Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 35 pltrgminMíiMli STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMTÖK ATYINNULÍFSINS SKIPULAG vinnumarkaðarins hefur verið að taka tals- verðum breytingum undanfarin ár með sameiningu verkalýðsfélaga. I gær var komið að vinnuveitendum, en þá voru formlega stofnuð Samtök atvinnulífsins, sem leysa Vinnuveitendasamband Islands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna af hólmi. Þar með er lokið þeirri skipt- ingu í röðum vinnuveitenda, sem endurspeglaði um ára- tuga skeið átökin í stjórnmálum og viðskiptum á velmekt- ardögum SIS og samvinnuhreyfíngarinnar. Skipulag nýju samtakanna er og allt annað en fyrirrennara þeirra og eiga nú aðild að þeim sjö landssamtök ýmissa greina atvinnu- lífsins, m.a. ný samtök tjármálafyrirtækja. Einstök fyrir- tæki eiga ekki lengur beina aðild, en skipa sér í þau aðild- arsamtök, sem bezt falla að hagsmunum þeirra. Stofnun Samtaka atvinnulífsins á að leiða til sparnaðar og aukinnar hagkvæmni jafnframt því, sem þjónusta við fyrirtækin verður aukin frá því sem áður var. Fyrsti formaðurinn er Finnur Geirsson og í ræðu sinni á stofnfundinum sagði hann, að velgengni fyrirtækja og at- vinnugreina væri forsenda gróandi þjóðlífs og bættra lífs- kjara. Samtök atvinnulífsins muni vinna í þágu þjóðarinnar allrar að framförum og góðum lífskjörum. Hann kvað við- ræður fljótlega teknar upp við viðsemjendur um kjara- samninga og markmiðið væri að fínna skynsamlegan flöt á þeim. „Við munum setja á oddinn markmið um stöðugt verðlag og við viljum hafa hagvöxt sem mestan. Mikilvæg- asta forsendan fyrir hagvexti er einmitt stöðugt verðlag," sagði formaðurinn og benti á, að það hefði skilað sér í bættri afkomu fyrirtækja og meiri kaupmætti launa. Fólk virtist skilja betur samhengi milli afkomu sinnar og stöðugs verðlags heldur en á verðbólguskeiðum undanfarinna ára- tuga. Einnig hefði viðhorf fólks til atvinnulífs og fyrirtækja breytzt á þeim áratug, sem er að líða, og líklega væri skýr- ing þess sú, að hlutabréfaeign væri almennari en áður. Finnur Geirsson kvað ný heildarsamtök vinnuveitenda tímanna tákn og svar við þeim breytingum, sem orðið hefðu undanfarinn áratug, sem hefði hafizt með stöðnun, atvinnuleysi og gjaldþrotum, en breytzt í hagvaxtartímabil samfara lítilli verðbólgu. Hann benti á, að þótt hagvaxtar- skeiðið hefði fært landsmönnum meiri kaupmáttaraukn- ingu en dæmi væru til síðustu áratugi væri sú önnur hlið á þessari þróun, að á fyrirtæki hefðu verið lagðar meiri kostnaðarhækkanir en á erlenda keppinauta þeirra. Sam- keppnisstaðan hefði því þrengzt og afkoma í samkeppnis- greinum farið versnandi. Raungengi krónunnar hefði því farið hækkandi og viðskiptahalli væri mikill. Það er ánægjulegt, að nýr formaður SA boðar undirbún- ing að samningsgerð á almennum vinnumarkaði, því fyrstu samningar renna út 15. febrúar nk. og síðan hver af öðrum út árið 2000. Höfuðhlutverk vinnuveitenda og verkalýðs- forustunnar í þeirri samningsgerð hlýtur að vera varð- veizla þeirrar miklu