Morgunblaðið - 03.10.1999, Side 41

Morgunblaðið - 03.10.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 41 glöð stúlka er hrifin burt frá ástvin- um sínum og félögum. Rósa var nemandi í 5. GÆ í Langholtsskóla. Hún var falleg stúlka og tápmikil, góður félagi allra, bæði stráka og stelpna. Hún var prúð og dugleg, góð stúlka. Nú er sæti hennar autt, erfið er reynsla bekkjarfélaga hennar svo ungra að hafa misst einn úr hópn- um. Vanmáttur okkar verður enn ljósari þegar þau spyrja um til- gang. Orð segja líka oft svo lítið þegar sorgin er stór. Rósu verður sárt saknað af félög- um sínum og okkur öllum í skólan- um. Sárastur er þó harmur foreldra hennar, bróður og annarra ástvina. Við biðjum guð að styrkja þau í sorginni og sendum þeim innilegar samúðarkveðjur. P.h. starfsfólks Langholtsskóla, Erna M. Sveinbjarnardóttir. Sem lofbára rísi við hörpuhljóm og hverfi í eilífðargeiminn, skal þverra hver kraftur og kulna hvert blóm- þau komu til þess í heiminn. En þó á sér vonir hvert lífsins ljós, er lúta skal dauðans veldi, og moldin sig hylur með rós við rós, og roðnar í sólareldi. Oss er svo léttgengt um æskunnar stig í ylgeislum himinsins náðar, og fyrir oss breiða brautimar sig svo bjartar og rósum stráðar. Vér leikum oss, börnin, við lánið valt, og lútum þó dauðans veidi, því áður en varir er allt orðið kalt og ævinnar dagur að kveldi. En svo em vonimar - vonir um lif, sem veldinu heljar ei lúti, þær lýsa oss hátt yfir kvalir og kíf - og kennist, þá bemskan er úti. Þær tala um sífógur sólskins-lönd og saklausa eilífa gleði, með kærleik og frið, engin fjötrandi bönd, en frjálst allt, sem drottinn léði. Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hiyggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. - Er ei bjartara land fyrir stefni? Þér foreldrar grátið, en grátið lágt, við gröfina dóttur og sonar, því allt, sem á líf og andardrátt til ódáinsheimanna vonai'. (Einar Benediktsson.) Elsku Erla, Jón og Daði. Engin orð megna að lýsa sorg okkar. Minningin um yndislegu stúlkuna ykkai’ mun lifa í hjörtum okkar. Megi sú bjarta minning styrkja ykkur á erfiðum stundum og lýsa ykkur veginn um alla framtíð. Hildigunnur og Guðlaugur. Elsku Rósa, mikið á ég eftir að sakna þín og yndislegu ferðanna okkar austur á Mosana með mömmu þinni og pabba. Stundirnar sem við áttum saman uppi á háa- lofti að hlusta á tónlist og að tala saman, og snaginn sem við smíðuð- um saman. Ekki má gleyma því þegar við vorum alltaf að rúlla okk- ur niður hlíðina í fjallinu fyrir ofan bæinn, og veiðiferðunum með pabba þínum. Skautasvellið vai’ einn af þeim stöðum sem við fórum svo mikið á og það var svo ofboðs- lega skemmtilegt þar. Og göngu- ferðirnar okkar með hann Nonna voffa, og þegar við vorum að baða hann Rasmus okkar og þurrka hann með hárblásara svo að hann yrði fínn. Eg kveð þig með miklum söknuði, en geymi minninguna um þig í hjarta mínu að eilífu. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gerðu svo vel og geymdu mig, guð, í skjóli þínu. I>ín besta vinkona Eva Rós. Nú er hún Rósa vinkona mín far- in. Eg á svo margar góðar minning- ar um hana, sérstaklega frá því í sumar. Rósa var alltaf til í að prakkarast og vera úti í leikjum. Við vorum duglegar að fara í sund. Einu sinni í sumar þegar ég svaf hjá Rósu þá kjöftuðum við saman næstum alla nóttina. Líka þegar við Rósa og Halla sváfum saman í tjaldinu í garðinum þínum þá var svo gaman og við töluðum saman langt fram