Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 224. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Innrás Rússa í Tsjetsjníu Sagðir ná fyrsta þorpinu á sitt vald Moskvu. Reuters. NÆSTÆÐSTI yfirmaður rússneska hersins staðfesti í gær fréttir fjölmiðla um að hersveitir hefðu ráðist inn í Tsjetsjníu en neitaði því að stórsókn væri í undirbúningi. Rússneskar frétta- stofur sögðu að hersveitirnar hefðu náð tsjetsj- nesku þorpi á sitt vald nálægt landamærunum að Dagestan. Rússneski herinn hélt áfram loftárás- um sínum á Tsjetsjníu og þær ollu nýjum straumi flóttafólks til nágrannahéraðanna. Haft var eftir Valerí Manílov, varaforseta rússneska heiTáðsins, að nokkrar hersveitir hefðu þegai- farið inn á tsjetsjnesk landsvæði. Að sögn rússneskra fréttastofa hafa hersveitirnar farið allt að 15 km inn í Tsjetsjníu úr norðri. Háttsettú' embættismenn í Moskvu höfðu sagt að hermenn yrðu sendir inn í Tsjetsjníu í því skyni að koma á „öryggissvæði" við landamærin að Dagestan til að hindra að tsjetsjneskir skæj’u- liðar gætu farið þangað frá Tsjetsjníu og gert sprengjuárásir í rússneskum borgum. Rússnesk stjórnvöld hafa sakað skæruliðana um að ráðast inn í Dagestan og hafa orðið hartnær 300 manns að bana í sprengjutilræðum í Rússlandi síðustu vikur. Engin stórsókn fyrirhuguð Fréttastofurnar höfðu eftir innanríkisráðherra Dagestans að rússnesku hersveitirnar hefðu ekki mætt mótspyrnu þegar þær réðust inn í þorpið Borozdínovka sem er um 100 km frá Grosní, höf- uðstað Tsjetsjníu. Rússneskir embættismenn staðfestu ekki þessa frétt en talið er að Borozdínovka sé fyrsta þorpið í Tsjetsjníu sem hersveitirnar ná á sitt vald. Manílov staðfesti að hersveitirnar hefðu lent í minniháttar átökum við Tsjetsjena við landa- mærin að Dagestan en lagði áherslu á að engin áform væra um að hefja stórsókn í Tsjetsjníu. ígor Sergejev, varnarmálaráðherra Rúss- lands, ýjaði að því á föstudag að Rússar myndu stækka öi’yggissvæðið innan Tsjetsjníu smám saman frekar en að hætta á mikið mannfall í einni stórsókn. Nokkrir hermálasérfræðingar hafa sagt að Rússar kunni að stefna að því að leggja undir sig allan norðurhluta Tsjetsjníu í áföngum. Ekkert lát á fólksflóttanum Manílov sagði að Rússar myndu halda loft- árásunum áfram með það að markmiði að veikja tsjetsjnesku skæruliðana og eyðileggja mikilvæg mannvirki, svo sem verksmiðjur og íjarskipta- stöðvar. Þúsundir Tsjetsjena flúðu til nágrannahérað- anna í gær vegna loftárása Rússa, flestir þeiiTa til Ingúshetíu. Rússneskir embættismenn segja að 88.000 flóttamenn séu nú í héraðinu. Nokkrir gíslanna 89, sem haldið var í sendiráði Burma í Bangkok, fagna eftir að þeir voru látnir lausir í gær. Fimm námsmenn frá Burma, sem höfðu ráðist inn í sendiráðið, slepptu gíslunum og voru fluttir að landamærum Taflands og Burma. Umsátri um fímm vopnaða menn í sendiráði Burma í Bangkok lokið Fóru til Burma eftir að hafa sleppt gíslunum Bangkok. Reuters. UMSÁTRI hundraða taílenskra hermanna um sendiráð Burma í Bangkok lauk í gær þegar fimm vopnaðir árásai’menn létu 89 gísla lausa og fengu að fara með þyrlu að landamærum Taílands og Burma. Fimmmenningarnir, sem