Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 45
ZJNNUR FJOLA
JÓHANNESDÓTTIR
+ Unnur Fjóla Jó-
hannesdóttir
fæddist í Hrísey á
Eyjafirði 11. desem-
ber 1922. Hún iést í
Landsspítalanum
Reykjavík 11. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar Unnar
Fjólu voru Oddfríð-
ur Þorsteinsdóttir
og Jóhannes Jör-
undsson, útgerðar-
maður og kaupmað-
ur í Hrísey. Fóstur-
faðir hennar var Jó-
hannes Oskar Jó-
hannsson, sjómaður í Reykja-
vík. Háifbræður hennar sam-
feðra voru Brynjólfur, Jörund-
ur og Jakob. Háifsystkini henn-
ar sammæðra voru Guðbjörg og
Jóhann Haukur. Uppeldisbróðir
hennar er Arnar S. Guðmunds-
son.
Unnur Fjóla ólst upp í
Reykjavík og Hrísey. Hún lauk
námi frá Verziunarskólanum í
Reykjavík árið 1940 og starfaði
að skrifstofu- og bókhaldsstörf-
um um skeið, m.a. hjá Endur-
skoðunarskrifstofii N. Mancher
& Co og hjá Hampiðjunni.
Unnur Fjóla giftist 20. októ-
ber 1945 Þorsteini Þorgeirs-
syni, vélvirkja, f. 12.8. 1914, d.
9.1. 1996. Börn þeirra eru: 1)
Þorgeir, verkfræðingur í
Reykjavík. Fyrri kona hans er
Anna Margrethe Klein. Sonur
þeirra er Þorsteinn Haukur, í
sambúð með Krist-
ínu Þorleifsdóttur.
Þau eiga einn son,
Eyþór Loga. Seinni
kona Þorgeirs er
Tanja Þorsteinsson
og eru dætur þeirra
Unnur Míla, í sam-
búð með Ólafi Sig-
mundssyni, og
Lára. 2) Jóhannes,
sérfræðingur hjá
EFTA í Brussel.
Fyrri kona hans er
Valgerður Einars-
dóttir og eiga þau
tvo syni, Einar
Hauk og Gísla. Seinni kona Jó-
hannesar er Anabela Martins
Pereira. 3) Oddfríður Haila,
sérfræðingur í vísinda- og ný-
sköpunarmálum hjá fylkis-
stjórninni í Ontario í Kanada.
Maður hennar er Christopher
Evans og eiga þau tvö börn,
Unni Fjólu og Þorstein Patrick.
Unnur Fjóla starfaði Iengst-
um að bókhalds- og skrifstofu-
störfum, einkum í Vélsmiðjunni
Steinum, Bátanausti og Háskóla
íslands. Unnur Fjóla var virk í
félagsstörfum, einkum réttinda-
baráttu kvenna. Hún var þannig
um árabil í stjórn Hvítabandsins
og í varastjórn Kvenréttinda-
sambands Islands og annaðist
íjárreiður Kvennafrídagsins.
Útför Unnar Fjólu verður
gerð frá Fríkirkjunni í Reykja-
vík í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Fjólu þótti vænt um fólk. Vænt-
umþykjan var mikil og umlykj-
andi. Hún lét vita af því að henni
þótti vænt um fólk. Hún kunni að
koma því til skila og gerði það iðu-
lega. Hún var hreinskiptin og
sagði skoðun sína umbúðalaust.
Lét vita af því sem vel var gert en
líka af því sem ekki var nógu vel
gert, til þess að koma réttlætinu á
framfæri. Félagslynd var Fjóla
líka. Henni þótti gott að hafa fólk í
kringum sig, vera innan um fólk.
Þetta kom fram í félagsstörfum
sem hún vann að lengi, en líka í
gestrisni. Allir voru velkomnir á
Framnesveginn og þeir eru marg-
ir sem hafa gist hjá Fjólu og
Steina í gegnum tíðina. Oft lagði
hún mikið á sig til að sem best færi
um gesti. Fjólu var það kappsmál
að standa sig. Hún gerði hlutina
vel og vandlega, ekkert hálfkák.
