Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ Fákeppni og frelsi Ætla verður að forsœtisráðherra uppfylli samkvæmniskröfuna og mœli fyrir nauðsyn þess að fákeppni verði brotin upp á öllum sviðum íslensks viðskiptalífs. Æ tli auðstéttinni nýju takist að takmarka mál- frelsi íslenskra stjómmála- manna? Eitt er víst; nokkrum talsmönnum markaðsvæðingar og óheftra viðskipta er að takast að sverta frelsið og samkeppnina líkt og rónamir hafa komið óorði á brennivínið. Davíð Oddssyni forsætisráð- herra var á dögunum efnislega sagt að þegja og skammast sín. Þar var á ferð- VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson inni fulltrúi Bónus-versl- anakeðjunnar en þar á bæ hafa menn, að sögn, ekld gert annað undanfari- nn áratug eða svo en að leita leiða til að bæta hag alþýðu manna í þessu landi með því að lækka verð á matvælum. Niðurstaða þeirra í því efni liggur nú týrir; því háleita markmiði verður einungis náð með því að Bónus og móður- og systurfyrirtæki þess ráði allri matvöruverslun á Islandi. Fyrmefndur vinur alþýðunnar veittist að Davíð Oddssyni í byrjun vikunnar eftir að forsæt- isráðherra hafði leyft sér að vekja á því athygli að fákeppni ríkir í matvömverslun á Islandi. Sagði Davíð Oddsson að ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessari þróun og huga bæri að því hvort setja þyrfti reglur til að tryggja eðlilega samkeppni milli matvörukaupmanna. Þessu svaraði fulltrúi Baugs hf., sem rekur verslanakeðjumar Hagkaup, Nýkaup, Hraðkaup og Bónus, efnislega á þann veg að ummæli Davíðs Oddssonar væm óábyrg og fallin til þess eins að lækka verð á hlutabréfum í fyrir- tækjum á matvælamarkaði. Tæpast vildi forsætisráðherra Islands bera ábyrgð á slíkum hamfömm. Það er tímanna tákn að for- maður Sjálfstæðisflokksins og öflugasti stjómmálamaður þjóð- arinnar skuli lenda í deilum við fulltrúa nýju auðstéttarinnar á Islandi. Viðbrögð forráðamanna Baugs bregða einnig forvitnilegu ljósi á þann veruleika, sem nú blasir við í íslensku viðskiptalífi, þar sem völdin hafa færst frá stjómmálamönnunum yfir til lít- ils hóps fjármála- og athafna- manna. Fjármagnið berst með ógnarhraða eftir rafrásum hins hnattvædda viðskiptalífs og hyggist stjórnmálamenn grípa inn í hótar auðvaldið einfaldlega að leita þangað sem hagstæðari skilyrði ríkja. Og stjómmála- mennimir sitja uppi með skömmina og ábyrgðina á at- vinnumissi og fjármagnsflótta. „Nútímavæðingin felur í sér að bandarískar leikreglur eru innleiddar," sagði fjölmiðlakóng- urinn Rupert Murdoch einhverju sinni en hann hefur safnað fyrir- tækjum af aðdáunarverðri græðgi. Þessi bandaríski vem- leiki eignarhaldsfyrirtækja og samþjöppunar er íslendingum heldur framandi. Þótt hér á landi hafi vissulega risið viðskiptaveldi einokunar, oftar en ekki nátengd stjómmálaflokkum, hefur hinn íslenski kapítalismi verið fjár- magnshyggja hins smáa, efnis- hyggja einyrkja, smákaup- manna, heildsala, handverks- manna, KR-inga. Þessi hefur aukinheldur verið hugmynda- fræði Sjálfstæðisflokksins, sem náð hefur að gera flestalla Is- lendinga að smá-kapítalistum með því að innleiða þá trúarsetn- ingu á Islandi að allir verði að eiga húsnæði