Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 11 stórum hluta á Netinu stendur betur að vígi en hinir, hann getur boðið betri kjör vegna minni kostnaðar. Hvað sem líður deilum um kjör og til- boð er ljóst að sjálfvirk þjónusta og netbanki eru leiðir sem hefðbundinn banki getur notað til að ná kostnaðin- um niður. STARFSMÖNNUM FÆKKAR OG STÖRF BREYTAST Bankar geta fækkað starfsfólki eft- ir því sem fleiri færslur fara um Net- ið. Greiðslumiðlun banka fyrir al- menning kostar t.d. mikla vinnu og er stór liður i rekstrarkostnaði fyrirtæk- isins en skilar iitlum tekjum. Einnig veldur hún miklum sveiflum í vinnu- aflsþörfinni og álagi vegna þess að margir koma um mánaðamótin í sömu erindum og þá myndist biðrað- imar. Viðmælendur blaðamanns segja á hinn bóginn að þótt ákveðnum störf- um fækki í bönkunum vegna aukinna netviðskipta geti veltan aukist í bankakerfínu sem heild og þess vegna ekki víst að bankastarfsmenn þurfí að óttast svo mjög um sinn hag. En störfin eigi eftir að breytast. Bankarnir geta að margra áliti með aukinni netvæðingu náð til sín þjónustu frá öðrum fyrirtækjum eins og tryggingafélögum, krítarkortafyr- irtækjum og kaupleigufyrirtækjum sem hafa tekið til sín vaxandi hlut af lánaþjónustu frá bönkunum undan- farin ár. „Tilkoma Netbankans er krafa á bankana um að þeir bæti þjónustu sína,“ segir Margeir Pétursson lög- fræðingur sem rekur eigið verðbréfa- fyrirtæki. „Það má ætla að þeir sem nota mikið tölvur séu verðmætir við- skiptavinir fyrir banka. Þetta er oft fólk á miklum neyslualdri og tekju- hærra en þeir sem nota tölvur lítið eða ekki neitt, fólk sem tekur mikið af lánum og er með yfirdrátt, veltan er mikil. Öll þessi þróun verður neytendum til gífurlegra hagsbóta, samkeppnin þýðir að bankamir verða sífellt að gera þeim betri tilboð og erlendir bankar með mikið fjármagn á bak við sig geta auðveldlega aukið enn sam- keppni hér með því að setja hér upp netbanka." Margeir segist telja að tæknin við að starfrækja netbanka sé orðin mjög viðráðanleg, menn hafí lært af byrj- unarörðugleikunum erlendis. „I framtíðinni munu þeir sem not- færa sér venjuleg útibú verða að borga hærri þjónustugjöld, það segir sig sjálft. Og bankarnir eru nú með milljarða króna bundna í fasteignum vegna útibúanna. Hagnaðurinn af úti- búunum er enginn þegar upp er stað- ið. Veltan í þeim er oft mjög lítil. Það dytti engum í hug að reisa dýr hús yf- ir útibú í hverju sjávarplássi núna, meira vit væri í að gefa öllum í við- komandi bæ tölvu. Síðan gæti verið hraðbanki á staðnum. Það hefur enginn gaman af að standa í biðröð. Hver vill eiginlega reyna að hafa persónulegt samband við gjaldkera sem er að reyna að losna við mann til að geta afgreitt þann næsta? Vilji menn persónulega þjónustu geta þeir einfaldlega hringt í bankann. Þurfi maður lán og hringi í útibús- stjórann er hann með allar upplýs- ingar um viðskiptavininn á tölvu- skjánum og svörin fara eftir þeim upplýsingum. Það ætti ekki að skipta nokkru hvort maður hittir hann augliti til auglitis. Menn eru metnir eftir ferlinum." Hann segir að Fjárfestingabanki atvinnulífsins, FBA, sé dæmi um lánastofnun sem bindi afar lítið fé í föstum búnaði, t.d. sé það aðeins um tíundi hluti þess sem Búnaðarbank- inn eigi í fasteignum og búnaði. Banki eins og FBA eigi heima á Netinu. „Bankinn er núna í húsnæði á annarri hæð, þeir eru ekki einu sinni á götu- hæð, þurfa ekkert á því að halda. Það eru engar forsendur fyrir því að hann reisi yfír sig einhverja marmarahöll. FBA hefur að þessu leyti strax mikið forskot á banka sem eru í miklu dýr- ara húsnæði og með útibú alls stað- ar.