Ábyrgðarkenndin var mikil. Enda
sagði hún að þegar mamma henn-
ar sagði við hana þegar hún var
barn „ég veit ég get treyst á þig“
þá efldist hún öll. Alla tíð hefur
hún viljað standa sig og hún gerði
það vissulega.
Eg varð ríkari af samskiptum
mínum við Fjólu, fyrrum tengda-
móður mína, en áfram vinkonu.
Valgerður Einarsdóttir.
Það var sárt að frétta lát Unnar,
kærrar vinkonu frá unglingsárun-
um. Við kynntumst við inntöku-
próf í þriðja bekk Verzlunarskóla
Islands haustið 1938. Báðar höfð-
um við lokið gagnfræðaprófi og
reyndum með þessu inntökuprófi
að stytta okkur kostnaðarsama
skólagöngu. Hið sama gerði reynd-
ar stór hópur unglinga af lands-
byggðinni þá. Af 73 nemendum
sem útskrifuðust frá Verzlunar-
skólanum vorið 1940 eru nú 28
látnir og allir kennarar okkar, síð-
astur Jón Á. Gissurarson 31. ágúst
sl.
Það var mér mikils virði að
kynnast Unni á þessum tíma. Ég
var nýflutt frá Neskaupstað til
Reykjavíkur með fjölskyldu minni
og þekkti fáa. Reykjavík var mér
framandi, nánast ógnvekjandi og
það tók sinn tíma að festa hér ræt-
ur. Það var því gott að koma á
notalegt heimili Unnar á Framnes-
vegi 11, þar sem hún hafði lítið
sérherbergi, en það höfðu ekki all-
ir unglingar í þá daga. Oddfríður,
móðir Unnar, var elskuleg og
glæsileg kona, sem er mér afar
minnisstæð og tók mér einstaklega
vel.
Unnur var lagleg stúlka, svip-
mikil og röggsöm án fyrirgangs.
Hún hafði snemma ákveðnar póli-
tískar skoðanir og lét þær óspart í
ljósi, ef svo bar undir. Samtímis sá
hún ávallt eitthvað spaugilegt við
hlutina, því að Unnur hafði gott
skopskyn. Okkar kynslóð fékk svo
sannarlega ekki allt upp í hend-
urnar og við gerðum okkur vel
grein fyrir erfiðri lífsbaráttu fólks
í atvinnuleysi áranna fyrir síðari
heimsstyrjöldina. Að fá að fara í
Verzlunarskólann flokkaðist jafn-
vel undir forrétttindi og var því
þegið þó að hugurinn stæði ef til
vill til annars og meira náms. Unn-
ur hefði getað lært hvað sem var.
Hún var bráðgreind, þurfti lítið
fyrir náminu að hafa og var alltaf
með háar einkunnir. Það nægði
henni að lesa yfír „tossaglósurnar"
mínar, sem ég eyddi miklum tíma í
að skrifa á meðan hún lá í makind-
um á gólfinu og las dönsku blöðin!
Ég get alltaf brosað við þá tilhugs-
un, en mér fannst svo sjálfsagt að
ég hefði fyrir þessu, Unnur þurfti
þess hvort eð er ekki.
Að lokinni skólagöngu fékk
Unnur vinnu á virtri endurskoðun-
arskrifstofu, þar sem hún vann um
tíma og byggði vel ofan á þann
bókhaldsgrunn, sem hún hafði úr
Verzlunarskólanum. Hún varð því
mjög fær bókhaldari og eftirsótt til
starfa.
Unnur giftist ung Þorsteini Þor-
geirssyni vélvirkja, sem lést 9. jan-
úar 1996. Þorsteinn lauk sínu námi
eftir að þau Unnur gengu í hjóna-
band og veit ég að Unnur var hon-
um mikill styrkur í sambandi við
það. Þorsteinn var mikill öðlingur
og hjónaband þeirra Unnar var
farsælt. Óvíða hef ég fundið mig
jafn innilega velkomna og á heimili
þeirra. Það var líka svo notalegt að
skynja hversu mikla ást og virð-
ingu þau báru hvort fyrir öðru.
Það var mikil hlýja i rödd Þor-
steins þegar hann sagði „Fjóla
mín“ en það var seinna nafn Unnar
og alltaf notað innan fjölskyldu
hennar. Unnur og Þorsteinn eign-
uðust þrjú börn, Þorgeir, Jóhann-
es og Oddfríði Höllu. Öll hafa þau
hlotið góða menntun, eignast sína
fjölskyldu og verið foreldrum sín-
um til sóma, enda fengið góð gen.