eru námsmenn frá Burma, höfðu i’áðist inn í sendiráðið á föstu- dagsmorgun og hótað að drepa gíslana ef stjórn Taílands yrði ekki við kröfum þeirra. Sukhumbhand Paribatra, settur utanríkis- ráðherra Taflands, og annar embættismaður voru í þyrlunni með árásarmönnunum sem trygging fyrir öryggi þeirra og sneru síðan aftur til Bangkok. Sukhumbhand sagði að fimmmenningarnir hefðu farið yfir landamæi’- in til Bui-ma. Þarlend stjórnvöld lýsti mönnun- um sem „vopnuðum hermdarverkamönnum" og sögðu að ekki væri hægt að líða starfsemi þeirra. Sanan Kachornprasai-t, innanríkisráðherra Taílands, sagði að árásarmennirnir hefðu leyst alla gíslana 89 úr haldi og enginn hefði særst þótt mennirnir hefðu nokki-um sinnum hleypt af byssum. 51 gíslanna var frá Burma og 38 frá öðrum löndum. Ráðherrann sagði að stjórnin hefði leyft árásai-mönnunum að fara frá Bangkok þar sem hún liti ekki á þá sem „hermdarverka- menn“ heldur fólk sem berðist fyrir lýðræði í heimalandi sínu. Árásarmennirnir höfðu kraf- ist þess að herforingjastjórnin í Burma leysti alla pólitíska fanga sína úr haldi, hæfi viðræð- ur við stjórnarandstöðuna, sem er undir for- ystu Aung San Suu Kyi, handhafa fi’iðarverð- launa Nóbels, og boðaði til lýðræðislegra þing- kosninga. Þessar kröfur settu stjórn Taílands í vanda þar sem hún var ekki í aðstöðu til að verða við þeim. Verða sóttir til saka Innanríkisráðhei’rann sagði að höfðað yrði sakamál á hendur fimmmenningunum sam- kvæmt taílenskum lögum en vildi ekki ræða ákærana frekar. Gislunum var sleppt í tveimur stórum hóp- um og voi’u þeir þi-eyttir eftir að hafa vei’ið í haldi ái’ásarmannanna í rúman sólarhi’ing. Að öðru leyti vii’tist ekkert ama að þeim. Kanada- maður á meðal gíslanna sagði að árásai’menn- irnir hefðu komið vel fram við þá. Möi’g hundruð lögreglumenn umkringdu sendiráðið í Bangkok eftir árásina og öryggis- sveitir voni með mikinn viðbúnað um alla borgina. Námsmennirnir voru vopnaðir árás- arrifflum og handsprengjum og hótuðu að skjóta einn gísl á hálftíma fresti ef þeir fengju ekki þyrlu til að fara að landamærunum fyrir sólarapprás. Þeir stóðu ekki við hótunina þótt þyrlan hefði ekki komið áður en fresturinn rann út. Árásarmennirnh’ samþykktu að lokum að fara úr sendiráðinu en tóku með sér gísla í tveimur rútum. Þeim var ekið að herskóla í miðborginni og þar fóru þeir í þyrluna með ut- anríkisráðherranum og hinum embættismann- inum. I yfirlýsingu frá árásarmönnunum sagði að þeir tengdust ekki samtökum námsmanna frá Burma, stjórnarandstöðuflokkunum i landinu eða alþjóðlegum hi-eyfingum sem berjast fyrir lýðræði í Burma. Margir námsmenn flúðu frá Bunma til Taí- lands eftir að herinn drap þúsundir manna til að kveða niður uppreisn lýðræðissinna árið 1988. Barátta námsmannanna gegn herfor- ingjastjórninni hefur verið friðsamleg til þessa. James Rubin, talsmaður bandaríska utamík- isráðuneytisins, sagði að Bandaríkjastjórn for- dæmdi „þessa árás hi-yðjuverkamanna" þótt hún styddi kröfú þehra um lýðræði í Burma. 10 biðraða NÝ ÞEKKING til landsins Sauðfjárniðurskurð- urinn borgaði sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.