Morgunblaðið - 24.09.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ferðakaupstefnan Vestnorden er haldin í Þórshöfn í Færeyjum
Nýr samningur gerður
á sviði ferðamála
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Finnbogi Arge, ráðherra
ferðamála, undirrituðu samninginn í Þórshöfn.
Sjúkrahús
Reykjavík-
ur dæmt
til greiðslu
skaðabóta
SJÚKRAHÚS Reykjavíkur hefur
verið dæmt til að greiða sjúklingi
sem gekkst undir aðgerð á St. Jós-
efsspítala í Landakoti 1991 2,5
milljónir króna í skaðabætur
vegna gáleysis starfsmanna
sjúkrahússins. Aður hafði Héraðs-
dómur Reykjavíkur sýknað
sjúkrahúsið af kröfum mannsins
sem skaut málinu til Hæstaréttar í
febrúar sl. Að auki er Sjúkrahús
Reykjavíkur dæmt til að greiða
manninum málskostnað í héraði og
fyrir Hæstarétti, alls 700 þúsund
krónur.
I aðgerðinni var fjarlægt ill-
kynja æxli í ristli mannsins. Hann
útskrifaðist á þriðja degi eftir að-
gerð og leitaði heimilislæknis síns
um átta vikum síðar vegna mikilla
og þrálátra verkja.
Bótakrafan var reist á því að að-
gerðarlæknirinn hafi ekki trygt að
veitt yrði viðeigandi eftirmeðferð
til þess að koma í veg fyrir eða
takmarka hættuna á samgróning-
um eða öðrum hugsanlegum fylgi-
kvillum. Örorka mannsins vegna
aðgerðarinnar er áætluð 30%.
Maðurinn krafðist 12.515.200
króna af stefnda.
í dómi Hæstaréttar kemur fram
að ellefu af 18 læknum, sem hafa
lagt mat á hvort talið verði að ör-
orka mannsins í kjölfar aðgerðar-
innar verði að minnsta kosti að
hluta til rakin til skorts á viðeig-
andi eftirmeðferð, telja að þetta
hafi örugglega skipt máli eða hafi
getað skipt máli.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Pétur Kr. Hafstein, Guð-
rún Erlendsdóttir, Haraldur
Henrysson, Hjörtur Torfason og
Hrafn Bragason.
SAMSTARFSSAMNINGUR á
milli Islands og Færeyja á sviði
ferðamála var undirritaður í gær í
Þórshöfn. Samningurinn, sem geng-
ur undir nafninu FITUR, var undir-
ritaður af ráðherrum landanna,
þeim Sturlu Böðvarssyni, sam-
gönguráðherra, og Finnboga Arge,
atvinnumálaráðherra og ráðherra
ferðamála í Færeyjum. FITUR-
samningurinn nær til þriggja ára og
tekur gildi frá og með 1. janúar á
næsta ári. Samkvæmt honum mun
hvort land um sig leggja fram fimm
hundruð þúsund danskar krónur ár-
lega, jafnvirði um fimm milljóna ís-
lenskra króna, til að standa straum
af samstarfinu. Hliðstæður samn-
ingur hefur verið í gildi milli land-
anna allt frá árinu 1995 en hann
rennur út í lok þessa árs.
Undirritun samningsins fer fram
á sama tíma og haldin er í Færeyj-
um ferðakaupstefnan Vestnorden
Travel Mart ‘99. Á ráðstefnunni
kynna á annað hundrað fyrirtækja
frá Islandi, Grænlandi og Færeyj-
um vörur og þjónustu fyrir kaup-
endum víðsvegar að úr heiminum.
Þetta er í fjórtánda sinn sem kaup-
stefnan er haldin en að henni standa
ferðamálaráð landanna.
