Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 29 LISTIR Morgunblaðið/Porkell. Gripið í orgel NORRÆNIR orgeldagar eru nú haldnir í Reykjavík, en þeir eru nokkurs konar þing fyrir nor- ræna organista. Á þessum org- eldögum verða haldnir fímm orgeltónleikar í Hallgríms- kirkju og strax að þeim loknum kemur að vígslu tveggja orgela; í Neskirkju og Langholtskirkju með sérstökum dagskrám og tónleikum. Organistarnir fóru um höfuðborgina í gær og skoð- uðu orgel í smíðum og önnur vígð og einnig þau sem vígð verða á sunnudaginn. Á mynd- inni eru nokkrir organistanna að kynna sér nýja orgelið í Nes- kirkju. segir að Svíþjóð sé kóraland og þakkar for- dæmi Eriks Erikssons kórstjóra. Hann sagði Jóhanni Hjálmarssyni að mikið væri spilað í Stokkhólmi, þar væru þrjár stórar hljómsveit- ir og kirkjurnar legðu líka sitt af mörkum til tónlistarlífsins. ANDERS Bondemann er meðal þeirra norrænu orgelleikara sem fram koma á Norrænum orgeldögum sem nú standa yfir í Hallgn'mskirkju. Hann leikur á orgel kirkjunnar 1 kvöld. Morgunblaðið/Golli Anders Bondemann, organleikari og prófessor, er hrifínn af spuna. Spuninn er sköpun og má líkja við skissu Anders Bondemann Dásamlegar Dauðasyndir TÖiVLIST Háskúlabíó Sinfdníutdnleikar Sinfdníuhljdmsveit Islands og ein- söngvarar fluttu Dauðasyndirnar sjö eftir Kurt Weill og ballettinn Appollö, foringja músanna eftir Igor Stravinskíj; Anne Manson stjörnaði. Fimmtudagskvöld kl. 20.00. ÍGOR Stravinskíj var þegar orðinn frægur af ballettum sín- um og samstarfí við balletthóp Sergeis Diaghilevs í París, Ball- ets Russes, þegar hann fékk beiðni um að semja nýjan ballett fyrir tónlistarhátíð sem átti að fara fram í Þingbókasafninu í Washington í Bandaríkjunum 1928. Gríska goðafræðin var Stravinskíj hugleikin, hún varð honum efniviður í nokkur verk, - þar á meðal þennan ballett. Appolló, foringi listagyðjanna níu, eða músanna, er viðfangs- efni verksins. Til að einfalda ballettinn og koma til móts við stærð ballett- hópsins sem átti að frumflytja verkið fækkaði Stravinskíj mús- unum úr níu í þrjár. Kallíópa er músa ljóðlistar og hrynjandi, Pólýhymnía er músa látbragðsins og Terpsikóra er músa hrynjandi og hreyfíngar, - eða dansins. Ball- ettinn sjálfur hefst með fæðingu Appollós í forleik verksins, en á eftir fylgja níu dansar músanna sjálfra þar sem Appolló gefur þeim náðargáfumar og iylgir þeim að endingu til Pamassus. Þama dansa tindilfættar lista- gyðjur á vorgrænum völlum forn-Grikklands í kliðmjúkri heiðríkju. Verk Stravinskíjs er samið í nýklassískum stfl, - eins og reyndar flem verk hans byggð á klassískum efnivið. Tón- listin er díatónísk, einföld og hrein. Sagan býður ekki upp á átök, tónlistin því ekki heldur; þarna er gleðin í fyrirrúmi og tónlistin stafar yndi og ómót- stæðilegum þokka. Flutningur verksins var prýði- legur, en vantaði neistann sem hefði getað gert hann frábæran. Þetta var snoturt en vantaði flugið. Það vantaði líka stemmn- ingu í salinn, sem var hálf tómur, - trúlega erfitt fyrir hljómsveit- ina að hefja starfsárið þannig. Þetta var synd, - því verk Strav- inskíjs er meðal þeirra dægfleg- ustu sem getur að heyra. Sem betur fer fjölgaði tónleikagestum í hléi. Stravinskíj var meðal áhrifa- valda á þýska tónskáldið Kurt Weill, og margt áttu þeir sam- eiginlegt sem tónskáld, þótt tón- list þeirra væri afar ólík. Báðir sömdu þeir fyiir leikhúsið eins og tónverk þessara tónleika báru með sér, og báðir leituðu fyrir sér í ýmsum stflbrigðum tónlistar að möguleikum til nýrr- ar tónsköpunar. Verk Weills, Dauðasyndirnar sjö, er heimsósómabálkur, - saminn sjö árum seinna en Appolló Stravinskíjs; - ballett- verk fyrir sópran, tvo tenóra, baritón, bassa og