á nótt og borðuðum fullt af nammi. Það var líka svo margt fyndið hjá okkur og við hlógum svo mikið í sumar þegai’ við vorum að ákveða leiki fyrir afmælið þitt og teiknuðum svín með húfu og vindil fyi’ir einn leikinn. Við vorum líka búnar að ákveða að smíða okkur kassabíl með mótor því það tókst svo vel hjá okkur að smíða stökk- pall fyrir línuskautana. Nú verð ég bara að klára að smíða hann ein og ég veit að þú fylgist vel með mér. Elsku Rósa, ég veit að Guð og englarnir hugsa vel um þig og þú átt ábyggilega eftir að spila á bæði harmonikuna og trommurnar hjá þeim. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guð gefi fjölskyldu þinni styrk í þessari miklu sorg. Þín vinkona Sigríður Dynja. Rósa Jónsdóttir var ein af bestu vinkonum mínum. Við lékum okkur oft saman. Eg gisti hjá henni og hún hjá mér. Eg sakna hennar mjög mikið og það er mér mikill missir að Rósa dó. Við fórum út í leiki í Efstasundinu og í skólanum, og það er svo stutt síðan við vorum að hlaupa tvo kílómetra í íþrótta- tímanum. Guð blessi þig og varðveiti þig, pabba þinn og mömmu og bróður þinn. Þín bekkjarsystir og vinkona, Erla Rún Guðmundsdóttir. Við í 5. GÆ í Langholtsskóla er- um mjög sorgmædd núna. Góð vin- kona okkar, Rósa Jónsdóttir, er horfin snögglega frá okkur. Rósa var vinkona mín frá því við vorum fimm ára. Ég sakna hennar mjög mikið og ég vorkenni foreldrum hennar, Jóni og Guðrúnu Erlu, og Daða, bróður hennar. Jóhann Andri Gunnarsson. Við öll í 5. GÆ erum afar sorg- mædd. Rósa fór svo snögglega frá okkur. Rósa lék oft í leikjum með okkur og var mikill strákur í sér. Ég mun sakna hennar. Jón Ásberg Sigurðsson. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þai'f grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingai’degi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu gi-eina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. + Matthias Jón Þorsteinsson fæddist á Hólmavík 29. október 1942. Hann lést af slysför- um í Reykjavík 17. september síðastlið- inn. Foreldrar Matthíasar voru þau Þorsteinn Matthíasson, kenn- ari, skólastjóri og rithöfundur á Drangsnesi, Suður- eyri, Hólmavík, Reykjavík, Blöndu- ósi og víðar, f. 23. apríl 1908, d. 28. september 1990, og Jófríður Jónsdóttir, húsmóðir, f. 13. maí 1910, d. 13. maí 1971. Eftirlifandi bræður Matthíasar eru Halldór Þor- steinsson, f. 1944, kvæntur Björgu Guðmundsdóttur, f. 1949, og sr. Jón Þorsteinsson, f. 1946, kvæntur Sigríði Önnu Þórðardóttur, alþingismanni, f. Góður drengur er genginn. Matthías Þorsteinsson bekkjar- bróðir minn og vinur lést af slysför- um hinn 17 september sl. Við leið- arlok vil ég minnast hans í virðing- ar- og þakklætisskyni fyrir sam- fylgdina. A menntaskólaárum okkar vor- um við Matthías fyrst og fremst skólasystkin en þekktumst ekki ná- ið. í heimavistarumhverfinu í þá daga var heimur stelpnanna nokk- uð aðgreindur heimi strákanna og flestir horfðu á hitt kynið í nokkurri fjai'lægð. Þótt langflest okkar vær- um að miklu leyti farin að vinna fyrir okkur vorum við á sama tíma líka óttalegir krakkar sem ærsluð- umst og lékum okkur fjarri áhyggj- um og alvöru lífsins. Það var kannski kostur þess að vera ungur þá. Eitt var það sem einkenndi líf okkar fremur en annað. Fjarri heimilum okkar bundumst við hvert öðru sterkum tilfinninga- böndum eins og gerist í systkina- hópi sem stendur saman á hverju sem dynur. Líka þeir sem voru fremur kunningjar en vinir. Ég minnist Matthíasar sem