Auk heimilis- og uppeldisstarfa
vann Unnur meira og minna utan
heimilisins við bókhalds- og gjald-
kerastörf. Lengi vann hún hjá Vél-
smiðjunni Steinari sf. en það fyrir-
tæki stofnuðu þau hjón ásamt öðr-
um. Eftir að þau seldu fyrirtækið
vann Unnur hjá Bátanausti og
starfslokin voru á skrifstofu Há-
skóla íslands, skólanum sem hún
hefði áreiðanlega kosið sér að
nema við. Það kæmi mér ekki á
óvart þó að henni hefði þess í stað
tekist að „kenna þar ýmislegt".
Unnur lét ekki félagsstörf fram-
hjá sér fara. Þau kann ég ekki upp
að telja nema hvað ég veit að hún
lagði mikla rækt við Hvítabandið,
en þar hafði móðir hennar áður
lagt hönd á plóginn.
Því miður gekk Unnur mín
aldrei heil tl skógar. Meðfæddur
hjartagalli háði henni alla tíð og
læknavísindin ekki komin svo
langt þegar það uppgötvaðist að
hún gæti fengið þá hjálp, sem von-
andi er í dag fyrir hendi.
Ég kveð kæra vinkonu með virð-
ingu og þökk. Ég mun sakna henn-
ar. Börnum hennar og fjölskyldum
þeirra sendi ég einlægar samúðar-
kveðjur.
Ingibjörg Jónsdóttir.
Kveðja frá líknarfélaginu
Hvítabandinu
Hvítabandið hefur misst góðan
liðsmann, Unni Fjólu Jóhannes-
dóttur, sem mun verða sárt sakn-
að. Unnur Fjóla kynntist Hvíta-
bandinu í gegnum móður sína,
Oddfríði Þorsteinsdóttur, og hefur
starfað með félaginu í yfir 30 ár.
Hún var gjaldkeri Hvítabandsins á
árunum 1972-1978 og síðan aftur
1980-1985. Á þeim tíma gaf félagið
ýmis tæki til sjúkrastofnana í
Reykjavík og vann hún mjög ötul-
lega að þeim málum. Unnur Fjóla
var skoðunarmaður reikninga
Hvítabandsins undanfarin ár og við
þau störf kynntist ég henni fyrst.
Það fór ekki leynt að þar var á
ferðinni sérlega talnaglögg kona.
Einnig var gott að leita til hennar
með hvað eina, því hún hafði góða
yfirsýn á málefni og var snjöll að
finna lausnir.
Unnur Fjóla vann að alls konar
fjáröflun fyrir félagið, svo sem
merkjasölu, basarsölu og við versl-
unarstörf, nú síðast við nýlega
verslun Hvítabandsins á Afla-
granda 40. Unnur Fjóla var mikil
baráttukona fyrir meðferðarheim-
ilið fyrir böm með geðræn vanda-
mál á Kleifarvegi 15 og sótti fjöl-
marga fundi varðandi heimilið fyrir
hönd Hvítabandsins. I upphafi gaf
Hvítabandið og Heimilissjóður
taugaveiklaðra barna Reykjavíkur-
borg helming kaupverðs húsnæðis-
ins fyrir heimilið og gegnum árin
hefur Hvítabandið þurft að berjast
íyrir tilvist þessa heimilis og nú
síðast á liðnu ári. Þá nutum við
leiðsagnar Unnar Fjólu sem
endranær og þótt ekki hafi fengist
í gegn að heimilið væri rekið áfram
af borginni, þá fer þar fram svipuð
starfsemi og áður.
Hvítabandið þakkar Unni Fjólu
gjöfult og óeigingjarnt starf í þágu
félagsins og í huga Hvítabandsfé-
laga eru bjartar minningar um
heilsteypta og ákveðna félagskonu,
sem vann rólega en örugglega að
málefnum félagsins. Hvítabandið
sendir börnum hennar og öðrum
vandamönnum innilegar samúðar-
kveðjur.
Hildur G. Eyþórsdóttir,
formaður Hvitabandsins.
