Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jóhannes Jónas- son fæddist í Reykjavík 14. mars 1942. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 8. september síðastlið- inn. Foreldrar Jó- hannesar voru Sig- ríður Jóhannesdótt- ir, húsmóðir, f. 27. júlí 1917 í Reykja- vík, d. 2. desember 1969, og Jónas Slgöldur Jónasson, lögregluvarðstjóri, f. 24. maí 1916 að Sílalæk í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, d. 24. ágúst 1982. Systir Jóhannesar er Elín Mjöll Jónasdóttir, leik- skólastjóri, f. 25. mars 1954. Eiginkona Jóhannesar var Kolbrún Erla Helgadóttir, skrifstofumaður, f. 4. maí 1951. Þau skildu. Dóttir Kolbrúnar og stjúpdóttir Jóhannesar er Sig- rún Brynja Einarsdóttir, lög- fræðingur, f. 3. febrúar 1973. Jóhannes lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1961. Hann stundaði nám í íslensku, landafræði og sögu við - Háskóla íslands. Hann lauk námi frá Lögregluskólanum 1979. Jóhannes starfaði sem sumar- maður í Lögreglunni í Reylga- „Heyr, einhver segir kalla þú, og ég svara: hvað skal ég kalla? Allt hold er gras og allur yndisleikur þess er sem blóm vallarins. Grasið visnar, blómin fölna þegar Drottin andar á þau. Sannlega, mennirnir eru gras, grasið visnar, blómin vfölna, en orð Guðs stendur stöðugt eOíflega. (Jesaja 40, 6-8.) Þetta eru almenn sannindi að sjálfsögðu, en samt erum við ávallt vanbúin þeim. Fallandi lauf og haustvindar ættu að færa okkur sanninn um hin fomu stef, sem tón- skáldið Brahms gerði að uppistöðu í sínu Requiem. Við vorum kannske heldur óburð- ugir strákar í 1. bekk í Gaggó Aust í skyldugum bláum pijónavestum og mollskinnsbuxum, þegar fundum okkar Jóhannesar bar fyrst að. Ef til vill var sameiginleg andúð okkar á leikfimi það sem batt okkur sam- an. Hann vakti sannarlega á sér at- hygli fyrir frumlega hugsun sem féll e.t.v. ekki öllum í geð. Það þótti mér "nnatur á þeim árum, og ég varð fljótt handgenginn þessum rauð- hærða, vörpulega dreng. Jóhannes var og snemma þvílíkur tröllaukinn viskubrunnur að flesta setti hljóða. Það var ekki ónýtt að sitja við brunninn þann. Hann las lítt skóla- bækur í MR en þeim mun meira af alhliða fróðleik. Haft var eftir Ein- ari Magg að skólanum væri til vansa að bregða fæti fyrir Jóhannes á stúdentsprófi. Árin liðu við nám og störf. Við Jó- hannes vorum ætíð alúðarvinir og brölluðum margt saman. Eg var tíð- ur húsgangur í foreldrahúsum hans á Miklubraut og síðar á Hagamel og _ rýg hygg að Jóhannes hafi einnig átt góðar stundir á Laufásvegi 79. Síð- ar minnist ég góðra stunda hjá þeim Jóa og Kollu á Sólvallagötu, Lang- holtsvegi og Rauðalæk, er ham- ingjusól þeirra skein í heiði. Saman fórum við til Italíu og Irlands, þar sem við smelltum kossi á hinn fræga Blarney stein, sem gerir víst alla að bullurum. Jóhannes var ein- stakur vinur og ferðafélagi, óþreyt- andi við að grafa upp afsláttarkort, lestarferðir, ferjur o.s.frv. Við Jóhannes vorum vinir - og er- m það enn. Hann var trölltryggur, invandur og vinfastur, og var ófeiminn að toga í þá spotta er hann megnaði þeim til framgangs. Sér- viska hans var gjöful, sjaldan óþægileg og aldrei meiðandi. Skóla- nemendur hans minnast hans með virðingu, einkum þeir sem Jóhann- es reyndi að tosa upp úr öldunga- -j^leild Vörðuskóla. Það starf sagði vík frá 1963-1978 og sem lögreglumaður í íostu starfi frá 1979. Á árunum 1969-1979 var hann við kennslu- störf í