kaupmáttaraukningar^ sem náðst hef- ur, og að leggja sitt af mörkum til þess, að íslendingar geti áfram vænzt bættra lífskjara í upphafí nýrrar aldar. AÐGERÐIR BOÐAÐAR DAVIÐ Oddsson, forsætisráðherra, lýsti því yfír í ræðu sinni á stofnfundi Samtaka atvinnulífsins, að ríkis- stjórnin muni grípa til fjölþættra aðgerða til að draga úr þenslu í efnahagslífínu og þar með úr verðbólgu. Davíð sagði m.a.: „Nú er svo komið, að óhjákvæmilegt er að hægja nokkuð á efnahagsstarfseminni svo verðbólga fari ekki úr böndun- um. Verðmælingar síðustu mánaða gefa fullt tilefni að brugðizt sé við með markvissum hætti. Og það verður gert. Þannig verður ríkissjóður rekinn með verulegum afgangi á næsta ári, s'kuldir ríkisins verða greiddar hratt niður, ýms- um framkvæmdum ríkisins verður frestað um hríð og al- mennur sparnaður verður örvaður. Til að mynda verður dreifð sala ríkiseigna meðal annars nýtt til að binda fé. Þá verður stjórn peningamála miðuð við að tryggja stöðugt verðlag.“ Þessi yfírlýsing forsætisráðherra er mjög mikilvæg, því hún sýnir, að ríkisstjórnin hyggst grípa til samræmdra að- gerða gegn verðbólguþróuninni. Það er ánægjuefni fyrir landsmenn alla, enda er stöðugleiki í efnahagslífínu for- senda framfara og bættra lífskjara. Nýjar rannsóknir leiða í ljós áhrifarík lyf við hjartabilun og kransæðasjúkdómi Munu draga úr tíðni dauðs- falla og hjartauppskurða Morgunblaðið/Þorkell Þórður Harðarson sérfræðingur í hjarta- og æðasjúkdómum, prófessor í lyflækningum við Háskóla Islands og sviðstjóri lyflækningadeildar Landspítalans. Á þennan hátt er virkni lyfsins Spironolactons táknuð á kynningarbækl- ingi fyrirtækisins Searle sem stóð að rannsókninni. Lyfið var áður notað sem þvagræsilyf en dugar nú gegn hjartabilun þar sem það hamlar fram- leiðslu hormóns sem stuðlar að vökvasöfnun í líkamanum. Reuters Albönsk böm í Kosovo gráta við útför Föður þeirra sem féll í átökum við serbneska hermenn í aprfl. Börn í hér- aðinu eiga erfitt uppdráttar og mörg þeirra hafa upplifað skelfingu, sem þau eiga erfitt með að komast yfir. Sálarmein eru alvarlegustu meinin í Kosovo Þrjár viðamiklar rann- sóknir sem kynntar hafa verið á árinu benda ein- dregið til þess að draga megi verulega úr dánar- tíðni af völdum hjartabil- unar og kransæðasjúk- dóms með réttri lyfja- notkun. Þórður Harðar- son prófessor, sérfræð- ingur í hjarta- og æða- sjúkdómum, sagði Geir Svanssyni frá niðurstöð- um rannsókna á þekkt- um lyfjum sem notuð eru í nýjum tilgangi. HJARTABILUN og kransæðasjúkdómur eru skæðir sjúkdómar og dánar- tíðni af þeirra völdum há. Það telst því til tíðinda að þrjár nýjai- rannsóknir á þekktum lyfjum benda til þess að hægt sé að draga úr dauðsföll- um, allt að þriðjungi, með nýrri og réttri notkun þeirra. Sum þessara lyfja hafa þegar verið tekin í notkun og öðrum verður væntanlega beitt innan tíðar. Þórður Harðarson sérfræðingur í hjarta- og æðasjúkdómum og sviðstjóri Iyflækningadeilda Landspítalans segir að líðandi ár hafi verið viðburðaríkt hvað varðai’ hjartalækningar. Niður- stöður þriggja nýrra rannsókna breyti horfum sjúklinga með hjartasjúkdóma. Lofandi árangur lyfjameðferðar, sem rannsóknimar staðfesti, sé mikilvæg viðbót við þann árangur sem þegar hafi náðst á undanfömum árum og komi enn til með að lækka dánartíðni og fækka hjartauppskurðum. Mikilvægt lyf við hjartabilun Fyrsta rannsóknin sem Þórður tiltek- ur er kennd við Merit en niðurstöður hennar vom kynntar í júní sl. Hún er upprunnin í Svíþjóð en læknar frá 13 Evrópuþjóðum, þ.