það, sem hlífir lík- amshylki þeirra í jarðlífinu. Af þessum sökum m.a. hugnaðist leiðtogum Sjálfstæðisflokksins svo vel sá smá-kapítalismi, sem Margaret Thatcher innleiddi í Bretlandi. Þessi tegund fjármagnshyggju er að líða undir lok. Um allar jarðir em viðskiptablokkir og stórfyrirtæki að ýta einyrkjun- um út af markaðinum í krafti „hagkvæmni stærðarinnar". Langt er síðan þessarar þróunar tók að gæta á íslenska matvöra- markaðinum og ef til vill má telja það eitt fréttnæmt við um- mæli Davíðs Oddssonar að þau skuli ekki hafa fallið fyrr. Samþjöppun í viðskiptalífinu fylgja áður óþekkt völd. Deila forsætisráðherra og nýju auð- stéttarinnar blossaði upp í liðn- um mánuði þegar þekktasti ör- eigi Islands, stór-forstjóri á þvottakonulaunum, keypti banka ásamt nokkrum vinum sínum. Með þessum kaupum hrandi stefna ríkisstjómar Davíðs Oddssonar varðandi einkavæð- ingu fjármálastofnana til granna. Frekari átök fjármagnsins og stjómmálastéttarinnar eru yfir- vofandi því hér er ekki einungis tekist á um verðmæti heldur einnig völd. Þegar hefur verið deilt um hvað hugtakið „dreifð eignaraðild" þýði í raun og næst mun athyglin beinast að því hvemig skilgreina beri „eðlilega samkeppni". Baráttan verður enn hatrammari fyrir þá sök að hún fer fram í yfirþyrmandi ná- lægð örríkisins. Pólitískt framkvæði Davíðs Oddssonar í þessu efni hlýtur hins vegar að teljast mjög mikil- vægt. Ætla verður að forsætis- ráðherra uppfylli samkvæmnis- kröfuna og mæli fyrir nauðsyn þess að fákeppni verði brotin upp á öllum sviðum íslensks við- skiptalífs. Það gildir ekki síst um olíu- og tryggingafyrirtæki og ýmsan rekstur á sviði sam- gangna og flutninga. Fátt kæmi öreigum þessa lands betur því reynslan kennir að fjármagnið, sem flæðir svo frjálst, fer ekki um íbúðahverfin þeirra. Reglur era vondar, almennt til óþurftar og næstum alltaf til leiðinda. Nauðsynlegt er á hinn bóginn að skýrar, fáar og ein- faldar leikreglur gildi í samfélag- inu. Þetta á ekki síst við um við- skiptalífið, ábyrgð þess er mikil því það er ein meginforsenda þess að frjálst og siðað þjóðfélag fái þrifist. Rússar hafa fengið að kynnast því hvemig siðleysi græðginnar getur leikið eitt samfélag. „Allt sem kommúnistamir sögðu okk- ur um sósíalismann var lygi. Hitt er verra að allt sem þeir sögðu okkur um kapítalismann reynd- ist vera satt,“ er nú viðtekin speki austur í Moskvu. Fákeppni og samþjöppun auðs og valda er raunveraleg ógnun við framfarir undanliðinna ára á Islandi. Safnadarstarf Kirkjudagur Langholts- safnaðar VIÐ hátíðarmessu kl. 11, á kirkju- degi Langholtssafnaðar hinn 19. september, mun biskup Islands, Karl Sigurbjörnsson, helga nýtt orgel og nýjan steinda kórglugga. Með þeim áfanga hefur söfnuður- inn stigið stórt skref í að fullgera Langholtskirkju. Þá mun bætt og fegurri kirkja án efa styrkja öflugt söng- og tónlistarstarf safnaðarins, sem og að bæta enn aðstöðu þeirra sem vilja halda tónleika í Lang- holtskirkju. Hafa marvíslegar endurbætur verið gerðar á kirkjunni að innan. Þær helstar eru að gólfið í kór kirkjunnar var sléttað og kirkjan hefur öll verið máluð. Þá var loftið í kórnum lagfært með tilliti til hljóm- burðar. Áformað er að láta smíða nýtt altari sem fellur vel inn í hina nýju mynd kirkjunnar. Orgelhátíð 19.