Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Slaturhús KEA á Akureyri
Slátursala
fer vel af stað
Óheppilegl
að draga tír
innlendu
sjónvarpsefni
STJÓRN Varðar, félags ungra
sjálfstæðismanna á Akureyri hefur
ályktað um að óheppilegt sé að ár
frá ári skuli draga úr hlutfalli inn-
lends efnis í dagskrám íslensku
sjónvarpsstöðvanna. „Það ætti að
vera hverjum þeim sem hefur
sjónvarpsrekstur með höndum
kappsmál að gera íslenskunni sem
og íslensku efni hátt undir höfði.
Öllum er ljóst að íslensk dagskrá
er góður hvati fyrir málþroska
landsmanna," segir í ályktuninni.
Einnig að sjónvarp hafi nokkurt
uppeldisgildi og eigi Islands ung-
lingafjöld að komast til manns
verði að vanda til uppeldisins,
þannig að sjónvarpsstjórar ættu
að sjá metnað sinn í valinkunnri,
heilnæmri og íslenskri dagskrá.
ÞOKKALEGA hefur gengið að ráða
mannskap á sláturhús KEA á Akur-
eyri, en fyrr í haust var útlitið ekki
nógu bjart. „Það rættist úr þessu á
síðustu stundu, menn eru að tínast
inn einn og einn ennþá. Við erum með
heldur færra fólk en verið hefur und-
anfarin ár, en mjög gott fólk,“ sagði
Óli Valdimarsson sláturhússtjóri.
Slátrun hófst af fullum krafti fyrr
í vikunni, en lélegar heimtur af fjalli
settu nokkurt strik í reikninginn í
gær, þá var einungis slátrað 680 fjár
í stað 800 vanalega. Þoka og rigning
um liðna helgi gerðu að verkum að
bændur náðu ekki heim því fé sem
ætlunin var en ráðgert er að fara
aftur um komandi helgi. Þá varð að
fresta göngum í Svarfaðardal sökum
vatnavaxta.
Alls verður um 23-24 þúsund fjár
slátrað að þessu sinni hjá sláturhúsi
KEA, en það er nokkru færra en
verið hefur síðustu ár þegar um 28
þúsund fjár hefur verið slátrað þar. fi
Ástæðan er sú að Fnjóskdælingar
og Bárðdælingar fara nú með sitt fé |
til slátrunar austur á Húsavík. Slát-
urtíðin verður þó jafnlöng og verið
hefur, en færra fé slátrað á degi
hverjum, eða 800 í stað 1.200 áður.
Slátursala hófst á miðvikudag og
sagði Óli það mestu furðu hve vel
hefði gengið fyrstu dagana. Senni-
lega mætti þakka það leiðindaveðri,
dumbungur hefur verið síðustu daga
og hugsa sér eflaust margir að nota |
þessa rigningardaga til sláturgerð- p:
ar. „Þegar veðrið er gott á haustin
reynir fólkið að nýta sér það,“ sagði
hann. Slátursalan er opin virka daga
frá kl. 12 til 17.
og náttúru miklu minni en við
vatnsaflsvirkj anir.
Hitinn í holunni
um 250 gráður
Guðjón Kjartansson vélstjóri hjá
Jarðborunum sagði að borunin hafi
gengið ágætlega en um hádegi í
gær var búið að bora niður á 630
metra dýpi. Hann sagði að eftir að
komið væri niður á 800 metra dýpi ;
yrðu settar niður fóðringar en í síð- ||
asta áfanga yrði borað niður á
1.500-2.000 metra dýpi. Guðjón
taldi að hitinn í holunni væri um
250 gráður en þó væri erfitt að
segja námkvæmlega til um það þar
sem svo miklu vatni er dælt í hol-
una, eða um 50 sekúndulítrum.
Mikill vamarbúnaður er á Sleipni
og þá líka gagnvart gasi og olíu og
er viðbúnaðurinn mun meiri en við |
lághitaholu.
