Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 24

Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 Sturtuklefar Vandaðir sturtuklefar frá Ifö og Megins úr plasti og öryggisgleri, rúnaöir og hornlaga. Horn og framhurðir, einnig heilir klefar. 74 - 80 - Hornlaga 77 - 80 - Rúnaðir 87 - 90 - Rúnaðir 86 - 92 - Hornlaga rcnGieh#. Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 564 1089 ran í hyggingavömmliinuM um luwl ullt Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi v^mb l.i is ALLTAf= etTTH\0\£} NÝTl ÚR VERINU Rætt um stjórn rækjuveiða og skiptingu veiðiheimilda á ársfundi NAFO Range Rover 4.6 HSE Árgeró 1996. Ekinn 59 þús. Innfluttur frá umboói. i Sjálfsk. m/öllu. Loftpúðafjöórun leóurinnrétting, sóllúga. Litur: Grænsans. Ásett veró: 5.780.000. Heildaraflinn sá sami á þessu ári STJÓRN rækjuveiða og skipting veiðiheimilda á Flæmingjagrunni var meðal þess sem rætt var á árs- fundi Norðvestur-Atlantshafsveiði- stofnunarinnar, NAFO, sem hald- inn var í Dartmouth, Nova Scotia, dagana 13.-17. september sl. Akveðið var að heildaraflinn yrði sá sami og á þessu ári, þ.e. 30.000 tonn. Þá var á fundinum ákveðið að hefja veiðar á nýju svæði vestur af núverandi veiðisvæði og var heild- arafli á því svæði ákveðinn 6.000 tonn. Af þeim fær Kanada 5.000 tonn í sinn hlut sem veidd skulu innan kanadískrar lögsögu en þau 1.000 tonn sem eftir standa skipt- ast jafnt milli annarra aðildar- ríkja. Varðandi stjórn rækjuveiða á Flæmingjagrunni varð niðurstaðan sú að halda áfram sóknarstýringu sem byggist á úthlutun veiðidaga til hvers lands. Af hálfu Islands var ítrekuð andstaða við þetta fyrir- komulag þar sem það gæfi ekki kost á að mæta nauðsynlegum veiðitakmörkunum með hagkvæm- um hætti. Að auki hafi framkvæmd sóknarkerfis á Flæmingjagrunni verið afar ótrúverðug. Tillaga Is- lands um að aflamarkskerfi yrði í framtíðinni notað við stýringu veiða á Flæmingjagrunni náði ekki fram að ganga á fundinum, en ákveðið var að fulltrúar aðildar- ríkja NAFO hittust á aukafundi í lok mars árið 2000 og ræddu kosti þess að taka upp aflamarkskerfi og um hugsanlega skiptingu veiði- heimilda samkvæmt slíku kerfi. Málflutningur íslands um stjórnun rækjuveiða á Flæmingjagrunni hefur því fengið ' mjög aukinn hljómgrunn. Til enn frekara marks um þetta er að samstaða var um að rækjuveiðum á hinu nýja veiði- svæði vestur af núverandi veiði- Esnn með ÖilU til sólu svæði skuli stjórnað með afla- markskerfi. Island á móti aðgangi félagasamtaka Á fundinum var gerð samþykkt um aðgang félagasamtaka að fund- um NAFO. í samþykkt þessari felst að félagasamtök, sem láta sig fiskveiðar og fiskitegundir á NAFO-svæðinu varða, koma í framtíðinni til með að hafa heimild til að sitja fundi tveggja af aðal stofnunum NAFO, General Council og Fisheries Commission, sæki þau sérstaklega um það. Ræður einfaldur meirihluti aðild- arríkjanna því hvort hverjum og einum félagasamtökum verður heimilaður slíkur aðgangur. Fé- lagasamtökin hafa rétt til að koma að munnlegum yfírlýsingum á fundunum samkvæmt ákvörðun formanns hverju sinni og taka að öðru leyti þátt í störfum fundanna eftir því sem við á. Sendinefnd Is- lands lýsti sig mjög andvíga tillög- unni og lét bóka mótmæli sín og viðvaranir á fundinum. Aðalfundur hjá NAMMCO ÁRLEGUR aðalfundur Norður- Atlantshafssjávarspendýraráðsins, NAMMCO, verður haldinn á Akur- eyri 5. til 8. október nk. Þetta er ní- undi aðalfundur ráðsins sem Nor- egur, ísland, Grænland og Færeyj- ar stofnuðu 1992 í þeim tilgangi að vinna saman að rannsóknum, við- haldi sjávarspendýrastofna og stjórnun í Norður-Atlantshafi. Á ráðstefnunni verða auk full- trúa frá aðildarþjóðunum áheyrn- arfulltrúar frá Kanada, Danmörku, Japan, Rússlandi og St. Lucia auk annarra. Á fundinum verður ma. greint frá ráðleggingum varðandi sela- veiðar í Hvítahafi, Barentshafi og Grænlandshafi, fjallað um náhval og mjald í Norður-Atlanshafi og sérstaklega langreyði við Austur- Grænland og Island. Grjóthálsi 1 Slmi 575 1230 ífSfttSSl Þriggja sæta söfi og tvt*ir slólar k Áður 99.995 kr. Nu: Takmarkað magn Smáratorg Vönduð leðursófasett frá Ítalíu HAGKAUP Meira úrval - betri kaup r f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.