Árangursríkt samstarf
Samningurinn sem undirritaður
var í gær felur m.a. í sér að sam-
starf milli þeirra menntastofnana í
löndunum tveimur er veita menntun
í ferðamálafræðum verði eflt, til
dæmis með því að nemendum frá
hvoru landi verði gert mögulegt að
öðlast reynslu af ferðamálastarf-
semi í hinu landinu. Einnig inni-
heldur samningurinn ákvæði um að
leitast verði við að örva samvinnu
milli ferðmálafyrirtækja í löndunum
tveimur, með það fyrir augum að
fjölga ferðamöguleikum þar sem
bæði löndin koma við sögu. Enn-
fremur er í samningnum að finna
ákvæði um að unnið verði að því að
örva straum ferðamanna milli land-
anna. Á síðustu árum hefur fé verið
varið til að styrkja skipulega hópa
sem hafa ferðast milli þeirra. Alls
voru styrkirnir 45 í hvoru landi á
síðasta ári og eru taldir munu verða
50 á þessu ári. Þá felur samningur-
inn í sér að Ferðamálaráð Færeyja
fái aðild að skrifstofum Ferðamála-
ráðs íslands í New York og Frank-
furt.
„Markmið þessa samnings er að
auka samstarf milli Islands og
Færeyja," sagði Sturla Böðvarsson
í samtali við Morgunblaðið í gær.
„Okkur sýnist að samningurinn frá
1995 hafi borið tilætlaðan árangur
og samstarf milli landanna hefur
aukist, bæði í ferðaþjónustu og
hvers konar flutningastarfsemi.
Einnig hafa annars konar samskipti
þjóðanna aukist eftii' að sá samn-
ingur var gerður. I gegnum sjóð
sem myndaður er með framlögum
frá báðum löndunum höfum við get-
að veitt styrki til íþróttahópa, skóla-
nemenda og til samstarfs milli vina-
bæja í löndunum tveimur. Með
þessu móti höfum við stuðlað að
fjölgun ferðamanna og bættum
kynnum þjóðanna." Sturla gat þess
að með samningnum nú væri lögð
aukin áhersla á bættar flutninga-
leiðir milli landanna og að auk fram-
laga til skipulegra hópa yrði nokkru
fé varið til kynningarstarfsemi.
Mikil fjölgun á flugferðum milli
vestnorrænu landanna
Samkvæmt upplýsingum sem
fram komu á fréttamannafundi í
Þórshöfn í gær, hefur farþegum í
flugi milli íslands og Færeyja fjölg-
að um 30% á síðustu þremur árum.
Flugfarþegar voru rúmlega 6.000 á
árinu 1996 en á þessu ári er áætlað
að þeir verði um 9.000 og rúmlega
11.000 árið 2000.
Á fundinum greindu forráðamenn
Flugfélags íslands, Atlantic Airwa-
ys í Færeyjum og Greenlandair frá
því að frá og með sumri árið 2000
yi’ði ferðum milli landanna fjölgað.
Stefnt er að því að írá og með miðj-
um júní til loka ágúst á næsta ári
verði flognar fimm ferðir í viku milli
íslands og Færeyja. Einnig er ætl-
unin að lengja það tímabil á sumrin
þegar ferðir eru tíðastar um tvær
vikur og fjölga ferðum á öðrum árs-
tímum.
Jón Karl Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Islands,
segir að fjölgunin bjóði ferðamönn-
um aukna möguleika á að tengja
saman ferðalög til Islands og
Færeyja. „Við það að flugferðum
milli Islands og Færeyja fjölgar
opnast fjölmargar nýjar leiðir í
sambandi við ferðaþjónustu. Flug-
félag íslands hefur í sumar boðið
dagsferðir til Grænlands sem hafa
verið gríðarlega vinsælar og er
ætlunin að bjóða svipaðar ferðir frá
Islandi til Færeyja frá og með
næsta sumri, með eða án gisting-
ar,“ segir Jón Karl.
Önnur nýjung sem kynnt var á
fundinum eru flugferðir á vegum
Greenlandair milli Kulusuk og
Ilulissat, sem er bær á vesturströnd
Grænlands, norður við Diskóflóa.
Ferðimar verða tengdar fluginu
milli Reykjavíkur og Kulusuk og er
þar með í fyrsta sinn komin á bein
flugtenging milli Islands og Mið-
vestur-Grænlands. Jón Karl segir
að Diskóflói sé einstök náttúruperla
og að þar megi finna dæmi um allt
það fegursta sem Grænland hefur
upp á að bjóða.
