Morgunblaðið - 03.10.1999, Page 24
24 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
/
Hún er hingað komin til að skýra Islendingum frá rannsókn sinni á hvalveiðum
Baska á norðurslóðum á 16. og 17. öld. Hún segir að það hafí lengi staðið til að heimsækja land og þjóð
enda búin að rannsaka ýmsar sögulegar heimildir um Island. Hún ber nafn hins kunna breska rithöf-
undar, en heitir fullu nafni dr. Selma de Lotbiniere Huxley Barkham. Salvör Nordal hitti þessa
skemmtilegu konu og heyrði frásögn af stuttum ofbeldistíma úr Islandssögunni.
Morgunblaðiö/Kristinn
Dr. Selma Huxley sagnfræðlngur heldur opinberan fyrirlestur um rannsóknir sínar á morgun, mánudag, kl. 17:00 í stofu 101 í Lögbergi.
Hvers vegna fóru Bask-
ar að sækja á hval-
veiðimið alla leið
til Nýfundna-
lands og Is-
lands?
„Baskar voru
mikil siglingaþjóð og
höfðu stundað hvalveiðar
um árabil. Þeir veiddu mikið úti
fyrir norðurströnd Spánar. Síðan
* fara þeir að sækja á fjarlægari og
gjöfulli mið. Baskar veiddu hvali
með skutlum. Eftir að hafa hæft
hvalinn með nokkrum skutlum eltu
þeir hann þar til hann þreyttist og
gafst upp. Síðan bundu þeir hann
við bátinn og skáru hvalspikið utan
af honum og veltu honum í sjónum.
Að því loknu fóru þeir með spikið í
land þar sem verkunin fór fram.
Blódug samskipti
við Baska
„Hér sérðu til dæmis ljóðið Fjöl-
móð sem samið var af Jón Guð-
mundssyni lærða og lýsir mannfalli
Baska jjegar þeir voru við hvalveið-
ar við Island. Þetta ljóð er varðveitt
á handritadeild Landsbókasafns.
Það sem er þó ekki síður merkilegt
eru orðasöfnin hér aftast sem
geymd eru í dag á Ámastofnun, en
þar má sjá fjölda þýðinga af
baskneskum orðum yfir á íslensku.
Orðasöfnin benda eindregið til að
samskipti þessara þjóða hafi ekki
eingöngu verið fjandsamleg, langt í
frá. Það eru ekki til mörg orðasöfn
frá þessum tíma en þau sýna meðal
annars að hér hafa átt í hlut vel
gefnir menn.“
En hvað olli þessum átökum milli
Islendinga og Baska?
„Fyrstu sögur af hvalveiðum
Baska við ísland eru
frá 1604. Fram að
þeim tíma höfðu þeir * ✓
stundað hvalveiðar um
alllangt skeið við Nýfundnalánd en
veitt of mikið. Af þessum sökum
fara þeir að reyna fyrir sér á nýj-
um miðum og koma meðal annars
hingað og veiða við
Vestfirði. Þeir þurftu^^f*
að verka hvalina við
land og það virðist sem
samskiptin við ís-
lendinga hafi verið "
stirð frá upphafi, þótt
orðasöfnin bendi til að það hafi ekki
verið svo í öllum tilfellum. Það eru
til sögur af því að þeir hafi stolið
sauðfé sér til matar, en það er erfitt
að átta sig á því hvort það er rétt.
Ég held að þetta hafi verið mjög
gott fólk og þeir byrjuðu með því að
stunda viðskipti við Islendinga en í
Teikning af
skipi Baska
frá þessum
tíma.
kjölfar þriggja alvarlegra skip-
skaða er hugsanlegt að þeir hafi
orðið að stela sér til matar. Aðalá-
stæða átakanna var þó sú að kon-
ungi Danmerkur var mjög uppsigað
við verslun Spánverja við ísland og
að lokum gaf hann út þá yfírlýsingu
að þeir væru réttdræpir. Þá var
það sem Ari Magnússon lagði í leið-
angur gagngert til að drepa Baska
og varð talsvert ágengt. Lýsingam-
ar á þessum voðaverkum hafa varð-
veist í þessu ljóði og sýna vel
óhugnaðinn sem átti sér stað.“
Hversu margir Baskar voru
drepnir í þessum átökum?
„Það er ekki gott að segja ná-
kvæma tölu en við erum að tala um
nokkra tugi. Þessi atburður átti
sér stað árið 1615 og auðvitað
hafði hann mikil áhrif á Baskana
og einungis nokkur skip koma eftir
það fram til ársins 1618 þegar
þessar ferðir leggjast af til Is-
lands. Þá sækja þeir eitthvað til
Svalbarða en síðar aftur til
Nýfundnalands og svo niður til
Brasilíu.“
Hvalveiðar við
Nýfundnaland
Ran
o
o
ÍSSP'
.
HÚN er svo til nýlent
hér á landi þegar við
hittumst og hún getur
ekki leynt ánægju
sinni yfir komunni.
Hún ætlar að skoða heimildir á
Árnastofnun sem hún hefur ein-
göngu kynnst af ljósmyndum.
Verst finnst henni þó að geta ekki
farið á Hornstrandir, á slóðir
Baska á 17. öld. Það verður að bíða
betri tíma. Hún sýnir mér stóra og
mikla bók sem var nýlega gefin út
á Spáni og geymir rannsóknir
hennar á hvalveiðum Baska á norð-
urslóðum, einkum við Nýfundna-
land. Hluti bókarinnar er tileinkað-
ur Islandi og þar má meðal annars
finna greinai1 eftir sagnfræðinginn
Trausta Einarsson, Frey Sigur-
jónsson sem býr á Spáni og Sigurð
Sigursveinsson, skólameistara
Fljölbrautaskólans á Selfossi.
Þarna er að finna upplýsingar um
samskipti Baska við Islendinga og
þar má finna ófagrar lýsingar.
i