hljómsveit. Syndirnar sjö eru dugleysi, dramb, reiði, ofát, losti, ágimd og öfund, og mergjaður textinn saminn af samstarfsmanni tón- skáldsins Bertolt Brecht. í ball- ettinum er sögð saga Önnu; og á persónan sér tvær hliðar, sungna og dansaða. Sungna Annan er praktísk og samvisku- söm en sú dansaða er listamaður og lífsnautnakona. Anna er á leið til Mississippi þar sem hún ætlar að byggja sér hús, en á vegferð sinni í gegnum sjö bandarískar borgir kynnist hún dauðasynd- unum sjö, og þarf að takast á við þær. Tvískiptur karakter Önnu er átakamiðja í verkinu, og því tapar það talsverðu í konsert- uppfærslu þar sem dansinn vantar. Þetta er eitt af vinsælustu verkum Weills og hefur verið hljóðritað með jafn ólíkum söng- konum í aðalhlutverki og Wagner-söngkonunni Brigitte Fassbánder og heróínuppvakn: ingnum Marianne Faithful. I hlutverki Önnu á tónleikunum var Marie McLaughlin, en karla- kvartett sem syngur á móti henni skipuðu þeir Gunnar Guð- bjömsson og Guðbjörn Guð- bjömsson, Thomas Mohr og Nicholas Garrett. Þrátt fyrir dansleysið í upp- færslu Sinfóníuhljómsveitarinn- ar vai' flutningurinn magnaður. Marie McLaughlin var virkilega góð, og karlarnir fjórir fínir. Söngur þeirra í kafianum um of- átið var stórkostlegur. Stjórn Anne Manson var hreint út sagt frábær; taktslag hennar ótrú- lega nákvæmt og pottþétt; og dýnamísk blæbrigði mikil. Það var verulega gaman að upplifa þetta verk undir hennar stjóm; það var lifandi og músíkalskt, hljómsveitin var frábær í hennar höndum og lofar góðu um ný- byrjað starfsár. Bergþóra Jónsdóttir Bondemann er prófesor við Tón- listarháskólann í Stokkhólmi og hefur marga nemendur. Hann leikur jafn- framt á orgel St. Jakobs-kirkjunnar þar í borg. Hann er fyrst spurður að því hvað hann ætli að spila: „Bach, sænska músík, m.a. Hans Eklund og einnig spinna. Eg veit ekki fyrr en rétt áður um spunann, en það sem ég spila nær frá barokktónlist til rómantísku, ég spila líka nútímatón- list.“ Það verður þá ekkert íslenskt. Þekk- irðu til íslenskrar tónlistar? „Ég þekki lítillega til Páls Isólfs- sonar. Annar er þekkingin af skom- um skammti." Kóralandið Svíþjóð Bondemann sem er í fyrsta sinn á Islandi segir aðspurður um tónlistar- líf í Svíþjóð að það hafi verið blómlegt undanfarin 30-40 ár. Svíþjóð segir hann einkum kóraland og nefnir for- dæmi Eriks Erikssons. Hann segir að í Stokkhólmi séu þrjár stórar hljóm- sveitir og mikið sé spilað í kirkjum borgarinnar: „St. Jacobs-kirkja er af svipaðri stærð og Hallgrímskirkja og orgelið gott eins og hér. Orgel Hallgríms- kirlqu er reyndar stórbrotið. Ég hef ferðast mikið og spilaði nýlega í Sevilla á Spáni, einnig í Þýskalandi og Frakklandi, en það er sérstaklega gaman að koma hingað þótt maður þui'fi að fara í vetrarfótin.“ Bondemann hlakkai- til að hitta kollega hér, bæði af höfuðborgar- svæðinu og utan af landi, orgelvikuna telur hann mikilvæga og ágætlega skipulagða. Hann er að lokum spui'ður um spunann, sérgrein sína: „Eins og fyiT segir veit ég ekki hvað kemur í minn hlut í kvöld og það er spennandi. Kannski lítil þjóðvísa eða eitthvað allt annað?“ Hann er sammála um að spuninn sé sköpun, bygging: „Það má líkja spunanum við skissu sem maður þarf að vinna fljótt,“ segir hann og brosir, greinilega eftirvænt- ingarfullur. Norrænh’ orgeldagai' 1999 era samstarfsverkefni Listvinafélags Hallgrímskfrkju og Félags íslenskra organleikara. Þeim lýkur á sunnu- daginn. STOR UTSALA UM ALLT LAND útivistar & vinnufatnaður 66°N Skúlagötu 51 Reykjavík • Akureyri • Vestmannaeyjum Hafnarbúðin ísafirði • SÚN Neskaupstað • Skipaþjónusta Esso Ólafsvík Véismiðja Hornafjarðar • Skeljungsbúðin Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.