Vogaskóla, Ár- bæjarskóla, Vörðu- skóla _og Verslunar- skóla íslands. Jóhannes sat í stjórn Lögreglufé- lags Reykjavíkur frá 1982-1983 og aftur frá 1986-1990 og í stjórn Landsam- bands lögreglu- manna frá 1988-1990. Hann var til margra ára í nefndum og vinnuhópum sem fjölluðu um kjara- og rétt- indamál lögreglumanna og átti sæti í samninganefnd BSRB á ár- unum frá 1982-1986. Hann rit- stýrði fyrstu eintökum „Lög- reglumannsins“, félagsriti L.L., á árunum 1981-1983. Á þessu ári var Jóhannes sæmdur heið- ursmerki Landsambands lög- reglumanna fyrir störf að fé- lagsmálum. Jóhannes sat um tíma í stjórn Glímudeildar KR. Hann var fyrsti formaður Glímudómarafélags ís- lands frá 1986-1987. Formaður mótanefndar frá 1986-1987 og aftur 1995. Sat í varastjórn Ghmusambands Islands (GLI) frá Jóhannes að hefði gefið sér mikið. I stað stopullar tímakennslu kaus Jó- hannes að feta í fótspor föður síns og gerast lögreglumaður. Þar var hann sómi sinnar stéttar og sívak- inn um hagsmunamál hennar. Það verður þó að segjast eins og er að Jóhannes dreifði kröftum sín- um um of. Hann var nákvæmur í því sem hann tók að sér fyrir aðra, en var sjálfur gjörsamlega laus við hagsmunapot sér til handa. E.t.v skorti hann bæði geð og metnað við að olnboga sig áfram í lífinu og krækja sér í þægileg sæti. Hann var vökull í garð vina sinna, en því mið- ur að sama skapi slugsari um eigin hag og heilsu. Leiðinlegur glugga- póstur mátti gjaman bíða næsta dags. Ánægðastur var hann með geisladiskana sína og bækumar umhverfis sig. Hann gat svo sem sagt: „So many books, so little time.“ Auðvitað var hann umdeildur. Það vom ekki allir sem fundu púðr- ið í honum Jóa rauða. Hann var að vísu sérvitur, áttaði sig á hve mann- lífið er hverfult og oft hjákátlegt. Samt var hann aldrei vandlætari, aldrei neikvæður. Hann kunni vel að njóta gleðistundanna. Hans sér- viska var jákvæð og hlý og oft blandin þeim gráa húmor sem margir kunna ekki að meta. Eg mat hann og svo fór fleirum. Óskaplega sakna ég hans í heimi þar sem allir em að verða eins. Víkjum að tónum Brahms: „Sannlega mennimir em gras, grasið visnar, blómin fölna, þegar drottinn andar á þau.“ Dokum við þá hugsun um sinn. Mér er sem ég sjái Jóhannes, vin minn, standa við öxlina á mér og segja: „Þetta er nú nokkuð magurt, fóstri.“ Svo verður þó að vera að sinni. En eitt af því, sem sættir mig við endalok þau sem okkur era búin, er að fá að hitta Jó- hannes, vin minn, í gömlu Gefjunar- peysunni og heyra hann segja: „Sælinú, hvað hefur þú verið að drolla allan þennan tíma?“ Svari þá sá sem svara ber. Já, grasið visnar, blómin fölna en orð Guðs vors stendur stöðugt að ei- lífu. Hafi Jóhannes, vinur minn, þökk fyrir góðar og glaðar stundir. Requiesti in pace amicitus. Einar G. Jónsson, Kálfafellsstað. Kveðja frá Styrktarfélagi Islensku óperunnar í dag verður til moldar borinn fé- lagi okkar úr stjórn Styrktarfélags 1988- 1991 og í aðalstjórn þess frá 1992-1994. Hann var for- maður utanríkisnefndar GLÍ frá 1988-1995 og formaður út- gáfunefndar um glímusögu á árunum 1992-1995. Jóhannes sat í stjórn IFCW (Keltneska fangbragðasambandsins) frá 1989- 1994. Hann sat sem full- trúi GLÍ í Ólympíunefnd íslands frá 1991-1996. Jóhannes hlaut glímudómararéttindi 1975 og starfað við glímustjórn og dóm- gæslu til fjölda ára. Einnig var hann fararstjóri GLI í æfingar- og keppnisferðum, hann stjórn- aði glímusýningum heima og erlendis. Jóhannes sat í