Bjarni Richter jarðfræðingur (
hjá Orkustofnun er með tæki og tól
á staðnum og hann fylgist með m.a.
gasmyndun og skoðar svarfsýni,
sem tekin eru úr afrennslisvatni
frá bornum. Hann sagði að ekki
hafi enn orðið vart við gasmyndum
í holunni en menn vissu ekki hvar
það safnaðist fyrir.
Ólafur Flóvenz hjá Orkustofnun
sagði nauðsynlegt að fylgjast með
gasmyndun á svæðinu af öryggisá-
stæðum, enda geti menn átt von á B
því að setlögin á Tjörnesi teygi sig
í Öxarfjörðinn. Hann sagði að það
kæmi alltaf eitthvert gas og menn
vildu sjá hvort það væri lífrænt.
Gísli Gíslason hjá Landsvirkjun
sagði menn sjá fyrir sér mikla
möguleika á þessu svæði. Þarna sé
mikil orka en spurningin sem
menn standi frammi fyrir sé hvað
sé hægt með hana að gera. Það
þurfi að finna notendur og það sé B
eftir.
Hugsanlega
olíugas að fínna
Háhitasvæðið við Bakkahlaup er
hluti af ósum Jökulsár á Fjöllum á
miðjum söndum Öxarfjarðar innan
Kröflusprungubeltisins. Svæðið er
óvenjulegt fyrir þær sakir að það er
nánast kaffært í sandi og lítil sem
engin háhitaummerki sjást á yfir- j;
borði. Háhitasvæðið fannst með j
svokölluðum viðnámsmælingum
sem Orkustofnun framkvæmdi íýrir
rúmum tveimur áratugum. Annað
sem er óvenjulegt við svæðið er að
þar er hugsanlega að finna olíugas.
Hluthafar í Islenskri orku ehf.
eru Hita- og vatnsveita Akureyrar,
Jarðboranir hf., Kelduneshreppur,
Landsvirkjun, Orkuveita Húsavík-
ur, Rafmagnsveitur ríldsins, Raf-
veita Akureyrar og Öxarfjarðar-
hreppur. Stofnhlutafé er um 130 i
milljónir króna. Áður en félagið var
stofnað hafði undirbúningshópur
sömu aðila starfað undir styrkri
stjórn Ingunnar St. Svavarsdóttur
á Kópaskeri.
Andrés Ivarsson starfsmaður Jarðborana tekur svarfsýni
úr frárennslisvatni borsins.
Bjarni Richter jarðfraiðingur hjá Orkustofnun skoðar svarfsýni
sem tekin eru úr afrennslisvatni borsins.
Unnið við borun fyrstu háhitaholunnar við Bakkahlaup í Öxarfírði
Góðar líkur á að afla megi
gufu fyrir 250 MW vinnslu
BORUN fyrstu háhitaholunnar við
Bakkahlaup í Öxarfirði á vegum
einkahlutafélagsins íslenskrar
orku ehf. stendur nú yfir. Til
verksins er notaður nýr jarðbor frá
Jarðborunum hf. og er hann nefnd-
ur Sleipnir. Verið er að bora fyrir
svokallaðri vinnslufóðringu, sem ná
mun niður á 650-800 metra dýpi en
síðan verður boraður vinnsluhluti
holunnar í fulla dýpt. Tilgangurinn
með boruninni er að finna háhita-
gufu til raforkuframleiðslu. Ef slík
gufa finnst má vænta að fleiri holur
verði boraðar á næstu árum og að
jarðgufuvirkjun verði byggð.
Stjóm íslenskrar orku ehf. fór í
skoðunarferð í Öxarfjörðinn í gær,
ásamt öðrum fulltrúum eigenda fé-
lagsins og kynntu menn sér stöðu
framkvæmda. Franz Árnason
framkvæmdastjóri Hita- og vatns-
veitu Akureyrar og stjórnarfor-
maður Islenskrar orku sagði að
framhald framkvæmda réðist að
nokkru af niðurstöðum rannsókna
á holunni sem væntanlega verða
tilbúnar fyrir aðalfund félagsins
næsta vor. Hann sagði að þegar
hafi verið ákveðið að setja net jarð-
skálftamæla í rannsóknarskyni er
nýtast mun við rannsóknir á jarð-
hitasvæðum í Öxarfirði, á Þeista-
reykjum, í Kröflu og Bjarnarflagi.
