Morgunblaðið - 03.10.1999, Page 34
34 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
SATTAMEÐFERÐ
Samkvæmt norskum lögum þurfa foreldrar sem ætla að skilja að gera grein fyrir
því hvernig þau ætla að sinna foreldraskyldum sínum eftir sambúðarslit og undirrita
samkomulag þess efnis. Norsku sálfræðingarnir Odd Arne Tjersland og Venke Gulbrandsen segja
Hildi Einarsdóttur frá meðferð sem þau hafa þróað til að hjálpa foreldrum í skilnaðarkreppu að
ná sáttum um uppeldi og umsjá barna sinna.
%r
3
Sálfræðingarnir Venke Gulbrandsen og Odd Arne Tjersland.
Lykillinn að góðu
samstarfi foreldrn
nfHp skilnað
Morgunblaðið/Porkell
ISÁTTAMEÐFERÐINNI sem
við veitum er markmið okkar
ekki að telja hjónin á að halda
sambúðinni áfram heldur breyta
þeim erfiðu samskiptum sem oft eru
við þessar aðstæður og ræða hvemig
aðilarnir ætla að takast á við for-
eldrahlutverkið í framtíðinni," segja
þau Venke og Odd Arne þegar við
spjöllum við þau í Norræna húsinu
þar sem þau voru fyrirlesarar á
námsstefnu um sáttameðferð í for-
sjár- og umgengnismálum. Nám-
stefnan var haldin á vegum Félags
fagfólks um fjölskyldumeðferð.
„Lengi vel tíðkaðist það í Noregi
að fólk sem ætlaði að skilja færi til
prests þar sem það ræddi sambúðar-
vandann og svaraði tveim spurning-
um: Viljið þið skilnað og hafíð þið
hugsað um hvað verður um börnin?
Þessi framgangsmáti þótti ekki skila
nógu góðum árangri hvorki fyrir
hjónin né börnin. Árið 1991 voru
samþykkt ný hjúskaparlög í Noregi.
Samkvæmt þeim þurfa foreldrar að
gera grein fyrir því hvernig þau ætla
að sinna foreldraskyldum sínum eftir
sambúðarslit, áður en lögskilnaður er
veittur. Ef slíkt samkomulag, sem á
að vera undirritað, næst ekki er fólk-
inu boðið upp á að fara í fjögur viðtöl
hjá fagfólki til að freista þess að ná
samkomulagi. Á því stigi komum við
til skjalanna," segir Odd Arne.
í sáttameðferðinni er einkum rætt
um börnin og fjármálin, því þau mál
eru viðkvæmust," heldur hann
áfram. „Þegar skilnaður er yfírvof-
andi eru foreldrarnir nær alltaf í til-
fínningalegu ójafnvægi og eiga erfítt
með að stjórna orðum sínum og
gjörðum. Getur þetta leitt til þess að
vandinn eykst auk þess sem deilur
geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir
börnin. Það er hlutverk okkar að
haga samræðunum þannig að þær
verði uppbyggilegar og horft sé til
framtíðar en fortíðin látin liggja milli
hluta.
Við leggjum á það áherslu að það
séu foreldrarnir sjálfír sem ákveði
hvernig þeir vilji vinna saman að
uppeldi og umsjá barna sinna. Því
ráðleggjum við þeim að gefa sér góð-
an tíma til að fínna lausn. Foreldr-
arnir geta tekið sér þann tíma sem
þeir þurfa og komið í viðtölin til okk-
ar þegar þeim hentar. Viðtölin eru
þeim að kostnaðarlausu og þeir sem
þurfa frekari ráðgjöf geta komið oft-
ar til okkar.
Börnin og fjárhagurinn
viðkvæmustu málin
Ef samkomulag er ekki í augsýn
eftir þrjú samtöl er foreldrunum
leyfílegt að slíta samræðunum. Kem-
ur þá til kasta sýslumannsembætta
og dómstóla að úrskurða í ágrein-
ingsmálunum. Mjög fá mál af þessu
tagi fara fyrir dómstóla í Noregi eða
um 5% þeirra. Sáttameðferðinni er
einmitt ætlað að fyrirbyggja langan
og erfiðan málarekstur af því tagi.
Venke segir að þegar samtölin
hefjist fái foreldrarnir lista yfír ýmis
umræðuefni og þeir geti valið af hon-
um hvað þeir vilja taka fyrir. Um-
ræðan um börnin snúist einkum um
hver á að hafa forræðið og hvernig
umgengni skuli háttað. Hvernig for-
eldrarnir eigi að vinna saman að
uppeldinu og hvernig þau eigi að
haga sér ef annar aðilinn er kopiinn
með nýjan félaga upp á arminn.
