækt til meðferðar. Konan áfrýjaði málinu til dómstóls- ins eftir að kröfu hennar um skaða- bætur vegna gæsluvarðhalds, sem hún var sett í vegna rannsóknar á kókaínmáli árið 1989, var hafnað. I áliti dómstólsins, sem hefur að- setur í Strasbourg, segir að þetta mál veki flóknar lagaspurningar, sem leiða eigi til lykta með því að kanna forsendur kæru stefnanda án þess þó að lagður sé dómur á verð- leika málflutnings aðila. Meðal þess, sem til er tekið í ályktuninni, er að Hæstiréttur ís- lands hafí þegar hann fjallaði um bótakröfu stefnanda í nóvember 1995 komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi væri ekki líklegri til að vera saklaus en sekur: „Með öðrum orðum er sönnunarbyrðin hvað varð- ar þennan þátt sett á stefnanda," segir í álitinu og því er síðan bætt við að hvað annað, sem segja megi, þá brjóti þetta í bága við 6. grein Mann- réttindasáttmála Evrópu, sem hefur lagagildi á íslandi. Lögreglan í Reykjavík hóf í apríl 1989 rannsókn á smygli og dreifingu eins kílós af kókaíni, sem smyglað var til landsins með því að fela það í varadekki bifreiðar, sem var flutt til Iandsins haustið 1988. Stefnandi og sambýlismaður hennar voru hand- tekin í maí og var sambýlismaðurinn talinn vera einn af höfuðpaurunum. Stefnandi var látinn laus á ný, en yf- irheyrður tvisvar áður en gefin var út handtökuskipun 3. júní og kveðið á um að hann skyldi sitja í tveggja vikna gæsluvarðhaldi, sem síðan var framlengt um mánuð. Stefnandi var látinn laus 5. júlí 1989. Þrír menn voru dæmdir í málinu, sambýlismaður stefnanda í þriggja og hálfs árs fangelsi. Stefnandi var sóttur til saka og meðal annars gefið að sök að hafa látið sambýlismann sinn hafa 666 dollara til fíkniefna- kaupa með það í huga að hagnast á sölu þeirra. Var stefnanda gefið að sök að hafa vitað af smyglinu og vit- að að fé, sem hann hafði milli handa, var fengið með sölu á efninu, sem smyglað var til landsins. Þá var hún ákærð fyrir að hafa neytt kókaíns. Málið gegn stefnanda var höfðað í desember 1992 og féll sýknudómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar 1993. Hafði konan neitað því að hafa vitað til hvers ætti að nota pening- ana og þótti ekki hafa tekist að færa sönnur á hið gagnstæða. Hún var einnig sýknuð af ákærunni um kóka- ínneyslu þar sem langt þótti liðið og aðeins hefði komið til fjársektar. Konan stefndi ríkinu fyrir ólög- lega og ónauðsynlega handtöku og gæsluvarðhald í júní 1993 og var kröfunni hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní 1994. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar, sem hafnaði kröfunni í nóvember 1995, meðal annars fyrir þær sakir að þau skil- yrði laga um meðferð opinberra mála frá 1974 um að líklegra teldist að viðkomandi væri saklaus en sekur væri ekki uppfyllt. Vitni hefðu borið að hún hefði verið viðstödd við af- hendingu peninganna og þeim hafi verið ljóst til hvers átti að nota þá. Ekki hafi verið að sjá að hún væri líklegri til að vera saklaus en sek af þessu framferði og því staðfesti Hæstiréttur dóm undirréttar. Ákvæði breytt í áliti Mannréttindadómstólsins er vísað til þess að lögum um meðferð opinberra mála hafi verið breytt fyrr á þessu ári og hefur ákvæðið um að sá, sem í hlut eigi, skuli fremur telj- ast saklaus en sekur nú verið fellt niður. Sú grein Mannréttindasáttmála Evrópu, sem stefnandi vísar til, hljóðar svo: ,AUir, sem sakaðir eru um glæpsamlegt athæfi, skulu taldir saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð með Iögum.