TJrskurðarnefnd almannatrygginga synjar ungri stúlku um greiðslu kostnaðar vegna bakaðgerðar
Málinu verður vís-
að til dómstóla
Urskurðarnefnd almannatrygginga hefur
staðfest synjun siglinganefndar á endur-
greiðslu kostnaðar ungrar stúlku sem
gekkst undir aðgerð á baki í London
í júní í fyrra. Málinu verður vísað
til dómstóla.
ÚRSKURÐARNEFND almanna-
trygginga ákvað 16. september síð-
astliðinn að staðfesta synjun sigl-
inganefndar Tryggingastofnunar
ríkisins um endurgreiðslu kostnað-
ar vegna aðgerðar sem ung stúlka
gekkst undir í London í fyrra.
Stúlkan hafði þjáðst af bakverkjum
um árabil og leitað til ýmissa lækna
hérlendis, án þess að fá úrslausn
sinna mála, fyrr en henni var vísað
til Crock læknis við Cromwell-spít-
alann í London sem gerði á henni
bakaðgerð. Faðir stúlkunnar, Ingi-
mar Einarsson, kveðst telja niður-
stöðu úrskurðamefndar mikil von-
brigði en að fenginni þessari niður-
stöðu sé Ijóst að málinu verði skotið
til dómstóla.
Stúlkan hafði glímt við erfiðleika
vegna alvarlegs sjúkleika í baki um
tíu ára skeið og gat m.a. ekki setið í
venjulegum stól frá 1995 og varð
þegar hún lauk stúdentsprófi rúmu
ári síðar að stunda nám sitt liggj-
andi í kennslustundum. Til þess að
draga úr þjáningum varð hún að
neyta vaxandi magns verkjalyfja,
bólgueyðandi og vöðvaslakandi
lyfja, auk þess sem hún gekk í bak-
belti og varð að vera með stífan
hálskraga. Læknir þeir og sérfræð-
ingar sem hún leitaði til á þessum
tíma gátu ekki liðsinnt henni með
þeim hætti að hún fengi bót meina
sinna.
Bati talinn nær algjör
í ársbyrjun 1998 var ástandið
orðið svo slæmt að þjáningar voru
stöðugar þrátt fyrir verkjalyfja-
notkun. Hún leitaði þá til Jóseps
Blöndal, skurðlæknis og baksér-
fræðings í Stykkishólmi, sem að
undangenginni meðferð vísaði henni
til Henry Vernon Crock, yfirlæknis
þeirrar deildar Cromwell-sjúkra-
hússins í London sem sérhæfir sig í
flóknum aðgerðum tengdum baki og
mænu. Hann bauð henni aðgerð í
júní 1998 sem hún þáði og hefur síð-
an fengið nær algjöran bata.
í byrjun júní 1998 var sótt um til
siglinganefndar að Tryggingastofn-
un ríkisins greiddi kostnað vegna
bakaðgerðarinnar sem stóð þá fyrir
dyrum og dvöl á endurhæfingar-
sjúkrahúsi eftir aðgerð. Siglinga-
nefnd taldi þörf fyrir meðferð brýna
en synjaði umsókn forráðamanna
stúlkunnar um greiðslu í október í
fyn-a, að fengnu áliti tveggja ís-
lenskra lækna sem töldu unnt að
framkvæma aðgerðina hérlendis.
