Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 25 LISTIR Kvöldhiminn, vatnslitamynd eftir Mússu. Mússa sýnir vatnslitamyndir MÚSSA/Moussa opnar sölusýn- ingu á vatnslitamyndum í hádeg- inu á morgun, laugardag, í sýn- ingarsal sínum á Selvogsgrunni 19 (bakhús). A sýningunni eru 21 lítil mynd málaðar á þessu ári. Þetta er 5. einkasýning Mússu hér heima og erlendis, en 20 ár eru liðin frá fyrstu sýningu hennar. Síðast sýndi hún myndir sínar árið 1988. Vatnslitamyndir hennar hafa birst í Ijóðabókum og tím- aritum, segir í fréttatilkynningu. Sýningin er opin þessa einu helgi kl. 12-18 báða dagana. -----------♦♦♦------- 40 vatnslita- myndir í Listakoti JEAN Posocco opnar sýningu á vatnslitum í Listakoti, Laugavegi 70, í dag, laugardag, kl. 15. A sýn- ingunni, sem nefnist ,'',o-lava“, eru 40 vatnslitamyndir og er myndefn- ið vatn og hraun, eins og nafnið bendir til. Myndirnar eru allar unn- ar á þessu ári. Þetta er þriðja einkasýning Jean, en hann hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og er- lendis. Hann á og rekur Meistara Jakob Art Gallery með 11 íslensk- um listamönnum. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18, laugardaga kl. 10-16 og lýkur 10. október. - -♦■4-»--— Listmunauppboð á Hótel Sögu GALLERÍ Fold heldur listmun- auppboð í Súlnasal Hótels Sögu sunnudagskvöldið 10. september kl. 20. Boðin verða upp yfir 100 verk, þ. á m. fjölmörg verk gömlu meistaranna. Verkin eru til sýnis í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, í dag, föstu- dag íd. 10-18, laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 12-17. Sýningar- skrána er hægt að nálgast á heima- síðu gallerísins á Netinu, slóðin er www.artgalleryfold.com. beuRA liip Suðurhúsi ICringlunnor NY SENDING j Gjafavara J Bœkur J Tarotspil J Reykelsi j Vítamín o.m .f I. Betra líf Kringlunni sími 581-1380 Þrjár sýningar í Listasafni * Islands ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í sölum Listasafns íslands á morg- un, laugardag, kl. 17. Það er sýning á verkum Helga Þorgils Friðjóns- sonar, og tvær sýningar á verkum úr eigu safnsins sem bera heitin; Nýja málverkið á 9. áratugnum og Öræfalandslag. Sýningin Nýja málverkið á 9. áratugnum á verkum í eigu safns- ins er hugsuð sem vitnisburður um fjölbreytni og grósku íslenskrar málaralistar við aldarlok. Á sýning- unni verða m.a. verk eftir Jón Ósk- ar, Daða Guðbjömsson, Jóhönnu Kristínu Ingvadóttur, Tuma Magn- ússon og Kristján Steingrím. Þeir málarar sem komu fram á 9. ára- tugnum hafa margir hverjir lagt drjúgan skerf til íslenskrar sam- tímalistar, og við væntum þess að þessi sýnishorn úr eigu Listasafns Islands varpi ljósi á gróskumikið líf málaralistarinnar á margmiðlunar- öld. Sýningin stendur til 28. nóvem- ber. Hálendi Islands hefur orðið ís- lenskum myndlistarmönnum áleit- ið viðfangsefni allt frá því að Þóra- rinn B. Þorláksson opnaði mönnum nýja sýn á þennan heim með verk- um sínum upp úr síðustu aldamót- um. I kjölfar Þórarins komu þeir Ásgrímur, Kjarval og Finnur Jóns- son ásamt mörgum fleiri svo sem Guðmundi frá Miðdal, Freymóði Jóhannessyni og Brynjólfi Þórðar- syni, sem allir voru bundnir ís- lensku öræfalandslagi sterkum böndum og áttu stóran þátt í að móta sjálfsímynd þjóðarinnar á fyrri hluta þessarar aldar. Af yngri kynslóð núlifandi listamanna má nefna Georg Guðna og Ólaf Elías- son, sem fjalla um þetta viðfangs- efni í verkum sínum. Viðhorf þess- ara listamanna hafa mótast af ólíkum fagurfræðilegum forsend- um, þau endurspegla ólíka tíma og vitna um ólíka beitingu myndmáls- ins. Öll eiga þessi verk erindi í um- ræðuna um örlög og nýtingu há- lendisins sem virðist skipta meira máli um sjálfsímynd íslensku þjóð- arinnar en flest annað við aldarlok. Þessari sýningu sem ber yfirskrift- ina Öræfalandslag er ætlað að varpa ljósi á framlag íslenskra myndlistarmanna til þessarar sjálfsímyndar. Öll verkin á sýning- unni eru í eigu Listasafns Islands. Sýningunni lýkur 28. nóvember. Klaustrið býður gesti velkomna á nýjan og gkesilegan skemmtistað við Klapparstíg Það verður mikið lífogjjör íKlaustrinu um helgina. Opið jrá kLll til 03. FOSTUDAGSKVOLD Þórir Baldurson &félagar mæta í kvöld og leika við hvern sinn fingur. Ókeypis aðgangur! LAUGARDAGSKVÖLD Danstónlistfram á nótt Á laugardagskvöld tekur danstónlistin völdin. Ókeypis aðgangur! Á veitingahúsi KLaustursins eru á boðstólnum léttir oggóðir réttir frá 11 á hádegi til 22, alla daga vikunnar. Það verðurgaman í Klaustnnul • Fimmtudagar: Djass- og blúskvöld • Föstudagar: Lifandi tónlist • Laugardagar: Danstónlist • Sunnudagar: Ýmsar uppákomur KLAUSTRÍD A N N O MCMXCIX Klapparstíg 26 • Sími 552 6022 • www.klaustur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.