stjórn Styrkt- arfélag íslensku óperunnar síð- ustu 10 árin og í ritstjórn Óperublaðsins frá 1996. Hann var einn aðalhvatamaðurinn að stofnun Richards Wagners-fé- lagsins á Islandi og sat í stjórn þess frá upphafi. Hann skrifaði fjölda greina um Wagner og tengsl hans við íslensku fornrit- in. Einnig hélt hann námskeið um það efni á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskóla Islands. Hann sá um val á klass- ískri músik fyrir Hljóðfærahús Reykjavíkur og siðan Japjs. Jóhannes var fulltrúi Islands í Kontrapunkti, norrænni spurningakeppni um sígilda tónlist. Einnig stóð hann að út- varpsþáttum um sígilda tónlist. Utför Jóhannesar Jónassonar fer fram frá Bústaðakirlgu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Islensku óperannar, Jóhannes Jón- asson, sem lést langt fyrir aldur fram. Enginn á eins langa setu að baki í stjórn Styrktarfélagsins og Jóhannes, en hann var fyrst kjörinn í hana haustið 1988 og sat í henni til dauðadags. Á síðari áram hefur Jó- hannes einnig setið í ritnefnd Óperablaðsins og lét hann þar mik- ið að sér kveða. Óhætt er að segja að blaðið hafi verið litað af þekkingu og ekki síður hugmyndaauðgi Jó- hannesar. Hann hafði óbOandi áhuga á tónlist, sérstaklega ópera- tónlist, og var skarpminnugur á allt sem hann hafði lesið, séð eða heyrt um óperur og allt sem laut að flutn- ingi þeirra. Jóhannes var þægilegur í samstarfi. Hann var staðfastur, trúr sínum skoðunum, en umfram allt víðsýnn, réttsýnn og bar ávallt hag tónlistargyðjunnar fyrir brjósti. Hann lá ekki á skoðunum sínum varðandi tónlistar- og óperufiutning hér á landi, enda hafði hann á tak- teinum margar frábærar hugmynd- ir um hvemig standa skyldi að óp- eraflutningi, hvað sómdi sér best á íslensku sviði og hverjir skyldu velj- ast í hlutverkin. Víst er að hann hefði kosið meiri Wagner og aftur Wagner, enda mikill talsmaður þess merka tónskálds og gjörkunnugur allri hans sögu og tilurð meistara- verka hans. Það er mikill missir að manni eins og Jóhannesi fyrir tónlistarmenn- ingu í landinu og sorglegt til þess að hugsa að geta ekki lengur fengið notið visku, hugmynda og hæfileika hans. Með honum er gengin þekk- ing sem á sér fáa hliðstæðu. Það skarð sem Jóhannes skijur eftir sig í Stjóm Styrktarfélags Islensku óp- erannar verður seint fyllt. Stjóm Styrktarfélags íslensku óperannar þakkar lærdómsríka samfylgd og vottar aðstandendum Jóhannesar og vinum samúð sína. F.h. stjómar Styrktarfélags Is- lensku óperannar, Þórleifur Jónsson, formaður. Þó svo að ill veikindi hefðu þjakað frænda minn, Jóhannes Jónasson, um allnokkra hríð bar andlát hans óvænt að. Hann hafði háð harða glímu við óvæginn andstæðing og laut í lægra haldi í þetta sinn. Lífs- göngu merks manns - en umfram allt góðs drengs - er lokið, löngu fyrir aldur fram. Hann er harmdauði öllum þeim er þekktu hann. Frá því að ég man eftir mér hef ég þekkt Jóhannes frænda minn. Við voram systrabörn og báram nöfn afa okkar og ömmu í móður- ætt. Stutt var á milli æskuheimila okkar í Vesturbænum í Reykjavík, kært á milli mæðra okkar og þó svo að aldurmunur hafi verið nokkur þá áttum við góða samleið, ekki síst á yngri áram okkar. Jóhannes var ekki allra og hann flíkaði ekki tilfmningum sínum, né líðan. Hann var hins vegar vinur vina sinna, traustur og einkar gott til hans að leita. Það var til dæmis ekki ónýtt að eiga hann að vini og frænda á námsáranum. Maðurinn var ótrúlegur