Hinn þriðji sem leitað var til kvaðst
hins vegar telja að stúlkan hefði „án
efa eitt alvarlegasta bakvandamál
sem ég hef séð hjá ungum einstak-
lingi og þar eð lítill árangur náðist
með hefðbundinni meðferð, vil ég
leyfa mér að hvetja siglinganefnd til
að líta með velvilja á umsókn henn-
ar, án fordæmisgefandi gildis.“
Aðgerð talin gerleg hérlendis
Lögmaður stúlkunnar, Jón Stein-
ar Gunnlaugsson hrl., óskaði eftir
endurupptöku málsins þegar úr-
skurður hennar lá fyrir og að farið
yrði fram á að aflað yrði hlutlauss
sérfræðiálits. Sérfræðingurinn, sem
samdi álitsgerð fyrir siglinganefnd
vegna málsins, taldi að hægt hefði
verið að framkvæma aðgerðina hér-
lendis og taldi ólíklegt annað en
hægt væri að fá endurhæfingu hér-
lendis, sambærilega við þá endur-
hæfingu sem stúlkan fékk eftir að-
gerðina ytra.
Fyrri afgreiðsla siglinganendai-
var því staðfest 1. mars sl. og sú
staðfesting kærð til tryggingaráðs
um miðjan aprfl.
Ráðið óskaði greinargerðar sigl-
inganefndar og alþjóðadeildar
Tryggingastofnunar og gafst lög-
manni stúlkunnar kostur á að koma
á framfæri athugasemdum og við-
bótargögnum, sem hann og faðir
stúlkunnar sendu ráðinu í maí og
júní. 1. júlí tók úrskurðarnefnd al-
mannatrygginga við kærumálum
vegna bóta almannatrygginga af
tryggingaráði og þar á meðal þessu
umrædda máli. Formaður siglinga-
nefndar óskaði frests til að afla við-
bótargagna og var hann veittur til
4. ágúst sl., en þá skilaði nefndin
álitsgerð læknis um málið.
I álitsgerðinni kveðst læknirinn
m.a. telja að „ólíkar túlkanh' á rann-
sóknamiðurstöðum, sögu og skoðun
sjúklings hérlendis og erlendis, hafi
ráðið því að aðgerð var ekki gerð
hér á landi en var gerð í London.“
Lögmaður stúlkunnar, Jón Stein-
ar, gerði athugasemdir við álits-
gerðina í kjölfarið og kvaðst telja að
ekkert benti til að unnt hefði verið
að framkvæma sambærilega aðgerð
á Islandi „þar sem hvorki var um að
ræða sambærilegt mat á sjúkdóms-
ástandi né aðrar forsendur fyrh’ því
að boðið yrði upp á slíka aðgerð".
Fallist á mat íslenskra lækna
Úrskurðarnefnd almannatrygg-
inga segir í áliti sínu að almennan
mælikvarða verði að leggja á hvort
hægt hefði verið að framkvæma að-
erðina hérlendis. Eðli málsins sam-
kvæmt sé munur á verklagi frá ein-
um lækni til annars, en af fyrirliggj-
andi gögnum verði ekki ráðið að að-
gerðin sem framkvæmd var ytra
hafi verið svo sérstök að ekki hefði
mátt gera hana hérlendis.
„Úrskurðamefnd fellst á það mat
læknanna, að hægt hefði verið að
gera sambærilega aðgerð hér heima
og þegar af þeirri ástæðu, er skilyrði
35. gi'einar almannatryggingalaga til
kostnaðarþátttöku ekíd fyrir hendi.
Veikindi kæranda voru sannan-
lega alvarleg og höfðu staðið yfir í
langan tíma. Þau voru hins vegar
ekki þess eðlis að um bráðavanda
væri að ræða í þeim skilningi að
ekki hefði verið hægt að bíða eftir
niðurstöðu siglinganefndar eins og
lög gera ráð fyrir. Kærandi kaus að
fara strax utan og láta ekki reyna á
hvort hægt væri að framkvæma
sambærilega aðgerð hér á landi.
Það reyndi því aldrei á biðtíma eftir
aðgerð hér á landi, en nefndin telur
biðtíma eftir bakaðgerð hérlendis
almennt ekki það langan að kær-
andi hafi ekki mátt þola hann eins
og aðrir sjúklingar sem njóta þjón-
ustu hér á landi,“ segh- m.a. í álit-
inu.
Málið úrskurðuðu þau Friðjón
Örn Friðjónsson hrl., Garðar Guð-
mundsson læknir, og Þórunn Guð-
mundsdóttir hrl.