Fallin er frá kær vinkona, Unn-
ur Fjóla Jóhannesdóttir. Hún var
félagi í Hvítabandinu og þar lágu
leiðir okkar saman. Hún var ein-
lægur og áhugasamur félagi og
gjaldkeri stjórnar um árabil.
Áhugamál hennar voru mörg en
hæst bar þó velferð barna. Má þar
tiltaka þátttöku hennar þegar
Hvítabandið kom á fót heimili fyrir
taugaveikluð börn á Kleifarvegi
15, ásamt Barnaverndarfélagi
Reykjavíkur. Einnig naut félagið
glöggskyggni hennar við kaup á
tækjum handa sjúkrahúsum borg-
arinnar.
Unnur var mannvinur, heil og
sönn, og vann af alúð að því sem
hún tók sér fyrir hendur. Hún
hafði sterka réttlætiskennd og
sýndi það meðal annars með
stuðningi sínum við Kvenréttinda-
félag íslands.
Unnur Fjóla var greind kona.
Hún hafði lokið námi frá Verslun-
arskóla Islands og vann utan
heimilis, lengst af hjá Bátanausti
þar sem hún sá um skrifstofu-
reksturinn með sóma.
Barnabörnum sínum var hún
ástkær amma og uppfræðari. Við
söknum vinar í stað, þökkum góð
kynni og geymum minninguna um
einlæga sómakonu í hjörtum okk-
ar.
Fölnar rós og bliknar blað
á birkigreinum;
húmar eins og haustar að
í hjartans leynum.
(Kristján Jónsson.)
Aðstandendum vottum við inni-
lega samúð.
Kristfn M. Gísladóttir,
Sigríður Sumarliðadóttir.
Ég hitti Fjólu fyrst snemma að
morgni eftir langa ferð til Islands
frá Kanada. Ég var ferðlúinn og
það kom mér ánægjulega á óvart
að hún hafði haft fyrir því að búa
til veislu í tilefni komu minnar.
Fljótlega varð mér ljóst að gest-
risni hennar kom ekki einungis
fram í góðum viðurgerningi við
gesti og gangandi - sem tengda-
móðir og traustur vinur studdi hún
mig, fjölskyldu mína og fjölmarga
aðra með ráðum og dáð.
Ég verð að játa að í fyrstu tók
ég einkum eftir ákveðni hennar og
krafti og dró jafnvel aðeins úr mér
kjark. En fljótt urðum við góðir
vinir, sérstaklega þegar við unnum
saman að því að hjálpa dóttur
hennar, eiginkonu minni, þegar
hún átti fyrsta barn okkar. Þetta
sýndi mér einnig hve mikils hún
mat samvinnu sem tæki til að ná
sameiginlegum markmiðum.
Frá því ég tengdist fyrst íslandi
fannst mér strax að Fjóla tæki
• mér opnum örmum sem fullgildum
fjölskyldumeðlimi. Þetta var mér
mjög mikilvægt, ekki síst eftir að
við settumst að á íslandi. Fyrsta
árið í ókunnu landi var erfitt og þá
var mikil stoð í að finna fyrir hlý-
hug fjöskyldunnar, sem sérstak-V
lega stafaði frá Fjólu og frá Steina
manninum hennar.
Fjóla elskaði barnabörnin sín
heitt og naut til hins ítrasta að
verja tíma sínum með þeim, við
lestur, sögusagnir, tónlist, elda-
mennsku og að uppfræða þau.
Allir sem þekktu Fjólu vita að
hún hafði ákveðnar skoðanir og
varði þær af krafti. En hún var
alltaf reiðubúin að taka rökum og
hún var opin fyrir nýjungum -
tengdist til dæmis tölvupósti á
þessu ári þegar tvö barna hennar %..
voru flutt úr landi. Raunar var hún
sú manneskja sem ég hef kynnst
sem var opnust fyrir nýjungum
alls konar og alltaf reiðubúin að
kynnast nýju fóiki, menningu og
skoðunum. Hún hafði sterka rétt-
lætiskennd og studdi af alhug mál-
efni sem hún taldi mikilvæg. Hún
var því m.a. virkur félagi í Hvíta-
bandinu um langt skeið og tók
mildnn þátt í Kvennafrídeginum.