hafsjór af þekkingu, sem spannaði aðskiljanleg svið mannlífsins. Þetta var löngu fyrir daga alnetsins og alls slíks. En að leita í smiðju Jóa frænda míns, eins og ég kallaði hann, var ígildi þess að heyja sér þekkingu úr alfræðiriti, eða af alnetinu. Eg minnist þess mjög eftir að hafa byrjað kennslu- störf, hvílík óþrjótandi fróðleiks- náma Jói var mér, hvenær sem ég leitaði tO hans. Þetta kom sér eink- ar vel þegar mér var fengið það verkefni einn veturinn að kenna mannkynssögu í níunda bekk. Eg man það enn að ég hugsaði með kvíða til vetrarins - hvernig ég ætti að haga kennslu minni vegna þess að mér fannst þekking mín af svo skomum skammti. Eg bar þetta upp við frænda minn og okkur samdist þannig að ég kæmi til hans vikulega og undirbyggi kennsluna. I staðinn tók ég að mér einhver þau húsverk sem honum þóttu örðugust. Þessi vetur var eftirminnilegur og ég kynntist Jóa á annan hátt, sem ég er ævarandi þakklát fyrir. Sjald- an hef ég komið jafn vel undirbúin til kennslu og í mannkynssögunni þennan vetur. Hlaðin visku um ótrúlegustu þætti úr sögu mann- kynsins, fyrr og síðar og full örygg- is miðlaði ég þekkingu minni sem ég hafði numið af vöram frænda míns yfir til nemenda minna. Síðar átti hann enn eftir að verða mér stoð og stytta. Við kaup á íbúð aðstoðaði hann mig ómetanlega og kallaði til liðs við okkur félaga sína úr lögreglunni eða glímuhreyfing- unni, sem engir vora neinir meðal- menn að burðum og létu sig lítt muna um stórvirkin við breytingar á íbúð einnar stúlkukindar. Þakklátust er ég þó frænda mín- um,fyrir það hversu vel hann reynd- ist mér og fjölskyldu minni er móðir mín féll frá skyndilega og langt fyr- ir aldur fram. Gróa í góðs manns göngusporum laukur og lilja lífræn og frjó. Þannig yrkir skáldbóndinn á Sandi, Guðmundur Friðjónsson, frændi Jóhannesar. Þessi orð finn- ast mér eiga vel við lífshlaup Jó- hannesar Jónassonar. Jóhannes var ærið margbrotinn persónuleiki. Hann átti sínar erfiðu stundir, eins og við öll, en kaus að deila þeim ekki með öðram. Oft hefði ég viljað vera honum tO halds og trausts, er veikindi steðjuðu að. Hann gaf þó sjaldan færi á slíku. Fyrir nokkram áram uppskar Jó- hannes frændi minn ómælda virð- ingu og aðdáun nær allra lands- manna fyrir ótrúlega frækna frammistöðu í spurningakeppni í sjónvarpinu. Hann keppti fyrir hönd lögreglunnar þar sem hann starfaði lengst af og leiddi sveit hennar til sigurs. Enn jókst vegsauki hans og fremd, er hann keppti á síðasta vetri í spumingakeppni á tónlistarsviði, Kontrapunkti, fyrir Islands hönd á norrænum vettvangi. Hinn hægláti lögreglumaður ofan af Islandi hafði greinilega unnið hug og hjörtu stjómenda keppninnar. Keppinaut- arnir voru margir hverjir spreng- lærðir sérfræðingar af tónlistarsvið- inu, en Jóhannes stóð þeim fullkom- lega á sporði, þótt sjálfmenntaður væri á þessu sviði. Þetta er þeim mun aðdáunarverðara sem hann var nýstiginn upp úr erfiðum veikindum. Svo vel gefinn maður sem Jó- hannes var hlaut að afla sér mennt- unar. Að loknu stúdentsprófi úr MR, sem hann mat allra framhalds- skóla mest, hóf hann nám í norræn- JÓHANNES JÓNASSON um fræðum við Háskóla íslands. Hann lauk þar sagnfræðiprófi og fékkst við kennslu um hríð. Lengst af starfaði hann þó sem lögreglu- maður við góðan orðstír. Hann var stoltur af starfi sínu og gerði sér góða grein fyrir mikilvægi þess í þjóðfélagi okkar. Ódeigur var hann líka við að halda fram