Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gert ráð fyrir tugum lendinga Boeing 757 í Reykjavík á hverju ári
Urræði í undantekningum
við sérstakar aðstæður
í HÖNNUNARFORSENDUM Almennu verk-
fræðistofunnar hf. um endurbyggingu Reykjavík-
urílugvallar er gert ráð fyrir tugum lendinga
Boeing 757-þotna á áii en að sögn Þorgeirs Páls-
sonar flugmálastjóra eru hverfandi líkur á að komi
til jafnmargra lendinga svo stórra véla á vellinum.
Notast yrði við flugbrautina sem liggur frá norðri
til suðurs, sem er óbreytt fyrirkomuiag frá því
sem verið hefur til þessa, en Reykjavíkurflugvöll-
ur er varaflugvöllur fyrir millilandaflug og m.a.
gert ráð fyrir lendingum Boeing 757.
„Brautin verður endurbætt tO muna þannig að
hún verður sterkari og betur í stakk búin að taka
við þessari umferð, en við reiknum ekki með í
reynd að þessar vélar þurfi að lenda á vellinum
nema í einstaka tOvikum," segir Þorgeir.
Þorgeir kveður sig ekki reka minni til að vélar
af þessari tegund hafi nokkurntíma þurft að
lenda í Reykjavík. „Það er raunar svo að vara-
flugvellir eru sárasjaldan notaðir og yrði nánast
algjör undantekning ef Reykjavíkurflugvöllur
myndi þurfa að anna flugumferð sem ætluð er
fyrir Keflavík. Ég hygg þó að útfrá tæknOegum
forsendum sé ekkert því tO fyrirstöðu að slíkar
vélar geti lent á vellinum og hann er fullgOdur og
nothæfur sem varaflugvöllur. Menn eru hins veg-
ar ekki sérstaklega áfjáðir í slíkar lendingar mið-
að við núverandi ástand brautanna," segir Þor-
geir.
Meiri kröfur annarra véla
Hann segir að samkvæmt áætlunum um
Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll sé aðallega
miðað við að lent yrði stórum vélum þar ef EgOs-
staðaflugvöllur og Akureyrarflugvöllur væru
báðir lokaðir vegna erfiðra veðurskOyrða. „Það
verður að vera tO staðar varaflugvöllur ef aðal-
flugvöllur er lokaður og það getur verið af fleiri
ástæðum en vegna veðurs, t.d. hafi flugvöllur lok-
ast vegna þess að vél hafi bilað á miðri flugbraut
eða hlekkst á af einhverjum ástæðum.
Boeing 737 flugvélar hafa margsinnis lent á
Reykjavíkurflugvelli og þó að um minni vél sé
ræða, gerir hún í raun og veru meiri kröfur tO
lendingar og flugtaks á vellinum frá tæknilegu
sjónarmiði. Hjólabúnaður Boeing 757 er með
stæiTa hjólastell en Boeing 737 og dreifir því
þunganum yfir stærra svæði. Sömuleiðis má
nefna að á árum áður lentu Boeing 727 vélar hér
á vellinum, og þær eru ekki miklu minni en
Boeing 757 í dag,“ segir Þorgeir.
Glæsifley í Reykjavík
Faghópur leik-
skólastjóra
Laun í
leikskól-
um of lág
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi yfirlýsing
frá stjórn faghóps leikskóla-
stjóra:
„Stjóm faghóps leikskóla-
stjóra harmar það ástand sem
skapast hefur á mörgum leik-
skólum. Skortur á starfsfólki
og sífelld óvissa um hvort leik-
skólastarfíð verður með eðli-
legum hætti frá degi tO dags
skapar óviðunandi óöryggi
fyrir börnin. Leikskólaárin
eru mikdvægustu mótunarár
barnsins og því brýnt að þau
búi við öryggi. Grunnvandi
leikskólanna er of lág laun
starfsfólks.
Mörg sveitarfélög hafa
gripið til aðgerða til að bæta
ástandið sem hefur þó ekki
alls staðar skilað þeim árangri
sem vonast var td.
Stjórn faghóps leikskóla-
stjóra skorar á þau sveitarfé-
lög sem ekki hafa nú þegar
gripið til ráðstafana sem duga
að grípa til aðgerða nú þegar.“
Þórshöfn í
Færeyjum
120 sýna á
„Vestnorden44-
ferðakaup-
stefnunni
FERÐAKAUPSTEFNAN
Vestnorden Travel Mart 1999
verður haldin dagana 22.-24.
september. Þetta er í 14. sinn
sem þessi kaupstefna er hald-
in og er hún að þessu sinni í
Þórshöfn í Færeyjum. Að
henni standa Ferðamálaráð
Færeyja, Grænlands og fs-
lands.
Sýnendur eru um 120 frá
vestnorrænu löndunum
þremur: Færeyjum, Græn-
landi og íslandi. A annað
hundrað kaupendur frá Bret-
landi, Þýskalandi, Frakk-
landi, Sviss, Austurríki,
Hollandi, Belgíu, Ungverja-
landi, Tékklandi, Póllandi,
Bandaríkjunum og Kanada,
Astralíu auk Skandinavíu-
landanna hafa tilkynnt þátt-
töku sína á kaupstefnunni.
SÍÐASTA skemmtiferðaskip
sumarsins, Silver Cloud, hélt úr
Reykjavíkurhöfn klukkan 18 í
gærkvöld eftir rúmlega sólar-
hrings viðdvöl hér á landi.
