Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ
36 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999
4 ............
SKOÐUN
GRUNNFÆRNISLEG KÖNNUN Á
HÖGUM ALDRAÐRA Á ÁKAFLEGA
OVONDUÐU STOFNANAMALI
Á SKÝRSLUNNI sem svokölluð
framkvæmdanefnd vegna árs aldr-
aðra og heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið fólu félagsvísinda-
stofnun að gera um hagi aldraðra
virðist vera heldur mikil fljótaskrift.
Stofnun sem vill láta kenna sig við
vísindi ætti að sjá sóma sinn í því að
temja sér vísindalegri vinnubrögð
og vanda betur framsetningu sína
og málfar, því verða gerð nánari skil
síðar í þessari grein.
Ekki bætir það heldur úr skák að
þessi dæmalausa greinargerð er full
af mótsögnum. Af henni má helst
tvennt ráða, sem stangast því miður
býsna illa á. Annars vegar sú skoð-
un höfundanna að hér á landi lepji
aldraðir og öryrkjar dauðann úr
skel og hins vegar sú staðhæfing að
þeir hafi það harla gott, séu alsælir
að heita.
Nú væri ekki úr vegi að vitna í
nokkrar málsgreinar úr skýrslu fé-
lagsvísindastofnunarinnar. Á bls. 25
er eftirfarandi málsgrein að finna:
,Á heildina litið virðist því ljóst, að
íslenska velferðarkerfið er eitt það
ódýrasta sem finnst meðal hagsælli
þjóða. Það veitir bótatekjur sem eru
tiltölulega lágar, en beinir þeim í
miklum mæli til þjóðfélagshópa sem
hafa litlar aðrar tekjur, almennt
séð. Lágar uppbætur grunnbóta
gera það hins vegar að verkum að
þeir sem þurfa að lifa af bótatekjum
einum hér á landi búa
við þröngan kost sam-
anborið við það sem er
hjá mörgum nágranna-
þjóðanna, hvort sem
um er að ræða eldri
borgara, öryrkja, lang-
veika eða atvinnu-
lausa.“
Á bls. 74 er þessa
málsgrein að finna: ,Á-
(svo!) uppsveiflu góð-
ærisins frá 1995 til
1998 hækkuðu fjöl-
skyldutekjur allra
hjóna og sambúðar-
fólks, á föstu verðlagi,
um rúm 30%, en fjöl-
skyldutekjur sömu
hópa meðal eldri borgara hækkuðu
um 15,5% á sama tíma. Mest hækk-
uðu tekjur fólks á aldrinum 40-49
ára, eða um 37%.“
A bls. 75 standa eftirfarandi orð:
,Árið 1988 töldust um 12,4% eldri
borgara hér á landi vera undir fá-
tækramörkum, sem þannig voru
mæld. Meðalhlutfall fátækra eldri
borgara í 13 OECD löndum var
6,4%. Minnst var fátækt eldri borg-
ara meðal Hollendinga, Svía,
Frakka, Norðmanna og Finna, en
mest var hún meðal Bandaríkja-
manna, Islendinga, Svisslendinga
og Breta.“ Mér er spum hvort það
hafi mikið breyst?
Um ráðstöfunartekj-
ur aldraðra hafa höf-
undamir þrír sitthvað
að segja eins og t.d.
þetta (á bls. 73): „Al-
mennt má segja að
eldri borgarar á ís-
landi njóti efnahags-
legra lífskjara sem em
sambærileg við það
sem best þekkist á
Norðurlöndum." í kafl-
anum um raunveraleg-
ar ráðstöfunartekjur
má meðal annars lesa
eftirfarandi staðhæf-
ingar: „Meðal þjóðar-
innar allrar er atvinnu-
þátttaka mikil, tvær
fyrirvinnur á heimili er algengari
hér á landi en víðast á Vesturlönd-
um og meðalvinnuvika fólks er með
lengsta móti. Meiri vinna skilai'
meiri heildartekjum. Við það bætist
svo að vegna hinnar tiltölulega litlu
opinberu velferðarforsjár er skatt-
heimta með minna móti á Islandi,
samanborið við grannríkin á Norð-
urlöndum og á meginlandi Evrópu.
Þetta gildir líka um lífskjör eldri
borgara hér á landi. Þeir vinna mik-
ið og bera litla skatta og það bætir
kjarastöðu þeirra, þegar öllu er á
botninn hvolft.“
Sú fullyrðing skýrsluhöfunda að
eldri borgarar á íslandi njóti efna-
Halldór
Þorsteinsson
Glæsileg sending
buxna- og
pilsdrögtum ásamt
kjólum og toppu
Li^ra í mörgu
Nýkomin send
gallabuxnafatn
3 litir og ný líi
ásamt tweed jö
og vestum.
