Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Landbúnaðarráðherra vill veita almannafé til hestamiðstöðvar í Skagaflrði:
150 milljóna styrkur
IWvileyf
hneyksli, segja steini lostnir hestamenn utan Skagafjarðar
i G-Mu/\JC^ «*“
Landbúnaðarráðherra og litla Suðurlandsundrið voru ekki Iengi að fínna upp hestinn.
Karl Hreinsson t.v. og Gunnar Þórðarson með fallega dagsveiði úr Bflds-
felli í Soginu á miðvikudaginn, átta laxar og lengst t.v. er 6 punda bleilqa.
24 punda bolti á Iðunni
Rúmlega 24 punda hængur
veiddist á Iðunni í vikunni að sögn
Ólafs Ólafssonar Sogsnefndar-
manns. Hafði hann það eftir nán-
um vinum sínum sem höfðu verið
á staðnum og fylgst með glímunni
sem var að sögn æsileg og stóð í
hartnær tvær stundir og lauk ekki
fyrr en í rauðamyrkri. „Þessi lax
tók maðk og var víst mjög leginn.
Gaman hefði verið að sjá hann í
vor,“ sagði Ólafur. Hér er kominn
einn af stærstu löxum sumarsins.
Frétdr af sjóbirtingum
Sjóbirtingur er loks farinn að
ganga í Hörgsá á Síðu, en allt þar
til um helgina hafði verið afskap-
lega rólegt hjá veiðimönnum á
bökkum árinnar. „Það rigndi ein-
hver ósköp á laugardaginn og það
kom flóð í ána. Á sunnudaginn
hafði sjatnað nokkuð og þá urðum
við strax varir við nýjan fisk víða
um ána. Skilyrði voru erfið, þessi
litla netta á svo vatnsmikil að hún
var hvergi væð, en við náðum samt
sex birtingum og misstum enn
fleiri. Þetta voru 3 til 7 punda fisk-
ar og flestir nýgengnir. Við misst-
um enn stærri fiska, m.a. einn sem
var örugglega vel yfir tíu pund,“
sagði Jón Marteinsson, leigutaki
árinnar, en hann var þar að veið-
um um helgina. Jón bætti við, að
reytingsbleikjuveiði hefði verið í
Eldvatni á Brunasandi og sjálfur
hefðu hann og félagar hans orðið
talsvert varir við fisk í Brúarhyl og
á ármótum Eldvatns og Hverfis-
fljóts.
„Varmá og Þorleifslækur hafa
gefið prýðilega sjóbirtingsveiði að
undanförnu," sagði Ingólfur Kol-
beinsson í Vesturröst. Þetta er
hin vel þekkta spræna sem renn-
ur í gegnum Hveragerði og er
veitt á sex stangir neðan þjóðveg-
ar 1 og tvær ofan hans. Fyrr á
vertíðinni veiddust milli 20 og 30
laxar og eitthvað af bleikju og
regnboga, en birtingur hefur ver-
ið að ganga. „Það er engin skrán-
ing á þessu svæði, en einn sem við
þekkjum og kemur oft hingað í
búðina og kaupir leyfi þarna hefur
oft fengið þetta 5 til 6 fiska og upp
í 14 stykki á hálfum degi. Flugan
gefur best og þetta er mikið 3-4
punda fiskur, en í bland birtingar
upp í 7-8 pund,“ sagði Ingólfur.
Veiði
víða
lífleg
ÞAÐ veiðist nú vel í Soginu þessa
dagana, að sögn Ólafs K. Ólafsson-
ar, formanns Sogsdeildar SVFR. I
gær voru komnir 253 laxar á land
af Alviðrusvæðinu og 58 í Bfldsfelli.
„Eg hitti tvo félaga mína á miðviku-
daginn, þeir voru með tvær stangir
og fengu átta laxa, upp í 12 pund,
og eina 6 punda bleikju. Ég náði
ekki tölunni í Ásgarði, en þar hefur
veiði einnig verið batnandi. Aftur á
móti er búið að vera fremur rólegt í
Syðri Brú. Það hefur verið mikið
vatn og það hentar illa á Landa-
klöpp, sem er aðalveiðistaðurinn
þar upp frá. Annars er þetta sumar
að verða virkilega gott, eins og það
byrjaði líka illa,“ sagði Ólafur.
Bleikjuveiðin í Soginu hefur
breyst mjög frá því sem verið hefur
síðustu sumur. Mikil bleikjuveiði
hefur verið síðustu sumur og fiskur
prýðilega vænn, mikið 1-2 pund og
alltaf slangur af 3 til 5 punda saman
við. Nú er eins og ákveðnir árgang-
ar séu að eldast og vaxa úr sér. Nú
veiðist þannig miklu minna magn af
bleikju. Menn sjá þó slatta af fiski,
en bleikjan er miklu stærri en
menn hafa fyrr séð. Veiðimaður
einn fékk t.d. þrjá físka í Bfldsfelli
fyrir skömmu, bleikjurnar voru all-
ar á bilinu 6 til 6,5 pund. Þær
stærstu í sumar hafa verið 7 pund.
Kúlupúpur veiddar upp í straum
hafa reynst skæðastar á bleikjuna
og er nú svo komið að sómasamleg-
ir fiskar fást varla nema menn
kunni þau vísindi."
Málþing um hlutskipti nýbúa í skóla
Auður sem fer
forgörðum
MIKLAR umræð-
ur hafa að und-
anförnu verið um
hlutskipti nýbúa^ innan
menntakerfis Islands.
