Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 19 VIÐSKIPTI INTIS eykur bandvídd á netsambandi til Norður-Ameríku í 45 Mbita Meira en fjór- földun á flutn- ingsgetu Helgi Jónsson, framkvæmdastjóri INTIS, Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og Þórður Kristinsson, stjórnarformaður INTÍS. INTÍS hf., Internet á íslandi, bauð í gær til formlegrar opnunar á 45 Mbita netsambandi til Norður-Am- eríku. Bandvíddin var áður 10 Mbit og er því um meira en fjórföldun að ræða. Bandvídd netsambands INTÍS hf. til útlanda er nú alls 49 Mbit. Ávörp héldu Sturla Böðvars- son samgönguráðhen-a, Þórður Kristinsson, stjórnai'formaður INTIS, og Helgi Jónsson, fram- kvæmdastjóri félagsins. Hlutafélagið INTÍS var stofnað árið 1995 og eru stærstu hluthafar Háskóli íslands með 27,65%, Kögun hf. með 22,83% og ríkissjóður með 13,1%. Tilgangur félagsins er rekst- ur netsambands við útlönd og inn- anlands en INTIS hf. veitir íslensk- um fyrirtækjum netsamband, þ.á.m. fyrirtækjum sem veita almenningi netaðgang. Stefna fyrirtækisins er að stunda rannsóknir og þróun á sviði tölvunetssamskipta og stuðla að sem hagkvæmastri uppbyggingu tölvunets á landsvísu, að því er fram kom í ávarpi Þórðar Kristinssonar, stjórnarformanns INTÍS. Norður-Ameríkusamband INTÍS var fyrst opnað sem 2 Mbit sam- band í mars árið 1997 og var aukið í 10 Mbit í mars á þessu ári. Netsam- band við Evrópu var aukið í 4 Mbit í nóvember á síðasta ári og er ekki fullnýtt enn sem komið er. Helgi Jónsson, framkvæmda- stjóri INTÍS hf., sagði í ávarpi sínu að þörf fyrir flutningsgetu vegna notkunar Netsins hefði aukist um 100% ár hvert, síðustu ár. Við aukn- ingu á bandvídd í 45 Mbit myndi umferð um Netið flæða hindrunar- laust á háannatímum og aðgengi viðskiptavina yrði jafnara en áður. Verðlækkun væntanleg Helgi segir aukna bandvídd hafa mikla þýðingu. „Tíu Mbita sam- bandið var orðið fullnýtt og annaði alls ekki umferð á mestu álagstím- um. Það var mjög erfitt að sækja myndir, hljóð og margmiðlunarefni á álagstímum en þetta kemur til með að breytast mjög. Nú á band- víddin að vera nánast takmarkalaus í bili. Við erum að vona að þetta opni ýmsa möguleika, aðallega á margmiðlunarsviði,“ segir Helgi. Hann segir langtímastefnu að setja upp jafnvítt samband til Evt- ópu og Bandaríkjanna. „Við höfum áætlað að 45 Mbita netsamband til Norður-Ameríku dugi í átján mán- uði héðan í frá. Þá verði þörf á upp- færslu í hraðvirkara samband." I ávarpi sínu sagði Helgi stefnt að því að lækka gjaldskrá INTÍS inn- an skamms. „Þetta er mál sem við komum til með að skoða strax og við sjáum hvert stefnir. Við von- umst eftir því að með aukinni notk- un verði hægt að bjóða hagstæðari kjör. Eg býst við að lækkun verði á allra næstu mánuðum," sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið. Eins og er reka tveir aðilar net- samband til útlanda, INTÍS hf. og Landssíminn. Aðspurður segir Helgi samkeppni hafa ríkt á þessu sviði í nokkur ár. „Við sjáum fleiri fyrirtæki eins og Islandssíma hugs- anlega koma þarna inn í framtíð- inni. Við vitum þó ekki enn hvaða samkeppni það fyrirtæki kemur til með að veita.“ Þórður Kristinsson, stjórnarfor- maður INTIS, sagði í ávarpi sínu að hugmynd að 45 Mbita sambandi til Norður-Ameríku hafi fyrst verið reifuð við fulltrúa Pósts og síma ár- ið 1997, samningar hafi tekist í júní í sumar við Landssímann hf. og Teleglobe í Kanada. Samgönguráðheira gat þess í ávarpi sínu að unnið væri að gerð frumvarps til breytinga á núgild- andi fjarskiptalöggjöf. „Samgöngu- ráðuneytið leggur ríka áherslu á að staðið sé þannig að lagabreytingum að þær efli þau fyrirtæki sem vinna á þessum vettvangi." Stefnt að auknu frjálsræði I samtali við Morgunblaðið sagð- ist Sturla ekki geta