25% afsláttur
síðsumarsdrög
aðeins í nokkr
Sportgallar
nýkomnir.
af
a
Opið í dag
kl. 13-17
mraarion
Reykjavíkurvegi 64 - Hafnarfirði - Sími 5651147
hagslegra lífskjara sem séu sam-
bærileg við það sem best þekkist á
Norðurlöndum tel ég reista á mjög
hæpnum forsendum. Skýringar af
skornum skammti og öll röksemda-
færsla í molum. Oskýr línurit og
töflur, sem erfitt er að glöggva sig
á, sannfæra ekki nokkurn hugsandi
mann.
Félagsvísindamönnunum þremur
verður tíðrætt um vinnuafköst aldr-
aðra og dást að dugnaði þeirra og
atorku, en það hvarflar hins vegar
aldrei að þeim að spyrja hvers
vegna þeir séu reiðubúnir að leggja
svona hart að sér á gamalsaldri. Það
skyldi þó aldrei vera að sumir geri
það úr algjörri neyð, sökum lágra
Að nota sama orðasam-
bandið sýknt og heil-
agt, segir Halidór
Þorsteinsson, getur
verið býsna hvimleitt.
lífeyrisgreiðslna?
Með leyfi að spyrja, hvað hafa
skýrsluhöfundar fyrir sér í því að
skattheimta sé með minna móti á
Islandi, samanborið við grannríkin
á Norðurlöndum og á meginlandi
Evrópu. Tökum t.d. tekjuskattinn.
Hann er 40% hér á landi, í Dan-
mörku er hann frá 38%^42% eftir
búsetu. Sama má víst segja um
Noreg og Finnland. í Englandi er
hann 20%, 23% og 40% fyrir háefna-
menn. í Frakklandi eru hjón með
tvö börn undanþegin tekjuskatti.
Og hvað með virðisaukaskattinn?
Er hann ekki í hærri kantinum hér-
lendis? I Degi 8. sept. má lesa eftir-
farandi ummæli: „Talið er að skatt-
ar af bílum og umferð séu að nálg-
ast sögulegt hámark. Þá lætur
næn’i að tekjur ríkissjóðs af bílum
og umferð séu hátt í 30 milljarðar
króna á ári. Það eru um 4,5% af
vergri landsframleiðslu eða 1%
meira en gengur og gerist í helstu
nágrannalöndum okkar.“ Getur
þetta flokkast undir minniháttar
skattheimtu? Spyr sá sem ekki veit.
Athyglisvert má teljast að félags-
vísindamennirnir þrír láta alveg
undir höfuð leggjast að fjalla um
mál eins og t.d. tvísköttun og þær
freklegu tekjuskerðingar, sem enn
tíðkast illu heilli. Er það gert að yf-
irlögðu ráði?
Landsfund eftir landsfund semja
sjálfstæðismenn ályktanir um mál-
efni aldraðra, sem miða allar að því
að bæta kjör þeirra og það svo um
munar, enda ekki sæmandi að skera
kjör þeirra niður við trog eins og
það er orðað í síðustu ályktuninni. Á
landsfundinum 1996 var m.a. sam-
þykkt að afnema tvísköttun, en
þrátt fyrir það að brátt séu liðin
fjögur ár síðan það var gert, er hún
enn við lýði. Nú 1999 er hins vegar
stefnt að því að afnema tekjuteng-
ingu lífeyrisgreiðslna almanna-
trygginga til þeirra sem hafa náð 67
ára aldri eins og stendur í ályktun
fundarins. Ennfremur að skatt-
leggja beri ávöxtunarþátt lífeyris-
sjóðsgreiðslna eins og aðrar fjár-
magnstekjur. Sitthvað fleira skal
gert til að gera öldruðum lífið í senn
léttbærara og ánægjulegra.
Það hefur lengi verið mér þrot-
laust undranarefni hversu eldri
sjálfstæðismenn og þar meðtaldir
vaskir formælendur þeirra á borð
við Þuríði Pálsdóttur og Guðmund
Garðarsson eru auðblekktir og
flokkshollir. Þeir virðast allir trúa
þessum ályktunum eins og nýju
neti. En hvað era þær þegar öllu er
á botninn hvolft annað en orð,
marklaus orð eða réttara sagt lof-
orð, innantóm loforð upp í ermina,
þar sem þau era geymd til eilífðar-
nóns? Þeim er virkilega vorkunn
þessum gömlu og vonlausu flokks-
og foringjadýrkendum.