þess glæsi- lega unga manns sem hann var, sem í senn tók þátt í námi, leik og íþróttum af glæsibrag og með bros á vör. Hann var „charmör“ sem ör- 1946. Matthías kvæntist 25. júní 1965 Hall- dóru Sigríði Gunn- arsdóttur, f. 1. nóv- ember 1946. Þau skildu. Börn þeirra Matthíasar og Hall- dóru eru Þorsteinn, f. 8. janúar 1966, verkamaður í Reykjavík, og Guð- rún Anna, f. 22. jan- úar 1967, flugfreyja í Reykjavík. Matthías varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1963, stundaði nám í heimspeki og guðfræði við HÍ 1963-1965 og nám í arkitektúr við háskólann í Lyon í Frakklandi 1965-1966. Matthías stundaði almenna verkamannavinnu í Reykjavík og víðar um 20 ára skeið. Útför Matthíasar hefur farið fram. ugglega margar stúlkur litu hýru auga. Vorið 1963 skildi leiðh’ okkar flestra og við héldum vonglöð út í heiminn fullviss þess, að gatan væri bæði breið og greið. Matthías, sem var bæði trúhneigður og leitandi, stundaði um tveggja ára skeið nám í heimspeki- og guðfræðideild Há- skóla íslands en sneri svo við blað- inu og hóf nám í arkitektúr í Lyon í Frakklandi árið 1965. Þar réð ferð- inni áhugi hans á listum og skap- andi störfum. Frakklandsdvölin mun þó hafa reynst Matthíasi erfið, alltént sneri hann heim ári síðar, veikur á sál og líkama. Þetta voru þáttaskil í ævi Matthíasar því þar tók við baráttu- og þroskasaga manns sem um þrjátíu ára skeið glímdi við afleiðingar andlegi’ar vanheilsu. Þar eru fylgikvillarnir gjarnan tómlæti, fordómar um- hverfisins og útskúfun úr samfélagi manna. Það er oft sagt og með sanni að það þurfi góða heilsu tO þess að vera veikur, a.m.k. þarf sterk bein til að takast á við þá erf- iðleika sem Matthías gekk í gegn- um. Hann lét þó aldrei alveg bugast en reis upp og tókst á við það sem á hann var lagt. En lífið hafði líka sína björtu hliðar og stundú’. Sama ár og Matthías hélt utan til Frakk- lands hafði hann kvænst ástinni sinni, Halldóru Sigríði Gunnars- dóttur, Dóra eins og hann kallaði hana. Þau eignuðust tvö börn með árs millibili, Þorstein árið 1966 og Guðrúnu Önnu ári síðar 1967. Það má með sanni segja að börn Matth-Í íasar vora, hvort með sínu móti, augasteinar og lífsblóm föður þein’a. Fáa foreldra hef ég þekkt, nema vera skyldi foreldra fatlaðra barna, sem hafa verið jafn fórnfús í samskiptum við börn sín og Matthí- as. Eigingh’ni var ekki til í því sam- bandi, stundum fannst okkur sem utan við stóðum nóg um, en það var ekki okkar að dæma. Leiðir Matthí- asar og Halldóru skildi en oft talaði Matthías við mig um Dóra og alltaf fallega. Við Matthías áttum samleið um . heim hinna fötluðu, hann sem full- gildur þátttakandi en ég utanað- komandi og oftast þiggjandi. Matthías spaugaði oft með þessa sameiginlegu reynslu okkar og sagði að við værum bæði „kleppar- ar“. Það var oftast stutt í gaman- málin hjá Matthíasi og það var gott að hlæja með honum. Síðasta ára- tuginn hittumst við oft og urðum góðir vinir og töluðum saman, oft- ast um tilgang lífsins, trúna og framtíðina. Aldrei gaf Matthías upp vonina um betra líf og alltaf langaði hann til þess að geta á ný tekist á við hönnun. Stundum var líf hans líka býsna gott, ekki síst þegar hann gat sagt mér stoltur af vel-r' gengni barna sinna. Líka þegar hann minntist funda með tryggum vinum úr félagahópnum, oftast voru þá nefnd til sögunnar vinur hans Sigurjón Norberg og Aðal- björg kona hans. Múlakaffi var hans kaffihús, þar átti hann trygga og góða vini meðal