Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Listaverk eftir myndhöggvarann Robert Aiken yfir aðalinngangi hæstaréttarhússins; frelsisgyðjan í forsæti. Verndari stjórnar- skrárinnar Sumar afdrifaríkustu ákvarðanir í bandarískum stjórnmálum á þessari öld hafa hvorki verið teknar af forsetum Bandaríkj- anna né þinginu í Washington - heldur dómurum hæstaréttar. . — 7 1 Jakob F. Asgeirsson segir frá hæstarétti Bandaríkjanna og stormasamri sambúð hans við handhafa löggjafar- og framkvæmdavalds á öldinni sem er að líða. Aðalinngangur hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington. AÐ ER áhrifaríkt að ganga í dómsal bandaríska hæsta- réttarins í Washington - í ljósi þess sögulega hlutverks sem rétturinn hefur gegnt og frægra dómara sem þar hafa setið. I hug- ann koma upp nöfn John Jays, John Marshalls, Oliver Wendel Holmes, Frank Frankfurters, Earl Warrens, Thurgood Marshalls og Warren Burgers. E.t.v. kemst nú- verandi forseti réttarins, William H. Rehnquist í flokk hinna sögu- frægu dómara, en hann hefur stýrt réttinum frá 1986 og virðing hans í nýlegum þingréttarhöldum yfir Clinton forseta þótti mikil. Hæstaréttarhúsið er geysistórt og tilkomumikið - gegnt þinghús- inu og við hlið þjóðarbókasafnins á Capitol Hill. Pað er að mestu byggt úr hvítum marmara og skreytt listaverkum og útskurði. Það fellur vel inn í hið stórgerða umhverfi sitt og maður áttar sig ekki strax á því að húsið er tiltölulega nýtt. Hæsti- réttur Bandaríkjanna eignaðist ekki eigið húsnæði fyrr en á fjórða áratug þessarar aldar og hafði þá verið við lýði í nær hálfa aðra öld. Lengst af var rétturinn til húsa í sal í þinghúsinu. Var þess sérstak- lega gætt við hönnun byggingar- innar að hún sýndi út á við að dómsvaldið væri engu veigaminni grein ríkisvaldsins en löggjafar- og framkvæmdavaldið. I fáum löndum hefur æðsta dóms- vald gegnt jafn pólitísku hlutverki og í Bandaríkjunum. Bandaríski hæstirétturinn er einskonar vemd- arí stjómarskrárinnar og hefur úr- slitavald um túlkun hennar. Réttur- inn hefur vald til þess að fella úr gildi ákvarðanir Iöggjafar- og fram- kvæmdavalds sem dómurum hans sýnist ganga gegn anda stjórnar- skrárinnar. Þetta er vandmeðfarið vald, enda er stjórnarskráin al- mennt orðuð og blasir ekki alltaf við hvernig beri að túlka hana í flóknum álitamálum í síbreytiiegum heimi. Auk þess getur það skapað afdrifa- ríka stjórnarfarslega óvissu ef túlk- un réttarins á stjómarskránni geng- ur ítrekað í berhögg við skilning lög- gjafar- og framkvæmdavaldsins. Raunar stendur ekki berum orð- um í stjómarskránni að rétturinn eigi að hafa síðasta orðið um túlkun stjómarskrárinnar, en það virðist hafa verið ætlun stjómarskrárgerð- armannanna í Ffladelfíu 1787, svo sem fram kemur í málsvöm þeirra, The Federalist Papers. Hamilton segir t.d. að það sé skylda réttarins að dæma ógilda alla lagasetningu sem gangi gegn ákvæðum stjórnar- skrárinnar og að réttinum beri að gæta þess að vilji allrar þjóðarinnar eins og hann sé orðaður í stjórnar- skránni vegi ávallt þyngra en vilja- yfirlýsingar meirihluta Iöggjafar- valdsins á hverjum tíma. Madison kveður það áríðandi að úrskurður í álitamálum