Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég er alveg bergnumin af ykkur, þið skuluð sko fara í umhverfismat svínin ykkar. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmundur Signrðsson framkvæmdastjóri á Selfossi veiddi 20,2 punda hæng á Snældu í Móbakka á svæði 8 í Eystri-Rangá 20. septem- ber síðastliðinn. Viðureignin var stutt en snörp og reyndist hængurinn mikli þungur í taumi. Kroppast upp úr Rangánum ENN eru veiðimenn að berja á Rangánum og Hólsá, sjóbirtings- veiðar hafa verið þokkalegar á svæðinu að undanförnu og góður birtingstími fer nú í hönd. Hins veg- ar er laxveiðin orðin máttlítil þótt menn séu alltaf að kroppa einhverja laxa á þun't. Rétt tæplega 1.700 laxar hafa veiðst í Eystri-Rangá það sem af er. Það dugar henni í þriðja sætið á landsvísu á eftir Þverá/Kjarrá og Grímsá. Veitt verður eitthvað fram í október, undanþága er til veiða svo lengi þar eð laxinn í ánni er hafbeit- arlax og áin fóstrar tæplega villtan laxastofn. Sömu sögu er að segja um Ytri-Rangá, en hún er komin hátt í 800 laxa ásamt Hólsá. í báðum Rangánum er nú að mestu tekið fyr- ir göngur þó menn séu að veiða einn og einn ný- eða nýlega genginn lax. Allur þorrinn er leginn og tekur fremur illa. Sjóbirtingur hefur verið að veiðast nokkuð á báðum bökkum Hólsár og í Ytri-Rangá neðan Ægis- síðufoss að undanförnu. Góðir fískar innan um. Fréttir úr ýmsum áttum í veiðipistli fyrir fáum dögum sögðum við veiðina í Selá hafa verið „vel yfír þúsund laxa“. Það er held- ur oftalið, því aflinn nam rétt tæp- um þúsund fiskum. Er það nú leið- rétt. Lokatala úr Laxá á Asum var 428 laxar og er það einhver minnsta veiði sem um getur í ánni. Laxá hef- ur sveiflast upp og niður eins og aðr- ar ár í gegn um tíðina, en síðan 1974 hefur áin þar til nú aldrei gefíð færri en 625 laxa, árið 1984, og tveimur löxum meira árið 1996. Meðalveiði í Laxá á þessu tímabili er 1.203 laxar og mesta veiði 1.881 lax. Það er því áhyggjuefni fyrir Laxárbændur að skoða afraksturinn síðustu árin, 627 laxar 1996, 715 laxar 1997,1.136 lax- ar 1998 og svo skellurinn nú. Öll árin undir meðalveiði og öll nema eitt langt undir. En þrátt fyrir afleita út- komu er Laxá í öðru sæti yfir bestu ár landsins þegar reiknaður er út meðalafli á dagstöng. Leirvogsá, sem lengi hefur vermt annað sætið á þeim lista, skaust nú fram fyrir Laxá á Asum. Alþjóðadagur kennara 5. október „Mikilvægasta starf í heimi!“ Auður Stefánsdóttir ÞRIÐJUDAG verður haldið upp á alþjóðlegan dag kennara með skemmti- kvöldi í Þjóðleikhúskjall- aranum sem Kennara- samband Islands, Hið ís- lenska kennarafélag og Félag íslenskra leikskóla- kennara standa fyrir. Auður Stefánsdóttir kennari á sæti í undirbún- ingsnefnd Alþjóðadags kennara f.h. Kennara- sambands Islands. Hún var innt eftir markmiði og inntaki umrædds alþjóða- dags. „Markmiðið er að vekja athygli á störfum kennara „mikilvægasta starfi í heimi“, eins og það er orðað í bréfí frá UNESCO (United Nations Educational Sci- entific end Cultural Organ- isaton) til samtaka kennara hvarvetna í heiminum. Þema al- þjóðadagsins í ár, sem nú er haldinn hátíðlegur I þriðja sinn hér á landi en í sjötta sinn er- lendis, er; Kennarar, afl til sam- félagsbreytinga. I tilefni af þessu hefur UNESCO gefíð út bækling með viðtölum við kenn- ara víðsvegar um heiminn sem hafa á einhvern hátt farið óhefð- bundnar leiðir í kennslu. UNESCO hefur af þessu tilefni farið fram við þjóðir heims að þær gefi út frímerki í tilefni al- þjóðadags kennara. Von samtak- anna er sú að þegar þessi dagur verður haldinn hátíðlegur í tí- unda sinn árið 2003 verði frí- merkjaútgáfa þessi orðin að veruleika. Islenskir kennarar skora á yfírvöld hér að taka þátt í þessu verkefni." - Hvað kom til að þessi dagur, 5. október, varð fyrir valinu? „Það var vegna þess að þann dag árið 1966 samþykkti UNESCO og Alþjóðavinnumála- stofnunin (ILO) að ræða í fyrsta sinn á alþjóðagrundvelli um stöðu kennarans. Þess má geta að alþjóðlegu kennarasamtökin Education International, sem staðsett eru í Brussel í Belgíu hafa frá upphafi unnið að undir- búningi þessa dags í samvinnu við UNESCO. Nú er þessi dagur haldinn hátíðlegur í meira en hundrað löndum heims.