Morgunblaðið - 17.09.1999, Page 19

Morgunblaðið - 17.09.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17 SEPTEMBER 1999 19 VIÐSKIPTI INTIS eykur bandvídd á netsambandi til Norður-Ameríku í 45 Mbita Meira en fjór- földun á flutn- ingsgetu Helgi Jónsson, framkvæmdastjóri INTIS, Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og Þórður Kristinsson, stjórnarformaður INTÍS. INTÍS hf., Internet á íslandi, bauð í gær til formlegrar opnunar á 45 Mbita netsambandi til Norður-Am- eríku. Bandvíddin var áður 10 Mbit og er því um meira en fjórföldun að ræða. Bandvídd netsambands INTÍS hf. til útlanda er nú alls 49 Mbit. Ávörp héldu Sturla Böðvars- son samgönguráðhen-a, Þórður Kristinsson, stjórnai'formaður INTIS, og Helgi Jónsson, fram- kvæmdastjóri félagsins. Hlutafélagið INTÍS var stofnað árið 1995 og eru stærstu hluthafar Háskóli íslands með 27,65%, Kögun hf. með 22,83% og ríkissjóður með 13,1%. Tilgangur félagsins er rekst- ur netsambands við útlönd og inn- anlands en INTIS hf. veitir íslensk- um fyrirtækjum netsamband, þ.á.m. fyrirtækjum sem veita almenningi netaðgang. Stefna fyrirtækisins er að stunda rannsóknir og þróun á sviði tölvunetssamskipta og stuðla að sem hagkvæmastri uppbyggingu tölvunets á landsvísu, að því er fram kom í ávarpi Þórðar Kristinssonar, stjórnarformanns INTÍS. Norður-Ameríkusamband INTÍS var fyrst opnað sem 2 Mbit sam- band í mars árið 1997 og var aukið í 10 Mbit í mars á þessu ári. Netsam- band við Evrópu var aukið í 4 Mbit í nóvember á síðasta ári og er ekki fullnýtt enn sem komið er. Helgi Jónsson, framkvæmda- stjóri INTÍS hf., sagði í ávarpi sínu að þörf fyrir flutningsgetu vegna notkunar Netsins hefði aukist um 100% ár hvert, síðustu ár. Við aukn- ingu á bandvídd í 45 Mbit myndi umferð um Netið flæða hindrunar- laust á háannatímum og aðgengi viðskiptavina yrði jafnara en áður. Verðlækkun væntanleg Helgi segir aukna bandvídd hafa mikla þýðingu. „Tíu Mbita sam- bandið var orðið fullnýtt og annaði alls ekki umferð á mestu álagstím- um. Það var mjög erfitt að sækja myndir, hljóð og margmiðlunarefni á álagstímum en þetta kemur til með að breytast mjög. Nú á band- víddin að vera nánast takmarkalaus í bili. Við erum að vona að þetta opni ýmsa möguleika, aðallega á margmiðlunarsviði,“ segir Helgi. Hann segir langtímastefnu að setja upp jafnvítt samband til Evt- ópu og Bandaríkjanna. „Við höfum áætlað að 45 Mbita netsamband til Norður-Ameríku dugi í átján mán- uði héðan í frá. Þá verði þörf á upp- færslu í hraðvirkara samband." I ávarpi sínu sagði Helgi stefnt að því að lækka gjaldskrá INTÍS inn- an skamms. „Þetta er mál sem við komum til með að skoða strax og við sjáum hvert stefnir. Við von- umst eftir því að með aukinni notk- un verði hægt að bjóða hagstæðari kjör. Eg býst við að lækkun verði á allra næstu mánuðum," sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið. Eins og er reka tveir aðilar net- samband til útlanda, INTÍS hf. og Landssíminn. Aðspurður segir Helgi samkeppni hafa ríkt á þessu sviði í nokkur ár. „Við sjáum fleiri fyrirtæki eins og Islandssíma hugs- anlega koma þarna inn í framtíð- inni. Við vitum þó ekki enn hvaða samkeppni það fyrirtæki kemur til með að veita.“ Þórður Kristinsson, stjórnarfor- maður INTIS, sagði í ávarpi sínu að hugmynd að 45 Mbita sambandi til Norður-Ameríku hafi fyrst verið reifuð við fulltrúa Pósts og síma ár- ið 1997, samningar hafi tekist í júní í sumar við Landssímann hf. og Teleglobe í Kanada. Samgönguráðheira gat þess í ávarpi sínu að unnið væri að gerð frumvarps til breytinga á núgild- andi fjarskiptalöggjöf. „Samgöngu- ráðuneytið leggur ríka áherslu á að staðið sé þannig að lagabreytingum að þær efli þau fyrirtæki sem vinna á þessum vettvangi." Stefnt að auknu frjálsræði I samtali við