„Verði árangur bonmarinnar sá
sem í stefnir eru verulegar líkur á
Morgunblaðið/Kristján
Stjórn og aðrir fulltrúar eigenda Islenskrar orku ehf. framan við bor-
inn Sleipni við Bakkahlaup. F.v. Svanbjörn Sigurðsson rafveitustjóri
Rafveitu Akureyrar, Bent Einarsson framkvæmdastjóri Jarðborana
hf., Hreinn Hjartarson framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur,
Tryggi Þór Haraldsson umdæmisstjóri RARIK, Gísli Gíslason frá
Landsvirkjun, Franz Árnason framkvæmdastjóri Hita- og vatnsveitu
Akureyrar, Steindór Sigursson sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps og
Þórarinn Þórarinsson frá Kelduneshreppi.
að afla megi gufu á svæðinu fyrir
allt að 250 MW raforkuframleiðslu
og allar líkur eru á að Islensk orka
geti innan fárra ára framleitt raf-
orku fyrir stóriðju og almennan
markað. Hins vegar er þegar fram-
leidd næg orka í fjórðungnum fyrir
stóriðju."
Gufuaflsvirkjanir
fljótreistar
Franz bendir á að gufuaflsvirkj-
anir eru tiltölulega fljótreistar og
að stofnkostnaður þeirra sé lægri
en vatnsaflsvirkjana. Hann sagði
að orkuflutningur frá Öxarfirði til
svæða svo sem Húsavíkursvæðis-
ins og Eyjafjarðar væri fýsilegur
kostur, enda þeir staðir kjörnir til
stóriðju vegna hafnaraðstæðna,
mannfjölda og þjónustustigs.
„Einnig ber að hafa í huga að um-
talsverð orka er fólgin í jarðhita-
svæðunum á Þeistareykjum, í
Kröflu og Bjarnarflagi þannig að
framtíð og stækkunarmöguleikar
orkufreks iðnaðar í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslum eru „gull-
tryggð."
Menn greinir á um hvort jarðhiti
er endanleg eða viðvarandi orku-
lind. Ekkert bendir þó til þess að
jarðhiti á háhitasvæðum landsins
sé orkulind sem gengur til þurrðar
í fyrirsjáanlegri framtíð en nokkur
munur getur verið á milli svæða,“
sagði Franz. Hann sagði það hluta
af áætlunum um virkjun að reyna
að meta áhrif vinnslu á svæðinu og
því hægt að gera ráðstafanir og
bregðast við hafi menn grun um að
til þess sé ástæða. „Því má ekki
gleyma að í flestum tilfellum eru
áhrif jarðgufuvirkjana á umhverfi
HÁBKÚUNN
A AKUPEYRI
NÁMSTEFNA VIÐ
HÁSKÓLANN
ÁAKUREYRI:
VEFSTUDD KENNSLA, NÁM OG MAT
(WEB-BASED TEACHING, LEARNING
AND ASSESSMENT)
Föstudaginn 17. september kl. 13-17
Dr. Juan J. Gutierrez fjallar um þróun vefstuddrar kennslu, náms
og mats (Web-based instruction, learning and assessment) og þær
lausnir sem hann hefur notað til gagnvirkra samskipta kennara og
nemenda á veraldarvefnum. J. Gutiérrez mun gera grein fyrir
rannsóknum sínum á því hvernig skólastofnunum hefur tekist að
nýta sér vefstuddar kennsluaðferðir við fjarkennslu og í hefðbundnu
skólastarfi.
Staður og tími: Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti, stofa 14 kl.
13:00-17:00
Aðgangseyrir er kr. 4.000. Boðið verður upp á kaffi og léttar veit-
ingar í lok námstefnunnar.
Upplýsingar fást hjá Benedikt Sigurðarsyni hjá RHA.
Skráning fer fram í síma 463-0570 (María) eða með tölvupósti -
mariast@unak.is
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri.