Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 68
 /------- KOSTA með vaxtaþrepum (fi) IlliNAIWHKANKINN BÓK MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIB691100, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Tíu manns fundust eftir mikla leit Voru villt í tíu tíma við Landmannalaugar BJÖRGUNARSVEITIR fundu níu 15 ára nem- endur úr Breiðholtsskóla og kennara þeirra eftir víðtæka leit í Laugahrauni við Landmannalaugar um klukkan tvö í nótt. Fólkið var orðið kalt, en hresst að öðru leyti er það kom í skálann í Hrafn- tinnuskeri eftir að hafa verið villt í um tíu tíma. Hópurinn var í skólaferðalagi og hélt í göngu um Laugahraun í gærdag, en villtist á göng- unni. Þokkalegt veður var á svæðinu, þó gengi á með stöku skúr, og hiti var 5-6 gráður. Tímenningarnir skildu við átján aðra nem- endur og kennara um tvöleytið í gærdag við Brennisteinsöldu og hugðust fara í lengri göngu um Laugahraunssvæðið. Hópurinn áætl- t, aði að vera komin aftur í skála Ferðafélagsins í Landmannalaugum um kl.16. Talið er að tí- menningarnir hafi valið gamlan gönguslóða og þannig villst af leið, en greinilegir göngustígar eru um Laugahraun, þó svæðið sé erfitt yfír- ferðar utan þeirra. Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu Fjörutíu manna hópur frá Flugbjörgunar- sveitinni á Hellu, Björgunarsveitinni Dagrenn- ingu á Hvolsvelli og sporhundar frá Hjálpar- sveit skáta í Hafnarfirði hófu leit í Landmanna- laugum um miðnætti. Tilkynning barst frá skálaverði um að hópsins væri saknað um níu- leytið í gærkvöldi. AUar björgunarsveitir á Suðurlandi voru í viðbragðsstöðu og áætlað var að þær hefðu leit í birtingu hefði hópurinn ekki fundist. Leikskólar í vanda VANDRÆÐAÁSTAND ríkir á mörgum leikskólum borgarinnar vegna manneklu, en illa gengur að ráða í laus störf. Af þeim ellefu leikskólum sem Morgunblaðið hringdi í í gær hafa fjórir þurft að senda börn fyrr heim, og í ein- um til viðbótar var búist við að grípa þyrfti til sömu aðgerða á næstu dögum. Að sögn Guðrúnar Samúels- dóttur, leikskólastjóra í Brekku- borg í Grafarvogi, auglýsir skól- inn hverja helgi og jafnvel oft í viku eftir starfsfólki en si'minn hringir varla. „Það sem við leikskólastjórar eiaim hræddastir við og kvíðum mest er að þetta ástand sem nú hefur skapast sé framtíðar- ástand,“ sagði Guðrún. ■ Börn víða/15 Hæstiréttur Lagt fyrir dómara að taka skýrslu HÆSTIRÉTTUR hefur með dómi sínum lagt fyrir dómara við Héraðs- dóm Reykjavíkur að taka skýrslu af 17 ára gamalli stúlku, sem kærði sambýlismann sinn fyrir líkamsárás og nauðgun á Snæfellsnesi í ágúst- lok. Dómarinn hafnaði kröfu lög- reglunnar þess efnis hinn 7. septem- ber sl. Lögreglan kærði úrskurð dómara til Hæstaréttar. Rannsókn málsins er í höndum sýslumannsins í Stykkishólmi. Samkvæmt lögum ber lögreglu að leita atbeina dómara um að láta taka skýrslu af brotaþola yngri en 18 ára og samkvæmt dómi Hæstaréttar veitir lagaákvæði þeirra laga dóm- ara ekki svigrúm til að meta hvort nauðsynlegt sé að gefa skýrslu með þessum hætti. Hæstiréttur felldi því úrskurð héraðsdómara úr gildi og lagði fyrir hann að taka skýrslu af stúlkunni. Stúlkan var flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hún fékk með- höndlun á slysadeild og neyðarmót- töku. Þar átti lögreglumaður viðtal við hana að viðstöddum réttargæslu- manni hennar en formleg skýrslu- taka hefur beðið. Morgunblaðið/Kristinn Foreldrar sumra barna á Ægisborg þurftu í gær að sækja börn sín fyrr en venjulega og feðurnir bera sig fagmannlega að við að klæða bömin í útifötin. Nýtt lyf við kransæðasjúkdóm Dauðsföllum fækkar um allt að þriðjungi NIÐURSTÖÐUR nýrrar rann- sóknar á svokölluðum angiotens- in ummyndunarblokka benda til að lyf með því efni gagnist stór- um hópi sjúklinga með kransæðasjúkdóm. Rannsóknin leiddi í Ijós 25-30% fækkun dauðsfalla og verulega fækkun heilaáfalla. Talið er að lyfið verið tekið í notkun hérlendis innan tíðar. Þórður Harðarson, sviðstjóri lyflækningadeildar Landspítal- ans, telur niðurstöðumar, sem birtar voru á Evrópuþingi hjartalækna í Barselóna á Spáni um síðustu mánaðamót, afar mikilvægar. Þær geti haft áhrif á líf og heilsu þúsunda einstak- linga hérlendis. Lyfið verður ekki tekið form- lega í notkun alveg strax, að sögn Þórðar, þar sem niðurstöð- urnar hafi ekki verið birtar í tímariti. Það verði þó gert á haustdögum og þá fylgi nauðsyn- legar umræður í kjölfarið. Hann telur samt ekki útUokað að byrj- að verði að nota lyfið í litlum mæli hérlendis mjög fljótlega, jafnvel áður en endanlegri um- fjöllun verði lokið. ■ Munu draga úr/34 8.471 skráði sig fyrir hlutabréfum í Össuri hf, Stærsta hlutafjárút- boð einkafyrirtækis í ÁSKRIFTARFLOKKI hlutafjár- útboðs Össurar hf. sem lauk í gær skráði alls 8.471 sig fyrir hlutabréf- um. Boðnar voru út 22,8 milljónir króna að nafnvirði á genginu 24. Alls skráði fólk sig fyrir hlutabréfum fyr- ir tæpar 174,8 milljónir að nafnvirði. Þetta er mesta þátttaka í hlutafjár- útboði einkafyrirtækis á íslandi til þessa, að sögn Þórðar Pálssonar hjá Kaupþingi, en einungis hefur verið meiri þátttaka í sölu á hlutafé í ríkis- bönkunum. Upphæðin nemur tæpum 4,2 millj- örðum að söluvirði, sem samsvarar markaðsvirði Össurar hf. fyrir út- boðið. Til skerðingar þurfti að koma og nemur sú upphæð sem kemur í hlut hvers og eins tæplega 65.000 krónum að söluvirði. Lágmarksupp- hæð sem hver og einn gat skráð sig fyrir var hins vegar 100.800 krónur að söluvirði. Hlutafjárútboð Össurar hf. er tví- skipt og lýkur tilboðshluta í dag. Þar eru einnig boðnar út 22,8 milljónir króna að nafnvirði, á lágmarksgeng- inu 24. I tilboðsflokknum er hægt að skrá sig fyrir allt að 11,4 milljónum króna að nafnvirði. Að sögn Þórðar Pálssonar hjá Kaupþingi er ljóst að fjárfestar taka Össuri hf. vel. „Össur hf. hefur þá sérstöðu að 90% af tekjum fé- lagsins koma frá útflutningi. Félag- ið hefur náð að sameina mjög öran vöxt og mikinn hagnað. Arðsemin á fyrstu sex mánuðum ársins var 10,6% af veltu. Össur hf. hefur hasl- að sér völl á erlendum markaði og hefur mikla vaxtarmöguleika,“ seg- ir Þórður. Stefnt er að skráningu hlutafé- lagsins Össurar á Verðbréfaþing ís- lands á næstu mánuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.