Morgunblaðið - 03.10.1999, Side 42

Morgunblaðið - 03.10.1999, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 MINNINGAR GUÐRIÐUR ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðríður Erna Guðmundsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 4. mars 1963. Hún lést í Trönsberg í Noregi 24. september sfðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Sel- fosskirkju 2. októ- ber. Hún Gurrý frænka er dáin. Þessi sorgarfrétt kemur yfir mann eins og reiðarslag, ég sit hljóður, tómur, minningarnar streyma um höfuð mitt, á svip- stundu fer ég í gegnum stutt ævi- skeið okkar. En vakna svo til með- vitundar og fer að hugsa um dætur hennar, Helge, foreldra hennar og bræður, missir minn er mikill, en meiri er missir þeirra. Hún Gurrý var mikil félagsvera, og kunni vel við sig í faðmi ættingja í hinum ýmsu mannfögnuðum, og ávallt er við hittumst, þá einhvern veginn smitaði hún mann af gleði og ánægju, og gaf manni trú m.a. á líflð og tilveruna. Svona atburður fær mig til að hugsa um til- gang lífsins, hvers vegna deyr ung kona í blóma lífsins? Hvert liggur leið okkar? Hvað er það sem veld- ur þessu? Spuming- arnar hrannast upp eins og snjóbolti á leið niður fjallshlíð, en eng- in eru svörin, og því meir er maður spyr sig því erfiðara verður manni að leita svara. Guðríður Guð- mundsdóttir eins og hún var skírð, var í sambúð með Helge Rise, og saman eignuðust þau dótturina Lenu Mist, og fyrir átti Gurrý hana Irisi Hödd. Hún var dóttir hjónanna Guðmundur Birnir Sigurgeirssonar og Ágústu Traustadóttur. Bræður Gurrýjar eru Trausti Guðmundsson og Sig- urgeir Guðmundsson. Margar og góðar minningar eigum við systra- börnin saman, sem koma til með að fylgja mér á leiðarenda, hvert sem sú leið kann að liggja, og munu þær ylja mér uns sú ferð tekur enda. Minningai-nar um allar útilegurn- ar heima á Islandi er við vorum litl- ir krakkar, og síðan er við komumst á unglingsárin minningar um sumr- in úti í Eyjum. Guðríður, þín verður sárt saknað, í þér fann eg mikinn og traustan vin, veittir mér skilning, sýndir mér vin- áttu sem ég fæ ekki endurgoldið úr þessu, en hafa skaltu fyrir þakkir miklar frá mér. Helge, Lena, íris, Gústa, Biddi, Trausti og Sigurgeir, ég votta ykkur mína mestu samúð, og vona að lífið gefi ykkur bjarta framtíð. Guðríður, far þú í friði við menn og æðri máttarvöld, elsku frænka mín, þín verður sárt saknað og veit ég að þú munt aðeins láta gott af þér leiða á næsta áfangastað þínum, eins og þú varst vön að gera í jarð- nesku lífi þínu. Þinn frændi, Stefán. Elsku Gurrí. Með örfáum orðum ætla ég að kveðja góða vinkonu. Þú varst góð vinkona og þín er sárt saknað. Eg sakna samveru- stundanna, þótt þær hafí verið fáar efth' að þú flutth' til Noregs. Eg sakna þess að fá ekki lengur bréf frá þér þar sem þú sagðir mér góð- ar fréttir af ykkur og að allt gengi vel, þú værir að gera það sem þér fannst skemmtilegast að læra, blómaskreytingar, og vinna við það. Eg sakna þín. 0, minning, minning. Líkt og ómur fjarlægra söngva, líkt og ilmur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Eins og lifandi verur birtast litir og hljómar hinna liðnu daga, sem hurfu sinn dularfulla veg út í dimmbláan fjarskann og komu aldrei aftur. (Steinn Steinarr.) Elsku Helge, Lena Mist og Iris Hödd, ykkur sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Svandís Ragnarsdóttir, Sigurður Sigurjónsson. „Þótt ég sé látin, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur - þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyr- ir allt sem lífið gefur. Og ég - þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Höf. ók) Mikill hai-mur er kveðinn að fjöl- skyldunni. Hún Guðríður frænka er látin, hrifin á brott í blóma lífsins. Okkur langar í örfáum orðum að minnast þeirra góðu samverustunda sem við áttum með henni og fjöl- skyldu hennai’. Gurrý, eins og