“ EKKI í STAÐ HEFÐBUNDNA SPARISJÓÐSINS Netbanki SPRON mun í fyrstu sinna einstökum launþegum einvörð- ungu en síðar er stefnt að því að hóp- um og fyrirtækjum verði einnig veitt þjónusta. Gefr Þórðarson, forsvars- Lötrað eða þeyst inn á N etið GERT er ráð fyrir því að um 1.000 lánaslofnanir í Banda- ríkjunum verða farnar að bjdða fólki að nota Netið í sam- skiptum sínum við fyrirtækin, í júní voru þær um 400. Fimmti stærsti banki í Bandaríkjunum, Bank One Corp., hefur keypt netbankann Wingspan og hyggst láta hann keppa við móðurbankann. Netbankinn verður rekinn sem algerlega sjálfstæð eining. Viðsldptavmir Wingspan munu geta notað hraðbankanet Bank One en ekki útibú hans sem eru um 1.900, að sögn Business Week. Aðalforstjóri Bank One, John B. McCoy, segir Ijóst að netbankinn muni hrifsa til sín viðskiptavini frá móðurfyr- irtækinu en bætir hranalega við að ekki verði hægt að byggja upp netbanka án þess að gera með tímanum út af við hefðbundnu lánastofnunina. Bank One fær þó tækifæri til að þróa áfram netþjónustu sína sem um 350.000 manns voru farin að nýta sér í ágúst. Varið verður um 150 milljónum dollara, um 11 milljörð- um króna, í að byggja upp þjónustu Wingspan á næsta ári og mun hann m.a. bjóða lán gegn fasteignaveði og trygg- ingar. I þeim efnum mun Wingspan ávallt leita bestu til- boða fyrir viðskiptavininn en ekki binda sig við t.d. eitt, ákveðið tryggingafyrirtæki. Evrópumenn eru einnig að taka við sér í þessum efnum. Breskir bankar hafa lengi verið afar tregir til að netvæð- ast, hafa óttast kostnaðinn og jafnframt að öryggið væri ekki nægilegt. En Citibank, sem er bandarískur banki með starfsemi víða um heim, Barclays’s bankinn og Egg, net- banki á vegum tryggingafélagsins Prudential, ætla nú að bjóða breskum viðskiptavinum sínum fullkomna þjónustu á Netinu. Sérfræðingar spá því að eftir fímin ár muni 28% Breta nota sér þjónustu banka sem eingöngu starfa á Net- inu, hlutfallið muni verða fjórfalt hærra en nú. Um fjórð- ungur muni einkum nota símaþjónustu. Deutsche Bank í Þýskalandi er fremstur á sviði netþjón- ustu þar í landi með um 400 þúsund viðskiptavini í net- sambandi og þróunin er hröð í fleiri Evrópuríkjum eins og Spáni og Frakklandi. í VÖK AÐ VERJAST Ekki eru allir samþykkir því að netbankarnir muni út- rýma hinum og enn sem komið er segja heimildarmenn að flestar netdeildir gömlu bankanna í Bandaríkjunum séu lít- ið annað en auglýsingasíður á Netinu. En hefðbundnir viðskiptabankai' hafa víða um heim átt í vök að veijast vegna þess að önnur fyrirtæki á fjármálasviði, þ.