Það ber ekki á öðra en ylhýra
málið verði vægast heldur ylrýrt í
meðförum félagsvísindamannanna.
Jafnt skýrleiki í hugsun sem stílfág-
un virðast vera af ákaflega skornum
skammti. Höfundum skýrslunnar er
mjög tamt að hrúga nafnorðum
þannig saman að úr verði orða-
hröngl, sem naumast getur talist til
mikillar prýði. Ennfremur eru óhóf-
lega samsett nafnorð höfundunum
greinilega mjög að skapi. í einu orði
sagt era ekki neinir stílsnillingai’
hér á ferð. Mér segir svo hugur um
að Sigurði Guðmundssyni, skóla-
meistara, gamla íslenskukennaran-
um mínum, hefði þótt full ástæða tO
að finna að fjölmörgu í þessari rit-
smíð og krota því rækilega í hana.
Hér á eftir verða tilgreind orð og
setningar sem ég hnaut um. I stað
þess að tjá mig frekar um það, ætla
ég að biðja ykkur, lesendur góðir,
að dæma sjálfir um málfar höfund-
anna og stíltök. Fyrst langar mig þó
að benda á stafsetningar- eða prent-
villur. Á bls. 9, sem er reyndar á bls.
7 stendur: „Þegar dreifing er teigð í
efri hlutanum o.s.frv.“ Eins og flest-
ir vita er ypsílon í sögninni að
teygja. Á bls. 19 er þessa setningu
að finna: „Þá er hlutfalla fátækra
eldri borgara lágt í Frakklandi.“
Hvernig var prófarkalestri eigin-
lega háttað, með leyfi að spyrja?
Neðst á bls. 21 má lesa þessi orð:
„Þar hefur verið lögð áhersla á sam-
bærileika gagna o.s.frv." Á bls. 48
er að finna þessa setningu: „Mest
stundaða affreyingariðjan á ferða-
lögum innlands, af því sem kannað
var, er að fara í sund, veiði, lengri
gönguferðir og siglingu." Hér ætla
ég að leyfa mér að gera smáathuga-
semd. Hefði ekki verið nær að orða
þetta svona: Vinsælustu afþreying-
arnar á ferðalögum innanlands, af
því sem kannað var, eru sund, veið-
ar, langar gönguferðir og siglingar.
Að nota sama orðasambandið
sýknt og heilagt, getur verið býsna
hvimleitt. I skýrslunni er t.d. ein-
lægt sagt: hvað snertir eitt og ann-
að. Aldrei: er varðar eða varðandi,
sem hefði getað gert stíl skýrslunn-
ar örlítið blæbrigðaríkai’i.
Neðarlega á bls. 54 stendur þessi
gullvæga setning: „Þrátt fyrir þenn-
an mun sem er á fjölmiðlanotkun
aldurshópanna fer því fjarri að eldri
borgarar dragi sig úr virkni hvers-
dagslífsins og stundit.il dæmis sjón-
varpsáhorf í óhófi.“ Ég verð að játa
vanþekkingu mín, vegna þess að ég
skil ekki almennilega hvað átt er við
með „virkni hversdagslífsins". Ég
veit hins vegar mætavel hvað gos-,
eld- og jarðskjálftavirkni merkir, en
„virkni hversdagslífsins" veldur
mér nokkium heilabrotum. Er hér
verið að ræða um hvemig hvers-
dagslífið virki á aldrað fólk eða
hvort það sé virkt í hversdagslífinu?
Það er stóra ráðgátan. Ef spurning-
in hefði snúist um ástalíf hefði allt
verið deginum ljósara, vegna þess
að á því sviði era menn ýmist virkir,
óvirkir eða oívirkir.
Að lokum vitna ég í setningu á
bls. 62, en hún hljóðar svo: „Ekki er
hægt að fullyrða að það að eldast
hafi þau áhrif að menn meti vinnuna
meira.“ Nú er ykkar að dæma, les-
endur góðir! Plássið sem mér er
skammtað leyfir ekki fleiri dæmi.
Nýlega bauð ég Oddi R. Hjartar-
syni hjá Heilbrigðiseftirlitinu
ókeypis kennslu í þéringum. Núna
væri ég líka tilbúinn að veita félags-
vísindamönnunum, Stefáni Ólafs-
syni, Kai-li Sigurðssyni og Mai’íu J.
Ammendrap, tilsögn í ritmáli, eink-
um framsetningu þess, ef svo ólík-
lega skyldi vilja til að háskólarekt-
or, Páll Skúlason, færi þess á leit
við mig, en í þetta skipti yrði það
ekki endurgjaldslaust.
Höfundur er skólastjóri
Málaskóla Halldórs.