hún var oftast köll- uð, var ein af þessu hlýju og glöðu manneskjum sem alltaf var svo gott að hitta. Það var ekki lognmollan í kringum hana þegar fjölskyldan kom saman. Það var fastur liður að við kæmum við hjá „Selfossliðinu" eins og við sögðum alltaf, til að verða samferða þeim í hina árlegu útilegur fjölskyldnanna. Þá var oftast farið austur að Seljavöllum en sá staður var og er í miklu uppáhaldi hjá okk- ur öllum. Þai’ var vitaskuld slegið upp tjöldum, grillað saman, spjallað og helginni eytt í góðu yfh'læti. Þótt Helgi hafi oft verið hissa á þessu úti- legubrölti okkar þá fylgdi hann alltaf litlu fjölskyldunni sinni og var ekki annað að sjá en að hann skemmti sér manna best. Eftir að Gurrý og Helgi fluttu til Noregs var minna samband en áð- ur. Það var ánægjulegt að fylgjast með hversu vel þau undu hag sínum í Noregi. í blómaskreytingunum sem hún lærði þar ytra var Gurrý búin að finna listrænum hæfileikum sínum og handlagni góðan farveg. Elsku Guðríður, megi Guð blessa minningu þína og hafðu þökk fyrir allt. Kæri Helgi, Iris Hödd og Lena Mist, Gústa og Biddi, Trausti, Sigur- geir og fjölskyldm', Sigurgeh' afi, við vottum ykkur okkai' dýpstu samúð. Asta, Elísabet og fjölskyldur. + Guðrún Snjólaug Reynisdóttir fæddist í Reykjavík 13. janúar 1929. Hún lést í Landspítalan- > um 14. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 22. september. Haustið er komið með breytingum á um- hverfinu. Dagsbirtan dvín, blöð trjánna taka á sig annan lit, fölna og falla að lokum til jarð- ar. Lífshlaupi Guðrúnar Reynis- dóttur tengdamóður minnar er lok- ið. Eg kynntist tengdamóður minni fyrir hartnær tuttugu árum þegar ég kom á Hrísateiginn með konu- efni mínu. Strax var mér tekið sem einum úr fjölskyldunni og sýndi hún mér alla tíð mikla ást og væntum- þykju. Gott var að leita til Guðrúnar og Hvað gerist þegar þú deyrð? átti ég þar góðan bandamann. Oftar en ekki tók hún málstað tengdasona sinna frek- ar en dætra. Guðrún var ekki mikið fyrir að flíka til- finningum sínum. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum heldur benti frekar á jákvæðu hliðamar í fari hvers manns. Fór maður því oft auðugri af hennar fundi eftir að hafa hlustað á leiðbein- ingar hennar. Fjöl- skylda hennar var henni ákaflega mikils virði og var Guðrún sem mið- punktur í starfi hennar og leikjum. Oft enduðu skíðaferðir eða helgar- rúnturinn heima hjá afa og ömmu á Hrísó og hin síðari ár í Engjó. Hún hafði þann eiginleika að gleyma sjálfri sér í viðleitni sinni til að sinna þörfum annarra. Hún var yf- irveguð og vönd að virðingu sinni. Hannyrðir og saumaskapur voni + Signý Þorgeirsdóttir fædd- ist í Reykjavík 20. mars 1982. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 4. september síð- astliðinn og fór útfór hennar fram í kyrrþey. í gær var hún yndisbarnið bjarta sem brosti hlýtt og snart hvert hjarta. Hógvært og kyrrt hún hélt á brott til himnafóðurins barnið gott. Sig vængjum björtum býr í dag, í betri heimi syngur lag, henni hugleikin. Var það henni hjartfólgið að prjóna á afkomendur sína og man ég reyndar aldrei eftir að hún hafi ekki haft eitthvað á prjónunum. Tengdaforeldrum mínum þótti mjög gaman að ferðast, bæði hér innanlands og erlendis. Minnisstæð er mér þó ferð sem þau fóru ásamt fjölskyldu minni um Vestfirði með viðkomu í Flatey á Breiðafirði. Skömmu síðar veiktist tengdafaðir minn alvarlega og sagði tengdamóð- ir mín síðar að þessi ferð hefði gefið þeim hjónum ákaflega mikið. I sum- ar sem leið fór Guðrún til Ameríku til fundar við barnabarn sitt og nöfnu sem þar er búsett ásamt fjöl- skyldu sinni. Var sú ferð farin frek- ar af vilja en mætti. Illvígur sjúk- dómur hafði hreiðrað um sig í lík- ama hennar. Upp frá því tók heilsu hennar að hraka, líf Guðrúnar föln- aði og féll að lokum. Ævin er ekki ólík ferðalagi sólar- innar, hún rís og sest. Tengdamóðir mín