á m. tryggingafélög og fjárfestingabankar, kortafyrirtæki og tölvufyriríæki, hafa sótt inn á þeirra svið. Nefna má að American Express rekur nú Membership B@nldng, tölvufyr- irtæki eru einnig að hasla sér völl á sviði fjármálaþjónustu og samsteypur eins og Coca Cola þreifa einnig fyrir sér. Aðgerðir á netbanka geta kostað einn tíunda eða jafnvel einn hundraðasta af því sem sams konar verk kostar í liefð- bundnu bankaútibúi, sjálfvirknin er arðsöm. Venjulega er litið á Netið fyrst og fremst sem tæki til upplýsingaöflunar, segir talsmaður Merita-Nord bankans sænsk-fínnska. En þar sem bankastarfsemi sé fyrst og fremst öflun og miðlun upplýsinga verði álirif Netsins á fjármálaþjónustu bylting- arkenndari en á mörgum öðrum sviðum. Og Merita hóf að bjóða síma- og tölvusambandsþjónustu þegar árið 1982, þar hafa menn því langa reynslu. Athyglis- vert er að bankinn skipti ekki yfír í netþjónustu heldur hélt áfram að reka útibúin. Gengið var út frá því að flestir not- endur vildu geta valið um net- eða útibúsþjónustu en áköf- ustu talsmenn netvæðingar segja að nú séu breyttir tímar. Tölvunotkun sé orðin svo almenn og ekki verði til lengdar bæði sleppt og haldið í þessum efnum. Persónulega þjónust- an í útibúunum sé of dýr munaður. Oft reyna bankarnir að verðleggja þjónustu á Netinu þannig að erfítt er að bera hana saman við hefðbundna þjónustu. Segir The Economist að í Bretlandi sé ástæðan að ráðamenn bankanna vilji ekki að almenningur geri sér grein fyrir því hvað reksturinn sé ábatasamur. Aðrir benda á að fastheldnir notendur séu oft þeir sem eigi stærstu inn- stæðurnar og hættulegt sé að móðga þá með því að bjóða ungum og nýjungagjömum viðskiptavinum of góð kjör á Netinu. Munurinn megi ekki vera of sláandi. Enn aðrir benda á að bankarekstur sé í eðli sínu íhalds- samur og varkárni eigi að ríkja, menn eigi ekki að hlaupa til og fleygja umsvifalaust fyrir borð gömlum aðferðum. Menn gera sér oft engar vonir um að strax verði hagnað- ur af netbönkunum. Það taki tíma að byggja upp traust og öflugan rekstrargrunn en í bankaheiminum segja sumir heimildarmenn að um líf og dauða sé að tefla. Óhjákvæmi- Iegt sé að bankar í mikilfenglegum höllum á dýrustu lóðum í miðborgum leggist af með aukinni tölvunotkun á sama hátt og Jjöðurstafurinn vék fyrir ritvélinni. Bankar sem ekki þekki sinn vitjunartíma muni einfaldlega deyja og þeir verði að koma sér upp netbanka til að lyfta arfínum. maður Netbankans, segir aðspurður að næstu skrefín verði þau að þjón- ustan við launþega verði gerð víðtæk- ari. Sumt verða menn enn að sækja til hefðbundinna banka, nefna má gjaldeyriskaup. „Við erum núna að huga að frekari þróun greiðsluþjónustu. Bankinn get- ur séð um allar venjulegar heimilis- greiðslur, við erum með þjónustu sem byggist á beingreiðslum og sjálf- virkum skuldfærslum en erum ekki með greiðslujöfnun enn sem komið er.“ Hann er spurður hvort líklegt sé að | innan skamms verði Netbankinn1 komihn með svo fullkomna þjónustu að hann geti að fullu komið í stað hefðbundins banka fyrir launþega. „Nei, netviðskipti eru í eðli sínu um margt ólík hefðbundnum bankavið- skiptum þannig að það vérður aldrei alveg eins, meðal annars vegna þess að Netbankinn rekur ekki útibú. í hefðbundnum bönkum er hægt að stunda gjaldeyrisviðskipti, þar er inn- heimta sem við erum ekki með, og hyægt að fá áðurnefnda greiðslujöfn- un. Þetta getur aldrei orðið fyllilega sambærilegt við þjónustu í útibúi þar sem hægt er að ræða beint við starfs- mann. En hugmyndin um Netbankann byggist á því að þeir sem eru tilbún- ir að sinna sjálfír sínum bankavið- skiptum um Netið fá hagstæðari kjör vegna þess að þetta er ódýrari samskiptamáti en gerist í útibúun- um.