á m. Islandi, og frá Bandaríkjunum tóku þátt í henni. Guð- mundur Þorgeirsson prófessor og hjartasérfræðingur á Landspítalanum fór fyrir íslensku læknunum í rannsókn- inni sem náði til nærri 4.000 sjúklinga með hjartabilun en þeim var fylgt eftir í u.þ.b. eitt ár. En hjartabilun stafar af veikum hjartavöðva sem getur ekki dælt blóði nógu kröftuglega um æðar líkamans, að sögn Þórðar. „Sjúklingar safna á sig vökva, venjulega fyrst í lungum og fara að mæðast óeðlilega; fyrst við áreynslu og síðan í hvíld. Algengt er að bjúgur setjist á ganglimi og víðar.“ Sjúklingum með hjartabilun hefur farið mjög fjölgandi á Vesturlöndum á undanfömum ámm, að sögn Þórðar. „Ástæðan er meðal annars sú að mönn- um er smám saman að takast betm' að eiga við kransæðasjúkdóm. Nú er til dæmis bmgðist við kransæðaþrengsl- um á mun markvissari hátt en áður með kransæðaað- gerðum, kransæðavíkkunum og lyfjum af ýmsu tagi. Þannig að fleiri sjúklingar ná þessu stigi sem við köll- um hjartabilun." Vegna þessa og auk- inna innlagna af völdum hjartabilunar segir Þórður framfarir í lyfjameðferð mikilsverðar bæði fyrir sjúklinginn og samfélagið. Gefið í ógátí með góðum árangri Lyfið sem notað var í Merit-rann- sókninni heitir metopropol og telst til svokallaðra beta-blokka. „Lyfið hafði verið í notkun í um þrjátíu ár en alls ekki við hjartabilun. Það hefur verið notuð til að lækka blóðþrýsting, til að draga úr hjartaverk og hjartsláttartrufl- unum. Beta-blokkai- hafa fram að þessu alls ekki verið álitnir henta til að með- höndla hjartabilun þar sem þeii' draga úr samdráttarkrafti hjartavöðvans." Að sögn Þórðar varð tilviljun til þess að nýir möguleikar lyfsins uppgötvuð- ust. „Fyrir tveimur áratugum gerðist það að læknir í Gautaborg gaf sjúklingi þetta lyf í ógáti og það kom í Ijós að ástand sjúklingsins batnaði. Upp úr því fara Svíar að at- huga hvort lyfíð dugi við hjartabilun," segú’ Þórður. Fleiri rannsóknir virtust renna stoðum undfr hug- myndina og að lokum var ráðist í Merit- rannsóknina til að fá endanlega úr því skorið hvort hún stæðist. Vegna augljóss árangui’s var rann- sóknin síðan stöðvuð eftir eitt ár, fyrr en ætlað hafði verið. „Sem dæmi má nefna að heildardánartala var 7% í hópnum sem fékk lyfið en 11% hjá þeim sem fékk sýndarlyf eða lyfleysu. Skyndi- dauðsföllum fækkaði líka umtalsvert. Þau voru 79 í hópnum sem fékk lyfið en 132 í hópnum sem fékk það ekki,“ segir Þórður. Lyfið er að hans sögn mikils- verð viðbót við önnur lyf sem notuð hafa verið við hjartabilun í áratugi. Þvagræsilyf fær nýtt hlutverk Önnur rannsókn sem kynnt var nú í ágúst kom verulega á óvart, að sögn Þórðar. Lyfið sem rannsakað var heitir spironolactone (Aldactone) og er svo- kallað þvagræsilyf sem losar vökva úr líkamanum. „Þetta lyf höfum við þekkt í áratugi en notkun þess hefiir minnkað vegna þess að það eru komin önnur og öflugri þvagi-æsilyf. Þess má þó geta að Magnús Kai’l Pétursson hjartasérfræð- ingur hefur verið talsmaður þess að þetta lyf kunni að vera áfram mjög mik- ilvægt.