hefur lokið sínu ferðalagi allt of fljótt fyrir okk- ur sem eftir stöndum. Minningin um góða konu mun lifa um ókomin ár. Blessuð sé minning minnar elsku- legu tengdamóður. Valdimar Jóhannsson. við hörpuslátt svo hinum líki himins englum í sæluríki. (Signý Gunnarsdóttir.) Tilgangur iífsins virðist ekki vera til þegar yndislegt barn kveður þennan heim fyrirvaralaust. En þegar ég hef lokað augunum og hugsað um þig, elsku Signý, hjálpar þú mér að komast að tilgangi lífsins. Eg trúi því að hann felist í því að fá að komast í snertingu við og kynn- ast englum eins og þér. Þó að samverustundir okkar hafi ekki verið margar þá þykir mér svo óskaplega vænt um þær allar. Þú varst elsku fallega frænka mín sem stjörnurnar sóttu birtu sína til. Elsku Kata, Bogga, Haddi, Ölli, Ketill, Svenni og fjölskyldur, megi guð vera með ykkur og styrkja. Þín frænka, Signý. ^)mb l.is /U-LTAf= £ITTH\SA& A/Ý7~7 LEGSTEINAR f Marmari íslensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýtí Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 GUÐRUN SNJOLAUG REYNISDÓTTIR SIGNÝ ÞORGEIRSDÓTTIR JOHANNA UNNUR ERLINGSON INDRIÐADÓTTIR + Jóhanna Unnur Erlingson Ind- riðadóttir fæddist í Reykjavík 3. október 1978. Hún lést á Landspítalanum 28. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholts- kirkju 5. maí. Elsku Jóhanna okkar hefði orðið 21 árs í dag, 3. október, ef hún hefði lifað. Mig hefur langað til að skrifa nokkrar línur en hef ekki getað það hingað til en ákvað að gera það núna því að ég get ekki kysst þig og sagt til hamingju með daginn. En Ólöf mín á líka afmæli í dag, 21 árs. Við segjum ennþá Ólöf og Jóhanna og börnin mín eiga mjög erfitt með að skilja að hún Jóhanna sé fai'in frá okkur. Við töldum okkur eiga svo mikið í þeim systrum sem voru samt líkar en ólíkar en báðar jafn yndislegar og samviskusamar og góðar stúlkur. Ég kynntist Jóhönnu fyrst og síðan Ólöfu í gegn um syni mína Ómar og Ingvar. Og að sjálfsögðu voru þau alltaf í fótbolta. Þau voru oft á tíðum frekar eins og systkini en góðir vinir. Þau tíu ár sem við bjuggum á Grandanum voru þær systur heimalningar hjá okkur og voru Jóhanna og Ólöf mínar hjálparhellur og tel ég mig og bömin mín mjög lánsöm að hafa kynnst þeim svo vel. Ég horfði á þær verða stúlkur og síðan ungar og glæsilegar konur og alltaf jafn heilsteyptar og yndislegar. Eins og gengur hafa allir nóg að gera og hjá ungu fólki er það svo en þær systur höfðu alltaf tíma til að hjálpa mér og passa dóttur mína sem fæddist 1990. Ég var ein með börnin mín þrjú og voru oft erfiðir tímar hjá mér en ég veit ekki hvar ég væri né bömin ef Ólafar og Jóhönnu hefði ekki notið við og sömuleiðis Margrétar móður þeirra. Með áranum urðum við meira vinkonur en að ég væri bara mamma Ómars, Ingvars og Jónínu. Og var ég þeirra beggja vinur og fylgdist með öllum stórum stundum í lífi þeirra beggja og oft á tíðum leituðu þær ráða hjá mér. Aldrei gleymi ég því þegar Jóhanna kom til mín til að segja mér frá Gísla og síðan varð hún að koma með hann og komu þau oft saman til mín. Eða glampann í augunum þegar þau voru búin að vera saman í eitt ár. Þau Jóhanna og Gísli voru mjög lánsöm að hitta hvort annað og verða ástfangin og þau voru það. Gísli hefur misst mikið eins og allir þeir sem kynntust Jóhönnu. En missir Ólafar tvíburasystur hennar er mikill og sömuleiðis Margrétar, Indriða, Nonna, Regínu og annarra aðstandenda. Það þarf ekki fleiri orð um Jóhönnu því þeir sem hana þekktu vissu hvað hún var góð stúlka. Megi Guð gefa ykkur styrk um ókomin ár. Olga Björk, Ómar Ingi, Ingvar Örn og Jónína Ásdís. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRANS FRIÐRIKSSON, Melasíðu 4d, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 1. október. María Loknar, Gústaf Fransson, Sigrún Jónsdóttir, Ómar Fransson, Sveinbjörg Jónsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.