“ Geir segist hafa trú á því að net- bankaviðskipti séu þjóðhagslega mjög hagkvæm, vaxtamunur geti lækkað ef netbankaviðskipti verði umtalsverð hér á landi, minni rekstrarkostnaður hljóti að hafa þau áhrif. Kristján Guðmundsson, markaðs- stjóri Landsbankans, var spurður hvort bankinn hygðist auka netþjón- ustu á næstunni og þá hvernig. Kæmi tii greina að setja upp sérstakan netr banka eins og SPRON gerði? „Viðskiptavinir Einkabankans okkar eru nú á annan tug þúsunda og það er á hreinu að við ætlum okkur að taka þátt í þessum slag, munum bjóða viðskiptavinum okkar upp á góða þjónustu á Netinu. Eg get ekki sagt nákvæmlega hvernig og nefnt tímasetningar en það er ljóst að ekki tæki langan tíma að hefja beina sam- keppni við Netbanka SPRON. Síma- bankinn okkar er þegar fyrir hendi, hann er sjálfstæð eining og getur boðið kjör sem að nokkru leyti eru óháð því sem útibúin bjóða. Ef við vildum setja upp netbanka tæki það ekki langan tíma, varla nema örfáa mánuði. Við höfum mark- að okkur dálitla sérstöðu í umræð- unni síðustu daga um netbanka, við höfum haldið á lofti öðrum valkosti en netþjónustunni okkai' þó að hún standi sig ágætlega. Við höfum bent á þá staðreynd að sívaxandi fjöldi kýs að eiga þessi viðskipti með því að nota símann. En það er rétt að nú eru framleiddir símar með netaðgangi og þá fer það að verða spurning hvort tækið sem haldið er á er sími eða tölva! Og heitir þá kerfíð sem veittur er aðgangur að netbanki eða eitthvað annað? En miðillinn, Netið, gefur ýmsa möguleika á að veita nýjar tegundir af persónulegri þjónustu og klæð- skerasauma þjónustuna miðað við þarfir notandans. Fleiri og fleiri kjósa þetta og fínnst það þægilegt." Hann segir að þeir sem notfæri sér nú heimabankana og Netþjónustu þeirra hér séu alls eitthvað yfir 30 þúsund manns eða rúmlega þriðji hver viðskiptavinur bankanna. Er- lendis sé almenningur víða hræddari við að nota Netið en nú sé búið að sýna fram á að þessi viðskipti séu fullkomlega örugg. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri útibúasviðs hjá Islandsbanka, segir að þar á bæ hafí menn þegar árið 1996 komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að fólk fengi að velja hvort það vildi nota Netið, hringja eða koma á staðinn. „Þannig ætlum við að hafa það áfram en mun- um fylgjast vel með þróuninni í þessu.“ NETVÆÐING OG ÞVINGUN Jón er spurður hvort hefðbundnir bankar séu smeykfr við að hætta sér út í að setja upp sjálfstæðan net- banka sem lendi í beinni samkeppni við hefðbundnu útibúin, smeykir um að niðurstaðan verði „kannibalismi“ eða afrán. Gætu netbankarnir útrýmt gömlu stofnununum? „Eg kannast við þessa umræðu. Þegar menn bjóða sérstaka þjónustu í netbanka getur þetta gerst. Reikna verður út þessa áhættu, :að viðskipta- vinimir yfirgefi gömlu stofnunina og fari að lokum með allt sitt yfir í net- bankann, einnig gæti viðskiptavinum fundist sem verið sé að þvinga þá til að skipta yfir. Við förum hins vegar þá leið að bjóða sörriu þjónustu á hvorum tveggja vígstöðvum og óttumst því L ekki þetta afrári sem þú nefndir." Jón ;! segir að útibúin bregðist við auknum netviðskiptum með því að bjóða greiðslujöfnun og þróaða fjármálaráð- gjöf, nýja þjónustu. Mannaflinn sé nýttur á annari hátt og viðskiptavinir greiði