Um þetta efni verður
haldið málþing i Gerðu-
bergi í dag undir yfir-
skriftinni: Auður sem fer
forgörðum, og hefst það
klukkan 9.30. Það verða
haldnir fyrirlestrar og
umræður verða í vinnu-
hópum. Félagið Fjöl-
breytni auðgar stendur
að þessu málþingi en
formaður þess er Geir
Oddsson. Hann var
spurður hvað helst yrði
fjallað um á málþinginu?
- Á málþinginu verð-
ur m.a. fjallað um nýju
námskrána og íslensku sem
annað tungumál, svo og tengsl
náms og frítíma. Tilgangur mál-
þingsins er að leiða saman fólk
sem vinnur að þessum mála-
flokki og leitar leiða til lausna.
Og einnig að kynna það starf
sem nú þegar fer fram innan
menntakerfisins í þessu sam-
bandi.
- Hver er tilgangur félags-
ins Fjölbreytni uuðgar?
- Félagið hefur þann til-
gang að vinna að jafnrétti á Is-
landi með því að fyrirbyggja
misrétti á grundvelli kynþáttar,
litarháttar, þjóðernis, uppruna,
trúarbragða eða annarra
ástæðna.
- Hvernig horfa þessar upp-
iýsingar um brottfall nýbúa við
með tilliti til tilgangs og starfs
félagsins?
- Segja má að þetta sé eitt
af þeim atriðum sem okkar starf
beinist að, það er að segja að
fyrirbyggja það að til verði jað-
arhópur vegna mismunandi að-
gengis að einhverju eins og t.d.
menntun.
- Nú er brottfall úr fram-
haldsskólum líka mikið meðal
innfæddra - er þetta þá svo
mjög óeðlilegt ástand?
Það er í fyrsta lagi mjög
óeðlilegt að brottfall úr fram-
haldsskólum skuli þetta mikið
meðal nemenda yfirleitt og í
öðru lagi hlýtur að vera óásætt-
anlegt að einhver hópur skuli
hafa allt að því 100 % brottfall.
Hvar getur skýringar
verið að leita?
- Ef við vissum nákvæm-
lega hver ástæðan væri þá
þyrfti ekki umræður um málið
en með því að halda málþing er-
um við að reyna að komast til
botns í hverjar ástæðurnar eru.
Það er þó hægt að nefna ýmsar
ástæður, svo sem íslenskukunn-
áttu, stuðning fjölskyldu og
stuðning jafningja.
- Getið þið bent á leiðir til
úrbóta? _________
- Það eru til
lausnir víða erlendis
sem ástæða er til að
reyna að heimfæra á
íslenskar aðstæður.
Þar er kannski fyrst og fremst
tungumálastuðningur en líka al-
mennt viðhorf til menningar-
munar eða fjölbreytni þjóðfé-
lagsins sem endurspeglast líka
innan skólakerfisins. Það eru nú
þegar innan íslenska skólakerf-
isins bæði vitund, vilji og þekk-
ing til þess að fást við þetta,
þannig að við gerum okkar góð-
ar vonir um að úrlausnir finnist
og þeim verði fylgt eftir.
Geir Oddsson
► Geir Oddsson fæddist 1962 í
Reykjavík. Hann lauk stúdents-
prófi 1982, BS-prófi í líffræði
1989 frá Háskóla islands og út-
skrifaðist með meistarapróf 1995
frá University of Washington.
Um þessar mundir er Geir að
leggja lokahönd á doktorsritgerð
við sama skóla. Hann hefur starf-
að við ráðgjafarstörf erlendis,
mest í þróunarlöndunum, bæði
fyrir Þróunarsamvinnustofnun
Islands og erlenda aðila. Frá
hausti 1998 hefur hann verið for-
stöðumaður Umhverfisstoihunar
Háskóla Islands. Einnig er hann
ritari Auðlindanefndar Alþingis.
Geir er kvæntur Rögnu Björgu
Guðbrandsdóttur félagasráð-
gjafa hjá Barnahúsi. Þau eiga
tvo syni.
Fjölbreytni
auðgar og
styrkir
Hvar eru „ljósu punkt-
arnir“?
- Iðnskólinn hefur t.d. til
nokkurra ára unnið markvisst
með nýbúanemendum til þess
að fyrirbyggja brottfall og hefur
það starf borið mikinn árangur
og er það dæmi um hvernig
hægt er að takast á við þetta
vandamál.
- Að hverju er félagið Fjöl-
breytni auðgar helst að vinna að
núna?
- Fyrir utan skólamál ný-
búa erum við að huga að rétt-
indum erlends verkafólks á ís-
landi og héldum málþing um það
mál á Isafirði í júní sl. Þetta er
stórmál og mikil þörf á að um-
ræða sé í gangi um réttindi
þessa fólks í ljósi þess hve er-
lendu verkafólki hefur fjölgað
hér á fáum árum. Meginmark-
mið okkar er að reyna að hafa
áhrif á viðhorf fólksins í land-
finu til nýbúa og fólks með ann-
an menningarlegan bakgrunn.
- Hvers vegna er mikilvægt
að gera það?
- Island er hluti af alþjóða-
samfélaginu og á tímum alþjóða-
væðingar styrkir fjölbreytni og
eflir íslenskt þjóðfé-
lag auk þess að stuðla
að almennri hagsæld.
Mikilvægt er að fólk
geri sér grein fýrir að
”” aukin fjölbreytni
samfélagsins eykur þekkingu
okkar á ólíkum menningarheim-
um og víkkar út sjóndeildarhring
okkar. í þriðja lagi þá leiðir fjöl-
breytni af sér kraftmikið sam-
starf og nýjar hugmyndir sem
gerir okkur kleift að hagnýta
okkur aukin samskipti milli
þjóða. Síðast en ekki síst er fjöl-
breytni grundvöllur friðar og
réttlætis í mannlegum samskipt-
um.