“ Lyfið hamlar, að sögn Þórðar, fram- leiðslu hormóns sem líkaminn framleiðir og heitir aldosterón. En hormón þetta stuðlar að vökvasöfnun í líkamanum. „Það eru til önnur lyf sem gera það sama en þau hamla ekki jafnt og þétt gegn aldósteróni heldur toppótt,“ segir Þórður. Þátttakendur í rannsókninni voru 663 talsins, allir með svæsna hjartabil- un. Rétt eins og fyrrnefnda rannsóknin vai' hún stöðvuð fyrr en áætlað hafði verið, vegna augljóss árangurs. Sjúk- lingum var fylgt eftfr í allt að þrjú ár og í ljós kom að dánartíðni af völdum hjartabilunar var 37% í lyfleysuhópn- um á móti 27% í hópnum sem fékk spironolactone. „I ljós kom að innlögnum hjá þeim sjúklingum sem fengu lyfið fækkaði um 30% og þá mætti ætla að væri kom- inn talsverður fjárhagslegur ávinning- ur; þessir sjúklingar liggja oft lengi á spítulum,“ segir Þórður og bendir á að þessi ávinningur komi til viðbótar þeim ávinningi sem fengist hefur með öðrum lyfjum sem að jafnaði eru notuð. „Þarna erum við komin með tvo mikils- verða lyfjaflokka, beta-blokka og spiralactone, sem hafa veruleg áhrif til þess að draga úr dánartíðni af völdum hjartabilunar," segir Þórður. Niðurstöður rannsóknarinnai' á spironolactone þóttu svo mikilvægar að virtasta læknatímarit heims, New Eng- land Journal of Medicin, braut reglur sínar og birti þær á Netinu áður en þær birtust í tímaritinu sjálfu sem kom út 2. þessa mánaðar. Ný meðferð við ki-ansæðasjúkdómum Þriðja rannsóknin var gerð heyrin- kunnug á Evrópuþingi hjartalækna sem haldið var í Barselónu á Spáni um síð- ustu mánaðamót. Lyfíaflokkm-inn sem prófaður var í þeirri rannsókn er kallað- ui' „angiotensin ummyndunarblokkar". En nú snerist rannsóknin um meðfei'ð kransæðasjúkdóms fi-ekai' en hjartabil- unar. „.Angiotensin er efni sem við fram- leiðum öll í líkama okkar og er eitt sterkasta efni sem þekkt er í náttúrunni til að draga saman æðar. Það var vitað að þetta lyf víkkaði æðar en ef til vill hefði það önnur og flóknari áhi-if á æða- veggi sem gæti leitt til þess að sjúklingum vegnaði bet- ur. Lyf í þessum flokki hafa nú þegai’ staðfest ágæti sitt við meðhöndlun á hjartabil- un og era notuð í stórum stíl í þeim til- gangi. Þau duga einnig gegn háum blóð- þrýstingi þar sem útvíkkun æða lækkai' hann og minnkar þar með hættu á heila- blæðingum. Vísbendingai' höfðu komið fram í eldri rannsóknum um að lyfið kynni að draga úi’ kransæðastíflu. En í rauninni var af- skaplega lítið í þekktiá verkun þessara lyfja sem gaf til kynna að svo væri virki- lega raunin,“ segir Þórður. Af þessum sökum var ákveðið að ráðast í stóra rannsókn til að fá úr því skorið. Lofandi niðurstöður Svarið lét