Skipið, sem siglir undir fána
Bahamaeyja, er allt hið glæsi-
legasta. 148 svefnklefar eru
ÖLDRUNARÞJÓNUSTA sjúkra-
húsanna í Reykjavík verður með op-
ið hús fyrir almenning á Landakoti
helgina 18. og 19. september, í til-
efni af „Ari aldraðra". Húsið verður
opið kl. 13-16 báða dagana. Þar
verður starfsemi og stefna öldrunar-
þjónustunnar kynnt og aðstaðan
sýnd. Forseti Islands, hr. Ólafur
Ragnar Grímsson, Ingibjörg Pálma-
dóttir, heilbrigðis- og trygginga-
málai-áðherra og Magnús Péturs-
son, forstjóri sjúkrahúsanna í
Reykjavík, verða viðstödd opnunina
á laugardaginn kl. 13 og flytja
ávörp.
í fréttatilkynningu segir: „Sjúkra-
hússhluti öldrunarþjónustunnar
snýst um það að greina, meðhöndla
og endurhæfa aldraða með fjölþætt
um borð í skipinu og eru flestir
þeirra með einkasvölum. Þá
eru sundlaug, gufubað, æfinga-
salur, kvikmyndasalur og
spilavíti um borð. 198 manns
eru í áhöfn skipsins sem tekur
315 farþega.
37 skemmtiferðaskip komu
veikindi, þannig að þeir nái bestu
hugsanlegri færni í athöfnum dag-
legs lífs. Markmiðið er að styðja
aldraða til sjálfsbjargar og búsetu
heima, svo lengi sem kostur er. Þótt
aldraðir þurfi að hafa vistaskipti og
flytja á elli- og hjúkrunarheimili, er
engu síður reynt að auka færni
þeirra sem mest, svo þeir fái notið
lífsins þar sem ríkulegast. Þannig
má segja að öldrunarþjónusta
sjúkrahúsanna sé stöð milli sjúkra-
húsanna og heimila fólks, þar sem
öldruðum býðst lengri tími en mögu-
legt er að veita í bráðaþjónustunni
og hægt er að greiða úr fjölþættum
vandamálum þeirra.
Öldrunarþjónusta sjúkrahúsanna
leitast við að vera i fararbroddi
varðandi rannsóknir, þróunarverk-
hingað til lands í sumar og eru
það heldur færri skip en í
fyrrasumar, en þá komu 43
skemmtiferðaskip til Iandsins.
Samkvæmt upplýsingum Hafn-
arþjónustunnar hafa 30 skip
þegar boðað komu sína næsta
sumar.
efni og gæðaumbætur í öldrunar-
þjónustu á Islandi. Rannsóknar-
verkefni í öldrunarfræðum sem
starfsmenn hafa unnið verða kynnt
á veggspjöldum í skálum á 1., 2., og
3. hæð á Landakoti.“
Á opna húsinu kynna einnig starf-
semi sína allmörg félagasamtök,
stofnanir og fyrirtæki í þjónustu
aldraðra. Þar má nefna Heima-
hjúkrun, Félagsþjónustu aldraðra,
Heyrnar- og talmeinastöðina, Hlíða-
bæ, Félag eldri borgara og Félag
aðstandenda alzheimerssjúklinga.
í boði verður ráðgjöf fyrir al-
menning, blóðþrýstingur mældur og
ýmis fræðsla veitt. Kaffiveitingar
verða á þremur stöðum í húsinu og
harmonikkan þanin að hætti húss-
ins.
• •
Oldrunarþj ónustan
á Landakoti kynnt
MINNISPENINGURINN
í hlutföllunum 2 á móti 1.
Minnis-
peningur
um kristni
í1000 ár
í TILEFNI af 1000 ára kristni
á Islandi og að höfðu samráði
við viðskiptaráðuneyti og
kristnihátíðarnefnd gefur
Seðlabanki Islands út sérsleg-
inn minnispening úr gulli. Á
annarri hlið hans er skjaldar-
merki íslenska lýðveldisins en
á hinni hliðinni mynd af húni á
bagli eða biskupsstaf sem
fannst á Þingvöllum 1957.
Bagalinn er talinn frá fyrstu
öld íslenskrar kristni og er
einn elsti kirkjugripur sem
fundist hefur hér á landi.
Minnispeningurinn er úr
gulli að 9/10 hlutum, 8,65 g að
þyngd eða kvartúnsa af hreinu
gulli og er 23 mmm í þvermál.
Hann verður löglegur gjald-
miðill að verðgildi 10.000 krón-
ur, að aðeins verða slegin 3.000
eintök í sérunnninni gljásláttu.
Peninginn teiknar Þröstur
Magnússonar, teiknari FIT, en
sláttu annast Den kongelige
mynt í Noregi.
Söluverð peningsins verður
15.000 kr. en hann verður í
vandaðri viðaröskju með kynn-
ingartexta á íslensku og ensku.
Ráðgert er að hefja sölu á inn-
lendum og erlendum markaði í
janúar árið 2000. Fram að
þeim tíma er hægt að panta
peninginn hjá rekstrardeild
Seðlaþanka Islands.
Ágóði af útgáfu minnispen-
ingsins rennur í Þjóðhátíðar-
sjóð, eins og af fyrri minnis-
peningaútgáfum, en sjóðurinn
var stofnaður 1977 og veitir ár-
lega styrki til varðveislu og
vemdar þjóðlegra menning-
arminja.
Gallup
Skiptar skoð-
anir um alda-
mótin
FLESTIR telja að aldamótin
verði um næstu áramót eða
tæplega 66% þeirra sem svör-
uðu í skoðanakönnu Gallups.
Rúmlega 33,5% telja þau verða
um áramótin 2000 og 2001 en
tæplega 1% segja þau verða á
öðrum tíma.
I könnun Gallups kemur
fram að tæplega 73% fólks á
aldrinum 18-24 ára telja að
aldamótin verði um næstu ára-
mót en tæplega 53% þeirra
sem eru 55-75 ára.