hlut stéttar sinnar. Það var því að vonum að hann tók drjúgan þátt í félagsstarfi lögreglumanna. Jóhannes var mikill félagsmála- maður og áhugasvið hans ótrúlega vítt. Auk þess að starfa með félög- um sínum að hagsmunamálum stéttar sinnar, var hann áhugasam- ur um framgang íslensku glímunnar og ritaði einatt um þau mál. Einna hæst ber þó, sérstaklega á síðari ár- um, ómetanlegt starf hans fyrir ís- lenskt _ tónlistarlíf. Hann starfaði innan Islensku óperannar og naut þar óskoraðrar virðingar sakir al- hliða þekkingar sinnar á tónlist. Wagner var hans maður. Skrif hans um þetta margbrotna tónskáld sýna gríðarlega yfirgripsmikla þekkingu þá sem hann hafði. Allt þetta sýnir í raun Jóhannes frænda minn í hnotskurn. Sagn- fræðingurinn sem varð lögreglu- maður, og sinnti af einlægum áhuga svo ólíkum sviðum sem hagsmuna- málum lögreglunnar, glímuíþrótt- inni og flóknustu sviðum tónlistar- innar. í öllum þessum störfum vann hann af trúmennsku, heiðarleika og einlægum áhuga. Víð fráfall hans nú myndast stórt skarð sem örðugt verður að fylla. Er ég nú kveð Jóhannes, elsta bamabam ömmu minnar, kemur upp í huga minn hversu fámenn móðurfjölskylda mín er orðin. Fjöl- skyldan einkenndist af kærleiksríku sambandi sex systra sem nú eru all- ar látnar. Enn er höggvið skarð í þennan litla hóp. Um leið og ég bið frænda mínum Guðs blessunar votta ég Elínu Mjöll, systur hans, mína dýpstu samúð og fjölskyldu minnar. Sigrún Jóhanna Þórisdóttir. Þegar við Jóhannes kynntumst fyrir nærri tuttugu áram leist mér til að byrja með engan veginn á „kallinn“, eins og ég kallaði hann. Hann kom mér fyrir sjónir sem af- skaplega strangur og harður í hom að taka. Hann lét hins vegar óblíðar móttökur ekkert á sig fá og sýndi mér, og ölju því sem ég tók mér fyr- ir hendur, frá upphafi þann áhuga sem hélst allar götur síðan. Fljót- lega komst ég líka að því að þrátt fyrir alvarlegt yfirbragð átti hann sér líka aðrar og mýkri hliðar. Jóhannes var ákaflega vel lesinn og hafði gaman af að miðla fróðleik sínum til annarra. Ég var þar engin undantekning. Hann gaf sér ávallt tíma til að segja mér sögur, sem voru engin hefðbundin ævintýri, heldur tilþrifamiklar frásagnir af allskyns vættum og forynjum á borð við tröllkarlinn Loðinbarða og hans hyski. Hann hvatti mig líka til lestrar og var óþreytandi við að benda mér á lesefni og gefa mér bækur. Fyrir hans tilstuðlan las ég á unga aldri jafnólík verk og Þjóð- sögur Jóns Amasonar, Sálminn um blómið og Hobbit. Sögurnar voru síðan ræddar okkur báðum til gagns og gamans. Jóhannes var líka mjög áhugasamur um alla skóla- göngu mína og var stoltur yfir þeim áföngum sem ég lauk í námi, hvort sem var í grannskóla, menntaskóla eða háskóla. Hann fylgdist vel með því sem var á döfinni í námsefninu hveiju sinni og fræddi mig gjarnan nánar um það sem til umfjöllunar var. Hvort sem um sögu eða stærð- fræði var að ræða gat ég alltaf leit- að til hans og fengið þá aðstoð sem ég þurfti á að halda. Jóhannes naut sín sérstaklega vel þegar kom að vinnslu ritgerða og annarra verk- efna. Þá kom sagnfræðingurinn upp í honum og hann lagði mikið kapp á að heimildir mínar og úrvinnsla úr þeim væru sem bestar. Hann kynnti mig líka fyrir klassískri tónlist og töfrum hennar, þótt við væram nú ekki alltaf sammála um lagavalið. Til dæmis fékk ég lengi vel ekki skilið dálæti hans á Wagner og tón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.