ekki á sér standa í þessari gífurlega stóra rannsókn sem stóð yfir í 3-4 ár og náði til 9.000 sjúklinga: Fækk- un dauðsfalla var á bilinu 25-30% og fækkun á heilaáföllum veruleg. Þessar niðurstöður hafa mikla þýðingu, að sögn Þórðai’, og geta haft áhrif á líf og heilsu þúsunda einstaklinga. Enn er þó ekki komið að því að lyfið verið tekið í notkun. „Við eigum eftir að melta niðurstöður rannsóknarinnar og sjá hana á prenti. Ég geri ráði fyrir að hún verði birt sem forgangsverkefni hjá einhverju virtu tímariti á næstunni, sennilega innan tveggja mánaða. Og þá mun fylgja skæðadrífa af ritstjórnar- greinum og bréfum þai' sem rannsóknin verður krufin og menn reyna að koma sér niður á hvaða ályktanir megi draga af henni. En sé að marka þessar niðurstöður sem eru gífurlega marktækar tölfi'æði- lega, þá er útlit til þess að mjög stór hópur sjúklinga með kransæðasjúkdóm muni hafa gagn af þessu lyfi,“ segir Þórðm-. Hann telur ekki útilokað að byrjað verði að nota lyfið í litlum mæli hérlendis mjög fljótlega, jafnvel áðm- en endanlegri umfjöllun verði lokið. Stórstígar framfarir á undanförnum árum Að sögn Þórðar koma nýju rannsókn- irnai' þijár í kjölfarið á einhverri mestu byltingu í meðferð hjartasjúkdóma sem hefur orðið á síðustu ái'atugum. Um er að ræða 5 ára gamla rannsókn sem Is- lendingar tóku þátt í, sömuleiðis undir forystu Guðmundar Þorgeirssonar. En rannsóknin sýndi fram á ávinning þess að lækka kólesteról með lyfjum. „Þetta era svokölluð statín sem draga úi' kólesterólframleiðslu lift-ar. Við höfð- um alltaf átt von á því að þessi lyf kæmu að gagni hjá sjúklingum sem hefðu verulega hátt kólesteról í blóði en í ljós kom að obbinn af kransæðasjúklingum hefur ávinning af notkun þeirra þótt kól- estrólmagn í blóði þeirra sé ekki um- fi’am meðallag," segir Þórður. Hann segir að mjög margir íslenskir sjúklingar séu komnir á statín-lyf en þyrftu að vera mun fleiri. Sennilega fái það aðeins um 40% af þeim sem þyrftu. Sama sé þó uppi á teningnum í ná- gi-annalöndunum. „Það tekur tíma að taka upp nýja siði í læknismeðferð. En ég tel að það sé eitt það mikilvægasta sem bíður íslenski'ar læknastéttai' núna; að koma notkun þessara, og hinna fyrr- nefndu lyfja, í góðan farveg,“ segir Þórður. Aukaverkanir frekar vægar Aukaverkanir af ofangreindum lyfj- um eru frekar vægar, að sögn Þórðar. „Þær eru sáralitlar af völdum kól- esteróllækkandi lyfja. Af hinum eru aukaverkanir heldur meiri. Hand- og fótkulda og lágs blóðþrýstings verður vart við notkun beta-blokkara. Notkun spironolactone getur orsakað brjósta- stækkun hjá karlmönnum og minnk- andi kynhvöt. Lyfið angiotensin veld- ur hins vegar hósta hjá 10-15% sjúk- linga, sem var dálítið óvænt aukaverk- un.