Umræðan um fjármálin snúist
helst um það hvernig þeim skuli hag-
að eftir skilnaðinn og hvernig eigi að
skipta búinu. Hvað á faðirinn að
leggja af mörkum ef móðirin heldur
börnunum? svo dæmi séu tekin. „Ef
foreldrarnir vilja gera skriflegt sam-
komulag um fjármálaþáttinn þá
mælum við með því að lögfræðingur
sé hafður með í ráðum.“
Það kemur fram að það eru bæði
margar og ílóknar ástæður fyrir því
að fólk deilir við hjónaskilnað. „Ef
hjónin eru nokkurnveginn sammála
um að skilja eru litlar líkur á deilum.
Ef annað vili skilja en hitt ekki er
líklegt að komi til ágreinings og það
sama á við ef makinn hefur náð sér í
nýjan lífsförunaut.
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR
Tilraun gerð
hér á landi
RÁÐGERT er á næsta ári að
gera tilraun með þá nýjung
að gefa fólki kost á sáttaumleit-
unum í forsjár- og umgengnis-
málum hjá embætti Sýslu-
mannsins í Reykjavík, að sögn
Sólveigar Pétursdóttur dóms-
og kirkjumálaráð-
herra.
ÞAÐ kom fram í
máli Sólveigar að
hún legði áherslu á
mikilvægi þess að
foreldrar sem eiga
í forsjár- og um-
gengnismálum
verði hjálpað til að
fínna lausn á þess-
um vandmeðförnu
málum í sátt og
samlyndi.
„I íslenskum hjú-
skaparlögum segir
meðal annars að
áður en skilnaðar
er veittur skuli
sýslumaður eða
dómari reyna að
koma á samkomulagi á milli
hjóna um forsjá barna og aðra
skilnaðarskilmála. í barnalög-
um er einnig mælt fyrir um
sáttaumleitanir í forsjár- og
umgengnismálum. Ljóst er að
hvorki stjórnvöld né dómarar
hafa sérstaka menntun eða
reynslu til að annast sáttaum-
leitanir í forsjár- og umgengnis-
málum og þótt sáttaumleitan
þeirra sé á engan hátt vanmetin
er talin þörf á sáttameðferð sér-
fræðinga eins og til dæmis sál-
fræðinga eða félagsráðgjafa í
þeim viðkvæmu og vandmeð-
fömu málum sem forsjár- og
umgengnismál eru.“
Sólveig benti á að í danskri
löggjöf væru ákvæði um að
stjórnvöld bjóði foreldrum og
börnum sérfræðiráðgjöf í
ágreiningsmálum um forsjá og
umgengnisrétt. „Tilgangurinn
með ákvæðunum er að aðstoða
foreldra við að leysa ágrein-
ingsmál sín með tilliti til þess
hvað barninu er fyrir bestu.
Ennfremur að stjómvöld geti í
öðrum tilvikum boðið slíka ráð-
gjöf ef sérstök þörf þykir vera
fyrir hendi og lokst að unnt sé
að láta vera að bjóða ráðgjöfina
ef hún þykir ekki nauðsynleg
eða tilgangslaus. Ráðgjöf sam-
kvæmt þessu er yfirleitt veitt af
sálfræðingum eða félagsráð-
gjöfum en lögfræðinga er ávallt
hægt að kalla til, til
þess að veita lög-
fræðilega ráðgjöf.
Mjög mörg
ágreiningsmál um
forsjá og umgengn-
isrétt leysast í
þessum ráðgjafar-
viðtölum, sennilega
allt að því helming-
ur ágreiningsmála,
samkvæmt upplýs-
ingum danskra
embættismanna.“
Sólveig sagði
ennfremur að sam-
kvæmt norsku hjú-
skaparlögunum
væri foreldrum
sem eiga börn und-
ir 16 ára aldri skylt
að mæta á sáttafund sérfræð-
inga áður en unnt væri að
stofna til skilnaðarmáls. „Til-
gangurinn er eins og í Dan-
mörku að aðstoða foreldra við
að komast að samkomulagi um
forsjá og umgengnisrétt í sam-
ræmi við það sem barni þeirra
þykir koma best.
Að vandlega athuguðu máli
og eftir að hafa fylgst með þró-
un á Norðurlöndum hef ég hug
á að gerð verði tilraun með þá
nýjung að gefa fólki kost á
sáttaumleitunum í forsjár- og
umgengnismálum hjá embætti
Sýslumannsins í Reykjavík á
næsta ári með svipuðum hætti
og gert er í Danmörku. Þetta
hefur verið rætt við Sýslumann-
inn í Reykjavík sem er fús til
þess að taka þátt í þessari til-
raun. Ef í ljós kemur að slík til-
raun skili góðum árangri, eins
og vænst er, mun ég leggja til
að lögfest verði svipuð ákvæði í
barnalögunum og dönsku lögin
hafa að geyma. Eg trúi því að
þessi lausn muni verða bæði
foreldrum og börnum þeirra til
heilla.“
Sólveig Pétursdóttir
dóms- og kirkju-
málaráðherra.