um stjómskipun og túlkun stjómarskrárinnar sé hafinn yfir stjómmálaþrætur og því nauð- synlegt að slíkum álitamálum sé ráðið til lykta af sjálfstæðum dóm- umm sem standa utan við stjórn- málaþjark hinna kjörnu fulltrúa. Þrátt fyrir þessi afdráttarlausu um- mæli er engu að síður enn mikill ágreiningur meðal sagnfræðinga um hvað feður Bandaríkjanna hafi raunverulega ætlað að fela réttinum mikið vald. En þótt rétturinn hafi sterka stöðu er sjálfstæði hans ekki algert. Forsetinn tilnefnir dómara í réttinn og þingið í Was- hington verður að samþykkja þær tilnefningar. Þingið getur auk þess vikið einstökum dómuram frá störf- um með því að ákæra þá fyrir emb- ættisbrot, og þingið, forsetinn og þing einstakra ríkja hafa vald til að breyta stjórnarskránni - m.a. í því skyni að breyta hugmyndafræði- legri samsetningu réttarins, svo sem með fjölgun dómara. Þar að auki hefur rétturinn náttúrlega ekki vald til að fylgja eftir ákvörðunum sínum. Rétturinn velur sér sjálfur þau mál sem hann fjallar um, þ.e. hann er ekki eiginlegur áfrýjunarréttur eins og hæstiréttur íslands. Meðal þess sem virðist ráða mestu um hvort rétturinn tekur mál til um- fjöllunar eða ekki er hvort það snerti grandvöll stjómskipunar landsins og að ekki hafí verið fjallað um það áður af réttinum, hvort dómar í málinu á lægri dómsstigum stangist á eða gangi að einhverju leyti gegn eldri hæstaréttardómum, hvort tekist sé á um grundvallar- mannréttindi, hvort dómur á lægra dómsstigi sýnist ekki hafa fylgt al- mennt viðurkenndum reglum um málsmeðferð eða hvort mál hafi leitt til túlkunar þar sem lagaheimild skortir. egar fjallað er um sögu bandaríska hæstaréttarins er gjarnan sagt að hann hafi verið á víxl virkur eða óvirkur - eft- ir því hversu gjarn hann hefur verið á að véfengja skilning löggjafar- og framkvæmdavalds á stjórnar- skránni. Allt fram á þessa öld fór rétturinn varlega í að ómerkja ákvarðanir löggjafar- og fram- kvæmdavalds, þótt í frægum dóms- úrskurði 1803 (Marbury v. Madi- son) hafi rétturinn tekið af skarið um að hann hefði síðasta orðið um túlkun á stjórnarskiánni. A hinum virku skeiðum hefur skilningur rétt- arins á anda stjómarskrárinnar verið í veigamiklum atriðum annar en ríkjandi skilningur handhafa lög- gjafar- og framkvæmdavalds - og hefur þá ýmist verið um það að ræða að rétturinn hafí lesið stjórn- arskrána þröngt og vítt. Rétturinn hefur því verið virkur hvort tveggja í íhaldssömum og róttækum skiln- ingi. A þessari öld má segja að réttur- inn hafi verið mjög íhaldssamur allt fram yfir miðjan fjórða áratuginn. Rétturinn las stjórnarskrána þröngt og hamlaði gegn tilhneig- ingu alríkisstjórnarinnar í Was- hington til að koma á sameiginleg- um reglum yfir ýmsa starfsemi í ríkjum Bandaríkjanna. Einkum átti þetta við um lög og reglur um við- skipti. I stjórnarskránni er þinginu í Washington gefið vald til að „setja reglur um viðskipti við erlendar þjóðir og milli einstakra ríkja og við ættbálka indíána". En nær orðið „viðskipti" yfir framleiðslu á vörum eða einungis til verslunar með full- unnar vörur? Atti orðið „viðskipti" við um starfsemi flutningafyrir- tækja, banka og tryggingafélaga? Fyi'sta