“ Þórður segir að nýju lyf- in séu mikilsverð viðbót í baráttunni gegn hjarta- sjúkdómum þar sem hafi orðið mikið ágengt á und- anförnum árum. Lyfin muni draga úr dánartíðni og hjarta- uppskurðum og hafi þegar gert það. „Islenskir hjartalæknar hafa verið þekktir að því að vera mjög opnir fyrir nýjungum og stundum hlotið ámæli fyrir. En reynslan hefur sýnt að aðrar Evrópuþjóðir hafa oftast verið á sömu siglingu og við þó það hafi gengið svona heldur hægar en hjá okkur,“ segir Þórður að lokum. AÐ eru sálarmeinin, sem eru alvarlegustu meinin eftir stríðið í Kosovo," segir Hannu Vuori, sem fer með uppbyggingu heilbrigðismála í Kosovo og er því nokkurs konar heil- brigðismálaráðherra svæðisins. Hann tekur þátt í endurappbyggingu á veg- um Sameinuðu þjóðanna, sem Frakk: inn Bernard Kouchner stýrir. „I fyrstu var talað um að verkefnið tæki sex mánuði, en mér sýnist sextán til sautján mánuðir vera nær lagi,“ segir þessi hlýlegi Finni. Vuori er læknir og á að baki tutt- ugu ára starf á vegum Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar, WHO, meðal annars á Balkanskaga og þekk- ir því svæðið, sem hann segir óstöðugt bæði í stjórnmálalegu og heilsufars- legu tilliti. „Tölur um heilbrigðismál sýna slæmt ástand. Lífslíkur hafa ver- ið undir meðaltali, ungbarnadauði tíð- ur og örlað hefur á berklum, en það er ekki neyðarástand og farsóttir hafa ekki komið upp, til dæmis í flótta- mannabúðum, en þær era nú úr sög- unni,“ segir Vuori. Vandinn nú er að fá Kosovobúa til að starfa saman að endurskipulagn- ingu heilbrigðiskerfisins. Reynslan frá Bosníu og víðar sýnir að það gildir að fá heimamenn tO að taka hlutina í eigin hendur, ekki að velvOjaðir út- lendingar geri hlutina fyrir þá. Vantraust leiddi til tvískipts heilbrigðiskerfís Vantraust Serba og Kosovo-Albana hvon-a í garð annarra kemur líka fram í heObrigðiskerfinu að sögn Vu- ori. Gamla heilbrigðiskerfið vai' byggt á sjúkrahúsum og lyfjagjöfum, ekki á heilsugæslu og forvörnum. Sjúkra- húsin voru fremur fullkomin, en heilsugæslustöðvar illa mannaðar og illa búnar. Þegar stríðið braust út stofnuðu Kosovo-Albanar samtök, kennd við móður Teresu, sem var albönsk. Sam- tökin voru rekin fyrir erlent söfnunar- fé og ráku um hundrað heilsugæslu- stöðvar. Albanai' notuðu því aðeins hið opinbera kerfi ef þeir þurftu á al- varlegum aðgerðum að halda, þar sem samtökin réðu ekki yfir fullkomnum sjúkrahúsum. Teresu-samtökin sáu einnig um að kenna læknum, svo alls hafa um 600 læknanemai' lært þar eða eru við nám. Vandinn er að nemarnir hafa lært við framstæðar aðstæður og ekki Vandinn víð uppbygg- ingu heilbrigðiskerfísins í Kosovo er vantraust íbúanna hvers í annars garð og sálarmein stríðs- ins, segir Hannu Vuori í samtali við Sigrúnu Davíðsdöttur. fengið verkþjálfun, þar sem samtökin ráku ekki eiginlega spítala. „Þetta eru oft duglegir krakkar, en vandinn er hvernig taka eigi á þeim vanköntum, sem á náminu hafa verið,“ segh' Vu- ori. Annar vandi í kjölfar þjóðernisað- skilnaðarins er að með friðnum vOja margir albanskir læknar snúa aftur tO starfa á sjúkrahúsum. „En læknir, sem ekki hefur skorið upp í átta ár, er ekki lengur hæfur,“ bendir Vuori á, „og því þarf að ráða fram úr því hvemig eigi að manna heObrigðiskerf- ið upp á nýtt og endurmennta þá, sem ekki hafa getað haldið kunnáttunni við.