Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.10.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1999 37 |||| Dagbók W Háskóla Islands DAGBÓK HÍ 3.-9. október. Allt áhugafólk er velkomið á fyrir- lestra í boði Háskóla Islands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudaginn 4. október kl. 17:00 mun breski sagnfræðingur- inn Selma Huxley Barkham halda fyrirlestur á vegum Sjávar- útvegsstofnunar Háskóla Islands, í stofu 101 í Lögbergi. Hún kallar fyrirlesturinn „Hvers vegna komu baskar til Islands?" Mánudaginn 4. október kl. 16:00 fer fram meistarapróf við læknadeild Háskóla Islands, í kennslustofu 3. hæð í Lækna- garði. Brynhildur Briem mun flytja erindi um meistaraverkefni sitt: „Breytingar á hæð og þyngd 9 ára skólabarna í Reykjavík 1919-1998.“ Prófarar verða: Lauf- ey Steingrímsdóttir, næringai'- fræðingur og Ólafur Oddsson, sérfræðingur. Umsjónarkennari: Laufey Tryggvadóttir, faralds- fræðingur. Allir eru velkomnir að hlýða á prófið. Þriðjudaginn 5. október kl. 12:05-13:00 flytur Helgi Þorláks- son prófessor við sagnfræðiskor fyrirlestur sem hann nefnir: „Við- skipti, verslun og markaður.“ Fyrirlesturinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð í hádeg- inu og er hluti af fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Islands sem nefnd hefur verið: Hvað er hag- saga? Eru allir áhugamenn um sögu hvattir til að koma og taka þátt í umræðum um efnið. At- hygli skal vakin á því að fundar- menn geta fengið sér matarbita í veitingasölu Þjóðarbókhlöðunnar og neytt hans meðan á fundinum stendur. Miðvikudaginn 6. október, kl. 16:15 flytur Þorvaldur Gylfason, viðskipta- og hagfræðideild, fyrir- lestur í málstofu viðskipta- og hagfræðideildar. Málstofan fer fram á kaffistofu á 3. hæð í Odda og er öllum opin. Fimmtudaginn 7. október kl. 12:30 verður haldinn fræðslu- fundur að Tilraunastöð HI í meinafræði, Keldum, í bókasafn- inu í miðhúsi. Benedikta St. Haf- liðadóttir, MS-nemi, Keldum, flytur erindið: „Hjúpprótein mæði-visnuveiru“ Fimmtudaginn 7. október kl. 16:15 ílytur Haavard M. Jakob- sen fyrirlesturinn: „Slímhúðar- bólusetning með próteintengd- um pneumokokkafjölsykrum í músum“ í málstofu læknadeild- ar. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags Islands, efstu hæð. Kaffiveitingar verða frá kl. 16:00. Laugardaginn 9. október kl. 14:00 flytur prófessor Eva Öster- berg minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar á vegum Sagn- fræðistofnunar Háskóla Islands í Hátíðarsal í Aðalbyggingu. Fyi-ir- lestur sinn nefnir hún: Trust and kinship - premodern man in per- spective. A undan fyrirlestrinum verður Jóns Sigurðssonar minnst með fáeinum orðum. Allir eru vel- komnir. Námskcið á vegum Endur- menntunarstofnunar HI vikuna 3.-9. október 4. og 5. okt. kl. 16.00-20.00. Árangursrík liðsheild. Kennari: Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræð- ingur og ráðgjafi. 4. og 7. okt. kl. 13.00-16.00 og 9. okt. kl. 9.00-12.00. Vefsmíðar I. Hönnun og notendaviðmót. Kennari: Gunnar Grímsson við- mótshönnuður. Mán. 4. okt.-22. nóv. kl. 20.15- 22.15 (8x). Jónas og umhverfi hans. I samvinnu við Heimspeki- deild HÍ. Kennari: Matthías Jo- hannessen rithöfundur og cand.mag. í íslenskum fræðum. Mán. 4. okt.-29. nóv. kl. 17.00- 19.00 (9x). Stjómun starfsmanna- mála - Misserislangt nám. Kenn- ari: Ólafur Jón Ingólfsson við- skiptafræðingur, starfsmanna- stjóri hjá Sjóvá-Almennum, auk gestafyrirlesarans Ragnars Ai-nasonar lögfræðings VSI og fulltrúa frá íslensku ráðgjafarfyr- irtæki. Þri. og fim. 5. okt.