tilgreint inni- hald frumvarps til breytinga á fjar- skiptalöggjöf nánar en að því leyti að stefnt væri að auknu frjálsræði í takt við það sem er að gerast í Evr- ópu. „Hugmynd okkar með breyt- ingum á löggjöfinni er að stuðla að því að símafyrirtækin geti nýtt sér betur gagnaflutninga sem eru til staðar nú þegar. Eitt mikilvægasta verkefni við breytingar á fjarskipta- löggjöfínni er að tryggja að það verði ekki bara hér í Kvosinni sem hægt verður að nýta sér tæknina, heldur um land allt,“ segir Sturla Böðvarsson. Sparnað- araðgerð- ir hjá Raytheon Lexington. Reuters. ÞRIÐJA stærsta íyrirtæki Bandaríkjanna á sviði loftvarna, Raytheon, hefur tilkynnt um endurskipulagningu á rekstri sem mun leiða til 350 milljóna dollara útgjalda og minnkunar á fyrirhuguðum hagnaði á ár- inu. Raytheon hefur starfað með íslenska fyrirtældnu Kög- un hf., m.a. að hönnun loft- vamakerfis á íslandi. Fyrir- tækið framleiðir ratsjár, ómsjár og ýmiss konar eftirlits- og loft- vamai-kerfi eins og Tomahawk, Patriot og Maverick en sala á slíkum búnaði skapar um 60% af tekjum félagsins. Sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir 3,69 dollara hagnaði á hlut á árinu 1999 en hagnaður- inn var 3,34 dollarar á hlut á síðasta ári. Talsmaður Raythe- on segir enn ekki komið í Ijós hver hagnaðurinn verði fyrir þriðja fjórðung fjárhagsársins en upplýsingar muni liggja fyr- ir 21. október. Spamaðaraðgerðir Raythe- on hafa falist í uppsögnum starfsfólks og í lok júní voru 11.300 stöður lagðar niður. Frekari uppsagnir eru fyrir- hugaðar en starfsmenn fyrir- tækisins eru 115.000 talsins. Gengi hlutabréfa Raytheon lækkaði nokkuð í kjölfar yfir- lýsingarinnar en félagið er skráð hjá Kauphöllinni í New York, NYSE. Minnkandi hagn- aður hjá Diageo Reuters. BRESKA mat- og drykkjarvöru- samsteypan Diageo Plc greindi í gær frá því að hagnaður félagsins á fyrri hluta ársins hefði dregist saman um 4,5% á milli ára. Tals- menn fyrirtækisins sögðu einnig ljóst að reksturinn hefði verið að rétta sig af síðustu mánuði og að búast mætti við afkomubata á seinni hluta ársins. Samsteypan, sem framleiðir m.a. Smirnoff- vodka, Pillsbury-afurðirnar, Gu- inness-bjór auk þess að reka Bur- ger King-hamborgarakeðjuna, greindi frá því að hagnaður fyrir skatta hefði numið 1.767 milljónum punda. Talið er að stærstu áhrifavaldar á versnandi afkomu félagsins á ár- inu séu m.a. kreppan í Asíu, styrk- ur breska pundsins og harðnandi samkeppni. Morgunblaðið/Golli Endursöluaðilar Kodak funda á Islandi ÁRLEGUR fundur endursöluað- ila á Kodak Professional-vörum á Norðurlöndum fer fram hér á landi um helgina. Á fundinum eru jafnframt endursöluaðilar á Kodak-vörum frá Eystrasalts- löndunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Á meðfylgjandi mynd gefur að líta hluta hépsins sem mun dvelja á Islandi fram á sunnudag. Fyrir utan ráðstefnu- haldið verður m.a. farið með þáttakendur á sýningar á Kjar- valsstöðum og einnig ljósmynda- sýningu í ljósmyndasafni Reykja- víkur. TNT býður betri þjónustu HjáTNT Hraðflutningum snýst allt um að ná sem mestum hraða og öryggi í flutningum. Með næturflugi til Liege í Belgíu komum við sendingum til skila innan sólarhrings til og frá helstu viðskiptalöndum okkar. Við höfum bætt þjónustuna enn frekar og tökum við sendingum til kl. 18 þriðju- daga til föstudaga og 15.30 mánudaga. TNT er með fullkominn leitarvef sem gerir kleift að fylgjast með hvar sendingin er stödd á hverjum tíma. Skoðaðu heimasíðuna okkar, www.postur.is/tnt Nánari upplýsingar: TNT Hraðflutningar, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Sími 580 1010. UmboðsaðiliTNT á íslandi. Hraðflutningar Sími 580 1010 • www.postur.is/tnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.