“ Islenska ríkið hélt því fram í svari til Mannréttindadómstólsins að þetta atriði hefði aldrei verið nefnt í bótakröfu hennar og því hafi hún ekki reynt til þrautar að fá úrlausn mála sinna heima fyrir. Þá leggur ríkið áherslu á að stefnandi hafi, þrátt fyrir að breytingar hafi verið gerðar á mannréttindaákvæðum stjómarskrárinnar, meðal annars til samræmis við ofangreint ákvæði mannréttindasáttmálans, þegar mál- ið kom fyrir Hæstarétt, ekki vísað til þeirra. I áliti Mannréttindadómstólsins er bent á að stefnandi hafi ekki átt þess kost að áfrýja dómi Hæstaréttar samkvæmt íslenskum lögum. Þá sé ekki hægt að setja það, sem skilyrði fyrir því að allar leiðir hafi verið reyndar, að lögmaður stefnanda leið- beini réttinum. Það sé meginhlut- verk og ábyrgð hæstaréttar að beita og láta í ljósi túlkun sína á fyrr- nefndum ákvæðum laganna um með- ferð opinberra mála. Það sé því ekki ástæða til að hafna meðferð málsins að ekki hafi allar leiðir verið reyndar heima fyrir. Rikið segir sýknudóm ekki hreinsa af grunsemdum Islenska ríkið segir einnig í svari sínu til dómstólsins að sterkur grun- ur leiki á um að stefnandi hafi átt beina og glæpsamlega aðild að smyglmálinu, þótt hún hafi aðeins verið kærð fyrir tvö afmörkuð atriði, það er að hafa látið af hendi 666 doll- ara til kaupa á kókaíni og að hafa notað kókaín í tvö skipti. I ljósi þess hve afmarkaðar þær kærur, sem hún var sýknuð af, hafi verið leggur ís- lenska ríkið áherslu á að fráleitt sé að sýknudómurinn hafi hreinsað hana af öllum þeim grunsemdum, sem leiddu til þess að hún var sett í gæsluvarðhald. Jón Steinar Gunnlaugsson er lög- maður stefnanda og gagnrýndi hann í gær að ríkið skyldi halda því fram að konan væri sek um meira en hún væri ákærð fyrir. Hann spurði hvers vegna hún hefði ekki verið ákærð fyrir það, sem hún væri sek um, og hvort síðan væri hægt að viðhalda rétti til að smyrja sökum upp á fólk upp frá því. Hann fagnaði því hins vegar að þetta mál skyldi hafa leitt til þess að lögunum um sönnunarbyrðina skyldi hafa verið breytt og sagði að það hefði verið gert eftir að Mannréttinda- nefnd Evrópu, sem nú hefur verið sameinuð Mannréttindadómstóln- um, hefði tekið bráðabirgðaákvörð- un um að málið væri tækt og gefið íslenska ríkinu kost á að svara. Það hefði opnað augu manna hér heima fyrir og ríkisstjórnin lagt frumvarp um að breyta lögunum fyrir Al- þingi. Jón Steinar sagði að áður en málið yrði tekið fyrir í Strasbourg yrði í samræmi við réttarfarsreglur reynt að leita sátta. Umbjóðandi sinn og ís- lenska ríkið myndu kanna hvort ná mætti samkomulagi um viðhlítandi bætur. Hann hefði enn ekkert heyrt frá ríkinu, en hann teldi líklegt að það myndi gerast fljótlega. Sjö dómarar Mannréttindadóm- stólsins fjölluðu um málið, þeirra á meðal Gaukur Jörundsson. Spaugstof- an ekki á skjánum í vetur EINKAHLUTAFÉLAGIÐ Spaugstofan var lagt niður með formlegri auglýsingu í nýjasta ein- taki Lögbirtingablaðsins. Að sögn Arnar Amasonar leikara er um formlega aðgerð að ræða en þeir Spaugstofufélagar séu síður en svo hættir samstarfi jafnvel þótt sjón- varpsþátturinn verði ekki á dag- skrá í vetur. Öm segir að félagið hafi verið stofnað árið 1988 í kringum rekstur þess samstarfs sem var í kringum sjónvarpsþætti Spaugstofunnar. Þegar einkahlutafélagslögin komu til sögunnar var hins vegar hag- stæðara íyrir hvem og einn meðlim að stofna félag í kringum sinn eigin rekstur. Spaugstofufélagið var þó aldrei lagt niður, fyrr en nú. Hlé eftir tíu ára samstarf I vetur verður fyrsti veturinn í tíu ár sem Spaugstofan verður ekki á sjónvarpsskjánum. Þeir Spaug- stofufélagar hafa þó ekki slitið samstarfí hver við annan jafnvel þótt þeir séu að fást við ólík verk- efni; sumir skrifi leikrit en aðrir stýri þeim. Öm vinnur um þessar mundir að mótun áramótaskaupsins ásamt öðrum valinkunnum grínumm landsins, en Öm mun leikstýra skaupinu í ár. Aðspurður hvort Spaugstofan muni einhvem tímann koma saman aftur sagðist hann ekki vilja útiloka það og benti á dæmi þess í samtímanum þar sem margar hljómsveitir og skemmti- kraftar komi fram aftur saman eft- ir langt hlé. ---------------- LÖGREGLAN á Snæfellsnesi gerði í gær upptæk fimm grömm af hassi í Stykkishólmi. Um hálf sexleytið í gær stöðvaði Lögreglan á Snæfellsnesi mann sem var á leið til Stykkishólms, en borist hafði ábending um ferðir hans. Hann var með fimm grömm af hassi í fórum sínum og viðurkenndi að eiga efnið. Málið telst upplýst og manninum hefur verið sleppt. Hass gert upptækt í Stykkishólmi Aætlaður fyrsti vinningur í sexföldum potti á morgun! n'rí-MvnífHi -lilMiÍWMM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.