-4. nóv. kl. 18.45-20.15 (lOx). Japanska I. Byrjendanámskeið. I samvinnu við Mími-Tómstundaskólann með styi'k frá Scandinavia-Japan Sa- sakawa Foundation. Kennari: Tomoko Gamo BA, en hún hefur sl. þrjú ár kennt japönsku á Is- landi. Þri. 5. okt.-16. nóv. kl. 20.15- 22.15 (7x). Listin að yrkja. Kenn- ari: Þórður Helgason bókmennta- fræðingur og rithöfundur, dósent við KHÍ. 5., 8., 12. og 14. okt. kl. 16.00- 20.00. Vefsmíðar fyrir kennara. Kennari: Gunnar Grímsson við- mótshönnuður. 5. og 6. okt. kl. 16.00-19.00. Vinnuréttur. I samstarfi við Lög- fræðingafélag Islands og Lög- mannafélag Islands. Umsjón: Hrafnhildur Stefánsdóttir hdl. VSÍ. Mið. 6. okt.-24. nóv. kl. 20.15- 22.15 (8x). Þjálfun í þýsku. Um- sjón: Oddný G. Sverrisdóttir dós- ent í þýsku við HI. 6. okt. kl. 8.30-13.30. Hvað veistu um markaðinn? Kennarar: Ingólfur Garðarsson og Hrönn Ingólfsdóttir ráðgjafar hjá PricewaterhouseCoopers. Mið. 6. okt.-24. nóv. kl. 19.00- 22.00 (8x). Hulunni svipt af Hollywood: Saga bandarískra kvikmynda í eina öld í samvinnu við heimspekideild HÍ. Kennarar: Björn Þór Vilhjálmsson og Björn Ægir Norðfjörð bókmenntafræð- ingar. Mið. 6. okt.-24. nóv. kl. 20.15- 22.15 (8x). Nýjar kenningar og aðferðir í sagnfræði. Haldið í samstarfi við ReykjavíkurAka- demíuna. Kennarar: Axel Krist- insson cand.mag., Árni Daníel Júlíusson PhD, Ólafur Rastrick MA, Sigurður Gylfi Magnússon PhD, Gunnar Karlsson prófessor og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir MA. Mið. 6. okt.-lO. nóv. kl. 20.15; 22.15 (6x). Sjónræn menning. í samstarfi við ReykjavíkurAka- demíuna. Umsjón: Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur í ReykjavíkurAkademíunni. 7. og 11. okt. kl. 12.45-15.45. Að skrifa góða grein. Kennarar: Guðlaug Guðmundsdóttir ís- lenskukennari í MH og Baldur Sigurðsson lektor við KHI. Fim. 7. okt.-18. nóv. kl. 20.00- 22.15 (7x). Ritlist. Kennari: Rún- ar Helgi Vignisson rithöfundur og bókmenntafræðingur, stunda- kennari í almennri bókmennta- fræði við HÍ. Frá hans hendi hafa komið átta rit, fjórar frumsamdar skáldsögur og fjórar þýðingar. Fim. 7. okt. kl. 16.00-20.00 og lau. 9. okt. kl. 9.00 til sun. 10. okt. kl. 15.00 (alls 24 klst.). Gist eina nótt. Áskorun og ævintýri: Úti- vist sem þroskaferli í samstarfi við íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. Kennarar: Björn Vilhjálmsson, Þórarinn Eyfjörð og Jakob Frímann Þorsteinsson. 8. okt. kl. 9.00-18.00 og 9. okt. kl. 9.00-13.00. Efling stjórnmála- kvenna - félagsmál, ræður, grein- ar og fjölmiðlar í samvinnu við ráðherraskipaða nefnd til að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Um- sjón: Una María Óskarsdóttir uppeldis- og menntunarfræðing- ur sem er verkefnisstjóri nefnd- arinnar. Kennarar: Ingibjörg Frímannsdóttir málfræðingur, Guðlaug Guðmundsdóttir ís- lenskufræðingur, Sigiún Jóhann- esdóttir MS í kennslutækni og Sigrún Stefánsdóttir dr. í fjöl- miðlafræði og rektor Norrænnar endurmenntunarstofnunar blaða- manna. Sýningar Þjóðarbókhlaða. Sýning á list inúíta í Kanada, Qamanittuaq-teikningar eftir listamenn frá Baker-vatni í Þjóð- arbókhlöðu 12. ágúst-1. nóvem- ber. Sýningin kemur hingað til lands í tengslum við námskeið vísindamanna og stúdenta við Háskólann í Guelph í Kanada, Bændaskólans á Hólum og Há- skóla Islands. Árnastofnun Stofnun Áma Magnússonar, Ái-nagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14- 16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 13-17 dag- lega, 1. júní til 31. ágúst. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara. Orðabankar og gagnasöfn Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagnasöfnum á vegum Háskóla Islands og stofnana hans: Islensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orða- söfn í sérgreinum: http://www .ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn Islands - Há- skólabókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html Órðabók Háskólans. Ritmáls- skrá: http://www.lexis.hi.is/ Rannsóknagagnasafn íslands. Hægt að líta á rannsóknarverk- efni og niðurstöður rannsókna- og þróunarstarfs: http://www. ris.is Leigjendasamtökin segja neyðar- ástand ríkja á leignmarkaði AÐALFUNDUR Leigjendasam- takanna, sem haldinn var fyrir skömmu, samþykkti ályktun þar sem m.a. er lýst yfir neyðarástandi á leigumarkaði á Reykjavíkursvæð- inu og á öðrum stærstu þéttbýlis- svæðum. „Fundui'inn fordæmir þá stefnu sem birtist í lögum um Ibúðalána- sjóð, þar sem félagslegar úrlausnir eru lagðar niður og allh- valkostir afnumdir aðrir en sá einn að kaupa íbúð á markaði. Þessi stefna hefur stóraukið húsnæðiskostnað alþýðu manna langt umfram skynsemi og skilið margt fátækt fólk eftir á ver- gangi. Húsnæðisverð hefur samkv. opinberum tölum hækkað um 20-30% og húsaleiga um 50-100%. Ekki aðeins hafa skuldir heimila hækkað af þessum sökum langt um- fram hættumörk og kjör þeirra rýrnað að sama skapi, heldur hafa kjör leigjenda verið lögð í rúst og margir þeirra hafa orðið að sæta af- arkostum af hálfu þeirra sem leigja út eða versla með íbúðir. Fundurinn skorai' á stjórnvöld, verkalýðssamtök og önnur félaga- samtök að móta nothæfa húsnæðis- stefnu sem tekur tillit til veruleik- ans í þjóðfélaginu. Kjarni þeirrar stefnu ætti að vera sá að almenn út- lán til einstaklinga verði færð til bankanna en íbúðalánasjóður veiti eingöngu framkvæmdalán til bygg- ingaaðila sem byggja leiguíbúðir eða aðrar íbúðir þar sem valkostir njóta jafnréttis. Þá skorar fundur- inn á sömu aðila að beita sér fyrir afnámi skatta af húsaleigubótum. Öruggur leigumarkaður er ekki að- eins sjálfsagður og nauðsynlegur valkostur heldur líka þjóðhagslega hagkvæmur." MINNINGAR JÓNÍNA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR + Jónina Þóra Jónsdóttir frá Ási í Ásahreppi fæddist 9. október 1905. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 17. september slðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Ási, f. 4. ágúst 1871, d. 12. september 1934, og Margrét Björnsdóttir, Króki í Villingaholtshreppi, f. 16. desember 1875, d. 23. janúar 1952. Systkini henn- ar voru Stefán, f. 29.5. 1897, d. 12.4. 1961; Þórður, f. 19. janúar 1904, d. 27. júlí 1904; Jónína Guðrún, f. 23.8. 1900, d. 3.8. 1988; Ásgeir Bergmann, f. 16.11. 1903, d. 30.4. 1979; Þuríður, f. 12.1. 1910; og Mar- grét, f. 21. 12. 1913. Útför Jóninu fór fram frá Fossvog- skapellu föstudag- inn 17. september. M kristinn maður sofnar sætt, þá sárt hann grátum eigi; Þótt herrann nú oss hafi grætt, mun hann á efsta degi vom ástvin láta’oss aftur sjá í æðri gleði’en hugsast má. Guðs lofum vísdómsvegi. Það kom ekki á óvart, vitað var að hverju stefndi, en samt kom þetta eins og sárt og napurt högg. Jónína vinkona mín er gengin til austursins eilífa, guð blessi hana. Jóna var einstök kona, hún var öf- undsverðum mannkostum búin og ekki trúi ég því að hún hafi hitt marga á