“ - Hvað ætla íslenskir kennarar að gera sér til hátíðabrigða þenn- an hátíðisdag sinn? „Við ætlum að vera með há- tíðadagskrá í Þjóðleikhúskjallar- anum og þar koma eingöngu fram kennarar. Dagskráin verð- ur fjölbreytt, þar verður upp- lestur, söngur, djass- tónlist, erindi - sem sagt; eitthvað við allra hæfi. Ræðu kvöldsins heldur Örlygur Richt- er, skólastjóri í Fella- skóla. Kennararar úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Menntaskólanum við Hamra- hlíð verða með tónlistaratriði, einnig tónlistarkennarar úr Tón- listarskóla Akraness. Leikskóla- kennarar verða með upplestur. Ingibjörg Kr. Jónsdóttir, fyrr- verandi formaður FÍL, setur há- tíðina. Síðasta atriði á hátíðinni er djassleikur kennara úr Menntaskólanum við Hamra- hlíð.“ - Hefur þessi alþjóðadagur kennara haft eitthvað að segja fyrir íslenska kennara? „Nei, ekki ennþá, en við von- umst eftir að í framtíðinni verði þetta opinberlega viðurkenndur ►Auður Stefánsdóttir fæddist íReykjavík 1951. Hún lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands 1972 og prófi úr hagnýtri fjölmiðlun frá Há- skóla íslands 1996. Einnig lauk hún Exampæd. prófi í media-informationkundskab frá Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1997. Hún hefur starfað sem kennari í Reykjavík og á Akureyri og við grunnskóla í Danmörku veturinn 1975 til ‘76. Auður á sæti í stjórn Kennarasam- bands íslands. Maður hennar er Sigurður Guðmundsson trésmíðameistari og eiga þau eina telpu. dagur og kennarar alls staðar að á landinu sameinist um að vekja athygli á stai'fi sínu. Þetta hefur óneitanlega farið hægt af stað og fyrri skiptin þrjú var dagsins að- eins minnst í Reykjavík. Núna sendum við áskorun til kennara úti um landið að vera með í há- tíðahöldunum. Við hér höfum hins vegar ekkert heyrt í lands- byggðarkennurum í sambandi við þessi hátíðahöld en vonumst tO að þeir geri eitthvað til að halda hátíðlegan alþjóðadag kennara. Einnig vonumst við til að menntamálayfirvöld sjái sér fært að minnast þessa dags á einhvern hátt í framtíðinni." -Eru kennarar afl til samfé- lagsbreytinga eins og segir í þema þessa dags núna? „Já, tvímælalaust. Þrjú pró- sent af vinnandi fólki í heiminum eru kennarar eða um 55 milljónir manns. Þeir kenna einni bOljón nemenda, eða um það bO 20% jarðarbúa. Þema dagsins 5. októ- ber nk. vísar tO þess að um allan heim eru kennarar að vinna sitt starf, oft við mjög erf- iðai' aðstæður og margir þeirra ná ár- angri með óvenjuleg- um aðferðum, umrætt þema er þeim til heiðurs. UNESCO vill með þessum hætti leggja sitt af mörkum til að kennarar fái þá al- þjóðaviðurkenningu sem þeir eiga skilið að mati samtakanna og benda á að við getum ekki far- ið inn í nýja öld án þess að veita kennurum þá viðurkenningu sem þeir verðskulda." - Telur þú að íslenskir kennar- ar njóti þeiirar virðingar sem þeir verðskulda? „Nei, ég tel að svo sé ekki. Kennarar nutu mikillar virðingai' í íslensku samfélagi en hún er því miður ekki söm í dag. Ég vonast til að það breytist á nýrri öld.“ Ná árangri með óvenju- legum að- ferðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.