fyrir alla þessa þjónustu, um sé að ræða nýja tekjustofna. Á íslandi hafa allt að 80% þjóðar- innar aðgang að Netinu, þróunin gæti því orðið hröð hér. Hvers vegna skyldu þeir sem hafa einfaldar þarfir í fjármálunum ekki láta netbankann nægja? „Vissulega kæmi það til greina en þá yrði viðskiptavinurinn að vera al- veg viss um að þörfum hans yrði sinnt að langmestu leyti í netbankan- um. Hvert ætti hann að fara ef hann þyrfti greiðslumat? Hvert ef hann vildi fá góða fjármálaráðgjöf varðandi fasteignaviðskipti eða sparnaðar- form? Það yrði að virða fyrir sér heildarmyndina. En þessar spuming- ar eru bornar upp um allan heim í bankakerfmu og skrifaðar um þær langar, lærðar ritgerðir.“ Hann segir aðspurður að tæki ís- landsbanki skyndilega ákvörðun um að setja upp sérstakan netbanka, að- skilinn frá hefðbundnu starfseminni, þyrfti ekki langan fyrirvara. „Það er fremur lítið mál að setja upp net- banka en uppfylla þarf ákvæði við- skiptalaga um 400 milljóna króna eigið fé og fleira af því tagi. Tækni- lega tæki þetta varla meira en fáeina mánuði, til er forrit sem heitir Quic- ken og þar er nánast allt sem til þarf, aðeins þarf að laga það að aðstæðum. Það sem vefst fyrir mönnum er fyrst og fremst viðskiptaþátturinn, hann þarf að reikna mjög vandlega.“ Sigurjón Amason er framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Búnaðarbankans. Hann segir að Búnaðarbankinn hafi ekki gert ráð fyrir því að skilgreina netbankaþjónustuna sem sérstakt fyrirtæki eins og gert er hjá SPRON. Frekar sé um að ræða nýja dreifileið til viðbótar því sem fyrir er. Þegar á reyni vilji viðskiptavinir hafa um hvort tveggja að velja, annars vegar hefðbundna, persónulega þjónustu og hins vegar að geta einnig notfært sér sjálfvirknina og fá þá betri kjör velji þeir seinni kostinn sem er ódýrari fyrir bankann. ÚT1BÚIN VERÐA SÖLUSTAÐIR „Grannhugmyndin að netbanka er gagnvirkni,“ segir Sigurjón. „Menn geta fengið þar margs konar þjón- ustu sem ekki er enn hægt að fá í heimabankanum okkar en við eram að vinna að nýjum hugmyndum. Krafan um slíka þjónustu er einkum mikil í yngstu aldurshópunum þar sem tölvunotkun er almenn. Sem dæmi ætla ég að nefna nýja þjónustu í tengslum við SMS-skila- boð. Sótt er um hana í heimabankan- um og þá sér hann um að senda strax í farsímann upplýsingar t.d. um að búið sé að greiða launin inn á reikn- inginn og hvort maður er byrjaður að nota yfirdráttinn. Við eram hins veg- ar ekki komnir alveg eins langt í ákveðnum verkþáttum og búið er að gera hjá SPRON. En ég er sann- færður um að á endanum verða allir komnir með svipaða þjónustu, svip- aða gagnvirkni, þetta er bara spurn- ing um tíma. Þróunin er sú að útibúin verða í minna mæli afgreiðslustaðir og snúa sér meira að sölu á þjónustu, ein- beita sér að því að laða að sér við- skiptavini. Aukin sjálfvirkni er liður í þessu. Bankarnir hafa fært ákveðna verkþætti, ýmsa bakvinnslu sem ekki snýr beint að viðskiptavin- unum, frá útibúunum, og hún fer nú fram í ódýrara húsnæði. Við erum t.d. með svokallaða miðvinnslu í iðn- aðarhúsnæði á Smiðjuvegi í Kópa- vogi. Þetta þarf alls ekki að vera í miðborginni, við getum notað ódýr- ara húsnæði og hagkvæmast er að vera með alla þessa vinnslu á einum stað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.