Morgunblaðið sagð- ist Sturla ekki geta tilgreint inni- hald frumvarps til breytinga á fjar- skiptalöggjöf nánar en að því leyti að stefnt væri að auknu frjálsræði í takt við það sem er að gerast í Evr- ópu. „Hugmynd okkar með breyt- ingum á löggjöfinni er að stuðla að því að símafyrirtækin geti nýtt sér betur gagnaflutninga sem eru til staðar nú þegar. Eitt mikilvægasta verkefni við breytingar á fjarskipta- löggjöfínni er að tryggja að það verði ekki bara hér í Kvosinni sem hægt verður að nýta sér tæknina, heldur um land allt,“ segir Sturla Böðvarsson. Sparnað- araðgerð- ir hjá Raytheon Lexington. Reuters. ÞRIÐJA stærsta íyrirtæki Bandaríkjanna á sviði loftvarna, Raytheon, hefur tilkynnt um endurskipulagningu á rekstri sem mun leiða til 350 milljóna dollara útgjalda og minnkunar á fyrirhuguðum hagnaði á ár- inu. Raytheon hefur starfað með íslenska fyrirtældnu Kög- un hf., m.a. að hönnun loft- vamakerfis á íslandi. Fyrir- tækið framleiðir ratsjár, ómsjár og ýmiss konar eftirlits- og loft- vamai-kerfi eins og Tomahawk, Patriot og Maverick en sala á slíkum búnaði skapar um 60% af tekjum félagsins. Sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir 3,69 dollara hagnaði á hlut á árinu 1999 en hagnaður- inn var 3,34 dollarar á hlut á síðasta ári. Talsmaður Raythe- on segir enn ekki komið í Ijós hver hagnaðurinn verði fyrir þriðja fjórðung fjárhagsársins en upplýsingar muni liggja fyr- ir 21. október. Spamaðaraðgerðir Raythe- on hafa falist í uppsögnum starfsfólks og í lok júní voru 11.300 stöður lagðar niður. Frekari uppsagnir eru fyrir- hugaðar en starfsmenn fyrir- tækisins eru 115.000 talsins. Gengi hlutabréfa Raytheon lækkaði nokkuð í kjölfar yfir- lýsingarinnar en félagið er skráð hjá Kauphöllinni í New York, NYSE. Minnkandi hagn- aður hjá Diageo Reuters. BRESKA mat- og drykkjarvöru- samsteypan Diageo Plc greindi í gær frá því að hagnaður félagsins á fyrri hluta ársins hefði dregist saman um 4,5% á milli ára. Tals- menn fyrirtækisins sögðu einnig ljóst að reksturinn hefði verið að rétta sig af síðustu mánuði og að búast mætti við afkomubata á seinni hluta ársins. Samsteypan, sem framleiðir m.a. Smirnoff- vodka, Pillsbury-afurðirnar, Gu- inness-bjór auk þess að reka Bur- ger King-hamborgarakeðjuna, greindi frá því að hagnaður fyrir skatta hefði numið 1.767 milljónum punda. Talið er að stærstu áhrifavaldar á versnandi afkomu félagsins á ár- inu séu m.a. kreppan í Asíu, styrk- ur breska pundsins og harðnandi samkeppni. Morgunblaðið/Golli Endursöluaðilar Kodak funda á Islandi ÁRLEGUR fundur endursöluað- ila á Kodak Professional-vörum á Norðurlöndum fer fram hér á landi um helgina. Á fundinum eru jafnframt endursöluaðilar á Kodak-vörum frá Eystrasalts- löndunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Á meðfylgjandi mynd gefur að líta hluta hépsins sem mun dvelja á Islandi fram á sunnudag. Fyrir utan ráðstefnu- haldið verður m.a. farið með þáttakendur á sýningar á Kjar- valsstöðum og einnig ljósmynda- sýningu í ljósmyndasafni Reykja- víkur. TNT býður betri þjónustu HjáTNT Hraðflutningum snýst allt um að ná sem mestum hraða og öryggi í flutningum. Með næturflugi til Liege í Belgíu komum við sendingum til skila innan sólarhrings til og frá helstu viðskiptalöndum okkar. Við höfum bætt þjónustuna enn frekar og tökum við sendingum til kl. 18 þriðju- daga til föstudaga og 15.30 mánudaga. TNT er með fullkominn leitarvef sem gerir kleift að fylgjast með hvar sendingin er stödd á hverjum tíma. Skoðaðu heimasíðuna okkar, www.postur.is/tnt Nánari upplýsingar: TNT Hraðflutningar, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Sími 580 1010. UmboðsaðiliTNT á íslandi. Hraðflutningar Sími 580 1010 • www.postur.is/tnt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.