-26. september. í tilefni af vígslu nýs orgels verða haldnir fjölmargir tónleikar vikuna 19.-26. september undir yfirskrift- inni „Orgelhátíð". Á vígslutónleik- unum á sunnudag 19. sept. kl. 16.30 leikur bandarískur organisti, Peter Sykes. Á þriðjudagskvöld 21. sept. kl. 20 verða kór- og orgeltónleikar undir stjórn Jóns Stefánssonar; á miðvikudagskvöld kl. 20 leikur Björn Steinar Sólbergsson, org- anisti Akureyrarkirkju, á hið nýja orgel; á fimmtudagskvöld heldur Jón Stefánsson, organisti Lang- holtskirkju, orgeltónleika, og hátíð- inni lýkur sunnudaginn 26. sept. kl. 17 með orgeltónleikum próf. Mich- ael Radulescu frá Vínarborg. Á kórtónleikunum verða nokkur ný tónverk frumflutt. Öllum velunnurum Langholts- kirkju er boðið á hádegistónleika. Sérstök athygli er vakin á hádegis- tónleikum frá mánudegi til föstu- dags kl. 12-12.30. Þá er opið hús, þ.e. enginn aðgangseyrir, og eru allir velkomnir. Boðið er upp á kaffisopa eftir tónleikana í hádeg- inu en á föstudag verður hægt að kaupa súpu eins og venjulega á föstudögum og kostar súpa og brauð kr. 400. Með komu glæsilegs orgels og fag- urs kórglugga í Langholtskirkju hefur langþráður draumur margra ræst. í mörg ár hafa velunnarar kirkjunnar stutt orgelsjóð með ýmsu móti, s.s. reglulegum fram- lögum, minningargjöfum, tónleik- um o.fl. Hátt í eitt þúsund manns hafa á þessum áratug verið skráðir fastir styrktarmenn sjóðsins, og sumir hafa gefið fasta upphæð á mánuði allan þennan áratug. Þessi fórnfýsi og trúfesti margra varð til þess að söfnuðurinn skrifaði undir samning um kaup á orgeli frá Nock-orgelverksmiðjunni í Banda- ríkjunum vorið 1997, en þá voru rúmar 20 milljónir í sjóðnum. Söfnun í gluggasjóð Langholts- kirkju á sér nokkru styttri sögu, þó að fyrstu gjafir fyrir steindum gluggum hafi farið að berast um miðjan síðasta áratug. Árið 1997 var gengið til samninga við Sigríði Ásgeirsdóttur, glerlistamann, um að hanna steinda glugga í alla kirkjuna. Kvenfélag Langholts- sóknar og félagar í sóknarnefnd hafa haft umsjón með söfnun í gluggasjóð síðan 1997, og hefur kvenfélagið alls lagt fram eina og hálfa milljón í gluggasjóð. Styrktar- menn sjóðsins hafa greitt fasta upphæð á mánuði og einnig hafa veglegar minningargjafir borist. Þar sem enn skortir nokkuð á að tekist hafi að safna íyrir orgelinu og gluggum verða orgel- og glugga- sjóðir áfram til, og era öll framlög þegin með þökkum. Fyrir hönd Langholtssafnaðar færi ég öllum þeim sem hafið látið fé af hendi rakna í orgelsjóð og gluggasjóð innilegar þakkir fyrir fórnfýsi og hlýhug. Verið velkomin til hátíðarmessu kl. 11, þar sem nýja orgelið hljóm- ar, kórar kirkjunnar syngja og leiða söfnuðinn í lofgjörð með hinu nýja hljóðfæri. Eftir messuna býður Kvenfélagið upp á léttar veitingar í safnaðar- heimilinu. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur. Barna- og ung- lingastarf Landakirkju í Eyjum BARNASTARFIÐ í Landakirkju í Vestmannaeyjum hefur verið með líflegasta móti undanfarin ár. I vet- ur verður vonandi enn meiri sveifla á okkur því nú ætlum við að halda upp á kristnitökuafmælið með góðri kirkjusókn á öllum sviðum. Fyrsta bai'naguðsþjónustan verður 19. september og hefst hún kl. 11 árdegis. Foreldrar og aðrir úr fjölskyldunni eru hjartanlega velkomnir. Öllum er bent á að koma tímanlega vegna þess að í fyrstu stundinni skráum við nöfn barn- anna á veggspjald í forkirkjunni við komuna. Við tökum upp nýtt efni og flökkum í tímanum allt aftur til víkinga og fornra kappa. Fyrsta samvera kirkjuprakkar- anna verður þriðjudaginn 21. sept- ember, ætluð krökkum á aldrinum 7-9 ára. Hefst hún kl. 16.30 að þessu sinni og eru börnin beðin að gæta að breyttum tíma. í starfi kirkjuprakkaranna er farið í leiki, spunasmiðju, helgileiki og svo er líka sungið og farið með bænir. í vetur verða leiðtogar þau Est- er, Hildur, Sigurþór og Gunnar. Umsjónarmaður er Hrefna Hilmis- dóttir. Fyrsta samvera í TTT-starfi 10-12 ára krakka verður fimmtu- daginn 16. september kl. 17.30. Þar er líka breyttur tími frá síðasta vetri. í TTT-starfi fá allir góðir krakkar mikla útrás í leikjum, spuna og alls konar tralli. Helgi- stundin er líka á sínum stað. Aðal- leiðtogar í TTT era þeir Skafti Örn Ólafsson og Ólafur Jóhann Borg- þórsson, auk Kristínar Halldórs- dóttur og fleiri góðra manna. Einnig skal minnt á að mömmumorgnar fara fljótlega af stað fyrir allra yngstu börnin og foreldra þeirra. Þær stundir eru fyrir feður jafnt og mæður ásamt ungum börnum sínum, þótt heitið gæti bent til annars. Þeir sem áhuga hafa era beðnir að hafa sam- band við sr. Báru Friðriksdóttur, sem hefur umsjón með þessum samverum í vetur. Fyrir unglingana er gott að vita að „Opið hús“ er öll fimmtudags- kvöld kl. 20.30 í KFUM&K-húsinu, Vestmannabraut 5, og æskulýðs- fundir verða á sunnudagskvöldum kl. 20.30, sá fyrsti núna á sunnu- daginn, 19. september. Að lokum er fermingarfólk vetr- arins og foreldrar þess minnt á messuna núna á sunnudaginn kl. 14.00 og kaffi og kynningarfund í safnaðarheimilinu á eftir. Lifið heil - í Guði. Sr. Kristján Björnsson. Vetrarstarfið í Hallgrímskirkj u VETRARSTARFIÐ í Hallgríms- kirkju er nú óðum að hefjast. Messa með altarisgöngu er hvern sunnudag kl. 11. og kvöldmessur með breytilegu sniði fyrsta sunnu- dag hvers mánaðar, í fyrsta skipti 3. október. Auk þess eru fyrir- bænaguðsþjónustur á þriðjudögum kl. 10,30. Náttsöngur er sunginn hvert miðvikudagskvöld kl. 21.00 en klukkutíma áður er opið hús í samvinnu við starfsfólk á Biskups- stofu í safnaðarsal kirkjunnar, þar sem rætt verður um málefni líðandi stundar í ljósi kristinnar trúar. í hádeginu á fimmtudögum er kyrrð- arstund með orgelleik og hug- leiðslu, en að henni lokinni verður hægt að fá léttan málsverð keyptan í safnaðarsal kirkjunnar. Fræðslumorgnar verða kl. 10.00, á undan guðsþjónustu, hvern sunnudag í október, nóvember, febrúar og mars. Þemað á haust- misseri er „Þættir úr þúsund ára sögu“, þar sem ýmsir fræðimenn munu miðla af þekkingu sinni. Barnastarf vetrarins hefst með formlegum hætti næsta sunnudag, 19. september, og verður sem áður tengt guðsþjónustu sunnudagsins sem hefst kl. 11 f.h. Börnin taka þátt í guðsþjónustunni fram að prédikun en fara þá með leiðtogum sínum í safnaðarsal til að syngja saman og fá fræðslu við hæfi. Starf fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára verður á miðvikudögum í tveimur hópum, 9 og 10 ára kl. 16.30 og 11 og 12 ára kl. 18. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í samvinnu- við Austurbæjarskólann að nemendum sem eru í lengdri viðveru í skólan- um er boðið að koma í kirkjuna einu sinni í viku ef þau óska. Þar verður m.a. sungið og sitthvað til gamans gert. Þessar heimsóknir verða á miðvikudögum kl. 14.45- 15.45. Á mánudagskvöldum kl. 20 era fundir í Æskulýðsfélaginu Örk, sem er ætlað unglingum í 9. bekk og eldri. Fundirnir era haldnir í kór- kjallara kirkjunnar. Þar verður boðið upp á vandað og fjölbreytt efni, farið í óvissuferðir og helgar- ferðir og margt fleira. Sérstakir fundir verða með unglingum í 8. bekk í tengslum við fermingar- fræðsluna. Þá verður opið hús í kórkjallara annað hvert föstudags- kvöld kl. 20.30-23 þar sem ungling- amir fá tækifæri til að hittast, rabba saman, fara í tölvuleiki, leika borðtennis og horfa á myndbönd svo eitthvað sé nefnt. Fermingarfræðslan verður á fímmtudögum kl. 15-16.30. Fyrsti fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra verður fimmtu- daginn 23. september kl.20 og fer innritun þá fram. Foreldramorgnar verða á hverj- um miðvikudagsmorgni kl. 10-12. Þar verður boðið upp á margvíslega fræðslu um börn og umönnun þeirra í samvinnu við barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Auk þess verða helgistundir og fræðsla um trúarlegt uppeldi. Öldrunarstarf er í kórkjallara þriðjudaga og föstudaga frá kl. 10.30 og leikfimi fyrir aldraða þessa sömu daga kl. 13. Þá er opið hús fyrir aldraða fjórða hvern miðviku- dag kl. 14-16 með fjölbreyttri dag- skrá og veitingum. Heimsóknar- þjónusta er til boða og má koma óskum um hana til þjónustufulltrú- ans, Dagbjartar Theodórsdóttur, í síma 510 1034 á þriðjudögum og föstudögum kl. 11-12. Vetrarstarf Kvenfélags Hall- grímskirkju hefst með haustferða- lagi sunnudaginn 19. september og verður lagt upp frá kirkjunni eftir messu. Fundir verða svo fyrsta fímmtudag hvers mánaðar með margvíslegu efni til fróðleiks og skemmtunar. Kvenfélagið er nú að láta gera skírnarfont fyrir kirkj- una, sem hannaður er af Leifi Breiðfjörð. Til að afla fjár til þessa verkefnis hyggst félagið selja léttan málsverð eftir messu nokkra sunnudaga í vetur, í fyrsta skipti sunnudaginn 3. október. Áhugahópur um kristniboð og hjálparstarf var stofnaður síðastlið- ið vor og mun halda fundi fyrsta mánudag í mánuði kl. 20.30. Hlut- verk hópsins er að styðja við hjálp- arstarf og kristniboð með fjáröflun, fræðslu og fyrirbæn. Allir eru vel- komir á fundi félagsins. Við Hallgrímskirkju starfa fjórir kórar, Mótettukór Hallgrímskirkju, Schola Cantorum, Barnakór og Unglingakór Hallgrímskirkju. Allir þessir kórar taka virkan þátt í helgihaldi safnaðarins auk þess að halda tónleika, bæði innanlands og utan. Mörg stór verkefni bíða þess- ara kóra í vetur. Hátíðahöldin vegna þúsund ára kristni í landinu verða áberandi á nýju starfsári Listvinafélags Hall- grímskirkju, sem er að hefjast um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.