“ Bólusetning í molum vegna vantrausts Vantraustið milli Serba og Kosovo- Albana tók á sig margar myndir. „Það var orðrómur um að Serbar notuðu tækifærið, þegar þeir bólusettu al- bönsk börn og gerðu þau ófrjó,“ segir Vuori. „Fyrir þessu var enginn fótur, en það var auðvelt fyrir stjómmálamenn að hræða illa upplýst fólkið og afleið- ingin vai' að bólusetning hefur verið í molum á svæðinu." Nú er að hefjast mikið átak í Kosovo til að bólusetja um 640 þús- und böm og unglinga. Óstaðfestur grunur er um lömunarveikitilfelli, sem Vuori segir vonandi rangan. Bor- ið hefur á berklum, sem erfitt er að ráða við sökum þess að hinir sjúku hafa fengið lyf, en ekki lokið meðferð og því er hætta á lyfjaónæmi. Erlent fé kemur hagkerfinu af stað Aðstæður í Kosovo eru óðum að komast í samt lag. Vatn og rafmagn er fyrir hendi, sorpið er hfrt, síminn innan svæðisins virkar, en símasam- bandið við umheiminn er af skornum skammti. „Allt þetta er ókeypis, því það eru engir skattar innheimtii', enn sem komið er, en verður brátt. Engir peningar era í umferð í Kosovo nema fé, sem kemur frá útlöndum,“ segir Vuori. Þeir sem hafa tekjur, til dæmis veitingahúsa- og hóteleigendur og þeir sem starfa fyrir erlend samtök, eiga góða daga í skattleysinu og mun- ur á högum þessa fólks og svo hinna stóreykst. Við svæðamörkin er farið að inn- heimta tolla, svo þar safnast allt að 500 þúsund þýsk mörk á dag, rúmlega tuttugu milljónir íslenskra króna. íbúarnir geta fengið 100-400 mörk á mánuði, eftfr menntun og starfs- reynslu, en Vuori segir það ekki mik- ið, því verðlag fari hækkandi, ekki síst vegna þess að erlend samtök borgi vel - og keppi um húsnæði. „En þetta er óhjákvæmilegur fylgifiskur uppbygg- ingarstarfsins og mun lagast,“ segir Vuori. Mestur hluti fjárins kemur frá Evr- ópusambandinu og einstökum Evr- ópulöndum, einkum Bretlandi og ítal- íu. „Bandaríkjamenn leggja ekki mik- ið til, því þeir segjast hafa borgað fyr- ir stríðið og nú verði Evrópa að borga fyrir friðinn,“ segir Vuori. Kosovobúar verða að taka málin í eigin hendur Eftir stríðið í Bosníu beindist at- hyglin að vandamálum kvenna, sem orðið höfðu fyrir skipulögðum nauðg- unum og mikil hjálp barst konunum frá öðram löndum. „En við áttuðum okkur einnig á hve takmörkuð hjálp felst í útlendingum með menntun á sviði geðverndar - þeir tala ekki málið og hafa aðeins skamma viðdvöl," segir Vuori. „Átakið nú beinist að því að þjálfa heimamenn í að taka á þessum málum sjálfir og það er ekki auðvelt í þjóðfélagi, þar sem ekki tíðkast að tala um slík mál.“ Börnin eiga einnig erfitt uppdráttar og mörg hafa upplifað skelfingu, sem þau eiga erfitt með að komast yfir. „Við leitumst við að mennta fólk, bæði' kennara og foreldra, í að koma auga á einkenni um sálarstríð barna og bregðast rétt við. Reynslan sýnir að andleg áföll, sem hljótast af stríði, koma oft fram á næstu kynslóð, því jafnvel þótt börnin hafi sjálf sloppið við áföll alast þau oft upp við óleyst áföll foreldranna. Þessu reynum við_, að taka á.“ Hefur áhrif á líf og heilsu þúsunda Fækkun dauðsfalla á bilinu 25-30%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.