Á undangengnum árum höfum
við átt marga góða stund saman,
bæði heima og í sumarbústaðnum
við Hvítá. Nýlega var hún í fjóra
mánuði hjá okkur í Toronto í
Kanada og saman ferðuðumst við
til Brussel í Belgíu í júlímánuði.
Það er erfitt fyrir okkur að sætta
okkur við að þessi tími samvista
við Fjólu sé liðinn en við vitum að
hún lifði auðugu lífi og með lífi sínu
auðgaði hún líf fjölmargra ann-
arra. Við söknum hennar öll mjög
mikið.
Christopher Evans.
Hún amma var engin sunnu-
dagaamma. Hún var meira eins og
mamma númer tvö. Við bjuggum í
íbúðinni á móti henni næstum allt
mitt líf. Það var ekki sjaldan að ef
spurt var hvar „litla Fjóla“ væri,
þá var svarið „hinum megin“. Þeg-
ar ég var í öðrum bekk áttum við
að gera eins konar veggteppi af
fjölskyldunni. Ég var sú eina í
bekknum sem gerði ömmu og afa.
Ég gaf ömmu þessa mynd og hékk
hún alltaf í svefnherberginu hjá
þeim.
Ég man að einhvern tímann
spurði hún mig hvort að mér fynd-
ist leiðinlegt að hún væri öðruvísi
en aðrar ömmur. Ég sagði: „Nei,
þú ert bara laxveiði amma.“ Ég
veit að ég get sagt að ég á heimsins
bestu ömmu. Ég elska þig.
Fjóla litla.
■4
ANNA
SIGURÐARDÓTTIR
+ Anna Signrðardóttir fædd-
ist á Öngulsstöðum í Eyja-
fjarðarsveit 9. nóvember 1910.
Hún lést á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 14. ágúst síðast-
liðinn og fór útför hennar fram
frá Akureyrarkirkju 31. ágúst.
Það var laugardaginn 14. ágúst,
á afmælisdaginn hans pabba, er við
komum heim úr gleðiríku brúð-
kaupi Rúnars og Olgu að við feng-
um þær sorgarfréttir að amma í
Norro væri búinn að kveðja okkur
eftir erfiða baráttu við krabba-
mein. Þetta voru þungar fréttir á
þessum degi og mun hann skipa
sérstakan sess í hjarta okkar sem
bæði gleði- og sorgardagur. Okkur
langar til að minnast þín amma í
fáeinum orðum. Þú varst okkur svo
kær og góð og vildir gera allt sem
þú gast fyrir okkur. Þú gleymdir
aldrei neinum og skildir engan út-
undan í ást og gjöfum. Þú mundir
eftir afmælum og lagðir þig sér-
staklega fram við að muna eftir
ömmu- og langömmubörnunum
þínum. Þau fengu ævinlega eitt-
hvað fallegt frá þér bæði í afmælis-
og jólagjöf og var það gjarnan fal-
legt handverk eftir þig. Það er ekki
hægt annað en að dáðst af því hvað
þú varst dugleg að muna eftir öll-
um. Það var líka svo yndislegt að
koma til þín, þú áttir hlýlegt og fal-
legt heimili sem þú prýddir með
svo persónulegum munum og góð-
um anda. Þú tókst öllum svo vel if
sem komu til þín, alltaf með eitt-
hvað á boðstólnum, ís í kistunni
þinni, gos í geymslunni og nýbakað
brauð og kleinur. Meðal þess sem
einkennir það hversu yndisleg og
dugleg kona þú varst er öll fallega
handavinnan sem þú gerðir og eru
ekki svo ófá verkin sem þú skilur
eftir þig, allt frá litlum myndum
upp í stóra dúka og gardínur. Það
verður skrítið að geta ekki komið
til þín í Norðurgötuna, hitt þig um
jólin eða á öðrum hátíðisdögum ^
fjölskyldunnar og eitt með þér
gleðistundum. Elsku amma, okkur
þykir sárt að sjá eftir þér en við
vitum að þú ert komin til afa, Við-
ars sonai’ þíns og Marínar litlu.
Minning þín lifir í hjarta okkar
allra.
Anna, Rúnar, Aníta, Gréta,
Viðar, makar og börn.