þriðjung aldarinnar var það skoðun réttarins að viðskiptaklásúla stjórnarskrárinnar ætti ekki við um alla atvinnustarfsemi. Forseti rétt- arins á fjórða áratugnum, Charles E. Hughes, sagði t.d. að ef ekki væri staðið fast á þessum skilningi yrði vald alríkisstjórnarinnar í Was- hington í raun taumlaust og Banda- ríkjamenn myndu búa við fullkomn- lega miðstýrt ríkisvald. A þessum áram vildi rétturinn standa vörð um sambandsríkja- stefnuna og koma í veg fyrir að al- ríkisstjórnin sölsaði undir sig for- ræði mála sem samkvæmt hefð- bundnum skilningi átti að vera á vegum einstakra ríkja. Rétturinn kvað það t.d. stjórnarskrárbrot að ætla að beita alríkislögum til að stjóma vinnu barna í einstökum ríkjum; slíkt ætti að vera á hendi lögregluyfirvalda innan ríkjanna (Hammer v. Dagenhart, 1918). Það samræmdist auk þess ekki stjórnar- skránni, að mati réttarins, að leggja háan hamlandi alríkisskatt á vörar sem börn höfðu unnið við fram- leiðslu á (Baily v. Drexel Furniture Company, 1922). En jafnt og réttur- inn stóð vörð um hina hefðbundnu sambandsríkjastefnu gætti hann þess að stjómsemi einstakra ríkja gengi ekki gegn stjórnarskrár- bundnum rétti einstaklinganna til að ráða málum sín á milli með frjálsum hætti. Rétturinn taldi það t.d. brot á stjómarskrárbundnu frelsi kvenna til að selja vinnu sína eins og þeim sýndist þegar eitt ríki setti lög um lágmarkslaun kvenna (Adkins v. Children’s Hospital, 1923). Allt fram yfír 1930 má segja að íhaldssemi réttarins hafi al- mennt verið í samræmi við ríkjandi hugsunarhátt meðal stjóm- málamanna og almennings. En kreppan mikla breytti afstöðu manna og þegar Franklin D. Roos- evelt kynnti New Deal stefnu sína kom til alvarlegs ágreinings milli hæstaréttardómaranna og hand- hafa löggjafar- og framkvæmda- valds. Hæstiréttur hélt sínu striki og með nokkrum frægum dómum á árunum 1934-1936 gerði rétturinn Roosevelt í raun ókleift að fram- fylgja efnahagsstefnu sinni. Aldrei fyrr hafði komið til jafnal- varlegs ágreinings innan banda- rísks stjórnkerfis. Ræddu menn það í fullri alvöru að takmarka vald rétt- arins með stjórnarskrárbreytingu. Roosevelt forseti taldi slíkt of tíma- frekt, en stjórnarskrárbreytingar verður að samþykkja á þingum allra ríkja Bandaríkjanna. Vandinn fólst auk þess ekki í stjómarskránni, sagði Roosevelt, heldur í hug- myndafræðilegri afstöðu meirihluta dómaranna. Roosevelt lagði til við þingið í Washington að hæstarétt- ardómurum yrði fjölgað - um einn fyrir hvern þeirra sem hefði náð 70 ára aldri. Með þeim hætti hugðist hann breyta hugmyndafræðilegri samsetningu réttarins, skipunar- valdið var hans og hann myndi ein- ungis skipa dómara sem teldu New Deal stefnuna samræmast stjórnar- skránni. Talaði Roosevelt fullum fetum um að „bjarga stjórnar- skránni frá réttinum og réttinum frá sjálfum sér“. En þessi tillaga Roosevelts vakti litla hrifningu þingmanna sem fannst forsetinn vera farinn að sýna ískyggilega ein- ræðistilburði. Þegar þingið hafði vísað á bug þessari tillögu, sem kalla má aðför framkvæmdavalds- ins að dómsvaldinu, var sem hæsti- réttur mildaðist í afstöðu sinni. Hin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.