Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
k myndinni má sjá vinnuhóp vefjarins: Talið frá vinstri: Jóhann H.
Jónsson frá CCP, Signrður Arnljótsson frá CCP, Hafliði Kristjánsson
frá Kaupþingi, Jónatan Einarsson frá Innn, Bergur Pálsson frá Kaup
þingi og Sigurður Pétursson frá Kaupþingi.
Kaupþing hf.
opnar nýjan vef
Orðrómur um fyrirhugaðan samruna Merita-Nordbanken
og Unibank reyndist ekki á rökum reistur
Samrunaskjálfti á nor-
rænum bankamarkaði
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
KAUPÞING hf. opnaði fyrir
skömmu nýjan vef. Vefurinn var
samstarfsverkefni Kaupþings, net-
og hugbúnaðarfyrirtækisins Innn
ehf. og grafíkfyrirtækisins CCP ehf.
Kaupþing hefur undanfama mánuði
verið að vinna í þróun á netmálum
sínum og nýi vefurinn er enn eitt
skrefið í þá átt. Einnig hefur Kaup-
þing opnað fyrir aðgangsstýrðan
vef sem gerir viðskiptavinum Kaup-
þings kleift að sjá yfirlit verðbréfa-
eigna sinna og yfirlit yfir stöðu í líf-
eyrissjóðnum Einingu og Séreign-
arsjóði Kaupþings. I vor tók Kaup-
þing í notkun sölukerfi á Netinu
sem notað er af Sparisjóðunum tii
að selja sjóði Kaupþings.
Markmiðið með nýjum vef Kaup-
þings er að birta mikið af nýjum
upplýsingum og fréttum af fjár-
málamarkaðinum og veita þátttak-
endum á fjármálamarkaði allar hag-
nýtar upplýsingar. T.d. verða Morg-
unpunktar Kaupþings birtir á
hverjum degi á forsíðunni en þeir
innihalda yfirlit yfir það helsta sem
er að gerast á fjármálamörkuðum
innanlands og utan. Nýjar gi-eining-
ar verða settar á forsíðuna og meiri
áhersla verður lögð á ýmsar mark-
aðsupplýsingar, s.s. gengi hluta-
bréfa og gjaldmiðla. Fyrirtækjasíð-
ur eru sérstakar upplýsingasíður en
þær hafa að geyma á einum stað
helstu upplýsingar um félög skráð á
VÞI, s.s fjárhagslegar upplýsingar
og fréttir. I tengslum við nýju
heimasíðuna gerði Kaupþing samn-
ing við Morgunblaðið um að við-
skiptafréttir mbl.is verði birtar á
heimasíðu Kaupþings.
Slóðin á vefinn er www.kaupt-
hing.is
ORÐROMURINN í vikunni um
fyrirhugaðan samruna Merita-
Nordbanken, stærsta banka á
Norðurlöndum og Unibank, næst-
stærsta danska bankans, reyndist
ekki á rökum reistur, en skók hluta-
bréfamarkaðina rækilega. Þótt
þessi orðrómur reyndist ekki réttur
er ekki að efa að Merita-
Nordbanken hefur áhuga á að verða
enn stærri og að ýmsir aðrir nor-
rænir bankar leita með logandi Ijósi
að bönkum til að sameinast í kapp-
hlaupi um að verða æ stærri til að
ráða við þjónustu við æ stærri fyrir-
tæki.
Það var finnska blaðið Helsingin
Sanomat sem á miðvikudaginn birti
frétt um að stórsamruni væri í upp-
siglingu. Hann hefði lengi verið í
undirbúningi og aðalbankastjóri
nýja bankans yrði Hans Dalborg,
sem nú stýrir Merita-Nordbanken,
en Thorleif Krarup, bankastjóri
Unibank, yrði næstur honum.
Báðir bankarnir báru fréttina til
baka strax í morgunsárið, en þó að
fréttin sýndi sig að vera ekki rétt þá
er ljóst að báðir bankamir leita
ákaft að heppilegum mökum.
Ónafngreindur heimildamaður
Svenska Dagbladet sagði menn
hafa talað saman, en ekkert enn
orðið áþreifanlegt.
Það er almennt mat að samruni
einmitt þessara tveggja banka gæti
verið heppilegur. Því gæti vel farið
svo að í ljós kæmi að enginn er
reykur án elds, orðrómurinn ekki úr
lausu lofti gripinn og samruninn
yrði að raunveruleika síðar. Bank-
amir hafa a.m.k. fengið nokkurs
konar aðalæfingu fyrir samruna,
sem greinilega féll í góðan jarðveg á
markaðnum. Hlutabréf í báðum
bönkunum raku upp, hækkuðu um
6,5 prósent í þeim danska og um 3,3
prósent í þeim finnska og lækkuðu
óverulega þó orðrómurinn væri bor-
inn til baka. Verðmæti danska
bankans era um 40 prósent af
markaðsverði hins finnska.