starfsfólksins. Eitt sinn bauð hann mér þangað í kaffi og vöfflur. Það var góður dagur sem vert er að minnast og það var á dagskránni að endurtaka þann góða fund. En það eins og margt annað sem geymt er til morgundagsins verður ekki framkvæmt. Mennirnir biðja en Guð ræður og þess vegna hefur hann nú tekið Matthías til sín og alltof fljótt. Matthías átti einlæga trú og þakkaði henni hvern áfanga í bata sínum og endurkomu til lífs- ins. Við það og góðar minningar um góðan dreng sem öllum vildi vel ylj- um við okkur vinir hans og fjöl- skylda að leiðarlokum. Ég bið góðan Guð að styrkja og vernda börn Matthíasar og sendi þeim, bræðram hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Lára Björnsdóttir. MATTHÍAS JÓN ÞORSTEINSSON OLAFIA KRISTIN KRISTJÁNSDÓTTIR + Ólafía Kristín Kristjánsdóttir fæddist í Pálshúsum í Grindavík hinn 10. desember 1940. Hún lést á Landspít- alanum 25. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavík- urkirkju 2. október. Mikið átti ég erfitt með að sætta mig við þegar hringt var til mín og sagt: Hún Olla frá Bergi er dáin. Mig setti hljóðan og margar minningar fóra hratt um hugann frá liðnum tíma. Olla ólst upp í Pálshúsi fyrstu árin en ég í Brimnesi. Þar skildi ekkert að nema einn veggur og var töluverður samgangur á milli bæja á þeim tíma og við náið frændfólk. Er þau fluttust að Bergi dró heldur úr heimsóknum en héldust þó alltaf, mest í afmæli, fermingar og á tylli- dögum. Eftir fermingu fór Olla að vinna hjá Fiskverkun við að breiða út fisk á reitum og svo ýmislegt eins og flestir krakkai’ á þessum aldri. En svo gerðist það þegar hún hitti jeppa-gæjann sinn hann Helga Kristins akandi á nýjum Willis og fór greitt. Það var toppurinn. Þar með var Olla föst hjá Helga sínum, og eins og gengur hjá ungu fólki fóra þau að búa. Þau byggðu á Rán- argötu 4 í Grindavík. Árið 1967 fluttumst við hjón að Ránargötu 6. Þá voru krakkarnir ungir á báðum heimil- um og var alltaf mikill samgangur á milli heimila og hann góður. Eftir að krakkamir stálpuðust gekk Olla í saumaMúbbinn sem Hrefna var í og hittust konumar á tveggja vikna fresti til sauma og skrafs og ráðagerða. Síð- an var farið í að safna fyrir utan- landsferðum. Fyrsta ferðin var far- in til Mallorka. Allur hópurinn, ein sextán saman, og heppnaðist sú ferð mjög vel og alltaf mjög gott sam- komulag. Eftir þetta fórum við sam- an öll til Costa Brava á Italíu. Rútu- ferð fórum við öll um Þýskaland og alltaf sama ánægjan hjá öllum. Ólafía er annar félaginn sem hverfur úr hópnum. Áður var Mar- geir farinn. Fyrir þrem vikum heimsóttum við Ollu. Þá var hún á sloppnum því hún lá mikið fyrir. Mér fannst hún nokkuð hress, en Olla var ekki vel fyrirkölluð þennan dag, og sagði meðan hún gaf okkur kaffi: „Ætli það fari ekki að koma að leið- arlokum." Mér var dálítið brugðið og reyndi að fara í vörn, sem bar lítinn árangur. Á endanum sagði hún: „Ég á að fara í meðferð eftir helgina." Að lokinni heimsókn kvöddust þær Olla og Hrefna mjög innilega. + Við biðjum Guð almáttugan að styrkja Helga í hans sorgum og einnig börn, tengdabörn og bama- börn. A sólríkum degi þú lagðir af stað er slokknaði lífs þíns luaftur. Með tárvotum augum um það ég bað að hitta ég fengi þig aftur. Og erfiða baráttu háðir þú hörð, en á endanum þvarr svo þinn máttur. Ég veit að um okkur þú stendur nú vörð, það er þinn einlægi háttur. (H.L.) % Magnús Sverrisson, Hrefna Petersen. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.