lífsleiðinni, sem náðu að kynnast henni, sem ekki hrifust af persónu hennar. Ég kynntist Jónínu fyrst 1972, þegar hún bjó á Lokastíg 15 í Reykjavík, ásamt Þuru og Gunnu, systrum sínum. Það vakti furðu mína er ég kom þar fyrst en eiginkona mína vildi fara með mig í heimsókn til „frænku“-en það var nokkurs kon- ar samnefnari fyrir þær systur. Þegar ég svo nokkrum árum seinna gekk í skóla einn vetur hófust kynni okkar Jónu fyrir al- vöru. Jóna hafði mikið aðdráttar- afl. Hún var alltaf létt í lundu og einstaklega vel gerð kona. Hún gat alltaf séð jákvæðu hliðarnar á öll- um málum. Á heimili þeirra systra var oft mikill gestagangur og voru börnin í fjölskyldunni oftast í meirihluta. Það var nánast sama hvað kom upp á þar. Ef refsa átti einhverjum gat Jóna alltaf mildað málin og snúið vandræðaástandi viðkomandi í vil. Hún var unga fólkinu allt í senn, sem okkur full- orðna fólkinu, móðir, faðir, vinur og leikfélagi. Jónína átti sér sína paradís. Ferðirnar á heimaslóðirnar á sumrin, í Áskot í Ásahreppi, voru mikið tilhlökkunarefni. Þar undi hún sér vel. Ég átti margar góðar stundir með henni sl. áratug þar. Á Lokastígnum var ég sem heima- gangur í mörg ár og voru ófáir vinnufélagar mínir sem komu með í heimsókn á Lokastíginn og fengu kaffibolla hjá Jónínu „frænku". Én Jóna gat líka verið föst fyrir. Hún hafði mikið skap sem hún hafði ótrúlega mikla stjórn á. Lífið hafði kennt henni að ekki verður á allt kosið. Sigra erfiðleika með þolin- mæði og hafa hófsemi að leiðar- ljósi. Ég kveð nú þessa vinkonu mína með söknuði en gleði í hjarta. Hennar hlutverki er lokið. Þau ár sem ég naut vináttu hennar og leið- sagnar eru forréttindi og verða mér mikils virði. Síðustu mánuðina dvaldi Jónína á Sjúkrahúsi Reykja- víkur og naut sín vel við frábæra umönnun starfsfólksins þar, sem á heiður skilið fyrir sitt framlag við að gera ævikvöld hennar sem þægilegast og best. Guði sál þín geðjast hefur; geymdan hvers kyns hættu frá sonur guðs að sér þig vefur, sælum englum þú ert hjá. Eitt sinn gleðja þar munt þú þá, er sárt þig gráta nú; náðar, lífs og sannleiks sæta senn þjá brunni þeim skal mæta. Jakob S. Þórarinsson og fjölskylda. KONRÁÐ GUÐLAUG- UR EYJÓLFSSON + Konráð Guð- laugur Eyjólfs- son fæddist á Reyn- isstað, Fáskrúðs- firði, 29. september 1922. Hann lést 15. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jónína Guð- laug Erlendsdóttir og Eyjólfur Ólafs- son. Konráð var næstyngstur af sex systkinum: Sverrir, lést í _ bernsku, Kristín, Ólafur, Sig- rún og Hjalti. Konráð var jarðsettur í kyrr- þey. ______________ Sín bernskuár átti Konráð í for- eldrahúsum á Reynisstað þar sem hann stundaði ýmsa vinnu til lands og sjávar. En allt frá bernsku átti Konráð við geðræn vandamál að stríða sem gerðu honum erfitt líf sem hans nánustu. Síðan flytur hann til Reykjavíkur þar sem hann stundar ýmis störf. Til húsa var hann lengst af á Hemum. En naut at- lætis systur sinnar Sigrúnar og eigin- manns hennar Eyjólfs Hafstein til margra ára. Síðustu árin er móðir þeirra lifði var hún þar einnig til heimilis. Síðustu þrjá- tíu og þrjú árin átti Konráð heimili í Arn- arholti, sem óhætt er að segja að hafi verið hans bestu æviár. Þrátt fyrir allt átti Konni hlýtt hjarta. Þeim sem hlynntu að Kon- ráði í Arnarholti og að síðustu á Landakoti, læknum og öðru starfs- fólki, þökkum við þá hlýju er hon- um var sýnd. Blessuð sé minning hans. Halldóra Sigurbjömsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.