í Svenska Dagbladet er bent á að
samraninn væri í raun rökréttur,
þar sem Merita-Nordbanken sé í
ákafri leit að öðram norrænum
maka, eins og skýrt var látið í ljós
er bankinn var stofnaður við sam-
rana finnska Meritabanken og hins
sænska Nordbanken 1997. Auk
Unibank kæmi að mati blaðsins
norski Kreditkassen/Christiania
Bank vel tii greina.
En það eru fleiri nomænir bank-
ar í makaleit. I Danmörku er sem
stendur ákaft boðið í FIH, „Fin-
ansieringsinstitutet for Industri og
Hándværk". FIH hafnaði nýlega
kauptilboði frá Kapital Holding,
sem er eignarhaldsfélag BG Bank
og Realkredit Danmark, því hinn
sænski Swedbank kom með betra
boð. Nú hugleiðir Kapital Holding
gagnboð, svo hvar FIH fær nýja
eigendur er enn óútkljáð.
í Berlingske Tidende hefur verið
bent á að bæði Merita-Nordbanken
og Svenska Handelsbanken gætu
haft áhuga á FIH. Síðamefndi
bankinn tapaði fyrir Den Danske
Bank um kaup á norska Fokus
Bank í vor, en danski bankinn hefur
auk þessara kaupa tekið sér trygga
stöðu á noiræna markaðnum með
kaupum á Östgöta Enskilda-bank-
anum.
En bankar kaupa ekki aðeins
aðra banka til að tryggja stöðu sína.
Unibank hefur þegar runnið saman
við tryggingafyrirtækið Tryg-Balt-
ica til að auka möguleika sína á
markaði, sem æ meira stefnir í að
verða allsherjar fjármálamarkaður
og ekki deilt niður í bankamarkað,
tryggingamarkað og aðrar aðskild-
ar greinar. Orðrómurinn í vikunni
um nýjan norrænan stórbanka
reyndist ekki réttur, en það eru
straumar og skjálftar á norræna
bankamarkaðnum, sem vísast eiga
eftir að verða fréttaefni.
Leið-
rétting
í viðtali við-Sigurð Braga Guð-
mundsson í Viðskiptablaðinu í
gær áttu þau leiðu mistök sér
stað við vinnslu blaðsins, að
Sigurður Bragi var kynntur
sem nýráðinn framkvæmda-
stjóri Sigurplasts. Hið rétta er
að Sigurður Bragi er nýráðinn
framkvæmdastjóri Plast-
prents. Hann er jafnframt
framkvæmdastjóri Sigurplasts
og hefur verið frá árinu 1988.
Vegna mistakanna mátti skilja
á fréttinni að Sigurplast hefði
átt í rekstrarerfiðleikum und-
anfarin ár. Því fer víðs fjarri.
Fyrirtækið hefur ávallt verið
rekið með hagnaði. Um leið og
leiðréttingu er komið á fram-
færi er beðist afsökunar á mis-
tökunum.
Neytendasamtökin um iðgjaldahækkanir vátryggingafélaganna í lögboðnum ökutækjatryggingum
NEYTENDASAMTÖKIN telja, að
þar sem sjálfstætt mat á forsendum
iðgjaldahækkana vátryggingafélag-
anna í lögboðnum ökutækjatrygg-
ingum hafi ekki í öllum tilvikum leg-
ið fyrir sé það ótvíræð vísbending
um ólögmætt verðsamráð vátrygg-
ingafélaga. Telja samtökin eðlilegt
að Samkeppnisstofnun fjalli um slík
brot á samkeppnislögum. Neyt-
endasamtökin telja það jafnframt
vera hlutverk Fjármálaeftirlitsins
að fylgjast með þessu og sjá um að
aðilar sem heyra sérstakiega undir
Fjármálaeftirlitið, þ.e. fjármála-
stofnanir og vátryggingafélög, hlíti
þeim lögum að öllu leyti, sem sett
Skólavörðustíg 21a
Ótvíræð vísbending um
ólögmætt verðsamráð
era til vemdar samkeppni og neyt-
endum.
Neytendasamtökin hafa farið yfir
greinargerð og fylgiskjal Fjármála-
eftirlitsins vegna athugunar þess á
iðgjaldahækkunum í lögboðnum
ökutækjatryggingum og taka sam-
tökin undir með Fjármálaeftirlitinu
um nauðsyn þess að iðgjaldaákvarð-
anir séu vel undirbúnar og rök-
studdar og að hvert félag leggi
s. 551 4050
GÓLFEFNABÚÐIN
Mikið urval
fallegra flísa
Borgartún 33
Laufásgata 9
• rvk
• AK
sjálfstætt mat á forsendubreyting-
ar. Fjármálaeftirlitið gerir í grein-
argerð sinni grein fyrir því að slíkt
sjálfstætt mat hafi ekki legið fyrir í
öllum tilvikum. Segja Neytenda-
samtökin að æskilegt væri að það
kæmi fram hjá Fjármálaeftirlitinu í
hvaða tilvikum og hjá hverjum slíkt
sjálfstætt mat lá ekki fyrir.
I athugasemdum Neytendasam-
takanna segir m.a. að það komi
mjög á óvart að Fjármálaeftirlitið
skuli ekki sjá ástæðu til að véfengja
mat einstakra tryggingafélaga á
grandvelli iðgjaldaákvörðunar.
Neytendasamtökin geti ekki fallist
á þetta og telji að það sé eftirlitsað-
ilans, Fjármálaeftirlitsins, að gera
athugasemdir miðað við það ástand
sem um er að ræða þegar umrædd
iðgjaldaákvörðun tryggingafélags
er tekin.
Hvetja til skoðunar
á uppgjösreglum
í greinargerð Fjármálaeftirlits-
ins segir að lögboðnar ökutækja-
tryggingar hafi almennt verið gerð-
ar upp með tapi undanfarin ár og
taka Neytendasamtökin undir að
það sé rétt miðað við þær uppgjörs-
reglur sem tíðkast hjá vátrygginga-
félögunum.
„Neytendasamtökin telja það
löngu tímabært að taka til skoðunar
reglur sem gilda um reikningsskil
vátryggingafélaga og fagna því að
Fjármálaeftirlitið ætli sér að skoða
þá hluti sérstaklega og gera athuga-
semdir við uppgjörsreglumar.
Neytendasamtökin hvetja til þess
að þeirri skoðun verði hraðað.
Neytendur ætlast til þess af Fjár-
málaeftirlitinu, að það komi á eðli-
legum viðmiðunum varðandi upp-
gjör og reikningsskil vegna lög-
bundinna ökutækjatrygginga og
sem komi í veg fyrir að vátrygg-
ingafélög geti haldið áfram að
leggja allt of há iðgjöld á neytendur
með vísan til rangra viðmiðana. Það
er óviðunandi að neytendum á ís-
landi sé gert að greiða of há iðgjöld
vegna lögboðinna ökutækjatrygg-
inga vegna rangrar viðmiðunar í
reikningsskilum og uppgjörum vá-
tryggingafélaganna,“ segir í at-
hugasemdunum.
Bókfærð Ijón verulega
miklu lægri en iðgjöld
Miðað við gildandi uppgjörsregl-
ur er tap á lögboðnum ökutækja-
tryggingum, en Neytendasamtökin
telja að í raun sé þessu öfugt farið
og ökutækjatryggingar á Islandi
séu ekki og hafí ekki verið reknar
með tapi á undanfómum áram. Vísa
samtöldn í þessu sambandi til töflu í
fylgiskjali með greinargerð Fjár-
málaeftirlitsins, en þar kemur fram
að á fimm ára tímabili séu bókfærð
tjón verulega miklu lægri en iðgjöld
viðkomandi árs. Þá liggi fyrir mat
Fjármálaeftirlitsins að fyrir árin
1991-1996 sé hægt að ráðstafa um
tveimur milljörðum króna vegna of-
áætlaðra tjóna sem lögboðnar öku-
tækjatryggingar bæta.
„Ljóst er því, þegar litið er til tíu
ára tímabils og tekið tillit til kostn-
aðar vátryggingafélaga við rekstur
þessara trygginga auk tjóna-
greiðslna, að þessi grein vátrygg-
ingastarfsemi hefur verið rekin með
hagnaði allan tímann. Fullyrðingar
um annað styðjast eingöngu við
rangar uppgjörsreglur og reikn-
ingsskil vátryggingafélaganna.
Þannig er mismunur á áætluðu tjóni
og bókfærðu tjóni á áranum
1994-1998, eða á fimm ára tímabili
um 6 milljarðar króna. Þrátt fyrir
það, að stærstu vátryggingafélögin
hafi tekið þá ákvörðun, að svara
samkeppni erlendis frá með því að
lækka sameiginlega verð á lögboðn-
um ökutækjatryggingum, þá skila
þessar tryggingar samt verulegum
hagnaði til vátryggingafélaganna.
Neytendasamtökin benda á að sú
ákvörðun að lækka iðgjöld lögboð-
inna ökutækjatrygginga, sem
greinilega var tekin af stærstu vá-
tryggingafélögunum á sama tíma
þegar þau þurftu að mæta sam-
keppni erlendis frá, gefur einnig
ótvíræða vísbendingu um ólögmætt
verðsamráð og samráð til að verjast
samkeppni," segir meðal annars í
athugasemdum Neytendasamtak-
anna.
Neytendasamtökin krefjast þess
að Fjármálaeftirlitið taki verð-
hækkanir vátryggingafélaga til
skoðunar á nýjan leik. Þetta verði
gert á grundvelli fullnægjandi upp-
lýsinga frá vátryggingafélögunum
og sem ekki lágu fyrir þegar Fjár-
málaeftirlitið gekk frá greinargerð
sinni. Neytendasamtökin gera þær
lágmarkskröfur að nú þegar verði
vátryggingafélögunum gert að aft-
urkalla 3-13% af iðgjaldahækkun-
um á lögboðnum ökutækjatrygg-
ingum. Bent er sérstaklega á að
hér er um skyldutryggingar að
ræða og því er skylda hins opin-
bera eftirlitsaðila enn ríkari en
ella.